Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 24
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNí’ 19'93 -í 4 Valter Carlsson formaður Samtaka norrænna bókagerðarmanna Norðurlönd standa framar- lega á sviði prentiðnaðar VALTER Carlsson, formaður Samtaka norrænna bókagerðar- manna og Alþjóðasamtaka bókagerðarmanna, sem staddur var hér á landi í tengslum við aðalfund norrænu samtakanna í síð- ustu viku, segir að nauðsynlegt sé að viðhalda norrænni sam- vinnu á öllum sviðum til þess að þróunin í Suður-Evrópu muni ekki ráða gangi mála á Norðurlöndum, en þar giltu ekki heildar- samningar, heldur sérsamningar við marga hópa og ringulreið ríkti. Norðurlöndin verði að hafa áhrif á þróunina en ekki vera áhorfendur. Ef það eigi að takast verði þau að eiga náið sam- starf og móta sameiginlega stefnu. Valter sagði að fara yrði tuttugu ár aftur í tímann til að geta metið áhrif þeirra tæknilegu breytinga sem orðið hefðu í prentiðnaðinum. Ef litið væri til Norðurlandanna einvörðungu þá hefðu þau nálgast þessa breytingu á mismunandi hátt. í Svíþjóð hefðu menn þegar árið 1973 samið um það í kjara- samningum að ný tækni væri tekin upp enda var það forsenda þess að fyrirtæki í blaðaútgáfu, prent- smiðjur og umbúðafyrirtæki gætu nýtt sér tækniþróunina. Klakklaust í gegnum erfitt tímabil „Við lögðum þó áherslu á að þessi tækni yrði tekin upp skipu- lega og að fólk hefði rétt á mennt- un og starfsöryggi. Það átti ekki að segja neinum upp störfum vegna þess að ný tækni kæmi til sögunnar. Við börðumst þó ekki fyrir því að halda fjölda stafs- manna algjörlega óbreyttum. Margir hættu störfum vegna þess að þeir voru komnir á eftirlauna- aldur eða af öðrum ástæðum. Ég held að það hafí verið gífurlega mikilvægt að við náðum strax sam- komulagi af þessu tagi í Svíþjóð. Þetta hafði töluvert mikil áhrif á hinum Norðurlöndunum. Það er því ekki hægt að saka bókagerðar- menn á Norðurlöndum um að standa gegn þróuninni líkt og til dæmis gerðist í Englandi, í Wapp- ing. Við höfum því komið klakk- laust í gegnum þetta tímabil um- skipta. Og umskiptin hafa verið veruleg. Ef við lítum tuttugu ár aftur í tímann má segja að hver einasti bókagerðarmaður, sama á hvaða starfssviði hann er, hafi þurft að ganga í gegnum endur- menntun og taka upp nýtt vinnu- lag,“ sagði Valter. Valter sagðist telja þetta hafa tekist þetta vel á Norðurlöndum vegna þess að menn hefðu lagt áherslu á samvinnu um þessi mál pg nýtt sér reynslu hvors annars. í Englandi væru aðrar hefðir til staðar og þar hefðu menn lagt áherslu á að varðveita hvert ein- asta stöðugildi. „Ég hef stundum lýst því þannig að þeir hafi barist fyrir ófæddum bókagerðarmönn- um. Það höfum við ekki gert á Norðurlöndum heidur reynt að stuðla að því að bókagerðarmenn fái viðunandi verkefni jafnvel þó að tæknin breytist.“ Hægir á þróuninni Þegar Valter var spurður hvort að hann teldi að tækniþróunin yrði jafn ör næstu árin og myndi hafa jafn mikil áhrif á störf bókagerðar- manna sagðist hann telja að þróun- in myndi aðeins hægja á sér. Hins vegar myndi vinnuskipulag breyt- ast til muna og yrðu bókagerðar- menn, skrifstofumenn og blaða- menn að taka upp nýja starfs- hætti. Verkaskiptingin myndi breytast. Það yrði ekki lengur þannig að einn maður myndi gefa skipun, annar sjá um undirbúning, enn einn framkvæmdina og loks væri einn sem hefði eftirlit með öllu. Skilin þarna á milli myndu smám saman þurrkast út. Sam- vinna milli starfsstéttanna myndi aukast og að sama skapi draga úr tvíverknaði. Valter sagði að ef þetta ætti að geta orðið að veruleika yrðu menn hins vegar að gjörbreyta hugsun- arhætti sínum. „Ef við ætlum að auka framleiðni og tryggja at- vinnutækifæri þá verðum við að færa okkur í þessa átt. Þetta er mjög mikilvægt upp á framtíðina.“ Hann sagði að þegar mætti sjá fyrstu teikn þess að menn væru farnir að taka upp vinnubrögð af þessu tagi, ekki síst á dagblöðum þar sem bókagerðarmenn og blaðamenn ættu nú náná sam- vinnu. Þetta yrði hins vegar að gerast alls staðar í prentiðnaðinum og raunar hvaða iðnaði sem er. Skilin milli ólíkra starfssviða yrðu að verða gegnsærri og samvinna að aukast. „Þetta verður síðan að endur- speglast í kjarasamningum. Við getum ekki verið með gjörólíka kjarasamninga milli starfsstétta. Það verður að vera eitthvað sam- ræmi á milli,“ sagði Valter. Hann sagðist hins vegar ekki telja æski- legt að gera sérstaka vinnustaða- samninga. Það yrði að gera heild- arsamninga með ákveðnum sveigj- anleika þannig að hægt væri að aðlaga þá að ólíkum vinnustöðum. Ef ekki væru gerðir heildarsamn- ingar myndi það leiða til upplausn- ar; heildarsamningar væru nauð- synlegir til að draga meginlínurnar varðandi kjaramál og þá ekki síst fyrir atvinnurekendur sjálfa til að draga úr líkunum á undirboðum. Ef land sem Svíþjóð væri tekið sem dæmi þá væri nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í norðurhlutanum að hafa ákveðinn heildarramma ef þau ættu að geta keppt við fyrirtæki í Stokkhólmi eða suðurhluta Sví- þjóðar. Á heildina litið sagðist hann telja að Norðurlöndin stæðu mjög fram- arlega á sviði prentiðnaðar og að menn fengju nánast menningar- áfall þegar þeir kæmu til Suður- Evrópu, að ekki væri minnst á þriðja heiminn. „Við á Norðurlönd- unum erum vanir heildarsamning- um en í Suður-Evrópu getur maður komið inn í fyrirtæki í prentiðnaði eða dagblað þar sem eru þrjú stétt- arfélög blaðamanna, eitt kaþólskt, eitt kommúnískt og eitt frjálslynt, þijú félög bókagerðarmanna og svo framvegis og öll eiga þessi félög erfitt með að ræða hvert við annað. Allt skipulag er líka í mol- um á þessum slóðum.“ Samkeppni frá Austur-Evrópu Aðspurður um hvort að hætta væri á að hinn evrópski samruni myndi draga úr þessari norrænu sérstöðu sagði Valter mikilvægt að vinna að því innan Alþjóðasam- bands bókagerðarmanna að kynna öðrum þjóðum hvernig best væri að skipuleggja starfsemi stéttarfé- laga. Sagðist hann telja að Samtök norrænna bókagerðarmanna ættu góða möguleika á að hafa áhrif á gang mála í þessum efnum á næstu árum. En hvað með aukna samkeppni varðandi prentun þegar Evrópa þróast stöðugt í átt að einu mark- Roy Myers sérfræðingur í háþrýstilækningum I háþrýstimeðferð er súrefni beitt sem lyfi SÚREFNISKLEFI sá sem Borg- magn súrefnis sem sjúklingurinn í venjulegu umhverfi andar mann- Borg- arspítali hefur að láni til átta mánaða gagnast einkum í tilfell- um þar sem súrefni á ekki greið- an aðgang að slösuðum líkams- hluta, að sögn dr. Roy Myers sem staddur var hérlendis í síðustu viku til að kynna háþrýstilækn- ingar fyrir heilbrigðisstéttunum. Einkum er um að ræða slæm fótasár eða sár sem gróa illa, t.d. hjá sykursjúkum, iangvarandi beinsýkingar og köfunarveiki. Til þess að flýta lækningu er magn súrefnis sem sjúklingurinn getur andað að sér tuttugufald- að. Roy Myers er sérfræðingur á sviði háþrýstilækninga og hefur 16 ára reynslu af notkun háþrýstiklefa á borð við þann sem Borgarspítalinn hefur yfir að ráða um þessar mund- ir. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að hlutverk sitt væri að færa læknum hérlendis heim sanninn um háþrýstilækningar, í hvaða tilfellum þær ættu við og af hveiju þær kæmu að gagni. venjulegu i eskjan að sér lofti sem inniheldur 21% súrefni og 79% köfnunarefni. í háþrýstiklefa andar sjúklingurinn að sér lofti þar sem hlutfall súrefnis er 100% og þrýstingurinn sem er í þessu lokaða rými gerir það að verkum að hægt er að metta blóðið súrefni í hærra hlutfalli en ella. Að öllu jöfnu eru það rauðu blóðkornin sem bera súrefnið en með þessari aðferð má einnig auka hlutfall súrefnis í blóð- vökvanum sjálfum og bera þannig súrefni til skemmdra vefja. bosch JÚNÍ-TILBOÐ bosch ÍSSKÁPAR Tilboösverð M. FRYSTI stgr. KGV 2601 54.012 150 cm. KGV 3101 56.794 170 cm. KGV 3601 59.576 185 cm. ALLTAÐ 24% STGR. AFSLATTUR + 3.500 kr. matvöruúttekt í HAGKAUP fylgir hverjum ísskáp. W W Jóhann Ólafsson & Co ~ =? siinimbokí; i.i • iim rkykjavIk • sImishs.shs Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. Frumkvöðlar Morgunblaðið/Sverrir SÚREFNISKLEFINN er í bakgrunni. Fyrir framan hann standa f.v. Calcedonio Gonzales yfirlæknir sikileyska köfunar- og háþrýstilækn- ingafélagsins, Roy Myers sérfræðingur í háþrýstilækningum, Einar Sindrason yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar og Magni Jónsson lungnasérfræðingur. Þetta á meðal annars við um áverka á útlimum, t.d. fótlegg eða framhandlegg, skaddaða vefí eða vöðva umlukta bandvefshólfi. Við skemmdir á taugum og æðum mynd- ast þiýstingur vegna bólgu eða bjúgs og blóðið kemst ekki að vefnum en það gerir blóðvökvinn hins vegar og þetta aukna súrefnisflæði flýtir fyrir lækningu því aukið hlutfall súrefnis hraðar endurnýjun frumanna. Loftfælnir sýklar drepast Þessi aðferð kemur einnig að gagni við að vinna bug á sýkingum af völdum loftfælinna sýkla sem blómstra í vefjum þar sem súrefnis- flæði er ekkert vegna bjúgs eða bólgu. Með auknu súrefni drepast þessar bakteríur og lækning er á næsta leiti. Meðferðin hentar einnig þar sem drep hefur komist í sár. Það orsak- ast af bakteríum sem gefa frá sér eiturefni og auka þannig á vefjar- skemmdir. Aukið flæði súrefnis drep- ur bakteríurnar, eyðir eiturefnunum og flýtir bata. Fylgikvilla geislalækn- inga má einnig lækna með háþrýsti- meðferð. Geislameðferð getur orsak- að beineyðingu eða beindrep t.d. í kjálka. Ef draga þarf tönn úr viðkom- andi sjúklingi er ekki víst að sárið grói og þar kemur háþrýstilækning til skjalanna með aukið súrefni. Að lokum má nefna afleiðingar brunas- ára. í kringum hvert brunasár er að fínna svæði þar sem frumur eru ekki dauðar en hafa orðið fyrir hnjaski. Með háþrýstimeðferð má flýta fyrir endurnýjun þeirra og þannig hefta jaðar brunasársins. Háþrýstimeðferð góð til síns brúks I samtali við Morgunblaðið kvað Roy Myers háþrýstimeðferð gagnast vel þar sem hún á annað borð ætti við. Takmarkanir hennar einskorðuð- ust fyrst og fremst við hinn sálræna þátt og fyrir kæmi að sjúklingar fengju innilokunarkennd í klefanum. Hann sagði ennfremur að sjúklingur- inn fyndi einkum fyrir þrýstingi í eyrum líkt og gerist í flugvélum ef maður er með kvef en að öðru leyti væri meðferðin sjúklingnum að meinalausu. Sumir kvörtuðu undan þreytu en það væri líkast til fyrst og fremst vegna þessarar einkennilegu lífsreynslu .að vera í lokuðum klefa í einn og hálfan tíma f þrýstingi sem gæti numið allt að þremur loftþyngd- um. Súrefni sem lyf „Súrefni er lífsnauðsynlegt. Það má líkja því við ávanabindandi efni. Við getum ekki án þess verið. í há- þiýstimeðferð er súrefni beitt sem nokkurs konar lyfi. Það er ekki hægt að sprauta því í æð og þar af leið- andi kemur súrefnisklefinn tii sög- unnar. Við lifum á geimöld og hægt er að hugsa sér klefann er sem lítið geimskip. Fólk þarf ekki að óttast hann,“ sagði Roy Myers að lokum. -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.