Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 VEÐUR Samkeppnisráð um kvörtun VISA vegna Félags ferðaskrifstofa og Flugleiða Samningar kortafyrirtækjanna við ferðaskrifstofur ólöglegur SAMKEPPNISRÁÐ hefur fellt þann úrskurð, vegna kæru VISA Islands, að samráð ferðaskrifstofa um verð og afslætti í samning- um þeirra við greiðslukortafyrirtækin brjóti í bága við ákvæði samkeppnislaga. Jafnframt telur ráðið að það brjóti í bága við lögin að Félag íslenskra ferðaskrifstofa (FIF) geri samræmdan samning um og verð og afslætti fyrir hönd þeirra sem aðild eiga að félaginu. FIF hefur nú gert drög að nýjum samningi við Kred- itkort hf. (Eurocard) þar sem hin ólöglegu ákvæði eru felld nið- ur. Opið er fyrir greiðslukortafyrirtækin að gera samninga um verð og afslætti við hverja einstaka ferðaskrifstofu. VISA ísland kærði meint brot Félags íslenskra ferðaskrifstofa og Flugleiða hf. á samkeppnislögum til Samkeppnisstofnunar, en kvörtunin laut að samráði ferðaskrifstofa um innheimtu forfallagjalds í pakkaferð- um og samráði um afslætti til hand- hafa Atlas-korta og Gullkorta Euroc- ard. Að lokinni athugun málsins komst Samkeppnisstofnun að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir að forfallagjald sé hið sama hjá öllum ferðaskrifstof- um og skilmálar vegna þess hinir sömu þá hafi ekki verið sýnt fram á að ferðaskrifstofumar hafi haft með sér samráð um gjaldtökuna. í rökstuðningi fyrir úrskurði sam- keppnisráðs kemur fram að árið 1989 var stofnaður Farkiúbbur Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa í tengslum við samstarf ferðaskrifstofa og Visa. Formlegur samningur var gerður um farklúbbinn og voru allar ferðaskrif- stofur innan FÍF aðilar að honum. Meðlimir klúbbsins voru handhafar Farkorta og gullkorta hjá Visa og nutu þeir ýmissa foorréttinda, svo sem afslátta, m.a. hjá þeim ferða- skrifstofum sem aðilar gerðust að samningnum. Snemma árs 1992 var undirritaður nýr samningur á milli Visa og FÍF svipaður þeim fyrri, en Visa rifti þó samningnum áður en hann tók gildi. Gekk FIF þá til samn- inga við Kreditkort hf. og náðist samkomulag í apríl 1992 um ferða- kort sem er efnislega mjög svipað fyrri samningum FÍF við Visa. Flug- leiðir hf. gerðust aðili að samkomu- laginu. Heimilt að semja beint Fyrri samningur FÍF við Visa og sá sem nú hefur verið gerður við Kreditkort hf. fela í sér afslætti, og hefur samkeppnisráð fellt þann úr- skurð að samráð ferðaskrifstofa um verð og afslætti í samningum þeirra við greiðslukortafyrirtæki bijóti í bága við samkeppnislögin. Jafnframt telur ráðið að það bijóti í bága við lögin að að Félag íslenskra ferða- skrifstofa geri samræmdan samning urri verð og afslætti fyrir hönd þeirra sem aðild eiga að félaginu. Hins veg- ar telur samkeppnisráð að drög að samstarfssamningi um starfsemi Atlas-klúbbsins sem fyrir ráðið hafa verió lögð og Kreditkort hf. og Félag íslenskra ferðaskrifstofa hafa gert bijóti ekki í bága við ákvæði sam- keppnislaga, en forráðamenn Euroc- ard hafa tekið ákvörðun um að semja beint við einstakar ferðaskrifstofur og Flugleiðir um áframhaldandi fríð- indi til handhafa Atlas- og gullkorta Eurocard. Einnig er opið fyrir Visa að leita eftir slíkum samningum. Vegna ákvæðis í drögunum um samráð samningsaðila um kynning- arstarfsemi á vegum klúbbsins tekur samkeppnisráð fram í úrskurði sínum að FÍF sé óheimilt að standa að aug- lýsingum eða annarri kynningar- starfsemi um samræmt verð og af- slætti fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna. Tíu ára afmæli Spaugstofunnar „Gleði- kokteilF4 í Borgar- leikhúsinu SPAUGSTOFAN ætlar að halda upp á 10 ára afinæli sitt með jafn mörgum kabarettsýn- ingum í Borgarleikhúsinu upp- úr miðjum ágúst. Örn Árnason segir að hugmyndin sé að setja saman „gleðikokteil" fyrir allá fjölskylduna. Eitt atriði í sýn- ingunni verður bein útsending sakamálaleikrits í útvarpi. Örn sagði að spaugstofumenn væru nú í óða önn að setja dag- skrána saman og yrði hún með fjölbreyttum hætti. Yrði eflaust deilt á samtímamenn og málefni og ekki væri ólíklegt að einhveij- SS af þekktum sjónvarpspersón- um Spaugstofunnar létu sjá sig á sviðinu. Morgunblaðið/Kristinn Æft fyrir mótið UNDIRBÚNINGUR er nú í hámarki fyrir mót í götukörfubolta. Hátt í 1.000 manns hafa skráð sig til keppni í mótinu en það fer fram á morgun. Mikil þátttaka í móti í götukörfubolta • • V V ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veflurslofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 f gær) i i i i i i i VEÐURHORFUR í DAG, 2. JÚNÍ YFIRLIT: Um 500 km suðsuðvestur af landinu er 988 mb laegð sem þokast norður og síðar austur. Milli fslands og Noregs er 1025 mb hæðarhryggur sem þokast austnorðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vesturdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPA: Austlæg átt, sumstaðar hvassviðri norðan til en hægari um land- ið sunnanvert. Norðan til verður rigning fram eftir degi, en um landið sunnanvert verða skúrir. Undir kvöld dregur úr vindi norðanlands og þá verða skúrir um allt land. Hiti verður á bilinu 6-14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A LAUGARDAG: Suðvestan kaldi og skúrir um sunnanvert landið, en hæg suðaustlæg átt og þurrt að mestu nyrðra. Hiti 4 til 10 stig. HORFUR A SUNNUDAG: Suðaustan kaldi eða stinningskaldi og rigning um sunnanvert landið, en þurrt að mestu norðan- og norðvestan lands. Hiti 5 til 11 stig. HORFUR Á MANUDAG: Hæg breytileg eða vestlæg átt og skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og víða léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 12 stig. Nýir veðurfregnatimar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. T Heiðskírt / / / / / / / / Rigning -á & m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * / * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heilfjöðurer2vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEG UM: T ' —.......... ..... (Kl. 17.30 í gær) Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins. Fært er fyrir létta Píla um Dynjándis- og Hrafnseyrarheiðar og á Botns- og Breiðadalsheiði á Vestfjörðum. Fólksbílafært um Lágheiði á Norðuriandi. Á Norðaustur- landi er ófært um Öxarfjarðarheiði og Hólssand, ágæt færð um Möðru- dalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi er fært um Breiðdals- heiði, Vatnsskarö eystra og Hellisheiði eystri. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæöingum eru víða hafnar og eru vegfarendur beðnir að virða hraðatakmarkanir sem settar eru vegna hættu á grjótkasti. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegageröin. MIKIL sókn hefur verið í þátttöku í móti í svokölluðum götukörfu- bolta. Nú er svo komið að ekki er lengur tekið við nýjum liðum, sem vilja skrá sig. Mótið fer fram á malbikinu við hliðina á gervi- grasinu í Laugardal á laugardag og taka hátt í 1.000 manns þátt í mótinu í 232 liðum. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tima Akureyri Reykjavik * hiti 10 9 voöur léttskýjað skýjað Bergen 14 léttskýjað Helsinki 13 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarssuaq S skýjað Nuuk -1 þokaígrennd Osló 17 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 23 skýjað Amsterdam 16 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 19 rigning Chicago lOsúldóaíð.klst. Feneyjar 16 skúr Frankfurt 21 skýjað Glasgow 14 mistur Hamborg 14 alskýjað London 16 skýjað Los Angeles 17 skýjað Lúxemborg 17 Skýjað Madríd 25 skýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Montreal 12 háifskýjað NewYork 17 alskýjað Orlando 23 þokumoða Paris 18 rignlng Madeira 21 skýjað Róm 24 léttskýjað Vín 20 skúrir Washington 14 súld Winnipeg 5 skýjað Götukörfubolti fer þannig fram að fjórir eru í hveiju liði en aðeins þrír leika í einu. Notuð er ein karfa og það lið sigrar, sem fyrr gerir 30 stig eða er yfir eftir 15 mínútur. „Götuk- örfubolti breiðist hratt út og er keppt í Bandaríkjunum og Evrópu á 300 stöðum í sumar,“ sagði Olafur B. Schram, framkvæmdastjóri Adidas- umboðsins en öll götukörfuboltamót eru á vegum þess vörumerkis að sögn Ólafs. Engir dómarar „Það er enginn rekinn út af, það eru engar villur og engir dómarar. Vallarstjórar geta þó gefíð viðvörun og vísað keppendum og liðum úr keppni ef tilefni er til. En þetta er bara leikur,“ sagði Ólafur. Þetta er útsláttarkeppni fyrir utan það að lið eru ekki úr keppni þótt þau tápi fyrsta leik sínum. Liðunum er skipt í flokka eftir aldri elsta keppanda í hveiju liði. Flokkamir eru fjórir hjá körlum: 12 ára og yngri, 13 til 15 ára, 16 tii 20 ára og 21 árs og eldri. Einn flokk- ur er hjá konum enda taka aðeins 16 kvennalið þátt. Hvert lið keppir svo eingöngu við lið innan síns ald- ursflokks. Flestir keppendur eru und- ir 20 ára aldri að sögn Ólafs. Fjórtán vellir verða notaðir í und- ankeppninni en auk þess verður einn stærri völlur með áhorfendapöllum í kring notaður í úrslitaieikina. Körf- umar, sem eru notaðar, eru frá Þýskalandi og er hægt að hækka þær og lækka eftir því um hvaða aldurs- hóp er að ræða. . ♦ ♦ ♦ Stórlaxar » í Norðurá VEIÐIMENN á Munaðarnes- svæðinu neðan aðalsvæðisins í Norðurá drógu þijá stórlaxa á klukkustund í gærmorgun, misstu þann Qórða og sáu fleiri fiska, sem allir vorú stórir. „Þetta var vægast sagt óvænt eft- ir rólegheitin héma síðustu daga, en að sama skapi gleðilegt og skemmti- legt,“ sagði Sverrir Kristinsson, einn veiðimannanna á Munaðarnessvæð- inu. Laxamir voru 13,5, 12 og 11 punda og sá sem slapp var álíka stór. „Við sáum nokkra til viðbótar, þar af tvo hörkunagla, svona 14 til 15 punda físka,“ bætti Sverrir við. Þessi veiði er til marks um að vatnshitinn hefur farið hlýnandi. í Þverá var enn rólegt um hádeg- isbilið í gær. Enginn lax hafði veiðst | um morguninn, en kvöldið áður hafði Jón Ingvarsson dregið lax númer tvö úr ánni. Var það 11 punda lax sem tók Þingeying, túbuflugu, í Klappar- fljóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.