Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 45 . Minning Stefanía Guðbjörg Stefánsdóttir Fædd 27. september 1964 Dáin 24. maí 1993 Mig langar til að skrifa nokkur orð um svilkonu mína og vinkonu, Stefaníu Guðbjörgu Stefánsdótt- ur, er lést af slysförum mánudag- inn 24. mars síðastliðinn. Áfallið var mikið og sárt er maðurinn hennar kom til mín og sagði að Stefanía væri dáin. Það er svo stutt síðan við vorum hressar og kátar að skemmta okk- ur samán á Þorláksvöku. Mikið er ég fegin að við fórum og áttum með henni síðustu helgina sem hún lifði. Ég kynntist Stefaníu fyrir tæp- um 13 árum og ég man hana ekki öðruvísi en hressa og káta. Ég gerði mér víst ekki grein fyrir hvað mér þótti vænt um hana fyrr en hún fór frá okkur, eins og máltækið segir: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Stefanía var hörkudugleg, mikil saumakona og allt lék í höndum hennar. Börnin dýrkuðu hana, hún var bæði að vinna á leikskóla og var dagmamma. Dýravinur var hún mikill, átti bæði hesta og hunda, og einnig fiska. Elsku Stefanía mín, ég vona að þú hafír það gott á nýja staðnum þínum. Sárt verður að koma til Einars og bamanna og hafa þig ekki þar. En tíminn læknar víst öll sár að lokum. Einar Bragi minn, Svanlaug Erla og Bragi Þór, verið sterk og dugleg í ykkar miklu sorg, guð blessi ykkur öll. Anna Björg Samúelsdóttir. Kulda sló á vorið og sorgin tók völdin í huga okkar og sál þegar við fréttum að Stefanía væri dáin. Við kynntumst Stefaníu vetur- inn 1991 þegar hún tók að sér að passa Jóhönnu yngstu dóttur okk- ar. Urðu þær strax bestu vinkon- ur. Við og ijölskylda Stefaníu fluttumst í nýtt parhús í Norður- byggð 24 í mars 1992. Varð þá strax mikil og góð vinátta milli heimilanna og áttum við ótaldar ánægjustundir saman. Eldri dætur okkar og börnin hennar tvö tengd- ust miklum vináttuböndum. Áhugamál Stefaníu voru dýr, einkum hestar. í hveiju hádegi fóru Stefanía og Jóhanna í hest- húsið að gefa og vora sælustundir beggja. Þegar ég sótti Jóhönnu eftir vinnu sagði Stefanía: „Komdu í kaffi á eftir, ég ætla að skreppa aðeins upp í hesthús." Hún kom ekki aftur. Stefanía vann á leikskólanum fyrir hádegi, en passaði böm heima síðdegis, enda hafði hún yndi af börnum. Og nutu bömin okkar þess ríkulega. Minning Stefaníu í huga okkar er og verður sveipuð þakklæti og hlýju. Elsku Einar Bragi, Svanlaug Erla og Bragi Þór megi Guð veita ykkur styrk í ykkar mikla missi. Ágústa, Aðalsteinn og dætur. Það var 31. maí fyrir 13 ámm sem ,ég kynntist minni ástkæru Stefaníu. Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman, því að röð tilviljana réð því að hún settist upp í bílinn minn við hliðina á mér. Minningarnar em margar og flestar góðar á þeim tæplega 13 árum sem við fengum að vera saman. Við áttum börnin okkar tvö mjög snemma og oft var okk- ur sagt að við hefðum byijað á vitlausum enda á lífinu. Að við ættum að klára námið og koma þaki yfir höfuðið áður en við fær- um að hrúga niður börnum eins og fólk kallaði það. Það væri nóg- ur tími til þess seinna. Nú veit ég hversu miklu meira virði það er að eiga böm en bíl og íbúð. Maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Það er ekkert öruggt að maður hafi nógan tíma. Það er ekki margt sem ég get skrifað um hana Stefaníu mína í augnablikinu. Það er oft sárt til þess að hugsa, að allar okkar yndislegu stundir sem við áttum saman séu nú búnar og verði aldr- ei fleiri. Hún var barngóð með eindæmum og hafði alveg sérstakt lag á börnum. Dýrin voru henni líka alltaf hugleikin. Hún var hjartahlý og hafði alltaf þolinmæði til að sinna þeim sem áttu erfitt. Fyrir stuttu brosti lífið við okk- ur fjölskyldunni og við hlökkuðum til að eyða sumarfríinu saman í okkar fyrstu utanlandsferð. Þá kom reiðarslagið og ástin mín var hrifsuð úr faðmi fjölskyldu sinnar fyrirvaralaust. Okkur fínnst það svo óréttlátt og munum aldrei geta sætt okkur við það. Hvers vegna er jafn lífsglöð og góð kona og Stefanía tekin frá okkur í blóma lífs síns? Fátt er um svör og sorg- in og söknuðurinn grípur okkur heljartökum. Ég veit að við eigum að þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman, en kökkurinn í hálsinum vill ekki fara og lífið framundan virðist ansi tómlegt. Við verðum bara að reyna að hugga okkur við það að hlutverkið hennar hinum megin við móðuna miklu sé mikilvægara en hérna megin. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Einar Bragi Bjarnason. Þegar ég kvaddi hana Stefaníu síðastliðið sumar, hvarflaði það ekki að mér að það væri síðasta skiptið sem ég sæi hana á lífi. Að svona stórt skarð yrði höggvið í hópinn okkar þegar ég kæmi næst hingað til íslands, var aldrei mögu- leiki í mínum huga. En nú er ég komin og kaldur veruleikinn blasir við. Stefanía er horfin og kemur ekki aftur. Þegar hún Stefanía byijaði að koma með Einari Braga heim í Holtsbúðina fyrir 13 árum tók hún mig strax undir sinn verndarvæng. Hún varð mér bæði vinkona og langþráð stóra systir, en þá var ég að byija mín unglingsár. Alltaf hafði hún tíma til að hlusta á vandamál mín og ráðleggja mér. Hún skildi mig svo ósköp vel, enda sjálf ung, aðeins þremur árum eldri en ég. Þær. voru ófáar stundirnar sem ég eyddi með henni og Einari bróð- ur. Mér eru minnisstæð öll ferða- lögin sem ég fékk að fara með þeim í, og þegar þau bjuggu í kjall- aranum hjá mömmu og pabba var ég meira þar en uppi. Hún Stefanía var ekki nema 17 ára þegar þau eignuðust Svan- laugu Erlu, 18 ára þegar þau giftu sig og tvítug þegar Bragi Þór fæddist. Hún var strax svo mikil mamma í sér þótt ung væri og ótrúlega dugleg að leika við börn- in sín og teikna með þeim tímunum saman. Það kom því ekki á óvart að barnapössun yrði hennar at- vinna í Þorlákshöfn, en þar vann hún á leikskóla á morgnana og passaði börn heima eftir hádegi. Það má víst vel segja að hún hafi fundið gæfuna í Þorlákshöfn, þar eignuðust þau sitt fyrsta hús- næði, skuldirnar og stritið fóru að minnka og lífið varð bjartara. Hestarnir og hundarnir voru henn- ar líf og yndi ásamt auðvitað fjöl- skyldunni. Og í sumar ætluðu þau svo öll fjölskyldan að fara í sitt fyrsta sumarfrí erlendis, ætluðu að eyða heilum mánuði í Danmörku, að mestum hluta með okkur systkin- unum og fjölskyldum okkkar í Árósum. Maður kemst ekki hjá því að hugsa hvílíkt óréttlæti það sé að svona ung manneskja sé hrifsuð burt frá manninum sínum og börn- unum í blóma lífsins, loks þegar allt var farið að ganga vel og fram- tíðin blasti við með betri tíð. Mað- ur verður bara að trúa því að hún hafi verið kölluð burt í ákveðnum tilgangi og að hennar bíði mikil- vægara verkefni hinum megin. Ég var beðin um að skila kærri kveðju frá Gunnari og Bjarghildi, sem ekki gátu komið heim frá Danmörku núna. Elsku Einar Bragi, Svanlaug Erla og Bragi Þór, Guð styrki ykkur og leiði í þessari miklu sorg. Helga Svanlaug Bjarnadóttir. Það vekur sorg er lífíð ekki lengur laugast fær við yl og geislaskin. Það vekur sorg þá dauði að dyrum gengur og dánarlíni sveipar tryggan vin. Hér komst þú dauði og kaldri snertir mundu þau kærleiksbönd sem fást í lífsins gjöf. Því rikir sorg á klökkri kveðjustundu og kærstar vonir hjúpar þögul gröf. Vor mannleg aup meta sjaldnast geta þau megin öfl sem ráða sorg og þraut. Það reynist þungt þau fótstig sár að feta að fylgja kærum vin í moldarskaut. (Ókunnur höfundur.) Já, það vekur sorg þegar ung kona í blóma lífsins sem ^nýbúin er að eignast sitt eigið húsnæði og sumarfrí með fjölskyldunni til Danmerkur framundan fellur frá og eftir stöndum við hin með svo margar spurningar sem aldrei fást nein svör við. Ötefaníu kynntist ég fyrir nokkrum árum þegar hún gerðist dagmamma yngstu dóttur minnar og hefur það verið Onju Ríkey mikils virði að hafa notið hlýju en samt ákveðni hennar því að börnin virtust hlýða því sem Stefanía sagði. Þó að lítil barnssál skilji ekki alveg hvað dauðinn er, vakna samt spurningar smám saman þegar ekki er hægt að fara til hennar Stefaníu og ekki verða fleiri hesthúsferðir farnar. Stefan- ía var sterkur persónuleiki, hrein og bein og aldrei virtist vera neitt mál ef til hennar var leitað. Það er því harmur þungur sem kveður dyra hjá eiginmanni og börnum. Ég og fjölskylda mín biðjum guð að styrkja þau í sorginni svo og alla þá ástvini hennar sem eiga um sárt að binda. Oddný Ríkharðsdóttir. Okkur er bæði ljúft og skylt að minnast góðrar vinkonu og starfs- félaga með þakkarorðum, en hún lést af slysförum 24. maí 1993. Stefanía byijaði að vinna með okkur á leikskólanum í september síðastliðnum. Hún var góður starfsfélagi sem gott var að vinna með, var mjög fjölhæf og hug- myndarík í starfi, alltaf kát og hress. Stefanía var yndisleg við börnin og er hennar sárt saknað , af okkur öllum á leikskólanum. Við biðjum góðan guð að vernda og blessa sálu hennar um alla ei- lífð og vottum Einari, Svanlaugu og Braga okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Starfsfólk og börn á leikskólanum Bergheimum. VOKVABUNAÐUR vandaðar vörur sem vel er þjónað Gott úrval búnaðar fyrir vökvakerfi svo sem dælur, mótorar, lokar og ýmsir fylgihlutir. Varahluta- og viðgerðarþjónusta tryggja rekstraröryggi tækjanna. í þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar - hafið sambánd. VÖKVA- MÓTORAR • DÆLUR STJÓRN- * LOKAR | = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 LAMBAKJ ÖT E R BEST Á GRILLIÐ Lambalæri beint á grillið með a.m.k. 15% grillafslætti í næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið. AFsr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.