Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 RADAUGl YSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Garðabær ^ Fóstra Fóstra óskast á leikskólann Bæjarból sem fyrst. Upplýsingar hjá leikskólastjóra í síma 656470. BESSASTAÐAHREPPUR Tónlistarskóli Bessastaðahrepps óskar eftir kennurum fyrir næsta skólaár á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, fiðlu, þverflautu og gítar. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 654459. Tónlistarkennarar Við Tónlistarskólann á Akranesi eru lausar eftitaldar stöður, sem veitast frá 1. septem- ber næstkomandi: 1. - Staða píanókennara (heil staða). 2. Staða fiðlukennara (heil staða). 3. Staða tréblásturskennara (hlutastaða). Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 93-11915 eða 93-11967. Tónlistarskólirm á Akranesi. Kennarar - kennarar Við Grunnskólann í Grundarfirði eru nokkrar stöður lausar á næsta skólaári. Viðfangsefnin eru: 1. Almenn bekkjarkennsla í 1., 5. og 7. bekk. 2. Sérgreinakennsla, s.s. íslenska, stærð- fræði og líffræði, í 8.-10. bekk. Hannyrðir, smíðar og heimilisfræði í 4.-10. bekk. 3. Sérkennsla. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri, Gunnar, og aðstoðarskólastjóri, Ragnheiður, í símum 93-86637 eða 93-86619 á skólatíma. Skólanefnd. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur „Umhyggju11, félags til stuðnings sjúkum börnum, verður haldinn mánudaginn 17. maí 1993 á Suður- landsbraut 22 kl. 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stofnun stuðningskerfis fyrir foreldra langveikra barna. 3. Önnur mál. Stjórnin. Stjórnkerfi menningarinnar Samband íslenskra myndlistarmanna heldur málþing um samskipti opinberra aðila við listamenn og samtök þeirra á Hótel Borg sunnudaginn 16. maí kl. 10.00-17.00. Þingið er öllum opið. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500, fax 686270 Handavinnusýningar á vegum Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík árið 1993 verða sem hér segir: Bólstaðarhlíð 43, Seljahlíð, Hvassaleiti 56-58, Hraunbæ 105 og Hæðargarði 31 dagana 15. 16. og 17. maí. Sýningarnar verða opnar frá kl. 14.00- 17.00. Samsýning í Tjarnarsal Ráðhúss verður frá 22. maí til og með 27. maí. Leiguíbúð Fjögurra manna fjölskyldu vantar íbúð á leigu frá 1. júní. Helst miðsvæðis í Reykjavík. Skammtímasamningur kemur til greina. Tilboð óskast lögð inn á auglýsingardeild Mbl., merkt: „L - 10908." Vantar humarbáta íviðskipti Upplýsingar í síma 92-68566. Fiskanes hf., Grindavík. TÓNUSMRSKÓU KÓPPNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Inntökupróf í söng fyrir næsta starfsár fer fram í skólanum þriðjudaginn 25. maí kl. 17.00-19.00. Boðið verður upp á ýmsa valkosti í námi t.d. hópkennslu. Innritun og upplýsingar á skrifstofu skólans, Hamraborg 11,2. hæð, sími 41066. Skólastjóri. Hólaskóli, Hólum íHjaltadal A Á Hólum getur þú stundað lifandi starfsnám á fögrum og friðsælum stað! Hrossarækt - reiðmennska - tamningar - sauðfjárrækt - nautgriparækt - fiskrækt. Fjölbreyttar valgreinar. Á Hólum eru nýbyggð kennslufjárhús og merkur fjárstofn! Á Hólum er miðstöð rannsókna í bleikjueldi! Á Hólum er Hrossakynbótabú ríkisins! Á Hólum er gott hesthús bg reiðkennsluhús! Á Hólum hafa nemendur aðgang að vel búnu tölvuveri! Inntökuskilyrði: Æskilegur bóklegur undirbúningur: 65 einingar úr framhaldsskóla. Eins árs starfsreynsla. Aldur: 18 ár. Námstími er 2 ár - 4 annir. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Takmarkaður nemendafjöldi. Fyrra nám getur nýst til stúdentsprófs við skólann! Námið er lánhæft samkvæmt reglum LÍN. Umsækjendur verða kallaðir til viðtals f skólanum dagana 14.-16. júnf. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur. Sími 95-35962. Símbréf 95-36672. Nám i Tannsmiðaskóla íslands Umsóknir skal senda til Tannsmiðaskóla ís- lands, c/o skrifstofu Tannlæknadeildar Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 5. júní nk. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið grunnskólaprófi og hafa jafngildi stúdentsprófs í ensku og einu Norðurlandamáli, auk þess er undir- stöðuþekking í efnafræði æskileg. Umsóknum skal fylgja: 1. Staðfest afrit eða Ijósrit af prófskírteinum. 2. Læknisvottorð um almennt heilsufar ásamt vottorði um óbrenglað litskyggni. 3. Meðmæli sem kynnu að skipta máli. 4. Umsóknir skulu vera vel merktar með nafni, heimilisfangi og símanúmeri við- komandi. OJ .. , . Skolanefnd. Lagerhúsnæði Höfum til leigu 400 m2 lagerhúsnæði í Fáka- feni. Afgreiðsludyr eru rafdrifnar og stórar. Lofthæð er 4 metrar. Vinsamlegast hafið samband við Ómar eða Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Patreksfirði skorar hér með á gjaldendur sem ekki hafa staðiö skil á opinberum gjöldum, sem gjaldfallin voru 10. mai 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni ríkis- sjóðs, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur, sérstakur eigna- skattur, slysatryggingagjald v/heimilistarfa, tryggingagjald, iðnlána- sjóðs- og iðnaöarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, vinnueftirlitsgjald, launaskattur, fasteignagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraöra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæöi, aðflutningsgjald, skipa- skoðunargjald, vitagjald, lögskráningargjald, lestargjald, bifreiða- skattur, skoðunargjald bifreiöa, slysatryggingagjald ökumanns, þungaskattur skv. ökumæli, skipulagsgjald, virðisaukaskattur, viðbót- ar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatt- ur og miðagjald, staðgreiðsla opinberra gjalda, aðstöðugjald, vöru- gjald af innlendri framleiðslu, aðflutnings- og útflutningsgjöld, verð- bætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna, auk vaxta og viðurlaga að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnámsaðgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000,- fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000,- og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 13. mai 1993. Uppboð þriðjudaginn 18. maí 1993 Uppboð munu byrja á eftirtöldum eignum á skrifstofu embættis- ins, Hafnarstræti 1, Isafirði, kl. 14.00: Aðalgötu 2F, Súðavík, þingl. eign Jónasar Hauks Jónbjörnssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Brimnesvegi 20, Flateyri, talin eign Þorleifs Ingvarssonar, eftir kröfu Byggningarsjóðs ríkisins. Ðrafnargötu 9, Flateyri, þingl. eign Kristjáns Jóhannessonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Eyrargötu 12, Suðureyri, þingl. eign Fanneyjar Jónsdóttur og Gunn- ars K. Jónassonar, en talin eign Sóleyjar Sveinsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Fjarðargötu 64, Þingeyri, þingl. eign Friðberts Jóns Kristjánssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Hafraholti 22, (safriði, þingl. eign Jóns Steingrímssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Bæjarsjóðs Isafjarðar og Sjóvá Almennra trygginga. Hjallarvegi 21, efri hæð, Suðureyri, þingl. eign Sveinbjörns Jónsson- ar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins, Vélorku hf., Féfangs fjár- mögnun og Karls Guðmundssonar. Kjarrholti 5, Isafirði, þingl. eign Gísla Skarphéðinssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins og Bæjarsjóðs ísafjarðar. Nesvegi 2, Súðavík, þingl. eign Jónbjörns Björnssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins og Viðars Konráðssonar. Túngötu 17, Súðavík, þingl. eign Jónasar Skúlasonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Sýslumaðurinn á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.