Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 28
'28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Kosið í Póllandi 1 haust LECH Walesa, forseti Póllands, sagði í gær, að líklega yrði boðað til þingkosninga í landinu 12. september nk. og hann skoraði á Samstöðu, verkalýðssamtökin, að trufia ekki kosningabaráttuna með allsheijarverkfalli. Walesa, sem leysti þingið upp á laugar- dag, sagði, að þjóðin þyrfti á að halda stöðugri og umbótasinnaðri stjórn og gaf í skyn, að hann styddi umbótastefnu Hönnu Suc- hocku forsætisráðherra. Suc- hocka og Marian Krzaklewski, leiðtogi Samstöðu, hafa deilt hart síðan hún neitaði að hækka laun opinberra starfsmanna en hún sagði launahækkun myndu stefna í voða efnahagsmarkmið- um ríkisstjómarinnar. Meiri samvinna við A-Evrópu TEKNAR verða mikilvægar ákvarðanir um aukna efnahags- og tæknisamvinnu Evrópubanda- lagsins við Rússland og önnur Mið-Evrópuríki á leiðtogafundi EB í Kaupmannahöfn á næstu dögum. Kom þetta fram hjá Willy Claes, utanríkisráðherra Belgíu, í Singapore á mánudag en hann verður formaður ráðherraráðs EB þegar Belgar taka við forystu í bandalagjnu 1. júlí. Sagði hann, að EB vildi færa út landamærin en lagði áherslu á, að ekki gætu öll ríki í Mið- og Austur-Evrópu fengið fulla aðild. Þess í stað yrði um eins konar félagsbú að ræða með ríkjunum og EB. Alvaldur Uzbekístans Shukrullo Mirsaidov, fyrrverandi varaforseti Úzbekístans og keppi- nautur núverandi forseta, Islams Karimovs, var leiddur fyrir rétt í gær í Tashkent, höfuðborg ríkis- ins. Er hann sakaður um að hafa misfarið með eigur ríkisins og á yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Mirsaidov er ekki fyrsti andstæðingur Ka- rimovs, sem borinn er sökum, og telja erlendir stjórnarerindrekar, að tilgangurinn sé aðallega sá að kveða niður andstöðu við stjómina. Síðan Úzbekístan varð sjálfstætt síðla árs 1991 hefur Karimov bannað tvo stjómarand- stöðuflokka og dagblað þess þriðja. Fresta START ÞINGIÐ í Úkraínu hefur frestað atkvæðagreiðslu um staðfestingu START-l-sáttmálans fram á haust eða vetur. Var samning- urinn gerður milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fyrrverandi og mun einnig taka til kjamorku- vopna í Úkraínu. Hafa Úkraínu- menn verið seinir til að taka af skarið um framtíð vopnanna og virðast sjá nokkuð eftir því trompi, sem þau geta verið í samningum við önnur ríki. Atvinnuleysi vex í Svíþjóð HELDUR er að rætast úr fyrir sænskum útflutningsiðnaði en samt er búist við, að atvinnuleysi haldi áfram að aukast og jafnvel allt næsta ár. Þá er búist við, að þjóðarframleiðslan í heild minnki um 1,5% á þessu ári. Talið er, að atvinnuleysi í Svíþjóð á þessu ári verði til jafnaðar 7,5% og þótt gert sé ráð fyrir einhverjum hagvexti á því næsta, verður hann svo lítill, að hann mun ekki nægja til að stöðva aukningu at- vinnuleysisins. Æfir Tyrkir TYRKIR efndu til fjölmennra mótmæla í Solingen í fyrrakvöld, tveimur dögum eftir að fimm landar þeirra létust í íkveikjuárás. Gengu margir berserksgang um miðborgina og unnu þar mikið tjón. Voru 62 þeirra handteknir, þar á meðal þessi, sem hér er í höndum lögreglumanna. Sættast Andrésog Fergie? Liverpool, Balmoral. Reuter. KARL prins og Díana prinsessa mættu saman til minningarathafn- ar í Liverpool á sunnudag þegar þess var minnst, að hálf er liðin frá sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið. Voru engir inni- leikar með þeim en sumir telja hugsanlegt, að Sarah Ferguson og Andrés, hertogi af Jórvík, muni ná sáttum. Prinsinn og prinsessan af Wales þóttu mjög stíf þegar þau komu til minningarathafnarinnar í dómkirkj- unni í Liverpool og horfðust sjaldan eða aldrei í augu. Þau sátu þó saman og skiptust á einhveijum orðum. Breskir ijölmiðlar gera sér meiri von- ir um Fergie og Andrés en þau og dætur þeirra tvær ætluðu í gær að vera saman í fríi í Balmoral, setri Elísabetar drottningar í Skotlandi. Raunar hafa þau verið saman oft að undanfömu og er það túlkað þannig, að hugsanlega vilji þau sættast og taka saman á ný. Þijár tyrkneskar stúlkur og tvær konur myrtar i þýsku borginni Solingen U ng’lingnr handtekinn og fjögurra snoðkolla leitað Solingen. Reuter, The Daily Telegraph. 16 ARA piltur hefur verið handtekinn vegna morðs á þremur tyrkneskum stúlkum og tveimur konum í þýsku borginni Solingen á laugar- dag. Lögreglan kvaðst í gær vera að leita að fjórum snoð- kollum sem grunaðir væru um aðild að morðinu. Tyrk- irnir fimm brunnu inni í gisti- heimili sem kveikt var í með eldsprengju og er þetta alvar- legasta árásin á útlendinga frá sameiningu Þýskalands. 62 ungmenni voru handtekin þegar ungir Tyrkir gengu berserksgang um borgina í fyrrakvöld og Helmut Kohl kanslari varaði við því að þeir sem stæðu fyrir slíkum óeirðum kynnu að verða flutt- ir úr landi. Tugir manna særðust í óeirðun- um og tjónið er metið á milljón marka, tæpar 40 milljónir króna. Búist er við frekari óeirðum á næstu dögum og talið er að ungir Tyrkir hyggi á blóðhefndir. Lögreglumenn stöðvuðu bifreiðar í borginni og fundu nokkrar gasbyssur, stálrör og bensínsprengjur. Hundruð ungra Tyrkja gengu um göturnar i fyrrakvöld, brutu rúður í húsum og skemmdu bíla. Allt að þúsund Tyrkir, sem hrópuðu „Við viljum nasistablóð," gengu um mið- borgina. Óeirðir blossuðu upp í fleiri borgum, svo sem Bonn, Augsburg og Bremen. Óttast hefndarverk Þýskir stjómmálamenn hafa af því miklar áhyggjur að morðið á laugardag geti orðið til þess að ung- ir Tyrkir vígbúist og hyggi á mann- hefndir. Helmut Kohl hvatti tyrk- neska íbúa landsins, sem eru tæpar tvær milljónir, til að sýna stillingu og sagði að allt yrði gert til að fínna morðingjana og sækja þá til saka. „Þessi glæpur sýnir að í þeirra aug- um eru mannslífin einskis virði. Það er skömm að slík morð geti átt sér stað hér mitt í Þýskalandi," sagði kanslarinn en varaði jafnframt við því að hart yrði einnig tekið á of- Eftirlýstir Þýska lögreglan hefur lýst eftir fjórum snoðkollum, sem grunaðir eru um íkveikuárásina í Solingen. Eru hér myndir af þremur þeirra. Sá, sem er lengst til vinstri, kallast Pitti, sá í miðjunni er ókunnur en sá þriðji er nefndur Dirk. beldi af hálfu Tyrkja. Rita Sussmuth, forseti þingsins, og Norbert Blum atvinnumálaráð- herra fóru til Salingen til að kanna ástandið. Ungir Tyrkir gerðu þá aðsúg að bíl þeirra, spörkuðu í hann og hræktu á rúðurnar. Stefnan í innflytjendamálum gagnrýnd Erdal Inonu, starfandi forsætis- ráðherra Tyrklands, sagði að þýska stjórnin hefði látið hjá líða að sam- laga tyrkneska innflytjendur þjóð- félaginu og það hefði skapað mikla spennu milli Þjóðveija og innflytj- enda. Stjómin knúði í vikunni sem leið fram lög sem takmarka rétt manna til að fá pólitískt hæli í Þýskalandi en hún hefur ekki enn mótað stefnu í innflytjendamálinu. Tyrkneskir verkamenn hafa verið hvattir til að flytja til Þýskalands á undanförnum 30 árum vegna skorts á vinnuafli en það er nánast ógjömingur fyrir þá að verða þýsk- ir ríkisborgarar. Ignatz Bubis, Ieiðtogi gyðinga í Þýskalandi, sagði íkveikjur í Miinchen og Berlín um helgina sýndu að hægriöfgamenn væm vel skipulagðir og taka ætti þá alvar- lega sem pólitíska ógnun. „Það er kominn tími til að sömu aðferðum sé beitt gegn hægriöfgamönnum og beitt var gegn hryðjuverka- mönnunum í Rauðu herdeildinni,“ sagði hann. Ýmislegt bendir til að útlendinga- hatrið fari enn vaxandi í Þýska- landi. Þýska lögreglan skýrði frá því í gær að gerðar hefðu verið 403 árásir á útlendinga í mars og fyrstu þijá mánuði ársins voru árásirnar alls 1.339. Á sama tíma í fyrra vom þær 807. Verðlaunafé til höfuðs morðingjunum Ríkissaksóknari Þýskalands sagði að lögreglan hefði handtekið RAÐHERRAR atvinnumála inn- an Evrópubandalagsins (EB) samþykktu á fundi sínum í Lúx- emborg í gær að tekin verði upp 48 stunda hámarksvinnuvika í aðildarríkjunum. Að sögn Reuíers-fréttastofunnar munu lögin í síðasta lagi taka gildi þremur ámm eftir að þau hafa hlot- ið lokastaðfestingu innan EB. Gert er ráð fyrir að launþegar geti unn- ið lengri vinnuviku en í löggjöfínni er einnig kveðið á um lágmarks- ungling sem gmnaður væri um aðild að morðinu í gistiheimilinu í Solingen. Hann vildi ekki gefa frek- ari upplýsingar um unglinginn en ARD-sjónvarpið sagði að hann væri 16 ára gamall og hefði ekki verið virkur félagi í hreyfíngum nýnas- ista. Lögreglan leitar nú fjögurra snoðkolla á aldrinum 18-25 sem einnig em grunaðir um aðild að morðinu. Stjórnin hefur boðið 100.000 mörk, jafnvirði 4 milljóna króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku morðingj- anna. leyfi á ári auk þess sem hvíldartími er skilgreindur í viku hverri. Að sögn Hrafnhildar Stefáns- dóttur lögfræðings hjá Vinnuveit- endasambandi íslands kemur til- skipunin um 48 stunda hámarks- vinnuviku til umfjöllunar og af- greiðslu í sameiginlegri EES nefnd EB og EFTA, en tilskipunin verður ekki sjálfkrafa hluti samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Þá verður fjallað um þetta mál í nefnd á vegum félagsmálaráðuneytis og hvaða áhrif það hefur hér á landi. EB skilgreinir hámarksvinnuviku Afgreitt í EES-nefndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.