Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 33 Minning Krislján Guðmunds- son, Stórhóli Fæddur 6. apríl 1912 Dáinn 1. maí 1993 Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Kristjáns móðurbróður míns örfáum þakkarorðum, en hann lést í Landspítalanum hinn 1. maí síðastliðinn eftir örstutta legu, 81 árs að aldri. Sveitungar hans og ættingjar fylgdu honum til hinstu hvílu í Reykjakirkjugarði laugardaginn 8. maí. Hann var fæddur í Gilkoti í Lýt- ingsstaðahreppi, sem nú heitir Steintún, hinn 6. dag aprílmánaðar 1912. Foreldrar hans voru Guð- mundur Þorvaldsson frá Stapa í sömu sveit og Sigurbjörg Sveins- dóttir frá Ketu í Hegranesi. Krist- ján átti þrjú hálfsystkini og eina alsystur. Samfeðra var: Þorvaldur, f. 1885, d. 1917. Sammæðra voru: Sigurlaug Sveinbjörg Hansdóttir, f. 1889, d. 1929, og Sigurður Kri- stófersson, f. 1902, d. 1979. Alsyst- ir Kristjáns var Helga, móðir mín, en þau voru tvíburar. Móður sína misstu þau systkinin þegar þau voru aðeins fimm ára að aldri og föður sinn er þau voru sjö ára, þannig að ekki er annað hægt að segja en að sár harmur hafi verið að þeim kveðinn í bernsku. Kristján ólst að mestu leyti upp í kjóli Sigurlaugar systur sinnar meðan hennar naut við, en hún lést löngu fyrir aldur fram. Hann varð því snemma að fara að vinna fyrir sér, svo sem algengt var með unglinga á þeirri tíð. Um föður Kristjáns segir svo í Skagfirzkum æviskrám: „Guð- mundur var friðsamur maður og hljóðlátur..." Mér finnst raunar það sama um Kristján. Hann var geð- góður og hæglátur, hlýr og notaleg- ur í viðmóti og gott að hafa hann nálægt sér. Einnig gat hann verið ræðinn ef því var að skipta og fróð- ur var hann um ýmsa hluti og hafði gaman af hógværri glettni. Hjálp- samur var hann og gott að biðja hann. Mörg handtökin var hann búinn að vinna fyrir sveitunga sína, hér á árum áður, ef eitthvað þurfti að smíða, gera við, eða leggja mið- stöð svo eitthvað sé nefnt, var allt- af hægt að biðja Kidda. Grun hef ég um að ekki hafi sú vinna alltaf gefið mikið í aðra hönd, eins og gjarnan vill verða hjá þeim sem meira meta greiðvikni og hjálpsemi við náungann. Þegar jeppabílarnir komu til sög- unnar var Kristján með þeim fyrstu sem keyptu sér slíkt farartæki. Það var eins með það að oft var hann beðinn að skreppa hitt og þetta og sjaldan held ég að hann hafi getað neitað. Oft nutum við systkinin þess, ef okkur langaði að fara eitt- hvað, að eiga hann að, því að þá var nú ekki bílakostur á hveijum bæ. Kristján vann svo til eingöngu við smiðar fram yfir miðjan aldur, en hann var hagur í höndunum, svo sem sagt er að faðir hans hafi ver- ið. Þrátt fyrir það að hann væri ómenntaður í húsasmíði, byggði hann upp á nokkrum bæjum í sveit- inni og þar á meðal Gilhaga. Seint verður fullþökkuð sú hjálp sem hann veitti foreldrum mínum, þeg- ar þau af litlum efnum réðust í að byggja upp í Gilhaga að hans frum- kvæði. Og vegna hans aðstoðar fluttum við úr gamla torfbænum í nýja húsið árið 1944. Faðir minn mat Kristján mág sinn mikils og sýndi það meðal annars í því að þegar næstelsti sonurinn var skírður réð hann Kristjánsnafninu, en hann var ný- fæddur þegar við fluttumst í húsið. Ekki þarf að efa að móður minni hafi verið nafnið hugljúft, því að mjög var kært með þeim systkin- um. Okkur frændsystkinum sínum var hann ákaflega góður og eigum við honum margt gott að þakka. Alltaf gaf hann okkur jólagjafir fram á fullorðinsár og oft kom hann færandi hendi þess utan. Minnisstætt er mér frá þeim árum sem hann dvaldist fyrir sunnan, en þar var hann á tímabili og vann við smíðar, þegar kassinn frá Kidda frænda var að koma fyrir jólin. Eg man að meðal annars sendi hann okkur systrunum ljómandi falleg kjólefni, en hann var sérstakur smekkmaður að velja efni og föt, og alltaf var hann snyrtilega klæddur sjálfur. Alla tíð hélst hans trygga vin- átta við Gilhagaheimilið. Eg held ég lýsi því best með að segja frá því er ég sat hjá honum á Landspít- alanum fársjúkum daginn áður en hann lést. Eitthvað það fyrsta sem hann spurði mig var: „Hefurðu nokkuð frétt frá Gilhaga?" Svo sterkar voru minningarnar í huga hans frá fyrri tíð en hann átti þar systur og „krakkana hennar Helgu“ eins og hann sagði svo oft um okkur, að þrátt fyrir það að nú er ekkert okkar í Gilhaga leng- ur, var hugur hans þar enn bund- inn. Kristján kvæntist aldrei og var alla tíð einn síns liðs. A þeim árum sem Landnám ríkisins var að stofna til nýbýla hér og þar í sveitum landsins var Kristján að minnka við sig byggingarvinnuna og þar kom að hann fékk sér nýbýli úr landi Þorsteinsstaða og nefndi Stórhól. Ræktaði hann þar og steypti upp íbúðarhús, sem raunar varð aldrei fullgert, en íjárhús og hlöðu byggði hann og kom sér upp dálitlum fjár- stofni og alltaf átti hann dálítið af hrossum. Naut hann þess nú hver bjó í Gilhaga, því að á vorin tók Gilhagadalurinn við fé og hrossum eftir þörfum, því að landlítið er á nýbýlum til sumargöngu. Kristján taldi sér lögheimili á Stórhóli, en var til heimilis í Ar- nesi allan síðari hluta ævi sinnar, hjá þeim hjónum Helga Valdemars- Sigríður S. Bjark- lind - Minning Stundum þegar ég heyri fallegt lag. Þá setur mig hljóðan. Ég hafði heyrt þetta áður; minningarnar síbyljur mannshugans og uppspretta góðs og ills verða að deyjandi draumum. ... Mig setur hljóðan. Víst semja mennimir ennþá falleg lðg en lagið mitt litla kemur aldrei aftur. (Vilmundur Gylfason) Ég og börnin mín söknum Sissíar frænku. En við þökkum henni allt góða veganestið er hún lét okkur í té, alla hennar gæzku, umönnun og hjálpsemi. Frænka fylgdi mér allt frá barn- æsku og fram á síðasta dag. Þegar hún veiktist var hún á leiðinni til mín. Vakin og sofin var hún alltaf með íjölskylduna sína í huganum. Frænka var listræn, en hún flík- aði því aldrei. Hún samdi lítil lög, orti kvæði og saumaði listilega út. hún fór með mig á hljómleika, kom með mér í beijamó á haustin, við fórum í gönguferðir á sumrin, en bestu stundirnar áttum við heima hjá henni í friðsælli ró. Sissí frænka var falleg, bæði yst syni og Snjólaugu Guðmundsdóttur og Guðmundi syni þeirra. Þar átti hann rólegt og gott heimili og eign- aðist góða nágranna, sem voru honum hjálplegir við einyrkjabú- skapinn á Stórhóli þegar þess var þörf. Eftir að Helgi lést var hann áfram hjá Snjólaugu og Guðmundi og skulu þeim færðast alúðarþakk- ir fyrir þá aðhlynningu, sem hann naut þar. Eftir að Kristján kom sér upp aðstöðu á nýbýlinu sneri hann sér eingöngu að því að hugsa um sínar skepnur og hafði yndi af hrossun- um sínum, en á árum áður átti hann góða hesta. Að mestu leyti sinnti hann einn um þennan litla búskap sinn og eyddi flestum dög- um á litla býlinu sínu allan ársins hring, þó að þrekið væri nú orðið lítið undir það síðasta. Varla brást það ef maður átti leið um veginn að ekki væri bíllinn hans heim við Hól, og heilsaði ég þá oft uppá hann í leiðinni. Hann kom á móti mér hæglátur og hýr í bragði, og er við höfðum heilsast spurði hann vanalega „Ertu að fara í Gilhaga?“ eða „Ertu að koma frá Gilhaga?" Sumardagurinn fyrsti skipti sköpum í lífi Kristjáns. Þá fór hann í síðasta sinn á býlið sitt til að gégna sínum skepnum. Um kvöldið var hann fluttur fárveikur á sjúkra- húsið á Sauðárkróki og daginn eft- ir suður á Landspítala, þar sem hann lést eftir viku. Læknar og hjúkninarfólk á Landspítalanum, sem ég ræddi við, höfðu orð á hversu raunsær og heilbrigður í hugsun hann væri og gott að tala við hann til að útskýra fyrir honum þessi alvarlegu veik- indi sem komu svo snögglega. Hann var vel meðvitaður um að senn liði að leiðarlokum og kvaðst sáttur við allt, þetta væri orðið nóg fyrir sig. Þannig hélt hann sinni alkunnu rósemi til hinstu stundar. Eg kveð Kristján frænda minn með kæru þakklæti fyrir allt sem hann var okkur. Minningarnar geymast um góðan vin. Hlýjar kveðjur fylgja honum frá systkin- um mínum og fjölskyldum þeirra. Megi hann hvíla í friði. Sigurlaug Stefánsdóttir frá Gilhaga. sem innst. Við gleymum henni aldrei. Guð blessi frænku. Unnur Bjarklind. Minning Stefanía Stefáns- dóttir, Reyðarfirði Fædd 1. janúar 1907 Dáin 22. apríl 1993 Öldruð atorkukona hefur kvatt okkur, mæt samferðakona og minn- isstæð þeim sem þekktu, hreinskipt- in og heil í hverri gerð, kona erfið- is og anna alla stund. Heið er minningin um starfsævi Stefaníu, alþýðukonunnar, sem ævinlega taldi æðstu skyldu sína að sinna heimili sínu og ljölskyldu. Frá barnsaldri hafði ég af henni kynni, átti með henni samleið heima dijúgan veg, þekkti vel til starfs- orku hennar og eljusemi, sem aldr- ei varð á lát, kynntist konu sem hafði mótaðar skoðanir og lét þær í ljós af festu og hispursleysi, hlý kona og vel hugsandi, óáleitin mjög en fylgin sér í einstakri ósérhlífni. Hún Stefanía átti ekki ævi auðs né áhrifa, önn móður og húsmóður var oft mikil, ævitíð hennar sem annarra sveitakvenna vörðuð mik- illi vinnu, ótöldum handtökum erfið- isins, en hún var sönn hamhleypa til verka, kjarkkona og óvílin með afbrigðum, þó áður fyrr væru kröpp kjör oftlega hennar hlutskipti. í engu var eftir gefið, björg sótt í bú svo sem bezt var unnt og aldrei slegið slöku við. Eg man fyrst eftir Stefaníu í stuttri heimsókn heima í Seljateigi hjá foreldrum mínum. Hún var á leið heim, var ræðin og sagði skémmtilega frá, en merkilegast þótti mér, hve henni lá mikið á, en hún sagði það vera að þorna upp og létta til og heyið nýslegna í Stuðlablánni átti greinilega hug hennar, enda í þeirri ljá hluti lífs- bjargar fólginn. Þetta litla atvik lýsti í raun ævibraut Stefaníu ofur- vel, því lífsorka hennar og áhugi var lífsbjörginni bundinn og þá var aldrei til setunnar boðið. Stefanía var glögg kona og greinargóð, var gjarnt að slá á létta strengi, fróð um menn og málefni, minnug vel, enda ágætlega eðlis- greind, viðmótið hlýlegt og skraf- hreifin og hress var hún á hveiju sem gekk. Ég kunni vel að meta þessa dugn- aðarkonu, sem vann hvert sitt verk af alúðarfullri umhyggju og ótrú- legri kappsemi, hraðvirk og velvirk í senn. Hún var vinur vina sinna og þess naut ég ríkulega, þvi ævin- lega var jafngott að hitta hana, handtakið traust og hlýtt, brosið einlægt og bjart, hugarþelið hlýja var öllu ofar. Hún var einlæg að allri gerð, misrétti og misskipting var henni eitur í beinum, allir skyldu jafnir og njóta verðleika sinna, hveijar sem aðstæður annars voru. Réttlæt- iskennd hennar heit og sterk. Mér þótti vissulega mikilsvert að mega um langa leið eiga atfygli hennar, heilt og óhvikult. Fyrir það sem annað er þakkað nú. Örfá ævibrot skulu upp rifuð. Stefanía var fædd á nýársdag árið 1907, dóttir hjónanna Guðrún- ar Hálfdánardóttur, sem var skaft- fellskrar ættar, og Stefáns Andrés- sonar bónda á Laugarvöllum á Jök- uldal, en hann var frá Gestreiðar- stöðum í Jökuldalsheiðinni. Stefanía fæddist á Grund, en faðir hennar var þá látinn og geta menn séð fyrir sér erfiðleika ekkjunnar, móð- ur hennar. Með henni ólst hún upp í Vaðbrekku til tólf ára aldurs en þá lá leiðin í Eiríksstaði, þar sem hún var í þijú ár. Síðan heldur Stef- anía frá Jökuldal austur á Velli og er þar starfandi næstu árin á ýms- um bæjum. Svo verða þau þátta- skil í lífi hennar, að hún kynnist Ingvari Olsen, ungum Reyðfirðingi og þau ganga í hjónaband í maí 1931. Fyrstu árin búa þau í litlu húsi við Lagarfljót, en Ingvar var feijumaður á fljótinu og er af því allnokkur saga, en hann þótti mjög verkfær og hlekktist aldrei á á bát sínum. Þau búa svo á Völlum, m.a. í Arnkelsgerði, þar til 1936 að þau flytja að Stuðlum í Reyðarfirði, þar sem þau búa næstu 13 árin, en flytja svo að Staðarhrauni og búa þar í 22 ár, eða allt til ársins 1971. Þau kaupa þá íbúðarhúsið Merki á Reyðarfirði og bjuggu þar ásamt yngsta syni sínum. Ingvar lézt árið 1980 og bjó Stefanía þá fýrst í Merki en var svo í átta ár hjá Rún- ari syni sínum og Aðalbjörgu konu hans, allt þar til hún fór á dvalar- heimilið Hulduhlíð á Eskifirði þar sem hún var síðustu æviárin tvö. Hún lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað á sumardaginn fyrsta, 86 ára að aldri. Reyðarfjörður var því starfsvett- vangur hennar lengstum, starf, bóndakonunnar var hennar með öllum sínum önnum, vonum og von- brigðum. Þau voru samhent í öllu hjónin og bjuggu notadijúgu búi. Þau eignuðust 7 börn, en Ásdís dóttir þeirra var alin upp hjá föður- bróður sínum og konu hans í Nes- kaupstað og er nú húsfreyja á Höfn. Synirnir eru:' Jens, bóndi að Dynj- anda í Nesjum, Unnar, verkamaður á Akureyri, Guðmundur vélvirki á Akureyri, Steindór vélstjóri í Hafn- arfirði, Rúnar verkstjóri á Reyðar- firði og Lars, verkamaður á Reyðar- fírði. 011 eru þau böm þeirra hjóna mikið farsældarfólk. Önn ævidaganna er á enda. Stef- anía átti að baki ævigöngu góða, þar sem samvizkusemin, dugnaður- inn og viljakrafturinn áttu verðuga samleið. Henni er þökkuð að leiðar- lokum löng og góð samfylgd, sól- stöfum slungin. Hennar fólki öllu sendum við Hanna hlýjar samúðar- kveðjur. Hún dó inn í sumarið, þar sem allt iðar af lífí, þar sem allt er gi-óandans grænku klætt. Minn- ing hennar er í ætt við það allt. Blessuð sé hún. Helgi Seljan. MtRKINGHF BRAUIARHOLI24 SÍMI: 627044 MEG frá ABET UTAN Á HÚS FYRIRLIGGJANDI Ármúla 29 - Reykjavik - sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.