Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 7 Ríkisendurskoðun 238 sjóðir lagðir niður á síðasta ári Á SÍÐASTA ári voru lagðir niður 238 sjóðir sem Ríkisendurskoðun heldur skrá yfir. Samkvæmt árs- skýrslu Ríkisendurskoðunar bættust 17 nýir sjóðir við á árinu 1992, og um síðustu áramót voru 756 sjóðir á skrá hjá Ríkisendur- skoðun. Samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá heldur Rík- isendurskoðun skrá yfir heildartekj- ur svo og eignir og skuldir allra skráðra sjóða og stofnana ásamt athugasemdum við framlagða reikninga þeirra. í samræmi við lögin hefur Ríkisendurskoðun í samvinnu við dómsmálaráðuneytið unnið markvisst að því á síðastliðn- um tveimur árum að leggja niður sjóði sem áttu óverulegar eignir, þ.e. 50 þúsund krónur eða minna, eða sameina þá öðrum sjóðum með svipuð markmið. -----»■■■♦--♦- Eimskip Skipaskipti í strand- siglingum GÁMASKIPIÐ Helga hefur feng- ið nafnið Múlafoss og hafið strandsiglingar fyrir Eimskip. Fyrirtækið hefur haft skipið á leigu til Ameríkusiglinga en nú hefur verið gengið frá leigu þess til strandsiglinga. Skipinu hefur verið gefið nafnið Múlafoss og kem- ur í stað leiguskipsins Esperanza. Mun Esperanza framvegis sinna Ameríkusiglingum í stað Helgu. Esperanza er systurskip Helgu og var í nokkur ár í þurrleigu hjá Eim- skip undir nafninu Mánafoss. Múlafoss hefur þegar hafið hringferð austur um landið. Skipið ber 258 gámaeiningar. rr 7V1 Dl GONGUSKOR ISLANDStærðir 40-47. Verft kr. 14.470,- ISLANDLADYStærðir 36-41. Verö kr. 14.190,- únúF\ bsd GLÆSIBÆ, SÍMI812922 LA PR1M4VERA1 L RISTORANTE V-..... HOS VERSLUNARINNARX KRINGLAN 7X SlMI 67 85 55 Opið alla daga nema sunnudaga og mánudaga Æft fyrir heilsuhlaup Krahbameinsfélagsins Árlegt heilsuhlaup Krabbameinsfé- lagsins verður haldið næstkomandi laugardag, 5. júní. „Markmiðið er að fá sem flesta til að hreyfa sig og eiga ánægjulega stund með félaginu," sagði Ólafur Þorsteinsson hjá Krabba- meinsfélaginu. í Reykjavík verður lagt upp frá skautasvellinu í Laugar- dal og endað þar líka. Einnig verður hlaupið i Grímsey, á Egilsstöðum og á Höfn í Homafírði. Lagt verður af stað kl. 12 á hádegi og hlaupnir 2 km, 4 km eða 10 km. I fyrra hlupu um 1.500 manns á landinu öllu og er ekki búist við minni þátttöku í ár. Morgunblaðið/Þorkell Nú verður rjóminn af því besta í ítalskri matargerðarlist borinn á borð íslendinga! La Primavera-musteri Ítalskrar matargerðar- opnar i dag ^ ♦ * ^ / UMBRIA *\ TOSCAl4^ í ítalskri matargerðarlist fyrirfinnst margt annað og meira en einungis pizzur. Ljúffengt pasta með margvíslegustu sósum, kálfakjöt og carpaccio eru dæmi um flóruna í matargerð Itala. Víðs vegar um heiminn eru ítalskir veitingastaðir meðal þeirra bestu og vinsælustu. I dag geta íslendingar fagnað, því nú hefur verið opnaður veitingastaður í Reykjavík sem leggur metnað sinn í að bjóða aðeins það besta í ítalskri matargerð. Ný vídd er nú komin inn á kort sælkera sem þrá gæði og nýjungar án þess að buddan beri skarðan hlut frá borði. Þú attir aðpanta borð strax til að geta notið gaðanna sem jýrst!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.