Alþýðublaðið - 17.11.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 17.11.1920, Page 1
C3-efid út aí Alþýðufiokkiram. 1920 Miðvikudagian 17. nóvember. 265 tölubl. 6y3ingaEiatnr. (Nl) Það er þekt fyrirbrigði, að þeg- -ar eitthvað ilt ber að höndum, |)á kenna menn því um sem mönn- um var eitíhvað í nöp við áður, ef orsakirnar voru óljósar. Eftir að Ameríka fanst, og mikið tók að flytjast til Evrópu af gulli, tóku -vörur að stíga ákaft í verði, eða með öðrum orðum, peningarnir féilu. En menn skildu ekkert í því þá, af h'/erju þessi dýrtíð staf- aði, og víða var Gyðingum kent um hana, og þeir ofsóttirl Það sem einkum heldur við gyðingahatrinu nú á dögum er það, að valdhafarnir œsa lýðinn „gegn Gyðingum, til þess að vera sjálfir í friði. í Rússlandi voru Æsingarnar gegn þeim beinlínis föst stjórnarráðstöfun. Almenningi leið þar afsksplega illa, og altaf lá þar við uppþotum og uppreist- um. Þess vegna kom það sér af ar vel, þar að geta látið æði hins liungurtrylta lýðs bitna á Gyðing- am; það var fyrirhafnarminst, Al- ræmt er málið gegn Gyðingnum Beilis, sem stjórnin lét ákæra fyrir að hafa myrt dreng til þess að nota blóð hans við Gyðinga helgi- athöfa! Tilgangur kærunnar var að koma á gyðingaofsóknum eftir stærri mælikvarða en nokkru sinni hafði áður þekst í Rússlandi, og enginn vafi er á að hefði Beilis verið dæmdur sekur, hefðu Gyð- iugar verið drepnir f hefndarskyni í tugaþúsundatali, eða jafnvel svo hundruðum þúsunda skifti (og Gyðingastúlkur svívirtar fyrst). En þrátt fyrir aílar tilraunir reyndist ómögulegt að dæma Beilis, það var ekki hægt aanað en sýkna hann þó alt væri reynt, og var sýknunin víst mest að þakka ung- um málafærzlumanni, sem af sjálfs- dáðum tók að sér að verja málið. Maður þessi varð sfðar snögglega heimsfrægur, þegar rússnesku þjóð- .nni — lof sé hamingjunni — tókst að hrista af sér ok keisara- stjórnarinnar. Það var Kerenskij. A sama hátt og rússneska keis- arastjórnin notaði æsingar gegn Gyðingum, notar auðvaldið sér þær alstaðar annarsstaðar, þar sem lýð- urinn eða einhver hluti hans er nógu illa mentaður til þess að það sé hægt. En þeir þora auð vitað ekki að fara eins frekt f það eins og í Rússlandi, og verð- ur heldur ekki eias vel ágengt og þar. En það er á tvennan hátt að auðvaldið hefir gagn af gyðinga- hatrinu. í fyrsta lagi fær almenn- ingur útrás á óánægju sinni, þar sem hægt er að æsa upp gyð- ingahatur — þeirri óánægju sem stafar af bágbornum kjörum, og mundi með réttu snúast gegn auð- valdinu. I öðru lagi er svo auð velt eftir að búið er að koma æs- ingunni af stað, að klína gyðings- nafninu á helztu óvini auðvaidsins, jafnaðarmannaforingjana, en ef það er ómögulegt, af því engir Gyðingar séu meðal þeirra, eins og t. d. á Norðurlöndum, þá bara sagja að þeir séu keyptir af Gyð- ingum. í svo stórri hreyfingu sem jafnaðarhreyfingunni nafa skiljan- lega verið ýmsir menn ýmist Gyð- ingatrúar eða Gyðingaættar, og er þeim þá óspart haidið á lofti, og þeirra látlaust getið sem Gyðinga, t. d. Karl Marx, sem var Gyðing- ur að ætterni, þó ekki að trú. En svo telja þeir vanakga tífalt fleiri Gyðinga en eru það, og eru oft broslegar átyllurnar til þess, t. d. var enska rithöfundinum S. G. Hobson (þeim sama sem nú er þektur fyiir rit sín um gilda socia- lismann) vísað úr landi af rúss- nesku keisarastjóminni, af því hann hafði skriíað f ensk blöð það sem henni kom illa, og var átyllan til þess að vísa honum úr landi sú, að hann væri Gyðingur. En þar eð Mr. Hobson var af gamalli brezkri kvekaraætt, kom honum það undarlega fyrir, og spurði af hverju þeir drægju þá ályktun, að hann væri Gyðingur. Svarið var; „Er ekki annað skfrnarnafn yðar Samúelf Samúel er hebreskt nafnl* Það er á Iíkan hátt og þetta, að gyðingahatursmennirnir fara að gera aila jafnaðarmannaforingja að Gyðingum. Þó eigi komi það beinlínis gyð- ingahatri við, er ekki úr vegi að minnast á, áður en þessari grein er lokið, að margir álíta að Gyð- ingar skari fram úr öðrum að gáf- um og dugnaði, en hvort svo er skal ósagt látið. En vfst er um það, að margir miklir menn hafa verið Gyðingaættar. Skal hér af núlifandi mönnum aðeins minst á Danann Georg Brandes, sem sag- an tvfmælalaust mun nefna einn af mestu mönnum þeirra tfma sem nú eru, sökura hinna frábæru vits- muna hans, þekkingar, og þó um- fram alt sökum hins dæmafáa hugrekkis hans. Alþjóðasamband ve rk íýðsblað an na* Fyrir nokkru síðan var í Berlfn haldinn mjög merkur fundur, und- ir stjórn Bernsteins. Var á fund- inum samþykt að mynda eitt alls- herjar samband milli allra verk- Iýðsblaða í Þýzkalandi, sem stutt yrði öfluglega af verklýðsfélögun- um. Á sama fundinum skýrðí Costello, sá er stjórnar fréttastofu jafnaðarmanna í Ameríku, frá þvf, að útbú frá fréttastofunni yrði sett á stofn í Berlín, jafnskjótt og Bochner, sá maður sem sjá á ura fréttaritun í Mið-Evrópu, kæmí þangað í desember. Tilkynt var einnig, að í byrjun næsta árs yrði fundur haldinn með sendimönnum frá blöðum verkalýðsins í Bret- landi, Ameríku, Þýzkalandi, Nor- egi, Danmörku og öðrum löndum. Á fundur sá að fjalla um og koma skipulagi á alþjóðasamband blaða verkalýðsins og starfsmanna þeirra. :

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.