Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 2
2 i r/.'II. .2 auoAqyxivpM qigAjavruoflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Simdmenn veikir heim frá Möltu TVÆR íslenskar sundkonur reyndust svo veikar við brottför frá Smáþjóðaleikunum á Möltu í fyrradag að þær fengu sérstaka aðhlynningu á leiðinni til Islands og voru m.a. í hjólastól í flug- höfnunum, en flogið var heim með stuttri viðkomu í London, þar sem skipt var um flugvél. Stúlkurnar voru fluttar á Borgarspítal- ann við heimkomu og er niðurstaða rannsóknar að vænta í dag. Fjölmargir íslenskir íþrótta- menn, þar af sjö sundmenn, auk annarra í ‘hópnum veiktust í síð- ustu viku og var talið að um mat- areitrun hefði verið að ræða. Verst var ástandið síðustu dagana og voru helstu einkenni hár hiti, upp- köst og eða niðurgangur og höfuð- verkur. Kokteilboð í UM 3 þúsund manns komu í Bláa lónið um hvítasunn- una frá föstudegin til mánudags en þann dag komu um 1.200 gestir og er það besti dagurinn til þessa á árinu, að sögn Kristins Benediktssonar fram- Morgunblaðið/RAX Bláa lóninu kvæmdastjóra. Meðal þeirra sem böðuðu sig voru fulltrúar norskra ferðaskrifstofa á vegum Ferða- mannafélags A-Húnvetninga, sem komu við og þáðu veitingar á leið sinni norður. • • Ormagn- aðist og drukknaði MAÐUR lést eftir að hafa ör- magnast á sundi í sjónum við Örlygshöfn við Patreksfjörð á sunnudagsmorgun. Hann hét Þórir Þorsteinsson, 48 ára gam- all, til heimilis að Stekkjum 7, Patreksfirði. Hann lætur eftir sig fimm börn, þrjú þeira uppkomin. Slysið bar til með þeim hætti að um klukkan hálfsjö að morgni kom maðurinn á báti að Örlygshöfn og batt bát sinn við annan sem þar lá á legufærum. Síðan lagðist hann til sunds í átt að landi en þangað eru um það bil 100 metrar. Fylgst var með ferðum mannsins úr landi og báti skotið á flot til móts við hann. Hann örmagnaðist hins vegar á sundinu í ísköldum sjónum áður en að var komið. Þeg- ar honum barst hjálp voru lífgunar- tilraunir þegar í stað hafnar en þær báru ekki árangur og þegar sjúkra- flutningsmenn og læknir komu á staðinn skömmu síðar var maðurinn úrskurðaður látinn. Magnús Þ. Torfason fv. hæstaréttardómari látinn MAGNÚS Þ. Torfason fyrrver- andi hæstaréttardómari lést að morgni þriðjudagsins 1. júní, 71 árs að aldri. Magnús fæddist 5. maí 1922 á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Torfí Hjálmarsson bóndi á Halldórs- stöðum og Kolfínna Magnúsdóttir eiginkona hans. Magnús varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1942. Hann lauk embætt- isprófí frá lagadeild Háskóla íslands árið 1949 og stundaði síðan fram- haldsnám í Kaupmannahöfn 1954- 1955. Eftir embættispróf varð Magnús fulltrúi í viðskiptaráðu- neytinu og síðan fulltrúi við borgar- dómaraemb'ættið í Reykjavík frá 1951. Hann var skipaður prófessor við lagadeild Háskóla íslands árið 1955. Árið 1970 var Magnús skipaður dómari við Hæstarétt íslands og gegndi hann því embætti til 1. jan- úar 1988 er honum var veitt lausn að eigin ósk vegna aldurs. Hann var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1976-1977 og aftur frá 1984- 1985. Magnús var prófdómari við laga- deild Háskóla Islands frá 1972 og prófdómari og umsjónarmaður mál- flutningsprófa héraðsdómslög- manna frá 1973-1993. Auk þess gegndi hann fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Magnús kvæntist árið 1948 Sig- Fyrrnefndar sundkonur voru sárþjáðar við brottför og var talið að önnur væri með botnlanga- bólgu. Hún var skorinn upp á Borgarspítalanum og heill botn- langinn Qarlægður. Athygli vakti að sundfólk frá íslandi og Kýpur virtist helst veikjast, en það borð- aði alltaf á hótelinu, þar sem íþróttafólk þjóðanna dvaldi meðan á leikunum stóð. Forsætisráðherra reiknar ekki með á íslendingar veiði hrefnu í sumar Enginii kaupandi að hval- afurðum þó veiðar hæfust í framhaldi af þeim óformlegu við- ræðum sem fóru fram við Norð- menn í tengslum við opinbera heim- sókn Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra hingað til lands í síð- asta mánuði. Hann sagði að málin hafí verið rædd mikið á almennu nótunum í opinberri umræðu hér án þess að mikilvægir þættir væru dregnir fram í dagsljósið. Sem dæmi um það nefndi Davíð að hann vissi ekki til þess að það hefði komið fram að ef við hæfum hvalveiðar nú hefðum við engan kaupanda að afurðunum. Japanir myndu við nú- verandi aðstæður ekki kaupa þær. Þurfum að meta stöðuna Davíð sagði að íslendinga vant- aði þjóðréttarlegar forsendur fyrir hvalveiðum nú. „Það þarf að fara yfir allt Tnálið frá því okkur varð það á að mótmæla ekki hvalveiði- banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á sín- um tíma og meta það upp á nýtt. Sjá hvaða skref er eðlilegt að við stígum því við megum ekki misstíga okkur í þessum efnum, kannski fyrir sáralítinn ávinning til skemmri tíma horft, þó ég telji að öll þjóðin sé þeirrar skoðunar að fyrr eða síð- ar sé óhjákvæmilegt fyrir íslend- inga að hefja hvalveiðar vegna sam- hengisins í lífríkinu, auk þess sem það er nauðsynlegt fyrir okkur að nýta þessa auðlind hafsins við þverrandi kost,“ sagði Davíð. Flutt með hraði a fæðingardeildina HONUM hefur greinilega legið á að komast í heiminn litla drengn- um sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans um hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst því tilkynning frá lögreglu um að kona sem var far- þegi í bíl þyrfti á aðstoð að halda, en hún væri að því komin að ala barn. Hríðimar hófust skyndilega og treystu samferðamenn hennar sér ekki lengra og leituðu því til lögreglunnar um aðstoð, en bíllinn var þá á aðrennslisbraut milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar. Með hraði HVALAMÁLIÐ var rætt á fundi ríkissljórnarinnar í gærmorg- un, að frumkvæði forsætisráðherra. Davíð Oddsson sagðist telja nauðsynlegt að fá ítarlegar upplýsingar um lögfræðilega stöðu okkar í málinu. Hann sagðist ekki eiga von á því að hrefnuveiðar hæfust í sumar og benti á að þó við hæfum hvalveiðar myndi enginn vi\ja kaupa af okkur afurðirnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra gær að hvalamálið hefði verið rætt sagði í samtali við Morgunblaðið í almennt á fundinum, meðal annars Magnús Torfason ríði Þórðardóttur og eiga þau sjö börn. I I í dag Innbrot 24 innbrot um hvítasunnuna 4 Laxveiðar Fyrstu laxarnir á land 26 ímyndin bætt___________________ Clinton Bandaríkjaforseti fórnar blaðafulltrúa til að reyna að bæta ímynd stjómar sinnar 29 Leiðari Siglufjarðarkaupstaður 75 dra - Slysalaus hvítasunnuumferð 30 íþróttir ► Breytingar á landsliðshópi Ásgeirs. Smáþjóðaleikarnir á Möltu. Arni Þór og Broddi í 3. umferð á heimsmeistaramótinu í badminton. Úr verinu ► Stofn alaskaufsans hefur minnkað um milljón tonn - Vilja lægri vörugjöld af fískinyöli - í humarróðri með Andra VE - Humarkvótinn í sumar Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Veiðir randaflugur - Ijóð - Brandarar - Leikhomið - Alþjóðleg Iistasam- keppni - - Skemmtilegar mynda- sögur - Myndir ungra listamanna Konan var flutt með sjúkrabíl á fæðingardeild Landspítalans með hraði. Sjúkraflutningamenn voru vart komnir inn fyrir dyr spítalans með konuna þegar hún fæddi lítinn dreng. ------» ♦ ♦ Leitað að ung- um manni LEIT stóð yfir í allan gærdag °S fram á kvöld að 29 ára gömlum manni, Charles Agli Hirst. Einkum var leitað í Kópavogi og ná' grenni, meðal annars úr þyrlu- Leitin bar ekki árangur og eru þeir sem vita um ferðir mannsins beðnir að láta lögregluna í Kópa- vogi vita. Charles er um 185 cm að hæð, grannur með frekar sítt dökkt hár. Hann er talinn vera klæddur í ljósan frakka, í ljósum buxum og ljósum bol. Hann er i strigaskóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.