Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 11
' MÖRGUNBLAB'IÐ' FÖáTUDACÍIÍR 41.' ‘JÚNÍ > ‘1993 11 Morgunblaðið/Bjami Æfing fyrir Listahátíð í Hafnarfirði Á SETNINGARHÁTÍÐ Listahátíðar í Hafnarfirði í kvöld eru flytjendur Sinfóníuhljómsveit íslands, hafnfirskir kórar og Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona. Listahátíð í Hafnarfirði opnuð með tónleikum Nýsköpun o g fnimkvæði listamannanna sjálfra LISTAHÁTÍÐ í Hafnarfirði hefst með tónleikum í Iþrótta- húsinu í Kaplakrika í kvöld kl. 20.30. Sinfóníuhljómsveit Islands og hafnfirskir kórar flytja Gloriu eftir Poulenc og Sinfóníu nr. 1 eftir Brahms. Einsöngvari er Sigrún Hjálm- týsdóttir, stjórnandi Petri Sakari. Listahátíð í Hafnarfirði stendur til 30. júní. Höfuðáhersla hefur að þessu sinni verið lögð á tónlist og er boðið upp á fjölda tónleika með innlendu og erlendu tónlistar- fólki. Sverrir Ólafsson, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að síðast hefði verið lögð mikil áhersla á mynd- list. Nú væri það tónlistin, en yrði að líkindum aftur myndlist 1995. Áherslur breyttust þannig milli hátíða. Hann sagði að undirbún- ingur næstu listahátíðar væri þeg- ar hafinn, enda þyrfti langan að- draganda að slíkum hátíðum. Sverrir sagðist telja það mikil- vægt að eitthvað nýtt yrði til í hvert skipti sem listahátíð væri haldin. Tækifæri þyrftu að gefast til nýsköpunar. Hátíðin kostaði gerð nýrrar tónlistar, ieikrita og dansverka í þeim tilgangi. „Við erum að reyna að forðast miðstýr- ingu sem okkur finnst aðrar lista- hátíðir hafa brennt sig á,“ sagði Sverrir. „Hafnarfjarðarmódelið er að listamennirnir hafi frumkvæði sjálfir, stjórni og beri ábyrgð á því sem fram fer, en fjárhagslegur stuðningur komi frá bæjaryfir- völdum.“ Hann var inntur eftir skýringu UM HELGINA Myndlist Árni Ingólfsson í Nýlistasafninu Árni Ingólfsson opnar sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu á Vatnsstíg á morgun, laugardaginn 5. júní, kl. 16. Ámi hefur haldið einkasýningar hér og að heiman allt frá árinu 1976, og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Sýningin nú samanstendur af ólíkum efnisheild- um og er í öllum söium safnsins. Hún stendur til 20. júní. Síðasta sýningarhelgi „Arktika“ „Arktika“-sýningunni lýkur sunnudagskvöldið 6. júní í sýningar- sal MÍR, Vatnsstíg 10. Á sýningunni eru verk þeirra Katrínar Þorvalds- dóttur og Álexöndru Kjuregej; Katrín sýnir brúður, strengjabrúður og grímur en Kjuregej sýnir mundsaum, „aplíkeruð" verk. Að sýningunni á Vatnsstígnum lokinni verða verkin ' send á fjölþjóðlega myndlistarsýn- ingu listamanna frá norðlægum slóð- um, sem haldin verður seinni partinn í júní í borginni Jakútsk í Áustur- Síberíu. Sýningin, sem ber heitið „Arktika", er liður í listahátíð sem menningarmálaráðuneyti Sakha (Jakútíu), eins af lýðveldum Sam- bandslýðveldisins Rússlands, efnir til með þátttöku listamanna frá mörg- um norðlægum löndum. Sex íslend- ingar taka þátt í listahátíðinni, með- al þeirra listakonurnar Alexandra Kjuregej, sem er ættuð frá Jakútíu, og Katrín Þorvaldsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Barnakór Grensáskirkju. Gylfi Ægisson í Fjör- unni Gylfl Ægisson heldur málverka- sýningu í Fjörunni, Hafnarfirði, á morgun, laugardag, og á sunnudag, þ.e. aðeins þessa tvo daga. Á sýning- unni verða 20 málverk, og sýna flest þeirra seglskip frá fyrri tímum. Tónlist Álafosskórinn í söng- för Álafosskórinn úr Mosfellsbæ verð- ur á tónleikaferð um Norðurland dagana 4. til 6. júní. í kvöld kl. 21 syngur hann í Stóru-Tjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, á morgun, laugar- dag, í Dalvíkurkirkju kl. 16 og í Freyjuvangi í Eyjafirði kl. 21. Efnis- skrá kórsins er fjölbreytt. Stjórnandi kórsins er Helgi R: Einarsson og undirleik annast Hrönn Helgadóttir á píanó og Kristjana Helgadóttir á þverflautu. Barnakór Grensás- kirkju á tónleikum Barnakór Grensáskirkju heldur sína fyrstu sjálfstæðu tónleika nk. þriðjudagskvöld, 8. júní, í Laugarnes- kirkju. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir, en hún hefur stjórnað kórnum í þau þijú ár sem hann hef- ur starfað. I kórnum eru 38 börn á aldrinum 8-14 ára og hafa þau flest verið með frá byijun. Á efnisskránni eru iög trúarlegs eðlis, þjóðlög, ne- grasálmar, lög úr söngleikjum o.fl. Undirleik annast þeir Ronald V. Turner, organisti Laugarneskirkju, og Óskar Einarsson píanóleikari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Norræna húsið Vatnslitamyndir frá N orðurlöndunum SÝNING á vatnslitamyndum eftir 27 myndlistarmenn frá 5 Norðurlöndum verður opnuð á morgun, laugardaginn 5. júní, í sýningarsölum og anddyri Norræna hússins. Hún stendur til 27. júní. Þetta er farandsýning sem „Nordiska akvarellsállskap- et“ stendur að ásamt Listasafni Gautaborgar, en samtökin voru stofnuð árið 1989 af listamönnum og áhugamönnum sem vilja efla áhuga almennings og stofnana á þessari gerð mynd- listar. Þetta er fyrsta sýningin sem þessi samtök standa að. í samtökunum eru nú um 1.000 meðlimir, skólaðir myndlistarmenn og sjálfmenntaðir sem fást annars vegar eingöngu við gerð vatnslita- mynda og hafa hins vegar sér- stakan áhuga á þessari listgrein. Sýningin á vatnslitamyndunum nú er hluti af því átaki. Fimm til sex listamenn voru valdir frá hveiju Norðurlanda sem „sýna þannig á mismunandi hátt hvernig nota má vatnslitatæknina — tuttugu og sjö aðferðir ef mönnum sýnist svo — til sköpunar. Við lærum af þessu að þema og inntak verkanna þróar tæknina og getur af sér frumlega meðhöndlun þeirra,“ segir i kynn- ingarbæklingi um sýninguna. á stórum hlut Suður-Ameríku á hátíðinni, sérstaklega Mexíkó. Hann sagðist sjálfur hafa unnið mikið með listamönnum í Mexíkó og góð tengsl hefðu myndast af þeim ástæðum. „Þessi menningar- heimur hefur verið lokaður, við höfum kynnst honum nær ein- göngu gegnum Evrópu og Banda- ríkin, en þama eru merkilegir hlut- ir að gerast,“ bætti Sverrir við. Sverrir Olafsson benti að lokum á að sumir þeirra sem tækju þátt í Listahátíð í Hafnarfirði væru ekki algengir gestir við slík tæki- færi og ekki auðvelt að fá þá til að koma. Hann nefndi í því sam- bandi hinn heimskunna franska listsagnfræðing Pierre Restany og einnig þýska framúrstefnulista- manninn Mario Reis. J. H. eSU 09 betri bí/asa/a „ . /bílasala garðars] Nóatúni 2, sími 619 615 Opið 10-22 virka daga 10-17 laugard. og 13.30-17 sunnud. Toyota Touring GLI, '91, blár, ek. 60 þ. V: 1.290 þ. VW Vento GL, '93, vínrauður, ek. 10■ þ. V: 1.330 þ. Dodge Dakota Club Sport, '91, svartur, 35" dekk, 4/10 hlutföll o.fl. o.fl., ek. 14 þ. MMC L200 D, CAB, '91, rauður, ek. 29 þ. Ýmis hjól á staðnum Vantar bíla á staðinn Stór sýningarsalur Sýningarstaðir farandsýningar- innar' eru auk Norræna hússins, Gallerí F15 í Moss í Noregi, Nikolaj í Kaupmannahöfn og Österbotten- safnið í Vasa, Finnlandi. Þú svalar lestrarþörf dagsins sjöum Moggans! Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími B71800 Opið sunnudaga kl. 13 - 18. MMC Pajero turbo diesel ’85, silfurgrár, vél og kassi nýyfirfarið, 5 g. V. 790 þús. Nissan Patrol háþekja diesel ’86, hvítur, 5 g., ek. 170 þ., 6T spil o.fl. gott eintak. V. 1.550 þús. Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '87, blár, 5 g., ek. 100 þ., rafm., í rúðum, sóllúga o.fl. V. 590 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback GTi '88, svartur, 5 g., ek. 103 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 730 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade Sedan SG '90, blár, 5 g., ek. 35 þ., aflstýri o.fl. V. 690 þús. stgr. Toyota Hilux Douple Cap diesel '91, vsk- bíll, blásans, 5 g., ek. 39 þ., álfelgur o.fl. V. 1690 þús., sk. á ód. Fjöldi bifreiða af öllum árgerðum á skrá og á sýningarsvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi. Honda Civic DL ’87, rauður, sjálfsk., ek. 78 þ. Fallegur bíll. V. 430 þús. stgr. Buick Electra Park Avenue '85, sjálfsk.. m/öllu, ek. 160 þ. Óvenju gott eintak. V. 950 þ. Suzuki Swift Gl ’88, 3ja dyra, 5 g., ek. 64 þ. V. 395 þús. Góður bill. MMC Colt GLXi '91, 5 g., ek. 34 þ. V. 980 þús., sk. á ód. Honda Civic GLi ’90, 5 g., ek. 42 þ. V. 850 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Sedan '87, 5 g., ek. 85 þ. Mjög gott eintak. V. 420 þús., sk. á ód. Dodge Aries '89, 4ra dyra, sjálfsk., ek 120 þús. V. 550 þús., sk. á ód. Toyota Hi-lux Douple Cap diesel '89, 5 g., ek. 110 þ., m/húsi, ýmsir aukahl. V. 1320 þús., sk. á ód. Toyota Ex Cap V-6 m/húsi ’90, vsk-bill, sjálfsk., ek 19 þ. mílur, álfelgur o.fl. V. 1490 þÚS. Toyota Corolla Liftback GTi ’88, svartur, 5 g., ek. 103 þ., álflegur, sóllúga o.fl. V. 730 þús., sk. á ód. ODYRIR BILAR: V.W. bjalla '73. V. Tilboð. Ford Escort '84, 5 dyra, 5 g., ek. 110 þ. V. 170 þús. BMW 320 ’81. V. 160 þús. Gott eintak Ford Taunus '82, sjálfsk. Gott eintak. V. 145 þús. Saab '77. Gott eintak. V. 75 þús. og margir fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.