Alþýðublaðið - 17.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐíÐ Gummi gólfmottur. Höfum fyrirliggjandi hinar óviðjafnanlegu gummi- gólfmottur, sem nauðsynlegar eru hverju heimiii. Stærð 30X18". Verð kr. 15,00 Komið — skoðið — reynið. Jön Hjartarson & Co, ÆJgg2*ei£kí©Ia. blaðsins er í Alþýðuhúsina við Ingóifsstræti og Hverfisgötu. @ími 988. Auglýskigum sé skilað þangað aða í Gutenberg í síðasta lagi kl 10 árdegis, þann dag, sem þær ®iga að koma í blaðið, Áskriftargjald ein kcr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungsiega. Dagrenning. Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð, ieggur stórhuga dóminn á faðranna verk. Heimtar kotungum rétt og hin kúgaða stétt hristir klafann af sér, hún er voldug og sterk. E. B. í Morgunblaðinu á föstudaginn var, birtist á fremstu síðu pólitísk grein með yfirskriftioni „Hiutverk ungu kynslóðarinnar“. Eins og vant er þaðan, er aðai- efnið í greininni að gera jafnaðar stefnuna hættulega í augum les- andans. Greinin er ísmeygiiega skrifuð, en furðu barnaleg að ýmsu leyti. Svarið við spurningunni, hvort þessi skálmöld sé kvöldhúm eða dagrefsnxng, verður hjá greinarhöf. með óbeinum orðum þannig, að byltingatímar þessir megi skoðast sem kvöldhúm, ef jafnaðarstefn unni tekst að brjótast til valda. Finst greinarhöfundi hafa verið svo bjart yfir f heiminum á liðn um tíma, að um kvöldhúm geti verið að ræða? Myndi nokkurt svartara myrkur geta Iagst yfir þjóðina en myrkrið frá 1914 til 1918? Eða var hann ánægður með þs,ð! Ef til vill. Þar voru verk auð- valdsins og ágirndarinnar á ferð- inni, en ekki jafnaðarmanna. Nei, eg segi yður satt, að jafn- aðarhreyfingin er dögun, sem Morgunblaðinu er ómögulegt að stöðva, hvað fegið sem það vildi Enda kennir nú oft ótta í greinum Morgunblaðsins við það, að hreyf- ing sú muni ætla að verða nokk uð sterk. Bardagaaðferð blaðsins er orðin svipuð því er hræddur maður ver sig. S=»miíking er í áminstri grein; óheppileg fyrir blaðið sjálft og málstað þess, en því betri fyrir jafnaðarmenn. En þannig fer oft- ast þegar rangt mál er varið. Vopnið snýst við. Þar er sagt að jafnaðarmensk- unai svipi til þess, „ef farið væri að jafna fjöllin við jörðu, ef hver tindur sem gnæfir og skýlir gróð ursælum dölum væri sprengdur niður til grunua og dalirnir fyltir upp.“ Tindarnir eiga hér að tákna stórmenni, sem gnæfa yfir aðra vegna eigin hygginda og dugnað- ar og skýla þjóðinni fyrir næð- ingum. Hér gleymist alveg að at- huga, að tindarnir eru ekki að öllu leyti kostagripsr. Fjöllin hafa fleiri en eina hlið, góði maður, Þeir gera fleira en að skýla, tindarnir. Þeir skyggja líka á. Misvindi er oft í kringum fjöll- in, sem eyðileggur f einum svip margra ára érfiði og sviftir gleð- inni og hsgsældinni úr dölunum. Snjóflóð og skriður fa.Ua oft úr háfjöllum og kaffæra alt líf sem fyrir verður. Það eru einmitt þessir skaðræð- is tindar sem jafnaðarmenn uilja sprengja niður. Voru það ekki þessir háu tindar „afburðamennirnir", sem hleyptu af stað blóðbylgju þeirri er svalg miljónir mannslífa 1914—1918, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann? Ætli það hafi ekki eia- mitt verið „afburðamennirnir" í hinni marglofuðu frjálsu samkepni sem hleyptu henni af stað? Eg er hræddur um það. Eða mótmælir Morgunblaðið að svo hafi verið ? Jú, af taumlausri ágirnd og sví- virðilegri samkeppni siguðu leið- togarnir alþýðunni miljónum sam- an út í hörmungar og dauða. Er þá alþýðunni lágandi þó að hún vilji hrifsa til sín stjórnar- taumana úr höndum þessara mattna- og búa til nýtt og betra þjóð- skipulag? En til eru aðrir afburðamenn. Þeir sem starfa að heill jjöldans^ þeir sem í raun og veru skýla. Þeir sem starfa að umbótum ogf bæta manjakynið og hag þess. Mannkynsfræðararnir, skáldin, lista- mennirnir og hugvitsmennirnirs, þessa afburðamenn vill jafnaðar- stefnan styðja. Þar er samkeppn- in Ieyfileg. En hvernig hejir verið fariS' með þessa menn á umliðnum öld- um? Morgunbiaðlð hefir stundunt verið að fræða menn um það. Menn eru nú farnir að sjá hver illverk hafa verið unnin, þegar þeir hafa verið krossfestir bein- línis og óbeinlínis sem þarfastir hafa verið mannkyninu, — þeim sem fyrstir hafa orðið til að vekja athygli á nýjum sannleik. Nú er Morgunbiaðið að feta i fótspor þeirra sem ekki vissu hvað þeir gerðu, — þar sem það bersfc á móti jafnaðarmönnum, það er von að því sýnist dagsbrúnin vera kvöldhúm. Þ. Tap Landssjóðs af brunanumt í Borgarnesi er talið að vera um 119 þús. kr. AIIs voru í póstun- um um 138 þús. kr,, en úr eldin- um komu um 19 þús. kr. í Is- Iandsbankaseðium, sem hægt var að Iesa númerin á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.