Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 nmnmn „ 3 'idd.u. þctngcús iiL þiá sjáib bakhcindcir. höggin hja, honutvx.. " Með morgunkaffinu Ast er... i / . . . að gefa honum kylf- una sem hann dreymdi um TM Reg. U.S Pat 011— all rights reserved e 1992 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI "HVE&UG E/NNUe HANN ÞESSfí þÆTT/?/'‘ BEÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811 Erlendir stúdentar eru ekki aðskotadýr! Frá Arnari Guðmundssyni og Brynhildi Þórarinsdóttur: Amal Quade ritaði pistil um Stúdentablaðið í Velvakanda í gær. Því miður hefur Amal mis- skilið eðli viss greinaflokks í blað- inu og því teljum við þörf á ör- stuttri leiðréttingu. Stúdentablaðið hefur í vetur gengist fyrir óvísindalegri og ábyrgðarlausri könnun á háskóla- stúdentum undir titlinum „Svona erum við“. ímynduð einkenni hverrar deildar hafa verið dregin fram fyrir spéspegilinn og mögnuð upp; viðteknum gildum og fordóm- um verið snúið á haus og hengd í hæsta gálga. Guðfræðinemar hafa stundað geislabaugafrisbí, læknisfræði verið sameinuð pylsu- gerð og verkfræðinemar vopnast vasabókum á hjúkkunemaböllum. Greinin sem Amal vitnar í heit- ir: „Um geðheilsu mjólkurkúa í móðuharðindunum"; innihaldið er ósköp „fræðilegt“ eins og nafnið ber með sér, úttekt á kaffihúsabar- ónum í hinu „tilgangslausa" námi heimspekideildar (greinarhöfund- ur er heimspekideildarnemi). Auð- vitað eru erlendir stúdentar ekki aðskotadýr, ekki frekar en ensku- skor gagnlausasta fyrirbæri Há- skólans eða Soffía frænka úr Kardimommubænum frumkvöðull félags heimspekinema. Orðið að- skotadýr var einnig notað um hag- fræðinema innan viðskiptafræði- deildar, þar er það jafnlaust við alvöru og illan hug. Stúdentablað- ið lítur á erlenda stúdenta sömu augum og aðra stúdenta, þeir eru hluti háskólasamfélagsins og hljóta því að fá sömu umfjöllun og allir aðrir stúdentar. Það að erlendir stúdentar skuli teknir með í flokkin: „Svona erum við“ sýnir þá afstöðu einna best. Stúdenta- blaðið birtir reglulegt yfirlit á ensku um helstu fréttir og við- burði tengda Háskólanum, og von- ast með því til að geta auðveldað útlenskum nemum að aðlagast ís- lensku stúdentasamfélagi. Blaðið hefur átt mikið og gott samstarf við Félag erlendra stúdenta og þeirri samvinnu verður vonandi haldið áfram. Okkur þykir leitt að hafa sært einhvern með gáleysislegu orða- lagi. Meiningin var að setja okk- ur öll við sama borð, óháð náms- braut, uppruna eða tungu svo við gætum litið upp úr bókunum og brosað saman að sjálfum okkur. Amal er velkomin í kaffi á rit- stjóraskrifstofu Stúdentablaðsins. Okkur væri ánægja að fá að leið- rétta þennan leiða misskilning og kynna henni blaðið. ARNAR GUÐMUNDSSON, ritstjóri Stúdentablaðsins. BRYNHILDUR ÞÓRARINS- DÓTTIR, höfundur „Svona erum við“. Þekkir ein- hver fólkið? EF EINHVER þekkir fólkið á myndinni er sá hinn sami vin- samlega beðinn að hafa sam- band við Henriettu Berndsen í síma 93-41162. geir og annað lagvopn gott og gilt“. xxx Hitt dæmið er Herfylking Vest- mannaeyja, sem var land- varnarsveit sjálfboðaliða, stofnuð upp úr 1853. Sú sveit átti að veij- ast útlendingum og halda uppi reglu. Sveitin fékk 30 byssur frá Danmörku árið 1856 og aðrar 30 árið 1858. Fyrir henni fór höfuðs- maður, tveir liðsforingjar, einn yfirflokksforingi og fjórir deildar- foringjar. Liðsmenn voru rúmlega eitt hundrað, þegar flest var, og stunduðu þeir heræfingar. Herfýlking Vestmannaeyja mun síðast hafa komið saman undir vopnum vorið 1869, fyrir 124 árum. xxx Rétt er að hér hefur ekki verið herskylda og hér hefur ekki verið innlendur her eins og í öðrum Evrópuríkjum. íslendingar eru heldur ekki vopnum búnir á líðandi stundu, utan, trúi Víkveiji, land- helgisgæzla, sérsveit lögreglu og öryggisgæzluverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vopnadómur, sem fyrr er getið, var ekki lagður fýrir Alþingi og kom ekki til framkvæmda, nema að hluta, líklega helzt á Vestfjörð- um. OgHerfylking Vestmannaeyja er undantekning frá reglunni, en sýnir engu að síður landvamatil- burði. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Frá Baldri Hermannssyni: Margir hafa hringt og kvartað yfir þættinum, sem sýndur var síðasta sunnudag og nefndist „Fjósamenn á fiskislóð“. Svo bagalega tókst til að voldug hljómlist yfirgnæfði víða þular- textann, og þó að sumir hafi sjálfsagt orðið dauðfegnir að heyra hann ekki, þá veit ég að aðrir kunnu því illa. Búið er að laga þetta, og nú á sunnudaginn (16. maí) verður þátturinn end- ursýndur með réttu hljóði klukk- an 15.30, hálf ft'ögur. Ég biðst velvirðingar á þessu, en þar sem þessi þáttur gegnir ákveðnu lykilhlutverki í þátta- röðinni, bið ég alla þá, sem urðu fyrir ónæði af hljómlistinni, að leggja nú við hlustir. BALDUR HERMANNSSON. Víkveiji skrifar Víkveiji dagsins hefur verið að velta því fyrir sér undanfar- ið, hvort við íslendingar höfum ekki átt, þegar grannt er gáð, að- ild að hernaði á lýðveldistímanum, þrátt fyrir skrif og skraf um um annað. Við erum til dæmis aðilar að Sameinuðu þjóðunum, sem átt hafa í hemaði, undir merkjum frið- ar og mannréttinda, í Kóreu, ír- ak/Kúvæt og víðar. Við höfum haslað okkur völl innan Atlants- hafsbandalagsins, varnarbanda- lags lýðræðisþjóða, enda fmm- skylda hverrar þjóðar að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði í viðsjálum heimi. Þetta bandalag heldur vissu- lega úti heijum, og getur, ef Serb- ar sjá ekki að sér, blandast inn í átök í Bosníu. Við erum aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu, samtökum Evrópuríkja í Atlants- hafsbandalaginu, sem þinga um varnar- og öryggismál í álfunni. Víkveiji er fylgjandi aðild ís- lands að þessum samtökum. En er ekki mál að linni látalátum um ævarandi hlutleysi og vopnleysi, þann veg, að samræmi sé milli orðs og æðis? xxx Því hefur og löngum verið hald- ið fram að íslendingar hafi ekki borið vopn frá því höfðingjar riðu með vopnað lið um héruð og börðust um eignir og völd á Sturl- ungaöld, sem lýkur með Gamla sáttmála. En er þetta nú svo? Það er að minnsta kosti hægt að finna nokkr- ar undantekningar frá þessari meginreglu um vopnleysi okkar. Hér skulu tínd til tvö slík dæmi. Fyrra dæmið er Vopnadómur , sem kveðinn var upp að Tungu í Patreksfírði 12. október 1581 að skipan Magnúsar prúða, sýslu- manns í Bæ á Rauðasandi. Sá dómur hefst á þessum orðum: „Dómur, að allir menn hér á landi séu skyldir að eiga vopn og verjur eftir fjárupphæð." Vopna- dómur var dæmdur til varnar ágangi og ránum útlendinga, en erlendir sjómenn höfðu þá lengi verið ágengir við landsmenn. Rán- ið að Bæ, sumarið 1578, var nær- tækt dæmi þessa. í Vopnadómi kom fram að „fó- vitar og sýslumenn" höfðu fáum árum áður, trúlega 1576, látið dæma af vopnaburð meðal lands- manna og bijóta vopn og veijur þeirra. Telja má víst að sú ráðstöf- un hafi verið til þess gerð að girða fyrir vopnaða andstöðu gegn kon- ungsvaldinu. Svo brá hins vegar við, eftir ránið á Bæ, að hirðstjóri hafði forgöngu um sendingu vopna til landsins, ókeypis í hveija sýslu, 6 byssur og 8 spjót. Var í Vopna- dómi ijallað um, hversu háttað skyldi vörnum landsins. Sýslumenn og hreppstjórar áttu að sjá um að allir skattbændur skyldu „kaupa og eiga eina luntabyssu og þijár merkur púðurs, þar með einn am-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.