Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 51
LI i/;i . . I:t i I 1 1V i ' BLAÐIÐ MIÐVIKUDAGI 1' U . M >. l in L - ....... ... - — - — - —]V 101 JGU N m, uuvn 'ívvö - - ~ ~ —or STILL Ný hárgreiðsla Hillary Það vekur alltaf eftirtekt er- lendra fjölmiðlamanna þegar leikarar og annað þekkt fólk skiptir um hárgreiðslu. Þannig birtu blöðin fyrir nokkru myndir af Karólínu Mónakóprinsessu þegar hún lét stytta á sér hárið og Linda Evange- lista, eitt þekktasta módelið í heim- inum, vakti óskipta athygli þegar hún lét klippa síða hárið, þannig að úr varð drengjakollur. Þá var athygli fólks vakin á því þegar Demi Moore hafði látið hárið vaxa og drengjakollurinn var horfinn og nú vekur Hillary Clinton athygli fyrir að hafa breytt um hárgreiðslu. Hver sá um hárgreiðsluna? >IFS Á ÍSHNDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Hefur pú húsrými og stórt hjarta? Þá hefur þú tækifæri til að eignast nýjan fjölskyldumeðlim. Við óskum eftir fjölskyldum fyrir skiptinema á aldrinum 16 til 19 ára frá miðjum ágúst ’93 til byrjun júlí '94. Hvort sem fjölskyldan er stór eða lítil, með ung börn, unglinga eða engin börn, þá hefur hún möguleika á að hýsa skiptinema. Umboðsmenn um allt land. Nánari upplýsingar hjá AFS á íslandi í síma 91-25450. Sá sem sá orðið alfarið um hár- greiðslu Hillary var Frakkinn Gabriel DeBakey og hafði hann vonast til að vera sá eini sem færi höndum um hár forsetafrúarinnar. Það fór þó ekki svo og Bandaríkja- menn spyija hver annan: Hver sá um hárgreiðsluna að þessu sinni? Komið hefur í ljós eftir nokkra eftirgrennslan, að nýi hárgreiðslu- meistarinn var annar Frakki, Fred- eric Fekkai, 34 ára, velþekktur inn- Hár Hillary hefur styst til muna. an greinarinnar og gengur hann undir nafninu „King Cut“. Lét Hill- ary hann fara höndum um hár sitt þegar hún var stödd í New York um miðjan síðasta mánuð, nánar tiltekið á Waldorf-Astoria-hótelinu. Fekkai hefur meðal annars klippt hár Emmu Thompson, Demi Moore, Jodie Foster og Marla Maples og greiða þær tæpar 20 þúsund krónur fyrir. Kevin Kline og Sigourney Weaver leika forsetahjónin. KVIKMYNDIR rni g er að vera forsetafrú? Kevin Kline og Sigourney Weav- er leika bandarísk forsetahjón í gamanmyndinni Dave, sem nýlega var frumsýnd þar vestra. Sigourney Weaver segir að hluti af Eleanor Roosevelt og Pat Nixon, fyrrver- andi forsetafrúm, sé uppistaðan i hlutverki hennar ásamt ögn af per- sónu Hillary Clinton. Weaver kveðst vera aðdáandi Hillary, því hún sé smart, gegni alvöru starfi og þar að auki noti hún eigið nafn. „Það er kominn tími til að forsetafrú Bandaríkjanna endurspegli raunverulega konu,“ segir Weaver og bætir við að væri hún í alvöru forsetafrú Bandaríkj- anna efndi hún til kvennaráðstefnu. Og umræðuefnið yrði hvernig ætti að samræma starf utan heimilis uppeldismálum. „Dagvistarástand í Bandaríkjunum er hryllingur,“ segir Sigourney Weaver, sem talar af eigin reynslu, því hún á þriggja ára dóttur, Charlotte. Kevin Kline leikur einnig tvífara forsetans, eiganda ráðningaskrif- stofu, sem leiðir til þess að þegar forsetinn veikist er kaupsýslumað- urinn fenginn til að taka að sér starf hans. Sá notar tækifærið og gerir ýmislegt það sem forsetinn hefði aldrei látið sér til hugar koma. Bill Clinton fékk einkasýningu Myndin hefur fengið góða að- sókn í bíóhúsum í Washington, en Bill Clinton fékk einkasýningu á myndinni í Hvíta húsinu. Myndin er í einu og öllu uppspuni, en það Sigourney Weaver er mikill aðdáandi Hillary Clinton. sem gerir grínið ef til vill örlítið trúverðugra er að í henni bregður fyrir ýmsum raunverulegum mönn- um eins og pólitíkusum, frétta- mönnum og leikurum. Leikstjórinn Gary Ross segist háfa skrifað söguþráðinn með þetta þekkta fólk í huga og við hvert tækifæri sem gafst spurði hann hvort það væri til í að koma fram í myndinni. „Og allir voru tilkippi- legir“, bætti hann við. Meira að segja leikstjórinn Oliver Stone sem er þekktur fyrir annað en að gera grín að sjálfum sér lét tilleiðast og kemur aðeins fram í myndinni. Nýi hárgreiðslumeistari forseta- frúarinnar, Frederic Fekkai. Leitaði til fyrri hárgreiðslu- meistara aftur Kannski fær fyrrverandi hár- greiðslumeistarinn, Gabriel DeBak- ey, uppreisn æru, því þegar greiða þurfti Hillary í fyrsta skipti eftir klippinguna bað hún Gabriel að skreppa í Hvíta húsið og laga á sér hárið. Hann viðurkennir að sér hafi brugðið nokkuð þegar hann sá af- rakstur klippingarinnar. „Ég sagði henni samt sem áður að mér fynd- ist hárgreiðslan fín,“ er haft eftir honum. Annar hárgreiðslumeistari, sem klippti hár Hillary og litaði viku fyrir innsetningarathöfnina, er ekki heldur hrifinn og segir að hann hefði heldur gefið hárinu aukna lyftingu. Af framansögðu má láta sér detta í hug að Hillary Clinton verði komin með enn eina hár- greiðsluna innan tíðar. Sumarnámskeið að hefjast Viltu verða model eða líta úr eins og model? Jafnvel þótt þú verðir ekki frægt model, kennir Modelmynd þér efni sem þú tekur með þér hvert sem þú ferð og býrð að þegar út í lífið er komið. Börn 4-12 ára: Framsögn, kynningar, kurteisi, ganga í takt við músík, læra texta til auglýsingagerðar. Burt með feimni og óframfærni, leikræn tjáning, aukið sjálfsöryggi. Dómnefnd, viðurkenningar- skjöl afhent. Unglíngar og eldri: Nýjungar frá U.S.A. og Ítalíu. Nýjar pósur fyrir myndavélar, og göngulokað og opið líkams- tungumál, augnsamband, rætt líkams- staða, samtalsþættir, aukið sjálfstraust. Heitt fró Mílanó - dans og hreyfingar! Modelmynd - skóli fyrir þig!! Modellie - Modelle Male and female models Innritun hafin í símum 677070 og 677799 kl. 13-18. Afhending skírteina laugard. 5. júní kl. 14-18 í skólanum á Suðurlandsbraut 50. Allir velkomnir að kynna sér starfsemi skólans og hitta kennara. A) Hraðferð 3 vikur, 12 klst. B) Hægferð 6 vikur, 12 klst. Stig l-ll-lll-IV Sigurvegarar frá íslandi í NewYork Group Runway School Award Winner M.A.A.I. 1993 Leitin er hafin að þátttakendum fyrir keppni næsta árs 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.