Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 49 aði hún í Alþýðubrauðgerðinni um nokkurra ára skeið. Hún kynntist afa mínum, Jóni Ásgeiri Brynjólfs- syni, og þau giftust 24. maí 1936. Afi var fæddur 22. nóvember 1909 í Hlöðutúni í Stafholtstunguhreppi, Mýrasýslu. Þau voru bændur í Staf- holti í Borgarfirði í eitt ár, en síðan gerðist hann verkstjóri og sölumað- ur í Reykjavík. Foreldrar afa voru þau Bryniólfur Guðbrandsson, f. 18. september 1875, á Klafastöðum í Skilmannahreppi, d. 25. ágúst 1959 í Reykjavík. Brynjólfur var búfræð- ingur, bóndi og kennari í Hlöðutúni í Borgarfirði. Móðir afa var Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 19. nóvember 1875 á Fossi í Grímsneshreppi í Árnessýslu, d. 6. desember 1961. Afi og amma bjuggu fyrst á Skeggjagötu 10 í Reykjavík, en síð- an að Hofteigi 16. Síðustu árin bjuggu þau í Safamýri 42. Hjóna- band þeirra var farsælt alla tíð. Afi minn dó á sjúkrahúsinu á Akranesi 11. júlí 1981. Þau afi og amma áttu fjögur börn. Fyrst Bryndísi Jónu, f. 27. maí 1939, húsfreyju í Kalmanstungu í Hvítársíðu, gift Kalmani Stefáns- syni, f. 28. maí 1935, bónda á Kal- manstungu. Þau eiga þrjú börn, Stefán Valgarð, f. 9. febrúar 1961, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Þórunn Liv Kvaran, og eiga þau tvö börn. Krist- ínu, f. 9. maí 1962, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík, gift Marcelo Audibert, hagfræðingi frá Chile, og Jón Ásgeir, f. 11. febrúar 1966, nemi í Kanada. Annað barn afa og ömmu er móðir mín, Ásta, f. 10. mars 1942, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Óla Ágústssyni, f. 29. september 1936, forstöðumaður Samhjálpar. Börn þeirra eru Jón Gils, f. 15. desember 1958, verkstjóri í Tansa- níu. Hann er fráskilinn tveggja barna faðir. Steindór Óli, f. 6. októ- ber 1960, verkstjóri hjá Vesturís hf., kvæntur Sigurrósu Allansdótt- ur frá Akranesi. Þau eiga þrjú börn. Ágúst, f. 27. desember 1962, skrif- stofustjóri í Reykjavík, kvæntur Sigríði Heiðrúnu Guðjónsdóttur frá Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö börn. Gunnbjörg, f. 26. janúar 1964, ráðgjafi í Reykjavík. Hún er barnlaus og ógift. Kristinn, f. 2. maí 1965 á Selfossi, kvæntur Hörpu Hallgrímsdóttur frá Akranesi. Þau eiga þijú börn. Brynjólfur, f. 31. janúar 1967 á Selfossi, staðar- stjóri. Hann á tvö börn með írisi Guðmundsdóttur frá Vestmanna- eyjum. Þriðja barn afa og ömmu er Ólaf- ur Oddur, f. 1. nóvember 1943, sóknarprestur í Keflavík, kvæntur Eddu Björk Bogadóttur, f. 11. nóv- ember 1944, aðstoðarstöðvarstjóra Flugleiða. Þau eiga þijú börn. Þau eru Birgir Örn, f. 13. október 1969 í Reykjavík, nemi í Háskóla Is- lands, Olafur Ragnar, f. 25. nóvem- ber 1977 í Reykjavík og Kristinn Jón, f. 23. janúar 1981 í Reykjavík. Yngsta barn afa og ömmu er Margrét, f. 6. ágúst 1948, íþrótta- kennari á Seltjarnarnesi, gift Torfa Halldóri Ágústssyni, f. 25. mars 1946, sölumanni og skrifvélayirkja. Þau eiga þrjú börn. Þau eru Ásgeir Brynjar, háskólanemi, f. 7. október 1972 í Reykjavík, Helgi Kristján, sjómaður, f. 21. september 1974 í Reykjavík og Ágúst Geir, f. 26. nóvember 1979 í Reykjavík. Alls átti amma 15 barnabörn og 14 barnabarnabörn. Það koma margar hlýjar minn- ingar fram í hugann þegar ég hugsa um afa og ömmu. Það var ávallt gott að koma í Safamýrina og hitta þau. Það átti einnig við um árin sem amma lifði ein. Amma tók virkan þátt í umræðum um þjóðfélagsmál og stjórnmálamenn. Hún var afar pólitísk og tók afstöðu í flestum þeim málum sem við ræddum. Hún varði stefnu sjálfstæðismanna af kappi, en hún gagnrýndi afhafnir þeirra þætti henni óskynsamlega á málum haldið. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur án efa misst einn af dygg- ustu málsvörum sínum við fráfall hennar. Amma lagði mikið upp úr ijöl- skylduböndunum og kenndi okkur að meta þau mikils. Hún hélt fjöl- mörg boð og stuðlaði þannig að samvistum ættingjanna. Amma hafði unun af mannamótum, enda tók hún virkan þátt í starfi Kvenfé- lags Laugarnessóknar um árabil. Þrátt fyrir bága heyrn sótti hún sinfóníutónleika reglulega siðustu árin. Hún var mikil hannyrðakona og lagin í höndunum. Amma var hress allt fram á síð- asta dag. Að kvöldi 24. maí síðastl- iðins leysti hún krossgátu eins og hennar var vani og fagnaði því sem framundan var í rannsóknum og meðferð á Borgarspítalanum. Þar lá ekki deyjandi manneskja. Yfir henni var reisn og hún miðlaði af þeirri hugprýði sem gaf viðmælend- um hennar trú á lífið og tilveruna. Amma átti trú. Hún var tilbúin að leggja líf sitt í hendur almættinu sem gefur traust og varpar ljósi á ráðgátur lífs og dauða. Kallið kom daginn eftir og nú kveðjum við ömmu mína hinstu kveðju. Ég bið algóðan Guð að blessa_ minningu hennar. Megi Kristín Olafsdóttur hvíla í friði. Kristinn Olason. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mig langar að minnast ömmu minnar, Kristínar Ólafsdóttur, sem lést á Borgarspítalanum þann 25. maí sl. með nokkrum orðum. Þótt árin væru orðin mörg bar andlát hennar skjótt að, en aðeins voru nokkrir dagar liðnir frá því að í ljós kom að hún barðist við illvígan sjúk- dóm. Maður átti þó erfitt með að trúa því að svo stutt væri eftir, en líklega hefur hún sjálf fundið að endalokin færu að nálgast. Kristín amma var fædd og uppal- in á Flateyri við Öndunarijörð L hópi margra systkina. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Jónsson skipstjóri á Flateyri og kona hans Ásta Magnúsdóttir frá Bíldudal. Rekur hún ættir sínar víða af Vest- fjörðum. Um tvítugt var amma komin í Alþýðuskólann á Hvítárbakka og þar lágu saman leiðir hennar og afa, Jóns Ásgeirs Brynjólfssonar frá Hlöðutúni í Staflioltstungum. Gengu þau í hjónaband þann 24. maí 1936 og bjuggu eftir það lengst af í Reykjavík. Eignuðust þau fjög- ur börn og eru afkomendur ömmu og afa nú orðnir um 30 talsins, allt hið mannvænlegasta fólk. Alltaf var amma eins frá því maður man fyrst eftir henni. Heim- ili hennar og afa, meðan hann lifði, var einn af föstu þáttunum í tilver- unni, bæði meðan þau bjuggu á Hofteignum og síðan í Safamýr- inni. Þangað var alltaf gaman að koma enda vel tekið á móti okkur barnabörnunum. Og fátt er skýrara í minningunni en heimsóknir afa og ömmu í sveit- ina á árum áðurm. Tilhlökkunin var alltaf þegar þeirra var von. Þá fór hátíð í hönd hjá okkur krökkunum í Kalmanstungu. Þær heimsóknir munu aldrei gleymast. Amma innprentaði manni guðs- trú 'og góða siði enda var hún afar trúrækin. Drottinn var hennar hirð- ir og hún vildi framar öllu að við unga fólkið fylgdum einnig vegi hans. Fjölskyldan var henni afar kær og henni mikið yndi að fylgj- ast með uppvexti og lífi afkomend- anna. Kristín amma hafði alltaf mjög ákveðnar skoðanir og þá ekki síður á sviðum stjórnmála en annarra þátta mannlífsins. Lá hún ekki á afstöðu sinni í því efni. Var hún einarður stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins og átti flokkurinn þar sannarlega hauk í horni. Nú verða heimsóknirnar víst ekki fleiri í Safamýri 42. Gjarnan vildi maður þó að þær hefðu getað orðið miklu fleiri, ekki síst í fylgd með langömmubörnunum, en hún hafði sérstaklega gaman af að fá ungvið- ið í heimsókn. Alltaf átti hún eitt- hvað gott til að stinga í litla munna. Nú er amma leidd um lystigarð drottins. Ég veit að þar mun hún vaka yfir velferð okkar allra. Minn- ingin um elskulega ömmu mun allt- af lifa. Með þökkum fyrir allt það sem hún gaf okkur með návist sinni kveð ég fyrir hönd okkar systkin- anna frá Kalmanstungu með erindi eftir Einar H. Kvaran: Um hana ég yrki, sem unni ég mest, sem allra manna var mér best, mér aldrei neitt augnablik gleymdi, um hana, sem átti það blóð, sem ég ber, og bar mig alltaf í hjarta sér, uns gröfin allt saman geymdi. Stefán Kalmansson. t Móðursystir mín og systir okkar, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, frá Sauðholti, áðurtil heimilis á Norðurbrún 1, sem lést á öldrunardeild í Hátúni 10-B þann 19. maí sl., verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 2. júní, kl. 13.30. Þórir Þórðarson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Þórdís Halldórsdóttir. t Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, fóstru, ömmu og langömmu, ÖNNU S. STEINGRÍMSDÓTTUR húsfreyju, Heigafelli, Mosfellssveit, fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudag- inn 3. júní kl. 14.00. Haukur Nfelsson, Marta Hauksdóttir, Haukur Högnason, Niels Hauksson, Steinunn Elfasdóttir, Helgi Sigurðsson, Jóna Dfs Bragadóttir, Jóhannes Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við and- lát og útför ODDU MARGRÉTAR JÚLÍUSDÓTTUR. Jón Laxdal Halldórsson, Valgerður Dögg Jónsdóttir, Rósa Kristín Júliusdóttir, Guðmundur Arnar Júlíusson, Oddný Laxdal. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, KATRÍNAR MAGNEU GUÐMUNDSDÓTTUR, Stórholti 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A 7 á Borgarspítal- anum fyrir góða umönnun, sem henni var veitt. Haukur Helgason, Marfa Kristoffersen, Nanci Arnold Helgason, Steen Kristoffersen, Mikael Kristoffersen, Daniel Kristoffersen, Robert Kristoffersen. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNÍNU ÓLAFSDÓTTUR, áðurtil heimilis i Þverholti 12. Kolbrún Geirsdóttir, Jóhann Hauksson, (var Geirsson, Guðrún Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar SIGURGEIRS GUÐJÓNSSONAR, Ásabraut 3, Grindavík. Guðrún Einarsdóttir, Ásdís Sigurgeirsdóttir, Bjarni Þórarinsson, Guðmundur Ó. Sigurgeirsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Arnbjörn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Góðu vinir. Alúðarþakkir fyrir hlýhug ykkar og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURRÓSARJÓNSDÓTTUR hárgreiðslumeistara frá Lambhól. Ragnhildur J. Sigurðardóttir, Jes Einar Þorsteinsson, Guðrún Sigurðardóttir, Magnús Einar Sigurðsson, Kicki Borhammar, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR. V Sigurður Kr. Óskarsson, Nanna Óskarsdóttir, Jórunn Óskarsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför RIRfSIQ KRISTJÁNSSONAR frá Dalvík. Björg Þórisdóttir, Jórunn Birgisdóttir, Guðmundur Ingvarsson, Kristján Birgisson, Erja Anderson, Guðlaug Birgisdóttir, Helgi Kristjánsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.