Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þjóðarsátt um at- vinnuuppbyggingfu Islendingar horfast nú í augu við eitthvert mesta efna- hagsáfall í síðari tíma sögu sinni. Hafrannsóknarstofnun hefur gert tillögur um að þorskaflinn verði enn einu sinni skorinn niður og fari ekki yfír 175 þúsund tonn á fiskveiðiár- inu, sem hefst 1. september nk. Sá afli er aðeins helmingur þess sem hann var fyrir þrem til fjórum árum. Til viðbótar höfum við mátt þola verulegt verðfall á sjávarafurðum á er- lendum mörkuðum. Atvinnu- ástand er ótryggt og fleiri eru án vinnu en verið hefur um áratugaskeið. Þjóðin er svo skuldsett erlendum lánar- drottnum að ekki er á bæt- andi. Þetta er stóra myndin sem við blasir í efnahagsmál- um íslendinga. Forsætisráðherra þjóðarinn- ar, Davíð Oddsson, gerir sér grein fyrir því að vandinn er svo mikill og erfíður úrlausnar að nauðsynlegt er að öll helztu þjóðfélagsöfl taki þátt í leit að leiðum til lausnar og standi saman um nauðsynlegar að- gerðir. Þess vegna hefur for- sætisráðherra viðrað þá hug- mynd að sett verði á fót sam- ráðsnefnd ríkisstjómar og stjómarandstöðu, svo og Al- þýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins. Sam- ráðsnefndin yrði vettvangur fyrir tillögur og hugmyndir um úrbætur á vandanum, sérstak- lega í sjávarútvegi. Ríkisstjórn- in mun væntanlega afgreiða málið af sinni hálfu á fundi í byijun næstu viku og í kjölfar- ið verður fyrrnefndum aðilum sent formlegt boð um þátttöku í samráðsnefndinni. Hugmyndinni um samráðs- nefndina hefur verið misjafn- lega tekið. Aðilar vinnumark- aðarins, Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið, hafa tekið henni mjög jákvætt, enda eiga umbjóðendur þeirra allt undir því, að dregið verði úr efnahagsáfallinu eins og kost- ur er. Hins vegar hafa tals- menn stjórnarandstöðuflokk- anna brugðist ókvæða við og er það með ólíkindum. Þeir hafa allt á hornum sér og vísa til þess að forsætisráðherra hafí ekki haft samband við þá áður en málinu var hreyft í fjölmiðlum. Stjómarandstaðan veit þó fullvel, að málið er ekki útrætt i ríkisstjóminni og formlegt boð til þeirra kemur ekki fyrr en að því loknu. Það hefur verið hávær krafa stjómarandstöðunnar undan- farin misseri að ríkisstjómin hafi við hana samráð um efna- hagsaðgerðir og nánast um hvað sem er. Nú hefur forsæt- isráðherra boðið henni fram- rétta hönd ríkisstjórnarinnar í kjölfar tillagna Hafrannsókn- arstofnunar um niðurskurð veiðiheimilda. Þótt stjómar- andstaðan hafí ekki beinlínis hafnað þátttöku í samráðs- nefndinni em viðbrögðin slík, að ekki sæmir stjómmála- mönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Talsmenn Fram- sóknar og Kvennalista kvarta undan því, að ekki hafi verið haft samráð fyrr og það gerir reyndar líka formaður Alþýðu- bandalagsins, sem notar tæki- færið til að dusta af gamalli tillögu sinni um þjóðstjórn. Um ekkert slíkt er að ræða. For- sætisráðherra og ríkisstjómin hyggst hins vegar verða við kröfum stjómarandstöðunnar sjálfrar um samráð. Á hveiju strandar þá? Krafa þjóðarinnar hlýtur að vera sú að stjórnmálamennirnir komi upp úr flokkspólitískum skotgröfum sínum og axli þá ábyrgð sem þeir em kjömir til að bera. Hagsmunir þjóðarinn- ar em í veði og það sæmir ekki að stjómmálamenn not- færi sér efnahagslegt áfall þjóðarbúsins til að treysta eigin stöðu í pólitískum hráskinns- leik. Það skiptir engu, hver sagði hvað eða gerði fyrrum, Bregðast þarf við vandanum nú þegar og stuðla að þjóðar- átaki um atvinnuuppbyggingu. Samtök launþega og vinnu- veitenda hafa bmgðist rétt við tillögu forsætisráðherra um aðild að samráðsnefndinni. Það er í samræmi við þá ábyrgð sem aðilar vinnumarkaðarins hafa sýnt allt frá því þjóðar- sáttin komst fyrst á í ársbyijun 1990. Stjómmálamennirnir geta ekki og mega ekki sker- ast úr leik. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að stjórna landinu og það er viturra manna háttur að leita samráðs og samstarfs, þegar hætta steðjar að. Bágt er einni ár til lands að róa og því þarf samstillt átak allra Islendinga til að bera boðaföll- in af þjóðarskútunni - líka stjórnarandstöðunnar. + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 27 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Stj órnarand- staðan á leik SEGJA má að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi náð að afvopna fulltrúa stjórnarandstöðunnar þegar hann bauð upp á þverpólitískt samráð, með aðild full- trúa vinnumarkaðarins, síðastliðinn þriðjudag, að því er varðar tillögugerð til lausnar vanda sjávarútvegs- ins. Að vísu lítur hver sínum augum á silfrið og ekki eru allir á einu máli um pólitísk klókindi forsætisráð- herrans í þessu samráðstilboði, en svo er þó að sjá að einhvers konar fýla eða öfund í garð forsætisráð- herrans liti afstöðu þeirra sem gagnrýna tilboð hans. Hér náði forsætisráðherra frumkvæði í málinu og svar- aði stjómarandstöðunni á þann veg, að hún getur varí verið þekkt fyrir að hafna aðild að samráðinu, enda mátti skilja afstöðu talsmanna hennar í gær á þann veg að hún ætli að þiggja samráðsaðild. Þegar Davíð og Jón'Baldvin lýstu því yfir í síðustu viku að það væri ekki nóg að sjávarútvegsráðherra gerði tillögu um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, heldur yrði hann einnig að gera tillögur um úrlausnir á vanda sjávarútvegs- ins, í samræmi við eigin tillögur, ruku menn upp til handa og fóta og túlkuðu ummæli þeirra á þann veg að þeir væru að afhenda Þorsteini Pálssyni efnahagsstjórn á ís- landi. Var mat margra, að hér væri um frumhlaup að ræða, þar sem forsætis- og utanríkisráðherra hefðu í augnabliksreiði yfír svartri skýrslu HARFÓ viljað finna blóraböggul til þess að skella skuldinni á, og þá hafi legið beinast við að sjávarútvegsráðherra tæki við hlutverki blóraböggulsins. Stundarreiði? Hvort sem hér var um stundarreiði að ræða, eða ekki, þegar ábyrgðinni á tillögum til Iausnar vanda sjávarútvegs- ins var vísað yfir á sjávarútvegsráðherra, er ekki þar með sagt að ráðherramir hafi verið að afhenda Þorsteini Páls- syni stjórn efnahagsmála á silfurfati. Skýringar þess að forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku til orða á þann veg sem þeir gerðu í fréttasamtölum fyrir og um síðustu helgi munu m.a. vera þær að ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, einkum Alþýðuflokksráðherr- amir, en þó einnig Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, em orðnir langþreyttir á biðinni eftir raunhæfum tillögum til lausnar vanda sjávarútvegsins, sem eðli málsins sam- kvæmt ættu að koma frá sjávarútvegsráðherra. Ráðherrar ríkisstjómarinnar ganga svo Iangt að segja: Sjávarútvegsráðherra hefur ekki lagt fram eina einustu tillögu í þá vem þau tvö ár sem þessi stjóm hefur verið við völd. Aðrir taka enn dýpra í árinni og segja: Hann hefur ekki bara látið vera að koma með nokkrar tillögur, heldur hefur hann dregið lappirnar í afgreiðslu mála, sem þegar hafði náðst samkomulag um. Það er hans verk, að frumvarp um Þróunarsjóð sjávarútvegsins var ekki af- greitt á síðasta þingi. Það er hans verk einnig að frum- varp að lögum um stjóm fiskveiða var ekki afgreitt. Við Þróunarsjóð sjávarútvegsins voru bundnar miklar vonir og var talið að með stofnun hans væri þegar hægt að hefja úreldingu fiskiskipa og vinnslustöðva af krafti og aðlaga þannig afkastagetu greinarinnar að minnkandi afla. Samstaða oddvitanna Full samstaða er sögð hafa verið um það á milli forystu- manna stjómarflokkanna að stærð og umfang þess vanda sem nú blasir við sjávarútveginum séu slík, að óveijandi sé að leita ekki sem víðtækastrar samstöðu meðal stjóm- málamanna og hagsmunaaðila. Það sem mun hafa vakað fyrir oddvitum ríkisstjórnarinn- ar, þegar ákvörðun um hið breiða samráð var tekin, var m.a. það að leikurinn frá í fyrra endurtæki sig ekki, í þá vem að sjávarútvegsráðherra gerði tillögu um ákveðið aflamark fyrir næsta fiskveiðiár, en gerði engar tillögur um það, með hvaða hætti sjávarútveginum yrði gert kleift að þrífast í þrengra afkomu- og efnahagsumhverfi. Hafa menn haft á orði að ef sjávarútvegsráðherrann ætlaði bara að leika fiskifræðing, eða vera póstburðar- drengur HAFRÓ inn á ríkisstjórnarfundi, væri hann aðeins að gegna óþörfu millistigshlutverki. Ríkisstjórnin gæti al- veg eins fengið pakkann frá HAFRÓ beint inn á borð til sín og tekið sínar pólitísku ákvarðanir með hliðsjón af innihaldi pakkans. Því var það á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag, sem Davíð Oddsson lagði fram þá tillögu að settur yrði á laggirnar tíu manna starfshópur: Rikisstjómin tilnefni fimm fulltrúa, stjórnarandstaðan þijá og ASÍ og VSÍ hvort Samráðstilboð forsætis- ráðherra knýr stjórnar- andstöðuna til þess að taka afstöðu um sig einn fulltrúa. Þessi tillaga forsætisráðherra verður að líkindum samþykkt í ríkisstjórninni næstkomandi þriðju- dag. Raunar er það sjónarmið ríkjandi innan ríkisstjómarinn- ar, samkvæmt mínum upplýsingum, að takist að ná sam- starfi og samráði við stjórnarandstöðuna og aðila vinnu- markaðarins í þessu erfiða máli, sé einhver von til þess að tryggja árangur af þeim ákvörðunum sem teknar verða. Menn em þó ekki ýkja bjartsýnir á að sú verði niðurstaðan. Ágreiningur Davíðs og Þorsteins Aftur og aftur kemur upp á yfírborðið skoðanaágreining- ur á milli núverandi og fyrrverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins. Það virðist deginum ljósara að aldrei mun gróa um heilt á milli Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar. Ágreiningur þeirra í millum varð mjög skýr þegar leið að ákvörðun um fiskveiðiheimildir yfirstandandi fiskveið- iárs síðastliðið sumar, þar sem Þorsteinn vildi fara sem næst tillögum Hafrannsóknastofnunar og leggja til 190 þúsund tonna þorskveiði á árinu, en Davíð taldi ekki efna- hagslega veijandi að fara niður fyrir 220 þúsund tonn. Niðurstaðan varð, eins og kunnugt er, að menn mættust á miðri leið og ákváðu 205 þúsund tonn, sem að vísu hafa undið svo upp á sig, að þorskveiðiafli ársins stefnir í að verða um 230 þúsund tonn. Nú þegar ákvörðun um enn takmarkaðri þorskveiði á næsta fiskveiðiári blasir við, kemur þessi ágreiningur á ný upp á yfírborðið og má af orðum þessara tveggja for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins einatt sjá að þeir hugsa hvor öðrum þegjandi þörfina, þótt skotin séu iðulega í huggulegum umbúðum. Þorsteinn hefur talað digurbarkalega í hvalaumræðunni hér á íslandi og orðið þjóðhetja fyrir, í augum þjóðarsálar- áhangenda. Þeir sem fram koma í gaspurþáttum útvarps- stöðvanna hafa ekki legið á hrósi sínu í garð sjávarútvegs- ráðherrans, sem gerðist „svo djarfur að móðga“ Bill Clint- on Bandaríkjaforseta með ummælum um mafíukvikmynda- gláp hans. Að móðga þjóðhöfðingja Hér á iandi er engin mafía, og því ekki mikið stórmál þótt einhver sé mafíutengdur, þar sem máltilfinning íslend- inga er ekki mjög viðkvæm gagnvart slíkum tengingum, þótt vissulega hafi Þorsteinn sem ritstjóri Vísis forðum verið svo viðkvæmur fyrir ummælum Ólafs heitins Jóhann- essonar um Vísismafíuna, að hann hafí höfðað mál á hend- ur honum og fengið ummælin dæmd dauð og ómerk. En Bandaríkjamenn, sem líta á mafíuna sem Ijótasta blett bandarísks þjóðlífs, og það með réttu, taka það óstinnt uppi þegar valdamesti maður heims, þjóðhöfðingi þeirra, í þessu tilviki Bill Clinton, er svo mikið sem nefndur á nafn í sömu andrá og þessi þjóðarskömm þeirra, mafían. Við- brögð bandarískra yfirvalda við þessum vanhugsuðu og flumbrulegu ummælum sjávarútvegsráðherrans voru því í hæsta máta skiljanleg og þarf engan að undra, ekki einu sinni þjóðarsálaráhangendur, að fallið var frá að halda fyrirhugaðan fund íslenskra og bandarískra stjórnvalda um tvíhliða varnarsamning ríkjanna og framtíðarfyrir- komulag herstöðvarinnar í Keflavík, en til stóð að hann yrði haldinn fyrir 20. maí sl. Ráðherra bað Bandaríkjamenn afsökunar á ummælum sjávarútvegsráðherra Ég hef upplýsingar um að starfandi utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson, í kjölfar þess að sjávarútvegsráðherra lét ummælin um Bandaríkjaforseta falla snemma í maímán- uði, taldi sig nauðbeygðan til þess að biðjast í reynd afsök- unar á ummælum Þorsteins Pálssonar í samtali við starf- andi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Jón mun jafri- framt hafa tekið skýrt fram að ummæli Þorsteins endur- spegluðu á engan hátt stefnu ríkisstjórnar íslands. Fundur embættismanna bandarískra og íslenskra stjórn- valda hefur nú verið ákveðinn, þannig að ætla má að eitt- hvað sé farið að fenna yfir ummæli ráðherrans. Til samanburðar má kannski geta þess, að Norðmenn eiga í sögu sinni ljótan smánarblett, sem þeir vilja sem minnst um tala, kvislinga. Það hlýtur hver Islendingur að skilja hvers konar móðgun það væri í garð Norðmanna að bendlá Noregskonung eða norska forsætisráðherrann, sem hér var í opinberri heimsókn, á einn eða annan hátt við þann smánarblett norskrar sögu sem þáttur kvislinga í síðari heimsstyqoldinni var. í umræðunni um hvalveiðimál kemur ágreiningur Þor- steins og Davíðs enn upp á yfirborðið. Þorsteinn hefur ítrek- að lýst þeirri skoðun sinni að réttur íslendinga til hrefnu- veiða sé ótvíræður og hann komi fram í þessu máli til þess að veija hagsmuni og réttindi íslendinga til slíkra veiða, þótt hann hafí mestmegnis verið með yfirlýsingar í þessum efnum, en ekki tekið neinar ákvarðanir um það hvenær hvalveiðar muni hefjast á ný. Jafnframt því sem hann hefur sagt að hann trúi því ekki að það hafí verið vilji forsætisráðherra að veikja málstað íslendinga með orðum sínum um hrefnuveiðar. Davíð hefur á hinn bóginn sagt umbúðalaust að enginn kaupandi yrði að hvalafurðum, þótt veiðar hæfust. Japan- ir myndu ekki kaupa afurðimar við núverandi aðstæður og íslendinga vantaði þjóðréttarlegar forsendur fyrir hval- veiðum. Forsætisráðherra mun hafa tekið af skarið í þessum efnum, eftir að hafa kynnt sér hvernig málum er komið í Noregi. Þar mun ekki ætlunin að selja í bráð hvalafurðir á erlendum mörkuðum, heldur einungis innanlands, þar sem fyrir liggur að Japanir myndu ekki kaupa afurðir þeirra. Sömu sögu mun vera að segja af möguleikum íslend- inga til þess að selja hvalafurðir erlendis. Styrrinn stendur því um veiðar á 50 hrefnum fyrir innanlandsmarkað, sem væru að útflutningsverðmæti um 90 milljónir króna, væri á annað borð um söluhæfa vöru að ræða. Það eru því ekki ýkja stórkostlegir efnahagslegir hagsmunir í húfi þótt hvalveiðar verði ekki hafnar um sinn. Það umhverfi og sú andstaða sem mætir slíkum áformum hvarvetna í heiminum, og þá einkum í okkar mikilvægustu markaðs- löndum, getur kostað okkur svo óendanlega miklu meiri tekjumissi við núverandi aðstæður, hæfust hvalveiðar á ný, en þessar skitnu 90 milljónir, í hvort eð er óseljanlegu hrefnukjöti. Kratar í klípu En það væri ofsögum sagt að segja að innanbúðarvanda- mál ríkisstjórnarinnar einskorðuðust við forystusveit Sjálf- stæðisflokksins, því vandamál krata virðast síst minni. Þannig liggur ekkert fyrir um það, hver mun taka við af Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnaðarráðherra, þegar hann segir af sér embætti fyrir miðjan mánuðinn til þess að skila inn umsókn sinni um seðlabankastjórastöðu, né hvort einhver tekur við af honum. Lengi hefur verið talið fullvíst að Karl Steinar Guðnason myndi taka við ráðherra- embættum Jóns Sigurðssonar, en nú virðist það ekki Ieng- ur vera borðleggjandi. Karl Steinar mun telja sig hafa vilyrði fyrir slíku embætti, en ekki er að heyra á öðrum krötum að slíkt loforð hafí verið gefið, a.m.k. ekki sumum hveijum. Þá þvælist það fyrir flokksforystu Alþýðuflokks- ins að listi Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi, eins og hann leggur sig, er meira en reiðubúinn til þess að taka við embættum Jóns; þ.e. auk Karls Steinars þau Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfírði og varaþingmaður flokksins, sem mun taka sæti á þingi þegar Jón Sigurðsson hættir. Þannig má vel vera að niðurstaða kratanna verði sú að fækka ráðherrum sínum um einn í ríkisstjórninni, þannig að ráðuneyti Jóns verði þá sameinuð öðrum ráðuneytum. Þannig er ekki talið ólíklegt að kratar vildu sameina um- hverfismál og iðnaðarmál og að formaður flokksins tæki við viðskiptamálum. Krafan um helmingaskipti En enn stendur hnífurinn í kúnni, þar sem kratar, sem knúðu fyrir rúmum tveimur árum fram helmingaskipti ráðherrastóla, vilja áfram halda sínu 50% hlutfalli. Því vilja þeir að Sjálfstæðisflokkurinn ákveði að fækka um einn ráðherra í sínu liði, ef um fækkun eigi að verða að ræða hjá krötum. Kratar vita sem er, að slík fækkun myndi mælast vel fyrir meðal almennings, sem telur ríkis- stjórnina hafa gengið allt of skammt í eigin niðurskurði og sparnaði, í samanburði við það sem launþegar þessa lands hafa mátt gera undanfarin misseri og þurfa að gera áfram. En enginn verður sjálfboðaliðinn úr ráðherraliði Sjálf- stæðisflokksins til þess að taka poka sinn og ganga á braut og þar með virðast slíkar hugmyndir dæmdar til þess eins að verða aldrei neitt annað en hugmyndir. En veðurfræði íslenska stjómmálaheimsins er um margt jafn- óútreiknanleg og íslenska veðursins. Skjótt skipast veður í lofti og því kann staða morgundagsins í stjómmálunum að verða allt önnur en staða dagsins í dag. Mario Soares forseti Portúgals kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag Einarður maður og spakur og lýðræðissinni fram í fíngurgóma ÞEGAR Mario Soares tók við forsetaembættinu í Portúgal 1986 eftir harða kosningabaráttu voru menn á einu máli um að forsetatíð hans mundi einkennast af reisn og virðuleika og sú hefur orðið raunin. Það var ipjótt á mununum og í fyrstu umferð kosninganna 1986 fékk frambjóðandi Miðdemókrata Freitas do Amaral flest atkvæði. Síðan drógu tveir aðrir frambjóðendur sig í hlé og lýstu yfir stuðningi við ♦Soares og þar með flaug hann inn. Blítt faðmlag MARIO Soares fær blítt faðmlag frá aldraðri konu á kosningafundi á heita sumrinu 1975. Mario Soares hefur setið á friðar- stóli síðan og um hann leika ekki deilur lengur, hann nýtur ekki síður virðingar og vinsælda innanlands en á alþjóðavettvangi, öndvert við marga þjóðhöfðingja sem skapa sér ímynd út á við en rækta síður eiginn garð. Mario Soares er Lissabonbúi í húð og hár, þar fæddist hann 7. desem- ber 1924 og ólst upp. Hann lagði fyrir sig laganám og lauk því frá háskólanum í Lissabon. Faðir hans Joao Soares var prófessor og gegndi embætti menntamálaráðherra í síð- ustu lýðræðisstjóm Portúgals fyrir valdatöku hersins 1926. Soares eldri gagnrýndi stjóm fasista harðlega og sat oft í fangelsi vegna skoðana sinna. Svo virðist sem Mario Soares hafi á unglingsárum einnig hneigst til kommúnisma ef til vill vegna áhrifa frá föður sínum. Og kannski væri hugsanlegt að landafræðikenn- ari hans í framhaldsskóla hafí á sinni tíð haft áhrif á piltinn. Sá kennari var Alvaro Cunhal, frægasti og að- sópsmesti forystumaður kommúnista í Portúgal um áratugaskeið. Tók að sér að verja andstæðinga fasistastj órnarinnar Fljótlega eftir að Mario Soares lauk laganámi tók hann að færast fjær hugmyndafræði kommúnista- flokksins sem alla tíð og næstum lengur var Moskvuflokkur. Soares tók einatt að sér að veija andstæð- inga fasistastjómar Salazaars sem voru ákærðir vegna baráttunnar gegn einræðisherranum. Hann var illa þokkaður af stjórninni eins og geta má nærri og var hvað eftir annað settur í fangelsi, sendur í út- legð til Sao Tome, úti fyrir Afríku- ströndum sem var þá portúgölsk nýlenda, og loks var honum ekki lengur vært og komst þá til Frakk- lands. Hann notaði tímann þar til að halda áfram í lögfræði og lauk dokt- orsprófi. Hann las einnig sagnfræði og stjórnmálavísindi og hann fylgdist grannt með atburðum sem gerðilst í Portúgal þó hann sneri ekki heim að sinni. Um 1973 stofnaði hann ásamt nokkrum nánum félögum sín- um Partido Socialista. Heim úr útlegðinni Þremur dögum eftir að einræðis- stjóm Marcelo Caetano sem tók við af Salazaar 1970, hafði verið steypt í apríl 1974 sneri Mario Soares heim frá Frakklandi. Tugþúsundir fögn- uðu honum við heimkomuna þegar hann sté aftur á portúgaiska grund á aðaljámbrautarstöðinni í Lissabon. í hugum þjóðarinnar var hann skæ- rasta tákn og von lýðræðisins sem nú átti að koma á í landinu. En næsta ár reyndist görótt og svo virtist sem menn fyndu ekki fót- festu í hinu nýfengna lýðræði. Ári eftir nellikubyltinguna eins og hún var nefnd var svo komið að jaðraði við að stjómleysi væri í landinu. Herinn hafði undirtökin og ráðskað- ,ist með allt. Hver maður varð að vera vinstrisinnaður ella hlyti hann að vera fasisti og svikari. Kommún- istar óðu uppi og þegar þessa tíma er minnst er talað um „heita sumar- ið 1975.“ Á þessum örlagatímum { Portúgal átti Mario Soares hvað drýgstan þátt í að snúa þróuninni við. Sú barátta sem hann leiddi þá gegn hemum og kommúnistum étti án efa sinn þátt í því að hann varð kjörinn forseti æði löngu síðar. Fundir með friði Þrátt fyrir að herinn hefði lagt bann við fundahöldum lögðu Soares °g fylgismenn hans ótrauðir af stað að skipuleggja „fundi með friði“ um gervallt landið. Sums staðar munaði litlu að syði upp úr milli fylgismanna Soares og hermanna og nokkrir slös- uðust í handalögmálum og var hent í dífiissu. Soares naut mikils stuðn- ings í baráttu sinni á alþjóðavett- vangi og átti það sinn þátt í að her- stjómin lagði aldrei til atlögu gegn honum. Fundur sem var efnt til í Lissabon í júlí 1975 og um tvö hundruð þús- und manns sóttu leiddi til að straum- hvörf urðu í Portúgal. Kommúnistar og herinn voru snúnir niður og þökkkuðu menn það umfram allt samvinnu óþekkts herforingja An- tonio Ramalho Eanes, sem síðar varð forseti Portúgals og Mario Soares. Var nú unnt að bretta upp ermamar og fara að vinna. Vandinn sem steðjaði að var þó margþættari því um þetta leyti vom nýlendur Portúgala í Afríku, Angóla og Mósambik að fá sjálfstæði og leiddi það til að um milljón manns flýðu á örfáum mánuðum til Portúg- als slyppir og snauðir. Þrisvar forsætísráðherra á næstu tíu árum Samt var áfram mikil ókyrrð í portúgölskum stjómmálum næstu árin og stjórnarskipti vom tíð. Mario Soares gegndi þrívegis embætti for- sætisráðherra og hann beitti sér meðal annárs óspart fyrir því að færa Portúgal inn í Evrópu og hvetja til aðildar að Evrópubandalaginu sem síðar rættist og hefur að margra mati orðið efnahag og atvinnulífi til mikils framdráttar. Mario Soares og Eanes forseta samdi ekki þegar fram í sótti, báðir stjórnsamir menh og ákveðnir í skoðunum og leiddi það nokkmm sinnum til árekstra þegar Soares var forsætisráðherra. Heiðarlegmr og snjall pólitíkus - virðulegur forseti Soares tók að sönnu við þrotabúi í efnahagslegu tilliti þegar hann varð forsætisráðherra í Portúgal. Honum varð ekki það ágengt sem hann ætl- aði sér þó enginn efaðist um góðan vilja hans. Fylgið hmndi af Sósíal- istaflokknum og Soares-þreyta fór að gera vart við sig. Segja má að portúgalska þjóðin hafí gert óraun- hæfar kröfur til hans á forsætisráð- herrastóli en margt af því sem hann lagði gmnninn að í starfí hefur smám saman skilað sér í stjóm Anibals Cavaco Silva núverandi forsætisráð- herra sem er úr Sósíaldemókrata- flokknum. Mario Soares er sagður mikill skapmaður en kann vel að fara með skapsmuni sína. Hann er snjall ræðu- maður og á auðvelt með að laða fólk að sér með málflutningi sínum. Eng- inn efaðist um heiðarleika hans sem stjórnmálaforingja og hann hefur aukið veg Portúgals á alþjóðavett- vangi vegna stjómvisku sinnar og prúðrar framgöngu. Sem forseti hafa þau orð sannast að forsetatíð hans hefur einkennst af reisn og virðu- leika. Mario Soares er hár og gjörvilegur maður útlits. Hann er áhugamaður um bókmenntir og listir, les mikið um heimspeki og fylgist vel með í menningarmálum, sagður áhuga- samur málverkasafnari. Kona hans Maria Barroso sem hann kvæntist 1949 var þekkt leikkona á -árum áður. Þau hjón eiga son og dóttur. Þau hjón hafa lifað yfírlætislausu lífí þó svo hann tæki við háu emb- ætti og búið um kyrrt í íbúð sinni í miðborg Lissabon og ekki fýst að flytja í hið glæsta forsetasetur á bökkum Tejófljóts. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.