Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 í A-flokki hlutu verðlaun Glói og Sigurður, Funi og Guðni, Þokki og Atli, Þokki og Erlingur og sigurvegararnir Dalvar og Daníel ásamt formannshjónunum. Gunnhildur Sigurbjamardóttir á Náttfara var hástökkvari mótsins er hún vann sig úr fjórða sæti upp í það fyrsta í unglingaflokki. Hvítasunnumót Fáks Óvænt úrslit urðu í A-flokki - sviptingar hjá ung'lingiini Hestar Valdimar Kristinsson ÁRANGUR af hinu öfluga ungl- ingastarfl sem rekið hefur verið í Fáki á undanförnum árum kom vel í Ijós þegar Daníel Jónsson sigraði í A-flokki ásamt hesti sínum Dalvari frá Hrappstöðum. Daníel sem er aðeins 16 ára keppti nú í fyrsta skipti í fullorð- insflokki og byrjar ferilinn þar í toppsæti. Það vekur einnig athygli að tveir efstu hestarnir í A-flokki eru hálfbræður, báðir undan Heði 954 frá Hvoli sem ekki þótti nógu fínn stóðhestur og var seldur úr landi. í B-flokki gæðinga sigruðu Prati frá Stóra-Hofi og Alfreð Jörgensen. Er þetta í annað sinn sem þeir standa efstir á þessum vettvangi en í fyrra stóð utanfélagshestur ofar og skyggði örlítið á en þá var mótið opið sem kunnugt er í tilefni afmælis félagsins. En nú trónuðu þeir félagar einir í efsta sætinu en helsti keppinauturinn, Hektor frá Akureyri, sem Gunnar Arnarson sat, forfallaðist á síðustu stundu Verðlaunin í höfn, frá vinstri formannshjónin Ragna Bogadóttir og Viðar Halldórson sem sáu um að deila út verðlaunagripunum, þá Agnar Ólafsson, eigandi Prata, Alfreð og Prati, Hinrik og Goði, Eiríkur og Geisli, Sigurbjörn og Svörður og Sigurður og Hruni. fyrir úrslitin en hestur í þriðja sæti í forkeppni, Goði frá Voðmúlastöð- um, sem Hinrik Bragason sat, veitti Prata harða keppni í úrslitunum. í báðum flokkum gæðingakeppninn- ar var boðið upp á svokölluð B- úrslit þar sem keppt var um 6. til 10. sætið. Þetta er ekki samkvæmt reglum L.H. en vel til fundið hjá Fáksmönnum svona til skemmtun- ar. Þegar ljóst var að Hektor félli úr keppni var spurningin hvort 6. hestur ætti að koma inn og þá hvort það yrði 6. hestur úr for- keppninni eða 6. úr B-úrslitunum. Þarna hafði mótsstjórn engar regl- ur til að styðjast við en ákvað að 6. hestur úr úrslitunum skyldi mæta í A-úrslitin. Virðist það í fljótu bragði séð fullkomlega rök- rétt. Á þessu flaut Svörður frá Akureyri inn í A-úrslitin en Sigur- bjöm Báðarson sat hann. Töltkeppnina sigraði Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi en það teljast engin tíðindi lengur því þeir félagar hafa verið ósigrandi í langan tíma og virðist enginn geta ógnað veldi þeirra. í unglingaflokki var þátttaka dræm, aðeins sjö mættu til leiks sem ekki er mikið hjá svo stóru félagi sem Fákur er. í barnaflokki var þetta heldur betra en þar mættu 11 börn til leiks. í unglingaflokki vann Gunnhildur Sveinbjarnardóttir á Náttfara frá Kópareykjum sig upp úr 4. sæti í sigursætið og var sá sigur öruggur og verðskuldaður. í bamaflokki sigraði Styrmir Sigurbjömsson, en hann er sonur Sigurbjöms Bárðar- sonar. Sá stutti hefur lítið gefið sig að hestum til þessa en keppti nú í fyrsta skipti og hefur svipaðan hátt á og Ðaníel, byijar á toppnum. Sigur var aldrei inni í myndinni — sagði Daníel Jónsson, 16 ára, eftir sigurinn í A-flokki gæðinga „TAKMARKIÐ var að komast í B-úrsIit þar sem keppt er um 6. til 10. sæti og að komast í A-úrslit var fjarlægur draumur en sigur var aldrei inni í myndinni fyrr en að lokinni forkeppni," sagði Daníel Jónsson eftir að sigurinn í A-flokki gæðinga var í höfn á hvítasunnu- mótinu. Daníel keypti hestinn Dalvar frá Hrappsstöðum fyrir rúmum tveimur ámm þegar faðir hans veitti Reið- höllinni forstöðu. Var hann einn af reiðskólahestunum þar og segir Danni að hann hafi ekki verið sér- lega góður í því hlutverki. „Hann var bæði of viljugur, fór bara á skeiðtölti eða brokki, en mér leist vel á hann að mörgu leyti, hann gat skeiðað þokkalega þótt hann stytti sig svolítið. Eyddi ég því ferm- ingarpeningunum í hann,“ segir Daníel. Þennan tíma hefur hann unnið vel í að bæta hestinn og á íslandsmótinu í fyrra sigmðu þeir í fímmgangi unglinga en það var ekki fyrr en í vetur sem hann sprakk út eins og Danni orðar það. „Ég var að temja hjá Bergi Jónssyni á Ketilsstöðum í vetur og gaf hann mér góðar ráðleggingar varðandi þjálfunina á honum. Teymdi ég Dalvar töluvert og reið ég honum eingöngu á tölti og brokki en átti ekkert við skeiðið auk þess að teyma hann mikið og hefur þetta prógramm skilað sér vel.“ Ekki þvertók Danni fyrir að klár- inn yrði seldur en þó ekki strax því í dag stefndi hann á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþrótt- um en tók þó fram að hann væri ekki alveg klár á hvort hann væri nógu gamall til þess. Ef hann hins vegar kæmist ekki á HM væri stefn- an sett á landsmótið á næsta ári. „Ég ætla að kanna þetta nánar með úrtökuna," segir Danni í lokin með sigurbros á vör. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Dalvar og Danni, hinir óumdeilanlegu sigurvegarar, á fullri siglingu í úrslitunum. Útför stökkgreinanna? Kappreiðarnar voru frekar þunn-, ar eins og nú tíðkast orðið. í fyrsta, skipti í langan tíma og sennilega fyrsta skipti á þeim rúmu 70 árum sem Fákur hefur verið við lýði var ekki keppt í stökki á kappreiðunum. Virðist nú sem stökkgreinamar séu dánar drottni sínum og má segja að þær hafi hlotið hægt andlát. Leistur frá Keldudal með Sigur- bjöm við stjórnvölinn sigraði af miklu öryggi í 250 metra skeiði og hefur hann svipaða yfírburði í skeiðinu og Oddur virðist hafa í töltinu. Sigurbjöm var einnig með tvo fljótustu hestana í 150 metra skeiði. Aðeins tveir mættu til leiks í brokkinu og sat Axel Geirsson þá báða! Er ekki ólíklegt ef fer sem horfir að brokkið hljóti sömu örlög og stökkgreinamar. Nú fengu fáksmenn veðrið sem þeir þráðu svo heitt bæði á afmæiis- mótinu og eins íslandsmótinu í fyrra. Bjart og fallegt veður en dálítið kalt og framkvæmdin var í góðu lagi þótt smá misskilningur í úrslitum unglinga tefði örlítið fyrir. Úrslit urðu annars sem hér segin A-flokkur: 1. Dalvar frá Hrappstöðum. F.: Höður 954, Hvoli. M.: Dúkka 4919,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.