Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1993 WCBAAIin l\19 ©1988 Untversal Press Syndicale „Af hvoju varstu eJcJd, bar&, heima., ct þu erí S'/Oma, 'oskapLegcx þreyttur?" Það er alltaf verið að skrifa um morð innan veggja heimilisins. HÖGNI HREKKVÍSI „ þO ERT AFTdR FARlNN AO LEIKA PÉR AIEf? AlATiNM J " BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Knattspyrnumót Junior Chamber Á ÍSLANDI er starfandi áhuga- mannahreyfing sem nefnist Junior Chamber. Tilgangur hreyfingar- innar er að gera ungt fólk á aldrin- um 18 ára til fertugs hæfara til að takast á við verkefni hins dag- lega lífs. Grunnurinn sem hreyf- ingin byggir á er hvers konar þjálf- un, svo sem þjálfun í ræðu- mennsku, fundarsköpum og fund- arstjórn og þjálfun í að vinna með öðrum. Árlega er haldinn svokallaður „JC-dagur“ þar sem venjulega er unnið ákveðið verkefni sem kynnir JC-hreyfinguna úti í þjóðfélaginu. Að þessu sinni var ákveðið að skipuleggja og halda knattspyrnu- mót fyrir 5. flokk drengja og sá ákveðin nefnd um framkvæmdina á vegum svæðisstjórnar Reykjavík- ur. Mótið var haldið á Gróttuvelli á Seltjarnarnesi og tóku eftirfar- andi lið þátt í því: Grótta, Fram, Leiknir, ÍBK, ÍR og Víkingur. Keppt var í A- og B-riðli og hófst keppni kl. 10.30 um morguninn með leik Gróttu og ÍR í A-riðli og Fram og Leikni í B-riðli. Keppn- inni lauk síðan um kl. 17.30 með úrslitaleikjum í riðlunum þar sem Víkingur og Fram kepptu til úr- slita í A-riðli og Fram og ÍR í B-riðli. Urslit keppninnar urðu eft- irfarandi: A-riðill: Fram, Víkingur, ÍBK, ÍR, Leiknir/Grótta. B-riðill: Fram, ÍR, Víkingur, ÍBK, Grótta/Leiknir. Afhending verðlauna fór fram á Eiðistorgi þar sem Þorgrímur Þrá- insson blaðamaður og rithöfundur afhenti keppendum viðurkenning- arskjöl fyrir þátttökuna á mótinu. Svo skemmtilega vildi til að alþjóð- legur varaheimsforseti JC Interna- tional, Alexander MacDonald, var staddur á Islandi og var Þorgrími til aðstoðar. Þijú efstu liðin fengu gull-, silfur- og bronsverðlaun í báðum riðlum og fengu allir þátt- takendur derhúfur frá Mjólk- ursamsölunni sem var styrktaraðili mótsins. Besti sóknar-, vamar- og markmaður mótsins var alinn af þjálfurum liðanna og kom það í hlut Helga Magnússonar frá Vík- ingi að vera valinn besti markmað- urinn, Daníels Frímannssonar frá ÍBK að vera valinn besti varnar- maðurinn og Daða Guðmundsson- ar frá Fram að vera valinn besti sóknarmaður mótsins. Nike- umboðið á íslandi veitti þeim verð- laun fyrir frábæran árangur. Að lokum vil ég þakka öllum er aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd á mótinu og öllum keppendum fyrir þátttökuna. JÚLÍUS ÞÓR SIGURÞÓRSSON Junior Chamber, Reykjavík. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkyerji skrifar Bankastarfsmenn komu til skila mótmælum sínum og and- stöðu við fjöldauppsagnir Lands- bankans í síðustu viku, á fjölmenn- um útifundi á Lækjartorgi. Þeir sem Víkveiji hefur rætt við, telja að andstaða starfsmannanna og óánægja með þessa ákvörðun og það hvernig hafi verið að Vienni staðið, hafi skilað sér vel til almenn- ings. Það sem Víkveiji hefur heyrt á bankastarfsmönnum að þeir telja með öllu óviðunandi að nú 1. júní sé 76 starfsmönnum Landsbankans sagt upp störfum, mestmegnis kon- um sem starfað hafa um langa hríð í bankanum, en á sama tíma hafi Landsbankinn ráðið eitthundrað starfsmenn til sumarafleysinga. Spyija starfsmennirnir sem svo: Var ekki hægt að undirbúa þessar uppsagnir betur í samráði við starfsmannafélög bankans? Var ekki hægt að dreifa uppsögnunum á lengra tímabil og hverfa einfald- lega frá ráðningu sumarfólks í ár? Víkveiji telur þessar spurningar í hæsta máta eðlilegar og óánægju starfsmannanna skiljanlega. xxx En Víkveiji telur á hinn bóginn að næsta skref bankastarfs- manna í kjölfar fjöldafundarins á Lækjartorgi sé öllu umdeilanlegra, þ.e. að ákveða að bankastarfsmenn færu sér hægt við störf sín í bönk- um í gær, 1. júní, fyrsta opnunar- dag nýs mánaðar, eftir langa frí- helgi. Slíkar mótmælaaðgerðir koma eins og alltaf niður á þeim sem þeim er ekki beint gegn. Það er almenningur í þessu landi sem sækir þjónustu til bankanna og jafnan mest fyrsta virka dag mán- aðarins. Mótmælin beinast ekki gegn almenningi, heldur stjómend- um Landsbankans, sem tóku ákvörðunina um uppsagnirnar til þess að uppfylla samning Lands- banka og Seðlabanka um tilteknar sparnaðarráðstafanir, sem m.a. voru skilyrði fyrir aðstoð ríkissjóðs við bankann. Var ekki hægt að finna leið í innra starfi bankans til þess að mótmæla þessari ráðstöfun, án þess að mófmælin kæmu í öllum sínum þunga niður á viðskiptavin- um bankanna? Var engin leið fær önnur en þessi hefðbundna leið, sem almenningur þessa lands hefur fengið að kenna á í flestum tilvik- um, þegar starfsmenn vilja mót- mæla ákvörðunum stjórnenda? Það hefur ekki bitnað á neinum nema sjúklingum og aðstandendum þeirra, þegar heilbrigðisstéttirnar hafa gripið til hægagangs eða verk- fallsaðgerða í kjarabaráttu sinni. Þegar kennarar landsins hafa farið í verkföll, þá hefur það komið niður á nemendum og foreldrum, en ekki á viðsemjanda kennarastéttanna, ríkisvaldinu. Þegar flugvirkjar hugðust fara í þriggja daga verk- fall nú um daginn, þá blasti við að aðalþolendurnir í þeim aðgerðum yrðu farþegar Flugleiða, þeir sem hugðust koma til landsins og fara frá því, þótt fyrirtækið hefði vissu- lega einnig orðið fyrir einhveijum skaða. XXX. Svo er að sjá sem þeir sem vilja grípa til mótmælaaðgerða í baráttunni við að veija kaup sitt, kjör og atvinnuöryggi, geti í fæstum tilvikum gripið til slíkra aðgerða, án þess að þær bitni af fullum þunga á þeim sem síst skyldi, al- menningi. Því er Víkveija til efs, að slíkar aðgerðir skili þeim sem í baráttunni standa hveiju sinni, því sem að er stefnt. Samúð almenn- ings með þeim sem í baráttunni standa, stendur ekki um langa hríð, ef á engan hátt má merkja að að- gerðirnar komi niður á þeim, sem þær eðli málsins ættu fyrst og fremst að beinast gegn, og það eru gömul sannindi og ný að þeir sem í slíkri baráttu standa, án þess að hugur almennings fylgi þeim, kom- ast ekki ýkja langt áleiðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.