Morgunblaðið - 02.06.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1993, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D 121. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sarajevo, Kaupmannahöfn, Belgrad. Reuter. Daily Telegraph. VIRÐING deiluaðUa í Bosníu fyrir starfsmönnum hjálpar- stofnana virðist fara þverrandi. Tveir danskir bílstjórar á vegum flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) biðu bana í gær og tveir landsmenn þeirra særðust þegar sveit- ir Bosníu-Serba gerðu árás á bílalest sem hugðist flytja hjálpargögn til borgarinnar Maglaj, sem Serbar sitja um í norðurhluta Bosníu. Þá voru þrír ítalskir starfsmenn hjálp- arstofnunar rændir og síðan teknir af lífi á laugardag í miðhluta Bosníu og er talið að liðsmenn heija múslima hafi verið þar að verki. Ásamt Dönunum beið túlkur þeirra einnig bana. Tveir breskir brynvagnar úr friðargæslusveitum SÞ fylgdu bflalestinni. Árás var gerð á lestina er verið var að losa hjálpargögn við göng við borgina Maglaj sem byggð er múslimum. Hún hefur verið í herkví Serba og sætt linnulausum skotárásum af þeirra hálfu í 17 daga. Voru mat- væli sögð þar á þrotum. Ellefu manns, þar af fjögur böm, biðu bana er tvær sprengjur féllu á knattspyrnuvöll í gamla ólympíuþorpinu Dobrinja í útborg Sarajevo í gær. Nokkur hundruð manns voru viðstaddir kappleik sem fram fór á bílastæði sem breytt hafði verið í leikvang. Talið er að Bosníu-Serbar hafi skotið sprengjunum enda yfirráðasvæði þeirra skammt undan. Völlurinn var blóði drifinn eftir árásina. Um 80 manns særðust og stóðu óbreyttir borgarar úr röðum Serba, Króata og múslima i biðröðum við sjúkrahúsið í Dobrinja fram eftir degi til að gefa hinum særðu blóð. Árásin er sú blóðugasta frá því 16 féllu er skotið var á biðröð fólks við bakarí í Sarajevo í fyrra. Upplausn í Belgrad Upplausnarástand ríkti í Belgrad í gær eftir að harðlínu- menn á þingi settu Dobrica Cosic forseta af, að undirlagi Slobodans Milosevics, leiðtoga Serbíu. Þús- undir stjómarandstæðinga lögðu til atlögu við þinghúsið eftir að Branislav Vakic, liðsmaður Mil- osevics á þingi, sló stjórnarand- stæðinginn Mihailo Markovic í rot er sá síðamefndi gekk úr ræðu- stóli á átakamiklum þingfundi. Vuk Draskovic, leiðtogi stjómar- andstöðunnar, hvatti stuðnings- menn Endurreisnarhreyfingar Serba, stærstu samtaka stjómar- andstæðinga, til þess að búa sig undir átök. „Ég fyrirskipa ykkur að veijast með öllum tiltækum ráðum,“ sagði hann. Óbærileg' kvöl BOSNISKUR táningur engist af sársauka í sjúkrahúsi í Sarajevo þar sem sprengjubrot voru fjarlægð úr fótum hans. Pilturinn slapp lif- andi er sprengja féll á knattspyrnuvöll þar sem 11 menn biðu bana. Starfsmenn líknarsam- taka skotmörk í Bosníu Skraut- fjaðrir reyttaraf Gottwald Prag. Reuter. YFIRVÖLD í bænum Pardubice austur af Prag hafa svipt Klement Gott- wald, fyrsta forseta kommúnista, heiðursborg- aratign 40 árum eftir and- lát hans. Að sögn tékknesku fréttastof- unnar sagði í rökstuðningi fyrir ákvörðun bæjarstjómarinnar í Pardubice í Bæheimi, að Gott- wald hefði fengið heiðurborgara- titil af pólitískum ástæðum og því ekki verðskuldað þá sæmd. Gottwald varð forseti Tékkó- slóvakíu við valdatöku kommún- ista 1948 og sat á valdastóli þar til hann lést 1953. Serrano settur af Guatemalaborg. Reuter. JORGE Serrano forseti Gu- atemala var settur frá völd- um í gærkvöldi. Til stóð að nokkurs konar þjóð- stjórn tæki við af Serrano sem tók sér alræðisvöld í síðustu viku. Hrökklaðist hann frá er herinn, atvinnurekendur og launaþegasam- tökin settu honum úrslitakosti. Ráðherra féll á bíl- prófinu Rómaborg. Reuter. RAFFAELE Costa, sam- gönguráðherra Ítalíu, féll á bóklegu bílprófi í gær er hann hugðist kanna frá fyrstu hendi hvað hæft væri í kvörtunum sem rignt hafa yfir ráðuneytið eftir að nýja bílprófíð kom til sögunnar í fyrrahaust. Costa sagði að hundruð manna hefðu kvartað undan prófinu og sagt spurningarnar vera bæði erfiðar og óeðlilega lúmskar. Ákvað hann að þreyta prófið sjálfur og svaraði átta krossaspumingum af 30 rangt en það telst fall ef fimm eða fleiri svör reynast röng. Aðeins rúmlega helm- ingur próftaka hefur staðist prófið að undanförnu. „Ég er hissa á að röngu svörin skyldu ekki hafa verið fleiri. Spurn- ingamar eru mjög villandi," sagði hann í blaðaviðtali í gær. Hét hann því að orðalagið yrði einfaldað og sagði að menn lærðu ekki að keyra í umferðinni af bókum, ekkert kæmi í stað æfíngaaksturs. Hvað segir Hillary? ÞRÁTT fyrir að Hillary Clinton, eiginkona Bills, hafi lagt bann við öllum reykingum í Hvíta húsinu virðist sem Bill Clinton Bandaríkjafor- seti eigi erfitt með að standast freistinguna, ef marka má myndina. Áþekkt bann var einnig í gildi í ríkisstjórabústaðnum í Little Rock í Arkansas og herma heimildir að það bann hafi oftsinnis verið brotið af Clinton ríkisstjóra. Mynd þessi var tekin með aðdráttarlinsu er for- setinn beið niðurstöðu fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem daginn þann fjallaði um fjárlagafrumvarp hans. Hillary var víðsfjarri þetta kvöld, þar sem hún sat kvöldverðarboð. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði þegar þetta mál var borið undir hann að því færi víðsfjarri að forsetinn væri að bijóta reykingabannið líkt og í Little Rock. „Hann reykir ekki vindlana. Hann tyggur þá bara stundum," var svar hans. Rútskoj segir Jeltsín lygara Jeltsín vill nýja stjórnarskrá 16. júní Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, varaforseti Rússlands, lýsti í gær Borís Jeltsín forseta lygara og sagði að þingið yrði að víkja stjórninni frá innan tveggja mánaða. Rútskoj sagði að Jeltsín og ráð- herrar í stjórninni töluðu um að efna- hagslegar umbætur þeirra væru farnar að skila árangri á sama tíma og iðnframleiðslan minnkaði meira en nokkru sinni fyrr. „Forsetinn leyf- ir sér að ljúga. Þar af leiðandi leyfir stjórnin sér líka að ljúga,“ sagði varaforsetinn og bætti við að tími umræðna og gagnrýni væri liðinn. „Við getum ekki látið það viðgang- ast að stjómin haldi áfram á sömu braut jafnvel í tvo til þrjá mánuði.“ Jeltsín hefur dregið verulega úr völdum Rútskojs, fækkað lífvörðum hans og aðstoðarmönnum, tekið af honum Mercedes Benz-bíl og látið hann hafa Volgu-bifreið. Sergej Fíl- atov, skrifstofustjóri Jeltsíns, sagði blaðamönnum að forsetinn kynni bráðlega að neyða Rútskoj til að láta af embætti. Jeltsín hefur þó ekki völd til að víkja varaforset- anum frá. Nýja stjórnarskrá fyrir 16. júní Jeltsín er nú á ferð um Rússland til að undirbúa fund sérstakrar fulltrúasamkundu sem kemur saman á laugardag og á að semja nýja stjórnarskrá. Hann sagði i gær að samkundan yrði að ljúka verki sínu fyrir 16. júní. „Við ætlum ekki að líða sama pólitíska þvaðrið og við urðum vitni að á þing- inu,“ sagði Jeltsín og vísaði til Æðsta ráðsins og fulltrúaþingsins sem hann vill að verði lögð niður. Jeltsín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.