Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 29 Blaðafulltrúa fómað tíl að bæta ímynd Clinton-stjómar Hróp gerð að forsetanum við minningarathöfn um Víetnamstríðið Washington. The Daily Telegraph. ÁLIT bandarískra kjósenda á Bill Clinton Bandaríkjafor- seta og stjórn hans virðist ekki vera upp á marga fiska þessa dagana ef marka má skoðanakannanir. Síðustu vikur þykja hafa einkennst af mistökum, klúðri og ráða- leysi. Það þótti því orðið ljóst að einhverjum yrði að fórna fyrir hina blóðþyrstu fréttahunda fjölmiðla í Wash- ington. Fyrir valinu sem fórnarlamb og blóraböggul varð hinn 31 árs gamli George Stephanopoulos, blaðafull- trúi forsetans, sem í augum flestra var persónugerving þess æskuþrótts, sem átti að vera vörumerki Clinton- sljórnarinnar. í hans stað hefur verið ráðinn David Gergen, 51 árs atvinnumaður á sviði fjölmiðlunar og almannatengsla. Þau mál sem helst hafa verið til umræðu að undanförnu tengj- ast ekki þeim stórbrotnu breyt- ingum á bandarísku samfélagi, sem Clinton hugðist knýja í gegn. Þess í stað hefur ölí at- hygli manna beinst öðrum mál- um. Til dæmis klippingu Clintons á Los Angeles flugvelli, sem hann borgaði hárgreiðslumeist- aranum Christophe 200 dali fyr- ir en er nú almennt kölluð „76 þúsund dala klippingin“ vegna þess kostnaðar sem hlaust af því að þota forsetans tafði alla um- ferð á flugvellinum á meðan koll- ur hans var snyrtur. Þá er forset- inn einnig talið hafa hlaupið á sig er hann rak alla starfsmenn ferðaskrifstofu Hvíta hússins og sakaði fólkið um að hafa dregið sér fé. í ljós hefur komið að alrík- islögreglan FBI var notuð á ósæmilegan hátt í þessu máli og að ættingi Clintons átti að taka við starfseminni. Þetta olli miklu uppnámi og forsetinn varð að ráða fólkið til starfa á ný. Skemmst er líka að minnast eins af fyrstu baráttumálum Clintons nefnilega að leyfa hommum að gegna herþjónustu. í Bandaríkj- unum er forsetinn talinn hafa allt niðrum sig í því máli. Öll hafa mál þessi mætt á Step- hanopoulos . Skorti reynslu Þegar Stephanopoulos hóf störf fyrir fjórum mánuðum var hann talinn undrabarn á sínu sviði og menn dáðust að því hversu auðveldlega hann virtist geta stjórnað fjölmiðlunum. Á siðustu vikum hefur ímynd hans hins vegar tekið stakkaskiptum. Undrabarnið var orðið að skelfd- um dreng sem átti í mestu erfið- leikum með að reyna að draga úr og skýra þá kreppu sem stjórnin var í. Fjölmiðlar sýndu Stephanopoulos líka enga mis- kunn þrátt fyrir að hann væri oftast í því hlutverki að afsaka mistök annarra. Það varð smám saman ljóst að þrátt fyrir allar gáfur sínar og menntun hafði hann ekki þá reynslu sem nauð- synleg var til að sinna starfinu áfallalaust. Hann hefur nú orðið að láta af hinu áhrifamikla starfi blaðafulltrúa og sætta sig við að vera skipaður „sérlegur ráð- gjafi“ forsetans í málum sem varða stefnumótun. Gergen skortir aftur á móti ekki reynslu. Á fyrri hluta átt- unda áratugarins var hann ræðu- Víetnam minnst Reuter BILL Clinton leggur blómsveig á leiði hins óþekkta hermanns við minningarathöfn um Víetnamstríðið á mánudag. Nýi blaðafulltrúinn CLINTON Bandaríkjaforseti og A1 Gore varaforseti kynntu sam- eiginlega hinn nýja blaðafulltrúa Hvíta hússins, David Gergen, en hann var fyrir áratug blaðafulltrúi Ronalds Reagans. ritari Richards Nixon Banda- ríkjaforseta og á síðasta áratug var hann um skeið blaðafulltrúi Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta. Undanfarið hefur hann ver- ið ritstjóri tímaritsins US News and World Report. í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS á sunnu- dag sagði hann að reynsluleysi Clinton-stjórnarinnar væri skýr- ingin á flestum vandamálum hennar. „Þetta eru hæfileikaríkir einstaklingar en þeir eru ekki vanir því að stjórna. Þetta er allt nýtt fyrir þá. Ég hef þessa reynslu og hún er hluti þess sem ég mun hafa fram að færa,“ sagði Gergen. Forgangsverkefni hans yrði að beina forsetaemb- ættinu inn á rétta braut á ný. Ráðning Gergens kom mörg- um á óvart vegna fyrri starfa hans fyrir leiðtoga Repúblikana- flokksins en í viðtalinu við CBS sagði hann að þótt hann hefði í upphafi verið mjög svo sammála því sem Reagan boðaði hefði hann smám saman færst frá skoðunum repúblikana. Var raunar rætt um það á sínum tíma, er hann hættf hjá Reagan árið 1984, að hann hefði ekki haft nógu mikla trú á hinni íhaldssömu stefnu forsetans. Lýsti hann sjáifum sér nú sem „miðjumanni“. Uppákoma við minningarathöfn Á mánudag varð svo forsetinn að sætta sig við enn eina uppá- komuna. Clinton sem aldrei hef- ur gegnt herþjónustu og kom sér hjá því að verða kallaður í herinn meðan á Víetnamstríðinu stóð, var púaður niður af hluta þeirra fjögur þúsund fyrrum Víetnam- hermanna, sem voru saman- komnir til að minnast stríðsins, við minnismerki um það í Wash- ington, þar sem skráð eru nöfn þeirra 50 þúsund manna sem létu lífið í stríðinu. Ráðgjafar forsetans höfðu ráðlagt honum að vera ekki viðstaddur þessa árlegu minningarathöfn en hann ákvað hins vegar að verða fyrsti forsetinn sem sækir hana. Báru margir þeirra sem voru við at- höfnina skilti þar sem ráðist var á Clinton. Á einu skiltinu stóð til dæmis: „Þeir á veggnum gáfu allt; hvar varst þú?“ „Margir hafa gefið í skyn að það sé rangt af mér að vera hérna þar sem ég var fyrir aldar- fjórðungi andvígur þeirri ákvörð- un að senda ungar menn og konur til að beijast í Víetnam,“ sagði Clinton í ræðu sem hann hélt og bætti við að stríð væri það sem frelsið kostaði en í frels- inu fælust einnig þau forréttindi að hafa ólíkar skoðanir. Spurði hann hvort að æðsti yfirmaður heraflans, sama hver hann væri, gæti nokkurs staðar verið betur niður kominn en þarna á þessum stað á þessum degi. Vakti ræðan upp sterk viðbrögð þeirra sem viðstaddir voru, jafnt með og á móti forsetanum. í viðtali við blaðið Washington Times sagði Clinton aðspurður um bréf sem hann skrifaði gegn Víetnamstríðinu á sínum tíma að þá hefði hann verið 23 ára. Nú væri hann 46 ára og hefði því líklega ritað bréfið á annan hátt. „Eg get hins vegar ekki reynt að koma mér hjá þessu bréfi. Þetta voru tilfinningar mínar á þessum tíma,“ sagði hann. NÝJA BÍLAHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S:6722Y7 Subaru Legasy 2.0 Arctic árg. '93, ek. 5 þ. km., hvítur, álfelgur. V. 1.950.000,-. stgr. Sem nýr. Ath. skipti. Toyota Corolla Sl árg. '93, ek. 1800 km., rauður. Verð 1.220.000,-. stgr. Nýr bíll. Ath. skitpi. Ford Ranger XLT árg. '91, ek. 32 þ. km., rauður, hús, vsk-bíll. Verð 1.050.000,-. stgr. Ath skipti. MMC Pajero diesel, turbo, árg. '92, ek. 67 þ. km., d-grænn/l-grænn, 5 g., álfelgur. Verð 3.150.000,-. stgr. Ath. skipti. Toyota Liteace diesel árg. '90, ek. 75 þ. km., hvítur, mælir og talstöð getur fylgt, vsk-bíll. Verö 790.000,-. stgr. Ath. skipti. MMC Lancer GLXi árg. '91, hvtur, vökva- stýri, sportfelgur, ek. 49 þ. km. Verð 950.000,-. Toyota Carina 2000 GLi árg. '90, rauður, sjálfsk., vökvastýri, ek. 44 þ. km. Verð 1.130.000,-. Toyota Corolla XL árg. ’92, hvítur, vökva- stýri, ek. 18 þ. km. Verð 970.000,-., skipti skuldabréf. _______ Daihatsu Charade CS árg. '88, rauður, topplúga, ek. 53 þ. km. Verð 950.000,-. Ford Econoline árg. '92, blásans, 35“ dekk, læst drif, lækkuð drif, leður sæti, h. toppur, ek. 13 þ. km. V. 4.300.000,- sk./skuldabr. VANTAR ALLAR CERÐIR NYLECRA BILA A SKRA OG STAÐINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.