Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 5S 1 I I fl I I i I cn STJÚPBÖRN ÞÆR HEFNASIN STÓRKOSTLEG GAMANMYND UM RUGLAÐ FJÖLSKYLDULÍF! Aðalhlutverk: Hillary Jocelyn Wolf (Home alone), David Strathairn (Silkwood) og Margaret Whitton (9 * Weeks) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FEILSPOR ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★★★/! DV Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn og frábæra dóma. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NEMÓLITLI ★ ★★ Al Mbl. Teiknimynd með ísl. tali og söng. Sýnd 5 og 7. HÖRKUTÓL Lögreglumaður fer huldu höfði hjá mótorhjólaköppum. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Atvinnumálin rædd Fjölmargir Skagfirðingar sóttu atvinnumálaráðstefnuna sem haldin var á Sauðárkróki. Atvinnumálastefna haldin á Sauðárkróki Hugur er í mönnum að treysta atvinnuna Sauðárkróki. FJÖLMENNI sótti ráðstefnu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, sem bar yfirskriftina Atvinna, menntun, framtíð, sem hald- in var nú fyrir skemmstu. Það voru Bæjarstjórn Sauðár- króks, Verkamannafélagið Fram og Kaupfélag Skagfirð- inga, sem boðuðu til ráðstefnunnar, en í ljósi þeirra niður- staðna sem fram komu á ráðstefnunni, munu fundarboð- endur væntanlega skipa vinnuhópa, sem skoða munu þær hugmyndir sem fram komu á fundinum. Fundarstjóri var Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Prófessor Þórólfur Þórlinds- son var fyrsti framsögumaður ráðstefnunnar, og fjallaði í er- indi sínu um æðri menntun á landsbyggðinni og atvinnulífíð og benti hann meðal annars á að á næstu fímm árum yrði til það háskólakerfí sem búið yrði við um nánustu framtíð og því væri ekki eftir neinu að bíða þar sem hér ekki síður en ann- ars staðar væri unnt að koma á fót öflugu rannsóknarstarfí í sjávarútvegsgreinum sem full þörf væri á. Guðbrandur Þor- kell Guðbrandsson fulltrúi tæddi um mikilvægi landbún- aðar í atvinnulífí Skagaíjarðar- svæðisins og benti á að stefna ætti að fullvinnslu landbúnað- arafurða heima í héraði, en á svæðinu væru um eitt hundrað býli, sem önnuðust mjólkur- framleiðslu, og um 400 manns hefðu framfærslu af úrvinnslu þessarar framleiðslu. V erðmætisaukning í sjávarútvegi Jón Karlsson fonnaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki, ræddi möguleika lífeyrissjóða í atvinnurekstri. Kom fram í máli Jóns að þátt- taka lífeyrissjóðanna í atvinnu- rekstri hlytu að mótast af arð- semissjónarmiðum, þar sem þeir hefðu mjög þungar greiðslukvaðir meðal annars með áhættulífeyri, sem gætu skapað mjög þunga greiðslu- byrði, þ.e. greiðslu maka, bama og örorkubóta. Guð- brandur Sigurðsson forstöðu- maður Þróunarseturs íslenskra sjávarafurða sagði frá og skýrði þróunarstarf íslenskra sjávarafurða í mjög myndrænu erindi. Sagði Guðbrandur að á síðustu 10 árum hefði verð- mæti íslenskar sjávarafurða aukist um tæp 30% þrátt fyrir venjulegan samdrátt í bol- fiskafla landsmanna. Á sama tíma hefðu stóriðju- afurðir dregist saman um rúm- lega 40% og iðnaðarframleiðsla um 18%. Benti Guðbrandur á sér- stöðu íslendinga þar sem sjáv- arafurðir væru ráðandi útflutn- ingsafurð, á meðan olíuvinnsla og vélaframleiðsla eru ráðandi afurðir hinna Norðurlandanna. Þörf á aukinni framleiðni Kristján Björn Garðarsson iðnráðgjafi á Norðurlandi vestra fjallaði í erindi sínu, um möguleika iðnaðar og nýsköp- un í þeirri grein á Norðvestur- landi og benti á að þörf væri fyrir aukið svigrúm í þessum efnum þar sem leið til bættra lífskjara byggðist á aukinni framleiðni þar sem minni þörf væri fyrir vinnuafl. Magnús H. Sigurjónsson framkvæmda- stjóri Héraðsnefndar Skaga- fjarðar ræddi hvaða möguleika Skagafjörður hefði, ef til kem- ur dreifíng opinberra stofnana út fyrir höfuðborgarsvæðið. Lokaorð ráðstefnunnar átti svo Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, og þakkaði hann þeim sém fmm- kvæði höfðu haft að því þarfa verki að koma ráðstefnu sem þessari á. í mjög fróðlegum framsögu- erindum drápu frummælendur á marga hluti og vöktu erindi þeirra fjölda spuminga sem fundargestir leituðu svara við, og spunnust af því fjörugar umræður og kom fram að full- ur hugur var í heimamönnum að láta ekki staðar numið í að efla og treysta atvinnuástand á Skagafjarðarsvæðinu. - BB. SÍMI: 19000 GOÐSÖGNIN Spennandi hrollvekja af bestu gerð Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi Árið 1890 var ungur maður drepinn á hrottalegan hátt. Árið 1992 snýr hann aftur... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. ÓLÍKIR HEIMAR Aðalhlutverk: Melanie Griffith. Leikstjóri: Sidney Lumet. „Besta ástarsaga síðustu ára“ ★ ★★★ GE-DV Sýnd kl. 5 og 9. FERÐIN TIL VEGAS ★ ★★ MBL. Frábær gaman- mynd með Nicolas Cage og James Caan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Meiriháttar gamanmynd sem kosin var vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93 i Reykjavík. ★ ★ *GE-DV ★ ★★Mbl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ENGLASETRIÐ ★ ★★ Mbl. Sýnd kl. 7 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ V2 MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Aðalhiutv.: Jeremy Irons og Juliette Binoche. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Góð þátttaka í Landsbanka- hlaupinu á Skagaströnd Skagaströnd. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Yerðlaunin afhent FRÁ verðlaunaafhendingu í Landsbankahlaupinu. ATTUNDA Landsbanka- hlaupið var haldið laugar- daginn 22. maí í austan strekkingi á Skagaströnd. Um 50-60 keppendur mættu til leiks viða að og luku þeir allir hlaupinu með sóma. Landsbankahlaupið er fyrir krakka sem fæddir eru á árunum 1980-1983. Yngri krakkarnir hlaupa 1.100 metra en þau eldri 1.500 metra. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hveijum flokki, en flokk- arnir eru fjórir. Allir sem ljúka hlaupinu fá svo viður- kenningarskjal frá bankan- um. Ávallt er boðið upp á veit- ingar meðan á hlaupinu stendur og sjá starfsmenn bankans um að grilla pyls- ur, hella upp á kaffi og út- deila svaladrykkjum meðal gesta. Skapast oft hin ágæt- asta stemmning i kringum hlaupið og grillveisluna og virðast hinir fullorðnu skemmta sér ekki síður en þeir yngri. Stjórnandi hlaupsins var Ingibergur Guðmundsson, en hann hefur stjórnað framkvæmd hlaupsins á Skagaströnd þau átta skipti sem það hefur verið haldið. - Ó.B. Aukiii þjónusta við bændur Borgarnesi. Morgunblaðið/Theodór -Síinon Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Einar Magn- ússon bifvélavirki framan við Vörubæ í Borgarnesi. BUVELA- og bílaverk- stæðið Vélabær hf. í Bæj- arsveit opnaði nýverið varahlutaverslunina Vörubæ á Borgarbraut 33 í Borgarnesi. I tilefni opnunarinnar voru sýndar nýjar gerðir af Fiatagri 4x4 80 hestafla dráttarvélum og Fella diska- sláttuvélum. Að sögn Sím- onar Aðalsteinssonar fram- kvæmdastjóra verður versl- unin með vörur frá Glóbus og Bílanaust og fleiri aðil- um. Fyrirtækið Vélabær hf., sem er í eigu 50 einstaklinga og fyrirtækja í Borgarfirði, stendur að opnun Vörubæj- ar. Sagði Símon að opnun Vörubæjar væri að stórum hluta til í þágu bænda á Vesturlandi. Verið væri að koma betur til móts við þá með því að staðsetja vara- hlutaverslunina í Borgar- nesi. Með tilkomu þessarar verslunar ættu bændur að fá varahlutina fyrr en verið hefði. TKÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.