Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 44
_,_______ ____________ - - i RE)___ SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Þorskafli í apríl sá miuusti í 25 ár Aflinn nú minna en einn sjötti hluti af afíanum 1970 FISKAFLINN í nýliðnum aprílmánuði varð aðeins rúm 60.000 tonn, en var 70.600 tonn á sama tíma í fyrra. Þorskafli varð með allra minnsta móti eða aðeins 18.580 tonn og hefur aldrei orðið svo lítill í þessum mánuði frá árinu 1967. í fyrra var þorskafl- inn í apríl 27.395 tonn og er það með árinu í ár og árinu 1985 einu skiptin, sem þorsk- afli hefur verið minni en 40.000 tonn í apríl- mánuði. Mestur varð-aflinn í þessum mán- uði árið 1970, 122.124 tonn, eða meira en sexfalt meiri en nú. Þorskafli togara í apríl varð aðeins 4.696 tonn, sem er með allra minnsta móti. Það er aðeins árin 1967, 1968 og 1972, sem þorskafli togara varð minni, en þá taldi togaraflotinn 22 síðutogara og 1 skuttogara, en nú eru skuttogaramir 109. Þorskafli togara í fyrra var 8.285 tonn. Þorskafli bátanna nú varð 11.196 tonn, en 16.535 tonn í fyrra. Smábátarnir bæta hlut sinn örlítið og veiddu nú 2.688 tonn. Mun minni loðnuveiði í ár Fiskaflinn frá áramótum var í apríllok orðinn 724.381 tonn á móti 830.540 tonnum í fyrra. Munur- inn liggur nánast allur í loðnu, en af henni veiddust nú 494.057 tonn en 575.796 í fyrra. Þorskaflinn nú varð 97.285 tonn á móti 108.981 tonni í fyrra og er samdrátturinn mestur hjá togurunum. Sé litið á fisk- veiðiárið, sem hófst fyrsta september í fyrra, kemur í ljós að aflinn síðan þá er orðinn 1.172.766 tonn, á sama tíma í fyrra var hann 1.110.068 og 793.924 í hitteðfyrra. Þorskafli hefur dregizt verulega saman þessi fiskveiðiár, en nú er hann 153.638 tonn, en var á sama tíma fyrir tveimur árum 197.088 tonn. Botn- fiskaflinn hefur dregizt saman um 50.000 tonn þetta tímabil og er nú 347.004 tonn. Meira hefur hins veg- ar veiðzt af síld og loðnu og umtalsverð aukning hef- ur orðið á rækjuafla. 200 sjómílna mörkin undan Reykjanesi Morgunblaðið/Halldór B. Nellett Færeyingur á úthafskarfa ÞESSI færeyski bátur var við veiðar undan Reykjanesi í gær. Aldrei fleiri skip að veiðum á svæðinu FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í gær í eftirlits- flug um veiðisióð úthafskarfaveiðiskipa við 200 sjómílna mörkin undan Reykjanesi. Skammt utan markanna reyndust þá vera 30 erlendir togarar að veiðum ásamt fjórum íslenskum. Að sögn Helga Hallvarðssonar skipherra er þetta mesti fjöldi skipa sem Landhelgisgæslan hefur orðið vör við á þessu svæði. Auk íslensku skipanna voru á svæðinu 14 rúss- nesk skip, sex norsk, fjögur þýsk, þijú búlgörsk, eitt pólskt, eitt fær- eyskt og einn franskur togari. Bæjarstjórn Bolungarvíkur fundar í dag Verði uppboð fellur forkaupsréttur niður BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur tekur á fundi sínum í dag afstöðu til tillögu bæjarráðs, á þann veg að bærinn neyti forkaupsréttar að togurum þrotabús EG og stefni að því að ganga inn í þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila í Grindavík og Hafnarfirði um kaup á togurunum. Líklegt er talið að bæjarstjómin samþykki tillögu bæjarráðsins. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann ætti von á því að bæjarstjórnin myndi samþykkja að stefnt yrði að því að ganga inn í tilboðin frá Hafnarfirði og Grindavík sem væru í sjálfu sér mjög ófullkomin tilboð. Yrði sú raunin myndu Bolvíkingar nota næstu íjórar vikumar til þess að reyna að ná samningum við veð- hafa. Hafni kröfuhafar samningum við heimamenn, sem skýrist ekki fyrr en að einhveijum vikum liðn- um, verða eigur þrotabús EG ein- faldlega boðnar upp. Fari svo nýt- ur bæjarfélagið ekki léngur for- kaupsréttar á togurunum. Þessu gera heimamenn sér fulla grein fyrir og telja því miklu til fóm- andi og mikið á sig leggjandi til að tryggja megi áframhaldandi vem skipanna og kvótans í byggðarlaginu. Sjá ennfremur miðopnu: „Bjartsýni Bolvíkinga er vart á rökum reist.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Litríkt Ráðhústorg NEMENDUR í málun og grafískri hönnun í Myndlistarskólanum á Akureyri skeyttu ekki um éljagang og létu hendur standa fram úr ermum þegar þeir skreyttu Ráðhústorgið með litríkum mynstrum í gær. Með þessu framtaki vilja nemendumir minna á vorsýningi skólans sem hefst í dag. Sjá bls. 26: „Lokaverkefnin sýnd_“ Tæplega fertugur maöur hljóðritaði samtöl sín við fólk á stefnumótasíma Notaði segulbandsupp- tökur til fjárkúgiinar TÆPLEGA fertugnr Kópavogsbúi svokallaðjyjf .cefnumótasíma og hljóðritaði hefur játað að hafa kúgað fé út úr símtöWm v:J Þá- Þessar hljóðritanir notaði nokkrum aðilum, með því að hóta-J^ svo kú/f « af™um- meðe Því x nð nnMVí L )T9nl rtn Imlro bhAnntonirnor nrmt* að spda segulbandsupptökur með einkasairitoiúm jieina fyrir maka eða vinnufélaga þeirra. Honum tókst að hafa nokkra tugi þúsunda króna upp úr krafsinu, en hann fór fram á að fá allt að 300 þúsund krónur í sumum tilfellum. Maðurinn hafði þann háttinn á að hann komst í samband við nokkra aðila í gegnum að hann hptaði að leika hljóðritanirnar fyrir aðra, til éæmis maka, vini eða vinnufélaga viðkomandÍT- Maðurinn reyndi fjárkúgun með þessum hætti í nokkrum tilfellum og krafðist hann hárra ijárhæða,. allt að 300 þúsund krónum. Honum tókst að fá nokkrar greiðslur og voru þær inntar af hendi-með því, að sá sem greiddi lagði þær inn á baðkareikning, sem vitorðs- maður fjárkúgarans hafði stofnað á nafni annarra. Handtekinn Á þriðjudag handtók Rannsóknarlögregla ríkisins 39 ára gamlan Kópavogsbúa, sem hefur viðurkennt fjárkúgunina. Hann hefur komið við sögu lögreglu áður, en ekki vegna svipaðs brots. Vitorðsmaður hans hefur einnig gengist við sínum þætti, en auk þess að stofna bankareikningana tók hann út af þeim eftir að greiðslur höfðu verið inntar af hendi. Mál- ið telst að fullu upplýst og er rannsókn þess lokið. Það verður sent embætti ríkissaksókn- ara á næstunni. Gæslan að- stoðar skútu í hafvillum LANDHELGISGÆSLAN aðstoð- aði í gærkvöldi áhöfn á breskri 33 feta seglskútu, Breakway, sem villst hafði í vonskuveðri austur af Vestmannaeyjum. Skútan var á leið frá Evrópu til íslands og eru fjórir í áhöfn hennar. Varðskip hélt á móts við skútuna og var komið að henni fyrir miðnætti. Skipstjóri skútunnar tilkynnti kl. 18.45 að hann vissi ekki hvar hann væri staddur, en sagðist telja sig vera um 20 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Norðaustan hvassviðri var en ekkert ámaði að áhöfninni. Varðskip hélt á þessar slóðir og um kl. 23 var það búið að miða skútuna út þar sem hún reyndist vera á Reynisdýpi um 40 sjómílur austsuðaustur af Eyjum. Skútan var þá komin á lygnan sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.