Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 60
Gæfan fylgi þér í umferðinni sjóváQ^lmennar MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK Sím 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUKEYÍÍl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Forsætisráðherra um þorskkvóta næsta fiskveiðiárs Leiða leitað til aðlög- unar sjávarútvegsins DAVÍÐ Oddsson forsætísráðherra lagði tíl í ríkisstjórninni í Óhjákvæmileg aðlögun gær að stofnaður verði starfshópur ríkisstjómarinnar, stjóra- arandstöðunnar og aðila vinnumarkaðarins tíl að reyna að ná samstöðu um leiðir til að laga stöðu sjávarútvegsins í kjöl- far væntanlegra ákvarðana um aflamark þorskveiða. Er gert ráð fyrir því að þessi vinna fari fram samhliða undirbúningi sjávarútvegsráðuneytisins að tillögu um kvóta næsta fiskveiði- árs og að niðurstöðurnar liggi fyrir ekki síðar en hálfum mánuði eftir að þær koma fram. Vegna þess hve fáir ráðherrar voru á ríkisstjórnarfundinum í gær var afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar. Davíð leggur til að starfshópurinn verði tíu manna, þar verði fulltrúar sjávarútvegsráð- herra, fjármálaráðherra, utanríkis- ráðherra og félagsmálasráðherra, auk fulltrúa forsætisráðherra sem yrði formaður hópsins. Jafnframt verði óskað eftir til- nefningu fulltrúa frá þingflokkum stjórnarandstöðunnar, Alþýðusam- bandi íslapds og Vinnuveitenda- sambandi íslands. „Við höfum skorið niður þorsk- aflann, fyrst í 260 þúsund tonn og síðan í 205 þúsund tonn og núna er gert ráð fyrir enn meiri niður- skurði. Þá verðum við komnir niður í það allra minnsta sem hefur veiðst hér á íslandsmiðum. Fyrri niður- skurður hefur haft mjög erfiðar afleiðingar fyrir stöðu sjávarút- vegsins og reyndar þjóðfélagsins í heild og því er eðlilegt að um leið og við tökum enn meiri dýfu hugsi menn fyrir því hvort hægt sé að ná sæmilegri sátt um óhjákvæmi- lega aðlögun sjávarútvegsins og þjóðarbúsins að þessum ákvörðun- um,“ sagði Davíð. Morgunblaðið/Þorkell Toppur í tómataframleiðslu ÞAÐ VAR í nógu að snúast hjá starfsfólki Sölufé- lags garðyrkjumanna í gær þegar tómatarnir streymdu þangað frá framleiðendum, en framboð á íslenskum tómötum er í hámarki þessa viku. Á myndinni sést Sif Sigfúsdóttir starfsmaður hjá sölufélaginu við nokkra tómatakassa. Helmingslækk- un á tómötum FRAMBOÐ á íslenskum tómötum hefur auk- ist verulega síðustu daga og að sögn Kolbeins Ágústssonar sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna hefur heildsöluverð nú lækkað um helming, eða úr 395 kr. í 189 kr. kílóið. Hann sagði mjög góð skilyrði hafa verið tíl tómataræktunar upp á síðkastið, bæði bjart- viðri og hití í gróðurhúsum. Kolbeinn sagði að framboð á tómötum yrði væntan- lega mikið út þessa viku. Síðan mætti búast við því að verðið hækkaði á nýjan leik í kjölfar minnkandi framboðs, en reikna mætti með nýjum toppi í fram- leiðslunni um næstu mánaðamót. Gúrkuframleiðsla er í algjöru lágmarki þessa dag- ana, en bændur eru að skipta út plöntum hjá sér um þessar mundir. Heildsöluverðið á gúrkum er nú 179 kr. kflóið, en það var komið vel niður fyrir 100 kr. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Aldrei sjóveikur Vestmannaeyjum. SJÓMANNSSYNIR fá stundum að fara í róður með pabba ef gott er veður. Örlygur Helgi Grímsson, tæplega 12 ára Eyjapeyi, fékk að fara í humarróður um helgina með pabba sínum, Grími Magnússyni, vél- stjóra á Sleipni VE. Hann sagðist ekkert vera sjóveikur og var mætt- ur upp á dekk til að hjálpa strákunum að taka trollið, þegar Morgun- blaðið renndi að Sleipni VE, sem var að hífa á Leddinni, austur af Eyjum. Um leið og búið var að taka fyrsta pokann var Örlygur byijað- ur að slíta humar og tína fiskinn frá og sagði Björgvin Siguijónsson, skipstjóri, að peyinn væri þrælduglegur. „Hann stóð með okkur að slíta til þijú í nótt og var kominn upp þegar híft var eldsnemma í morgun. Hann mátti ekki einu sinni vera að því að fá sér morgunmat, því áhuginn var svo mikill að koma sér að verki,“ sagði Björgvin. Grímur 0 Islenskir markaðir fá 90% ís- fiskaflans MIKLAR breytingar hafa orðið á sölu á innlendum og erlendum fiskmörkuðum síðan þeir inn- lendu hófu starfsemi sína. Arið 1987 var samanlögð sala á ís- lenzkum fiski á íslenzkum og brezkum mörkuðum 53.822 tonn og hlutur Breta nærri 60%. Síðan hafa íslenzku fiskmarkaðimir sótt ört á og það sem af er þessu ári nemur sala á þessum mörkuð- um 46.093 tonnum og er hlutur íslenzkra markaða orðinn nærri 90%. Þessar breytingar eiga sér eflaust margar skýringar, en ólík- legt er að þessi þróun hefði átt sér ’ stað hefðu íslenzku markaðimir ekki komið til. Líklegra er að með áframhaldandi lágmarksverði, hefði þróunin orðið þveröfug. Fyrst í stað var munurinn á verði milli landanna Islandi afar óhagstæður. Þessi munur hefur sífellt minnkað og hefur I raun verið íslandi í hag síð- ustu mánuði. Sjá nánar í Úr verinu bls. B6. Litlir möguleikar til framhaldsnáms erlendis í heimilislækningum Læknar verða sjálfir að borga háan námskostnað Hér er að skapast neyðarástand, segir í bréfi tveggja sérfræðinga til ráðherra MIKLIR erfiðleikar eru nú á því fyrir unga lækna að komast í framhaldsnám erlendis í ákveðnum greinum. Að sögn Engilberts Sigurðssonar, formanns Félags ungra lækna, er ástandið verst fyrir þá sem hyggjast stunda nám í heimilislækningum. Ungir læknar hafa einkum sótt tíl Svíþjóðar og Kanada til náms í heimilislækningum en nú er svo komið að slíkt er nær ógjörningur eins og sakir standa. Þurfa læknar í sumum tilvikum sjálfir að standa und- ir námskostnaði en hingað tíl hefur framhaldsmenntun lækna farið fram erlendis á kostnað annarra þjóða. „Hér á íslandi höfum við ekki gert okkur nógu vel grein fyrir að við höfum fengið okkar lækna menntaða erlendis ókeypis og ekki þurft að kosta neinu til framhaldsmenntunar þeirra hér á landi. Nú er þetta að breytast," segir Engilbert en hann telur að þróunin geti orðið sú að íslenska ríkið þurfí að fjármagna fram- haldsmenntunina ef takast eigi að koma ís- lenskum læknum til náms í heimilislækningum. Ráðuneyti semji við erlenda háskóla Nýlega vöktu Jóhann Ágúst Sigurðsson pró- fessor og Lúðvík Ólafsson lektor og fulltrúi í framhaldsmenntunarráði læknadeildar Há- skóla íslands athygli á þessu vandamáli í bréfi sem m.a. var sent til heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Þar segir að útskrifaðir læknar hafi eins og sakir standa mjög takmark- aðan aðgang að framhaldsnámi í heimilislækn- ingum erlendis. Hér sé því að skapast neyðar- ástand, þar eð íslendingum sé mjög mikilvægt að fá sérmenntað fólk til starfa eins og gerist í öðrum löndum. Telja þeir brýna nauðsyn á að koma á framhaldsnámi a.m.k. að hluta hér á landi sem fyrst og nauðsynlegt sé að ráðu- neyti eða háskólayfirvöld geri samninga við erlenda háskóla sem tryggi framhaldsnám ákveðins fjölda lækna þar sem námstíminn er eitt til fimm ár eftir atvikum. Benda þeir á í bréfinu að aðgangur útlend- inga sé takmarkaður í flestum framhaldsnáms- stöðum í Kanada. Nú sé íslenskum læknum boðið að njóta sömu kjara og læknum frá Kúveit, en þeir þurfa að greiða umtalsverðan námskostnað í Kanada. Þar eð slíkt sé flestum ókleift hafi verið óskað eftir styrkjum frá Kellogg’s sjóðnum en þeirri beiðni var hafnað. í Svíþjóð hafa m.a. breytingar á ráðningarfyrir- komulagi lækna leitt til þess að yfirlæknar og framkvæmdastjórar námsbrauta halda að sér höndum og hafa ekki ráðið íslendinga til starfa í framhaldsnám eins og áður. í bréfinu benda Jóhann og Lúðvík ennfremur á að aðstaða til framhaldsnáms í heimilislækningum hér á landi sé óviðunandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.