Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 ÞJÖÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Utflutningur raforku Stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum SJÁVARÚTVEGURINN býr við Hugsanleg lega sæstrengja til flutnings á raforku til Evrópu og líklegir landtökustaðir. mmnkandi stofnstærð helztu nytjafiska og trúlega minnsta þorskafla á þessari öld næstu árin. Landbúnaðurinn býr að of- framleiðslu og iíkum á vaxandi utanaðkomandi samkeppni á inn- lendum búvörumarkaði. Á þess- um tímum atvinnuleysis og minnkandi þjóðartekna er horft til orkunnar í vatnsföllun lands- ins — orkufreks iðnaðar og/eða útflutnings á raforku um sæ- streng í leit að auknum þjóðar- tekjum og nýjum störfum. — Skýrsla iðnaðarráðherra til AI- þingis um útflutning á raforku upplýsir að kostnaður við sæ- streng til Skotlands, virkjanir, flutningslínur og umbreytistöðv- ar sé 252 miHjarðar króna — en 358 milljarðar ef iandtakan er í Hollandi eða Þýzkalandi. íslenzkt forræði yfir auðlindum landsins Gluggum fyrst í fáeina fróðleiks- mola um hugsanlegan útflutning á raforku um sæstreng, sem unnir eru upp úr skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis: * Sæstrengur milli íslands og Skotlands yrði um 935 km langur og þyrfti að liggja um hafsvæði þar sem dýpi er allt að 1.100 m. Vega- lengdin til Hollands og Þýzkalands er nálægt tvöfalt lengri, eða um 1.800 km. * Talið er að kostnaður við virkj- anir, flutningslínur, tvo sæstrengi til Skotlands og umbreytistöðvar verði um 252 milljarðar króna en 358 milljarðar króna til Hollands eða Þýzkalands. Til samanburðar má geta þess að verg landsfram- leiðsla hér á landi var 382 milljarð- ar króna árið 1992. * Líklegastur markaður fyrir raforku um sæstreng er Belgía, Bretland, Hoiland og Þýzkaland. Raforka héðan myndi einkum eiga í samkeppni við raforku frá kjarn- orku-kola- og jarðgasorkuverum. * Áætluð arðsemi verkefnisins miðað við nokkur dæmi um sam- keppnisverð í Skotlandi, Þýzkalandi og Hollandi er á bilinu 6,8% til 10,1%. I þessum útreikningum hef- ur ekki verið tekið tillit til skatt- greiðslna eða gjaldtöku til nkisins. * Stetja þarf lagalega umgjörð um undirbúning virkjana og virkj- unarframkvæmdir sem tengjast út- flutningi raforku. Komi til stofnun- ar félags til að annast rekstur virkj- ana og/eða sæstrengs þarf að setja um það sérstök lög. Þá mun talið brýnt að lögfesta samræmda auð- lindalöggjöf til að tryggja íslenzkt forræði yfir auðlindum landsins, sérstaklega ef til koma fjárfesting- ar einkaaðila, erlendra og/eða inn- lendra. * Hvergi í heiminum hefur verið ráðist í jafn stórt verkefni, tækni- lega séð, á sviði raforkuútflutnings um sæstrengi. Verkefnið er og mjög Ijárfrekt, jafnvel á alþjóðlegan mælikvarða. Áhættan vegna fram- kvæmda er fyrst og fremst tækni- legs eðlis. Rekstraráhættan er hins vegar bæði tæknileg og efnahags- leg. * Trúlegt er, ef til kemur, að stofnuð verði aðskilin fyrirtæki um framkvæmdir og rekstur. Til þess að tryggja að þjóðarbúið hafí eðli- legar tekjur af útflutningi raforku um sæstreng hefur verið bent á leyfisgjald fyrir virkjunarrétt, auk venjulegrar skattlagningar. * Mannaflaþörf við virkjana- og línuframkvæmdir vegna tveggja sæstrengja er talin um 11.000 árs- verk sem dreifast á áratug. Varasjóður óbeizlaðrar orku í orkuspá frá í fyrra segir að eftir rúma tvo áratugi, árið 2015, verði aðeins búið að nýta 10% þeirr- ar raforku, sem innlendar orkulind- ir standi undir með hagkvæmum hætti (5,2 af 50 TWh/ári), ef ekki kemur til nýr orkufrekur iðnaður eða útflutningur á raforku. Þar sem svo lítill hluti orkulinda hefur verið nýttur og markaðsöflun erfíð er alls ekki rétt að líta á upp- byggingu orkufreks iðnaðar og út- flutning raforku um sæstreng sem kosti er útiloki hvor annan. Orkufrekur iðnaður hefur þann kost, umfram útflutning á orkunni, að skapa störf til frambúðar í iand- inu, bæði í viðkomandi orkuiðnaði og í þjónustugreinum við hann. Orkuiðnaður nýtist og vel sem skattstofn fyrir ríki og sveitarfélög. Ekki er á hinn bóginn út í hött að líta á útflutning á raforku um sæ- streng sem „útflutning á óunnu hráefni“. En ef markaðsverð í Evr- ópu rís undir framleiðslu- og flutn- ingskostnaði, sem erfitt er að meta í dag, er útflutningur raforku samt sem áður athyglisverður kostur. En að mörgu er að hyggja áður en hægt er að taka ákvarðanir. í skýrslu iðnaðarráðherra segir: „Útflutningur á raforku frá ís- landi til Bretlands eða meginlands Evrópu er stórt verkefni, ekki ein- ungis á íslenzkan mælikvarða held- ur einnig á alþjóðlegan. Reynsla af hliðstæðum verkefnum er tak- mörkuð og vegalengd og sjávardýpi eru meiri en fordæmi eru fyrir. Áður en unnt er að taka endanlega ákvörðun um raforkuútflutning þarf að fara fram umfangsmikið og kostnaðarsamt undirbúnings- starf. Þess er ekki að vænta að útflutningur geti hafízt fyrr en í fyrsta lagi um miðjan fyrsta áratug næstu aldar. Allt veldur þetta því að vanda þarf allan undirbúning sérstaklega vel.“ I skýrslu ráðherrans segir og: „Móta þarf stefnu um þátttöku erlendra aðila og hveijir eigi að verða eigendur virkjana og sæ- strengs. Bæði þýzk og hollensk raforkufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að taka þátt í slíku verkefni reynist tæknilegur og fjárhagslegur grund- völlur fyrir því. Hollensku fyrirtæk- in hafa þegar hafið forathugun á útflutningi raforku frá íslandi um sæstreng til Hollands í samvinnu við Reykjavíkurborg. Margt bendir til þess að heppilegt væri fyrir ís- lenzka hagsmuni að sæstrengsfyr- irtækið — eignarhaldsfélagið — hefði heimilisfang utan íslands. Með öllu er ljóst að íslendingar hafa ekki bolmagn til að ráðast í slíkt verkefni án erlends hlutafjár. Ekki sízt af þessum sökum þarf að ákveða gjald fyrir virkjunarleyfi þannig að útflutningur raforku verði fýsilegur kostur fyrir íslenzkt þjóðarbú. Gjaldið hlýtur m.a að ráð- ast af markaðsaðstæðum á raforku- markaði erlendis, flutningskostnaði orkunnar og tækifærum til nýtingar hennar innanlands." _____________Brids_________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Sumarbrids Miðvikudaginn mættu 26 pör. Spil- aðar voru 10 umferðir, 3 spil á milli para, með Mitchell-fyrirkomulagi. Meðalskor var 270. Efstu pör voru: NS Kristín Þórarinsdóttir - Jacqui McGreal 348 ÞórðurSigfússon-KjartanJóhannsson 339 Guðjón Jónsson - Óli Kristinsson 330 Jón Þór Daníelsson - Jón V. Jónmundsson 301 AV Hjálmar S. Pálsson - Páll Þór Bergsson 335 ValdimarElíasson-SævarJónsson 314 Marfa Haraldsdóttir - Sævin Bjamason 311 Bjöm Theodórsson - Gísli Hafliðason 311 Fimmtudaginn 27. maí mættu 29 pör og voru spilaðar 15 umferðir, 2 spil á milli para, með Mitchell-fyrir- komulagi. Meðalskor var 420. Efstu pör voru: NS Guðlaugur Sveinsson - Magnús Halldórsson527 Albert Þorsteinsson - Jörandur Þórðarson 496 SævarHelgason-ÓskarGuðjónsson 494 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 477 AV Hap|>drættis- vmmngar Þessi númer hlutu vinninga í happdrætti sýningarinnar VOR '93 í Hafnarfirði, dagana 19.-23. maí sl.: Aðgöngumiðahappdrætti. Vinningar, Kaupmannahafnarferðir fyrir tvo með Flugleiðum: IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SÍMAR 51490 OG 53190 Innritun á haustdnn 1993 Innritað er á allar námsbrautir í skrifstofu skólans virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Síðasti innritunardagur er 4. júní. Miðvikudagurinn 19. maí Fimmtudagurinn 20. maí Föstudagurinn 21. maí Laugardagurinn 22. maí Sunnudagurinn 23. maí NR. 246 2024 (barnamiði) 1806 4769 (barnamiði) 5711 NBA happdrætti. Dregið úr barnamiðum. Ósóttir vinningar: NBA taska NR. 4678 NBA bolir 3992 og 3901 Körfuboltamyndir 2415 og 2454 Vinningshafar vinsamlegast hringi í síma 65 44 11 Með kveðju frá Hafnarfirði HAFNARFIRÐI Iðnnám og verknám - Iðnnámsbrautir fyrir samningsbundna iðnnema. - Verknámsdeildir í háriðnum, málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. Fornám - Námið er ætlað unglingum er þurfa á upprifjun að halda. Nemendur fá fjölbreytta starfskynn- ingu og geta um áramót hafið reglulegt nám. Hönnun og tækniteiknun - Hönnunarnám, er byggir á verkstæðinu sem grunni. Kennd er teikning og meðferð tækja og efnis á sviðum trés, málma, plasts og steinaslípunar. - Tækniteiknun. Meistaraskóli - Fyrir byggingariðnir og aðrar iðngreinar. Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 516 Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 515 Sigrún Pétursdóttir - Alda Hansen 471 Bjöm Amarson - Erlendur Jónsson 454 Sumarbrids er spilaður alla daga nema laugardaga og byijar alltaf kl. 19.00. Miðvikudaginn 2. júní verður spilaður eins kvölds einmenningur. Spilað verður sámkvæmt áætlun yfir hvítasunnuna. Félag eldri borgara 23. maí 14 pör. Samúel Samúelsson - Ásta Erlingsdóttir 200 Ólafia Jónsdóttir - Jón Hermannsson 183 Eysteinn Einarsson - Bergsveinn Breiðfj. 171 Meðalskor 156. 23. maí 6 pör,- Ásta Erlingsdóttir - Helga Helgadóttir 49 Samúel Samúelsson - Eysteinn Einarsson 48 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 45 Meðalskor 40. Epson-alheimstvímenningur- inn spilaður 4. júní Áttundi Epson-alheimstvímenning- urinn verður spilaður föstudagskvöldið 4. júní nk. Spilað verður í Sigtúni 9, húsi Bridssambands íslands. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og skráning er á staðnum. Spilamennska hefst kl. 19. Keppnisgjald er 1.500 kr. á par og að iokinni keppni fær hvert par bækling með spilunum og umsögnum um þau eftir frönsku Ólympíumeistarana og Omar Sharif. Síðasta ár spiluðu rúmlega 102.000 manns víðs vegar um heim. Epson-tví- menningin og Heimssambandið vonast eftir enn fleiri þátttakendum á þessu ári. ÓPFERÐU HÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐAB FRA 12 TIL 65 FARÞF.GA ■P-' . « LEITIÐ UPPLYSINGA - HOPFERÐAMIÐSTOÐIN Bíldshöfða 2a, sími 685055, Fax 674969
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.