Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Vegið að mannorði Eftirmál brottrekstrar framk væmdastj órans eftir Orra Hauksson Ástæða þess að ég drep hér nið- ur penna er sú að í 6. tölublaði hins svokallaða „Stúdentablaðs“, sem barst stúdentum í hendur 21. maí síðastliðinn, var ég borinn þungum sökum. Rakel Sigurgeirs- dóttir, formaður húsráðs Hjóna- garða, ber mér á brýn í greinar- korni í blaðinu að hafa rangtúlkað orð hennar, slitið þau úr samhengi og lagað að mínum málflutningi. Þessa skrumskælingu á orðum hennar hafi ég bæði notað í dreifi- bréfi sem Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, gaf út fyrir stuttu, sem og á stúdentaráðsfundi 22. apríl síðastliðinn. Ritstjórn „Stúdentablaðsins" gaf mér ekki kost á að veija hendur mínar í blaðinu gegn þessum mannorðs- meiðandi ásökunum. Þetta var síð- asta tölublað vetrarins og því sé ég mig knúinn til að útskýra mína hlið málsins á þessum vettvangi. Endurtók orðin sem ég skrifaði Forsaga málsins er sú að í kjöl- far hinnar umdeildu brottvikningar fyrrum framkvæmdastjóra Félags- stofnunar stúdenta (FS), Amars Þórissonar, var haldinn fundur í Stúdentaráði. Nokkru fyrir fund- inn barst mér eintak af greinar- gerð sem fulltrúar Stúdentaráðs í stjórn FS létu frá sér fara. í henni kom fram að ein af meintum ástæðum fyrir brottrekstri fram- kvæmdastjórans fyrrverandi væri óánægja íbúa Garða með hann. Til að sannreyna þetta hafði ég samband við forystumenn Garðabúa, annar þeirra er Rakel Sigurgeirsdóttir, formaður húsráðs Hjónagarða. Ég greindi henni frá tilefninu og hún spurði hvort ég ætlaði að hafa eitthvað eftir sér. Ég sagðist auðvitað aðeins mundu gera það með hennar samþykki og hófst þá samtalið. Ég ritaði hjá mér helstu atriðin sem fram komu í samtali okkar. í hvert sinn sem ég skrifaði eitthvað niður eftir henni sagði ég það um leið upp- hátt til samþykkis eða synjunar. Hún samsinnti alltaf utan einu sinni að hún umorðaði og breytti ég þá glósum mínum til samræmis. Óánægja vegna hækkunar leiguverðs I máli Rakelar kom fram að Garðabúar hefðu verið óánægðir þegar leiguverðið á Görðum var hækkað fyrir um það bil tveimur árum. Þá hafi hún, ásamt fleiri Garðabúum, farið á fund fyrrum framkvæmdastjóra og kvartað. Rakel sagði að sér hafi fundist Arnar hvorki taka þeim vel né sýna þeim næga virðingu. „Tók illa á móti okkur,“ skrifaði ég nið- ur og sem fyrr segir hafði ég ávallt upp eftir henni það sem ég hugð- ist skrifa. Næst þegar þau hittu Arnar sagði Rakel hann hins vegar hafa verið þægilegri viðmóts. „Var betri næst,“ skrifa ég. Þá sagði hún að ákvörðunin um hækkun hafi verið tekin mjög snögglega og því stuttur tími til gera athuga- semdir. „Lítill fyrirvari" skrifa ég. Hún bætti svo við að þau hafi feng- ið fund með Finni Sveinssyni, þá- verandi stjórnarformanni FS og Röskvumanni, tii að bera upp kvartanir sínar vegna hækkunar- innar. Hann hafi hins vegar engu vilja hnika til, frekar en Arnar. „Sama hljóðið í Finni,“ hef ég eft- ir henni. Þá spurði ég Rakel hvort það hefði verið að undirlagi Garðabúa að Arnar var rekinn. Hún neitaði því og skrifaði ég svo eftir henni: „Græði ekkert á því að hann fari, sjálfsagt hvorki verri né betri en sá sem kemur í stað- inn“. — Hér má bæta því við að ákvörðun um hækkun leigunnar er tekin af stjórninni en fram- kvæmdastjórinn sér einungis um að framfylgja henni. — Þá spurði ég Rakel hvort samráð hefði verið haft við Garðabúa um að nota meinta óánægju þeirra með fram- kvæmdastjórann sem ástæðu fyrir uppsögn. Hún kvað svo ekki vera. Lauk svo samtali okkar, sem tók um 15—20 mínútur, stuttu síðar. Jafnframt hafði ég samband við formann húsráðs Vetrargarðs, Sig- rúnu Sigurðardóttur. Hún var já- kvæðari í garð Arnars en Rakel. Sigrún sagði að vissulega hefði stundum komið upp einhver óánægja en hún væri þó óveruleg. „Ekkert út á Arnar að setja“ skrif- aði ég upp eftir henni með sama hætti og í samtalinu við Rakel. Dreifiritið í dreifiriti því sem áður var get- ið segir í stuttu máli að óánægja með hina títtnefndu hækkun á leigu hafi ekki beinst gegn fram- kvæmdastjóranum sérstaklega, heldur frekar gegn stjórn FS, enda er ákvörðunin tekin af stjórninni. Meðal annars er vitnað til ummæla Sigrúnar sem sagðist ekkert hafa út á Arnar að setja. Rakel hnýtur um þetta orðalag og telur að þar sé verið að vitna í sig, að ég sé að gera mér það að leik að heim- færa athugasemd hennar um per- sónu Arnars yfir á störf hans hjá FS. Þetta er misskilningur, þama er verið að vitna í Sigrúnu, ekki Rakel. Orri Hauksson „í hvert sinn sem ég skrifaði eitthvað niður eftir henni sagði ég það um leið upphátt til sam- þykkis eða synjunar.“ Fundurinn Á fyrrnefndum fundi í Stúdenta- ráði bar þetta mál á góma og tók ég þar til máls. Rakel var ekki á fundinum en henni virðast hafa borist fregnir um að ég hafi rang- túlkað orð hennar. Eg hef ekki hugmynd um hvað Rakel hefur frétt, en meðal kunningja hennar eru pólitískir andstæðingar mínir. Ég hlýt þó að fara fram á að ég sé sjálfur álitinn traustasta heim- ildin um hvað ég hef sagt, rétt eins og Rakel er vitaskuld hæfust til að skera úr um hvernig túlka skuli hennar eigin orð. Ég sagði á fundinum það mat mitt að óánægja Garðabúa hefði verið þríþætt, í fyrsta lagi vegna leiguhækkunar- innar, í öðru lagi af því hvernig hana bar að, en þó hefði óánægjan vegna þessara þátta síður en svo beinst sérstaklega gegn Arnari. I þriðja lagi að Garðabúar teldu að framkomu Arnars hefði verið ábótavant á fyrrnefndum fundi með Rakel og nokkrum öðrum Garðabúum. Þeim fyndist þetta þó hreint engin brottrekstrarsök og | það væri ekki sérstök ósk Garðabúa að Arnar yrði rekinn. . Ennfremur las ég upp tilvitnanir P úr samtölunum. Þetta var túlkun mín á sam- tölunum og er enn. Ef hún felur í } sér einhveija skrumskælingu á of- angreindum orðum Rakelar og Sigrúnar, þá var það ekki tilgang- urinn. Vísvitandi rangtúlkaði ég ekki neitt, hafi túlkunin á annað borð verið röng. Þáttur „Stúdentablaðsins“ Ég mun ekki erfa þetta við Rakel Sigurgeirsdóttur, enda geri ég ekki ráð fyrir að illgirni hafi ráðjð því að hún vó að æru minni. Á hinn bóginn get ég ekki kyngt jafn auðveldlega þætti forystu- manna Stúdentaráðs og ritstjóra „Stúdentablaðsins“. „Stúdenta- blaðið“ á að heita hlutlaus vett- } vangur skoðanaskipta milli stúd- enta. Ritstjórinn segist hvorki . draga taum Röskvu, Vöku né ann- p arra í háskólanum. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki dregur í hann minn taum. Ég biðst ekki } undan málefnalegri gagnrýni blaðsins á mig og störf mín en ég frábið mér að þar birtist greinar þar sem ráðist er gegn mannorði mínu og heiðarleika án þess að mér sé gefið færi á að veija æru mína, sérstaklega þar sem um síð- asta tölublað vetrarins er að ræða. Trúlega tekur mannorðshnekkir minn þessa menn þó ekki sérlega sárt, þeir eru nýbúnir að svipta einn mann vinnunni — þá virðist muna lítið um að svipta annan ærunni. Höfundur er oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í Stúdentaráði. Í Engin útborgun -Visa og Euro raögreiöslur Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633 Vantar ykkur notaðan bíl á góðu verði fyrír sumarið ? BMW 316i 1988, ek. 70 þús. Kr. 850.000. BMW 520i 1990, hlaðinn aukahl., ek. 60 þús Kr. 2.200.000. MMC LANCER GLX 1988, ek. 70 þús. Kr. 560.000. Þessir bílar eru á tilboösveröi! MAZDA 323 1992, kr. 850.000. DAIHATSU CHARADE 1988 Kr. 370.000. kr. 290.000. RENAULT NEVADA 1991, ek. 65 þús. Kr. 1.300.000. MMC GALANT GLSI 1989, kr. 970.000. Tilþoð kr. 690.000,- 3161 1990. ek. 40 þús. Kr. 1.100.000. BMW 318ÍA 1987, ek. 76 þús. Kr. 820.000. TILBOÐSLISTI ÁRGERÐ STGR- TILBOÐS- VERÐ VERÐ BMW518 1982 650.000 590.000 Seatlbiza 1988 290.000 190.000 Saab 900S16V 1988 935.000 790.000 Lancia Y-10 1988 270.000 195.000 RenaultClio RN 1992 730.000 590.000 BMW316 1987 650.000 590.000 Ford Escort 1986 320.000 220.000 Chevy Monza, sjálfsk. 1987 440.000 290.000 > i I Skuidabréf til allt aö 36 mánaöa Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.