Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Aðstoð í námserfíð- leikum HELGA Sigurjónsdóttir, náms- ráðgjafi og kennari, og Gyða Stefánsdóttir sérkennari hafa á undanförnum árum sinnt sér- staklega börnum og unglingum sem gengur illa i skóla. Helga og Gyða bjóða foreldrum þessara barna hvaðanæva af landinu til fundar/viðræðna í Menntaskól- anum í Kópavogi við Digranes- veg á morgun, fimmtudag 3. júní, kl. 20. Það skiptir ekki máli hvort búið er að innrita börnin í framhaldsnám eða annað nám. Einnig eru vel- komnir foreldrar eldri unglinga sem eiga misheppnaða skólagöngu að baki svo og fullorðið fólk sem eins er ástatt um. Foreldrar geta fengið einkaviðtal við námsráðgjafann eft- ir fundinn eða síðar. Nú er um að gera að fá úrræði fyrir börn sem hafa fallið á sam- ræmdum grunnskólaprófum, þ.e. hlotið einkunnir undir 5 í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Eitt- hvað mun einnig vera um það að nemendur í „fallhættu" taki ekki samræmdu prófin. Þegar barni eða unglingi gengur illa í skóla snertir það alla fjölskyld- una. Foreldrar þurfa því mikla og góða aðstoð og ráðgjöf ekki síður en nemendurnir. Eins og er virðist mikið skorta á að svo sé. Á fundinum verður rætt um ástæður námserfiðleika, skýrt frá árangursríkum kennslu- og náms- aðferðum og bent á leiðir til frek- ara náms eða vinnu fyrir þessi böm. (Fréttatilkynning) Tilraunir gerðar í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði Ræktun í óvirkum jarðvegi Selfossi. RÆKTUN í óvirkum jarðvegi í gróðurhúsum, vikri og steinull, hefur aukist undanfarin ár. Nú eru um 19 þúsund fermetrar undir ræktun í vikri í 15 garð- yrkjustöðvum sem nemur um 12% af flatarmáli garðyrkju- stöðva í landinu. í þessum jarð- vegi eru ræktaðir tómatar, gúrkur, paprika, rósir og geisla- fífill. í Garðyrkjuskóla ríkisins eru gerðar tilraunir með rækt- un í vikri og þar hafa fengist 33 kíló á fermetra en meðalupp- skera hér á landi er um 25 kíló. Tilraunirnar beinast að því að kortleggja vikurinn sem efni. Hann er ekki að öllu leyti óvirkur þar sem hann drekkur í sig nær- ingarefni auk vatns. Vikurinn hef- ur kosti umfram moldina en krefst meiri tæknibúnaðar til að stýra vökvun, næringarefnastyrk og sýrustigi. Tækjabúnaðurinn sem notaður er stýrir vökvuninni allt eftir aðstæðum í húsinu hveiju sinni. Góður árangur Að sögn Björns Gunnlaugssonar tilraunastjóra gefa tilraunimar þær niðurstöður að hægt er að ná góðum árangri með ræktun í vikri, alveg sambærilegum og með ræktun í steinull. Hann sagði að vikurinn krefðist þess að vera mettaður í byijun með næringar- efnum til að tryggja að þau næðu að fullu til jurtanna. Björn sagði tilraunirnar beinast að því að kortleggja vikurinn sem efni ásamt því sem tilgangurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Ur pökkunarsal i garðyrkju- skólanum. hefði í upphafi veið að byggja upp útflutning á gróðurvikri. Hann sagði að garðyrkjubændur sem ætluðu sér að hefja ræktun í vikri gætu gengið að upplýsingum um tilraunimar. Auk vikurtilraunanna eru ýms- ar tilraunir í gangi í Garðyrkjuskó- lanum, svo sem útitilraunir með ræktun í misheitum jarðvegi. Verulegur uppskeruauki kemur fram þegar ræktað er í heitum Bufftómatar. jarðvegi. Ræktun á hvítkáli, blað- iauk og stilkselleríi hefur gefið góða raun. Eitt af því sem vekur athygli þeirra sem ganga um garðyrkju- stöð skólans eru suðrænu plönt- urnar í bananahúsinu. Þar má sjá stórar suðrænar plöntur sem ræktaðar eru til að nota við kennslu ásamt því að vekja at- hygli ferðafólks. Sig. Jóns. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 28.maí - l.júní Á tímabilinu eru færðar 540 bók- anir í dagbókina. Skömmu eftir hádegi á föstudag var tilkynnt um vinnuslys í tann- læknastofu við Laugaveg. Þar hafði starfsstúlka verið að kveikja á stjómtækjum tannlæknastóls. Hafði hún skrúfað frá vatni og lofti og var að tengja rafmagnið tækjunum þegar sprenging varð. Gasleiðslur liggja við stjómtækin og er talið hugsanlegt að leki hafi komið að þeim með þeim afleiðingum að starfsstúlkan handleggsbrotnaði við höggið frá sprengingunni. Fremur rólegt var framan af á næturvaktinni aðfaranótt laugar- dags. Um óttubil varð hins vegar mikið annríki, aðallega tengt ölvuðu fólki. Þá er talið að um 3.000 manns hafi verið í Austurstræti og á Lækj- artorgi. Veður var stillt en fremur svalt. Fjölmargir voru áberandi und- ir áhrifum áfengis. Mest bar á ungu fólki og bám nokkrir hvíta kolla til marks um tilætlaðan árangur á stúdentsprófunum. Lítið var um ófriðsamlega tilburði, en þó mátti t.d. sjá þijár ölvaðar og æstar ungl- ingsstúlkur leggjast á og sparka grenjandi í þá fjórðu undir vegg Stjórnarráðshússins. Eftir að það mál hafði verið til lykta leitt mátti sjá ölvaðan mann um tvítugt vippa sér upp á þak Stjómarráðshússins, klöngrast upp þakið og standa hróð- ugan þar á mæninum og öskra af lífs og sálar kröftum út yfir torgið. Þegar enginn virtist veita honum neina sérstaka athygli renndi hann sér niður þakið, hékk í rennunni um stund, en lét sig síðan falla til jarð- ar. Hann kom niður standandi og hljóp glaðhlakkalegur inn í mann- söfnuðinn. Um svipað leyti komu fjögur ung- menni gangandi niður Bankastræti með langan tréstiga á milli sín og stefndu niður á torg. Tvö þeirra bám stolt stúdentshúfur og voru vel til höfð. Ungmennunum var greini- lega skemmt. Á torginu reistu þau stigann, þijú héldu við hann og eitt þeirra reyndi að klifra upp. Þeim gekk erfiðlega að halda stiganum stöðugum. Aðkomandi lögreglu- menn bentu ungmennunum á að koma stiganum á sinn stað aftur og urðu þau við þeim tilmælum. í Pósthússtræti þurfti ölvaður dreng- ur að sýna félögum sínum hvernig eigi að ganga yfir mannalausa bif- reið og hafa gaman af. Sjónvarpað úr miðbænum? Á meðan á þessu fór fram stóð myndatökumaður frá annarri sjón- varpsstöðinni uppi á svölum Dóms- hússins og festi atburði og hegðun torgdveljenda á filmu. Þar hafði hann staðið í rúmlega klukkustund og ekki er ólíklegt að einhveijir við- staddra fái að sjá sjálfa sig á skján- um á næstunni. Annars hafa lög- reglumenn velt því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að óska eft- ir því við SÝN að rás þess, sem annars er notuð til þess að sjón- varpa beint frá Alþingi, verði að næturlagi um helgar notuð til beinna sjónvarpsútsendinga frá miðborg- inni. Þá geta ódrukknir og heima- kærir foreldrar og aðstandendur þeirra, sem staddir eru þar á þeim tíma, fylgst með háttalagi barna sinna á skjánum. Á laugardagsmorgun óku lög- reglumenn á eftirlitsferð fram á tvo unga „góðkunningja lögreglunnar" þar sem þeir voru að hjóla eftir Hofsvallagötu. Við athugun kom í Ijós að reiðhjólin voru iila fengin og í poka, sem þeir höfðu meðferðis, var þýfi. Piltamir, sem eru 15 og 19 ára, voru vistaðir í fanga- geymslu. Skömmu síðar var tilkynnt um mann vera að bijótast inn í bif- reið á Bergþórugötu. Hann var handtekinn og reyndist þar vera um að ræða einn af þessum ungu at- hafnamönnum á afbrotasviðinu. 441 innbrot á fjórum mánuðum AIls eni skráð 24 innbrot um helgina. Á fyrstu íjórum mánuðum ársins voru skráð 441 innbrot á starfssvæði lögreglunnar í Reykja- vík. Það er svipaður íjöldi og á sama tímabili árið 1992, en þá voru þau 477 talsins. Telja má víst að tiltölu- lega fáir einstaklingar eigi þátt í hlutfailslega stórum hluta innbrot- anna. Það á því að vera krafa al- mennings engu síður en lögreglunn- ar að hlutaðeigandi aðiiar, barna- verndaryfirvöld og ráðamenn réttar- kerfisins, noti þau ráð, sem dugað geta til þess að koma í veg fyrir margendurtekin afbrot þessara ein- staklinga. Það er kominn_ tími til þess að vakna af dvala. Á tímum fijálsræðis má ekki gleyma að sam- hliða réttindum einstaklinganna hafa þeir og ákveðnum skyldum að gegna. Kærkomin hvíld Aðfaranótt hvítasunnudags sást varla hræða í miðborginni, enda veitingastaðir lokaðir. Kærkomin hvíld fyrir lögreglumenn. Þá var einnig rólegt að öðru leyti annars staðar. Eitthvað var um útköll í heimahús vegna ölvunar fólks, en þau voru ekki fleiri en gerist og gengur um venjulega helgi. Snemma á sunnudagsmorgun var sent að húsi við Barónsstíg vegna hávaða utan dyra. Lögreglan er vön því að fá kvartanir vegna hávaða utan dyra sem innan, en þá er venju- lega um að ræða athafnir ölvaðs fólks sem söng, ólæti eða gleðskap. í þessu tilviki ofbauð nálægum íbú- um að heyra þar óhljóð frá ástarleik tveggja karlmanna í einum garðin- um. „Leiknum" var lokið þegar lög- regluna bar að og höfðu mennirnir sig á brott án vandkvæða. Tíu eigendur söluturna, mynd- bandaleiga og matvörubúða reyndu að hafa opnar verslanir sínar á hvíta- sunnudag. Þeim var lokað jöfnum höndum, enda óheimilt að hafa opið samkvæmt samþykkt um af- greiðslutíma verslana og helgidaga- löggjöfinni. Með brot þeirra verður farið að hætti opinberra mála. Umferð í nágrenni borgarinnar var nokkur á laugardag, hvítasunnu- dag og á annan í hvítasunnu, en þó ekki meiri en gerist og gengur um venjulega góðviðrishelgi að sumar- lagi. Skráð eru tvö umferðarslys um helgina. Hið fyrra var um miðjan dag á föstudag. Þá voru ökumaður og farþegi fluttir á siysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Grensásvegar og Fellsmúla. Hið síðara var aðfaranótt laugar- dags þegar drengur varð fyrir bif- reið á Réttarholtsvegi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stúdentarnir 13 sem útskrifaðir voru frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum. Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum slitið Vestmannaeyjum. Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið 22. maí. 247 nem- endur stunduðu nám við skólann í vetur og voru 13 stúdentar útskri- faðir við skólaslitin. Aldrei áður í sögu skólans hafa jafn margir nemendur stundað nám við hann og í vetur. Flestir stund- uðu nám á uppeldis- og félagsfræði- braut, 70 talsins, en 55 voru á nátt- úrufræðibraut og 40 nemendur á iðnbraut. í vetur var í fyrsta skipti starfrækt námsbraut fýrir þroska- hefta, nefnd starfsbraut, og stund- uðu 5 nemendur nám á henni. Fyrir- hugað er að framhald verði á rekstri starfsbrautarinnar á næsta vetri. Á skólaslitunum voru í fyrsta skipti útskrifaðir nemendur í meist- aranámi rafvirkja, en nám þeirra hefur staðið í þijár annir og voru 10 rafvirkjameistarar útskrifaðir. Tveir nemendur voru útskrifaðir af 2. stigi vélstjórnarbrautar en um áramótin útskrifaði skólinn nokkra vélaverði. 13 stúdentar voru útskrifaðir frá skólanum, 5 af náttúrufræðibraut, 7 af félagsfræðibraut og 1 af hag- fræðibraut, og hefur skólinn þá útskrifað tæplega 200 stúdenta frá því þeir fyrstu voru útskrifaðir árið 1984. Á skólaslitunum voru ýmsar viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. Viðurkenningar fyrir góðan árangur á stúdentsprófi hlutu Binna Hlöðversdóttir, fyrir íslensku, Sigrún Logadóttir, fyrir stærðfræði, Rakel Sigurðardóttir, fyrir góðan námsárangur. Þá hlaut Oðinn Steinsson sérstaka viður- kenningu yrir störf að félagsmálum við skólann. Aðrar viðurkenningar hlutu Birgir Hrafn Hafsteinsson, fyrir góðan árangur í dönsku og Sara Margrét Ólafsdóttir og íris Páls- dóttir, fyrir árangur í þýsku. Véi- stjórafélag Vestmannaeyja verð- launar þann nemanda sem bestum árangri nær í vélfræðigreinum á 2. stigi vélstjórnarbrautar. Þá viður- kenningu hlaut Hjalti Jóhannesson, en Jens Jóhann Bogason hlaut við- urkenningu frá Þórarni Sigurðsa- syni, rafvirkjameistara, fyrir bestan árangur í rafmagnsfræðigreinum á vélstjórnarprófi 2. stigs. Kennarar við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum voru 20 í vetur þar af 15 í fullu starfi. Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.