Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Þórsarar í Lotto-búningum KNATTSPYRNULIÐ Þórs á Akureyri leikur í sumar í búningum og skóm frá ítalska fyrirtækinu Lotto. Það er EG heildverslun í Reykjavík sem hefur umboð fyrir vörumar hér á landi, og var samningur til sex ára milli þessara aðila undirritaður á dögunum í Hamri, félagsheimili Þórs. Á myndinni em Elías Gíslason, eig- andi EG heildverslunar (t.h.) og Rúnar Antonsson, formaður knatt- spymudeildar Þórs. Fyrir aftan þá standa tveir leikmanna Þórs, Hlynur Birgisson t.v. og Júlíus Tryggvason. Skv. samningnum lætur EG Þórsumm í té allan búnað sem þarf til knattspymuæf- inga og leikja; skó og fatnað, í sex ár. Þess má geta að tvö hér-. lend lið em nú með samning við Lotto; Þór og ÍA, en þau mæt- ast einmitt í 3. umferð 1. deildar íslandsmótsins á Þórsvellinum á morgun kl. 16. Heílsuhlaup og fyr- irlestur í Grímsey HIÐ árlega Heilsuhlaup Krabbarneinsfélags íslands fer fram á morgun. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrenn- ís heldur sitt hlaup að þessu kl. 12. í tengslum við hlaupið í Grímsey verður haldinn fyrirlestur þar um skaðsemi reykinga og ráðgjöf til Þríþraut í Mývatnssveit ÁRLEG þrfþrautarkeppni íþrótta- félagsins Eilífs í Mývatnssveit fer fram á morgun, laugardag 5. júní, og hefst kl. 10 við sundlaugina í Reykjahlíð. Til að stuðla að aukinni þátttöku og til kynningar á þessari ágætu flöl- hæfnisíþrótt verður keppt í tveim vegalengdum. Fyrri möguleikinn er þessi: 750 m sund, 20 km hjólreiðar og 5 km hlaup. Og sá síðari: 400 m sund, 10 km hjólreiðar og 2,5 km hlaup. Aldursflokkaskipting verður þannig: 16 ára og yngri, 17-39 ára og 40 ára og eldri. (Fréttatilkynning) sinni í Grímsey og hefst það þeirra sem hyggjast hætta þeim, í umsjá Ólafs H. Oddssonar, hér- aðslæknis og Halldóru Bjamadótt- ur, hjúkrunarfræðings. Nick Cariglia, meltingarsér- fræðingur á FSA mætir síðan og býður Grímseyingum 45 ára og eldri upp á fría magaspeglun í framhaldi af fyrirlestrum um karla og krabbamein, sem haldinn var í Grímsey í fyrra. Styrkur með opið hús Samtökin Styrkur verða með opið hús á mánudaginn, 7. júní, kl. 20 að Glerárgötu 24, 2. hæð. Guðbjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafí á krabbameinsdeild Landspítalans heldur fyrirlestur um tryggingamál, auk þess talar hún um andlega og félagslega aðstoð við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra og svarar fyrirspumum. í tilkynningunni era allir, sem áhuga hafa á þessum málum, hvattir til að koma. Gránufélag'shúsinu breytt í veitingastað á mettíma Einu af merkari hús- um bæjarins bjargað Morgunblaðið/Rúnar Þór Opnað eftir viku Alfreð Gíslason og Sigurður Sigurðsson í Gránufélagshúsinu í vik- unni. Þar er mikil vinna framundan áður en fyrstu gestunum verður hleypt inn, en þeir eru staðráðnir í að opna eftir viku. EFTIR rétta viku, föstudag- inn 11. júní, verður opnaður veitingastaður í Gránufé- lagshúsinu svokallaða sem stendur við Strandgötu á Akureyri. Alfreð Gíslason, handknattleiksmaðurinn kunni, og Sigurður Sigurðs- son, byggingameistari og formaður handknattleiks- deildar KA, keyptu húsið á dögunum og síðan hefur verið unnið myrkranna á milli við lagfæringar á því. Þess má geta að húsið er i B-friðunarflokki; er friðað að utan. Það hýsti á sínum tíma starfsemi Gránufélags- ins, sem Tryggvi Gunnars- son, síðar bankastjóri og alþingismaður, stýrði. Vélsmiðjan Oddi var starfrækt í Gránufélagshúsinu um árabil, en eftir að Oddi sameinaðist Slippstöðinni hf. fyrir nokkram mánuðum hefur engin starfsemi verið þar. Hugmynd þeirra fé- laga, Álfreðs og Sigurðar, kvikn- aði skyndilega. Þeir vora í allt öðram hugleiðingum; „Við höfð- um verið að rúnta um bæinn í leit að húsi sem hugsanlega væri hægt að breyta í nokkrar íbúðir, til dæmis fyrir alla þá íþróttamenn sem koma árlega til að spila með KA því það er dýrt að leigja fyrir þá,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið. „Við voram búnir að fara víða um bæinn en ekkert séð sem hentaði, en ákváðum að skoða okkur um á Eyrinni. Þegar við komum að Gránufélagshúsinu kíktum við inn — og það var strax ljóst að með smá ímyndunarafli væri hægt að gera ýmislegt í húsinu." Reyndar ekki breyta því í íbúðar- hús, að þeirra mati, en fljótlega datt þeim í hug að koma á fót kaffihúsi. Síðar, þegar farið var að rífa burt klæðningar af veggj- um, „komu í ljós fullt af bitum, sem gera húsið mjög skemmti- legt og við ákváðum að láta vera alveg óbreytta. Þetta verður eins og í gömlum grónum dönskum og þýskum veitingahúsum, þar sem innviðimir sjást og fá að njóta sín“. Nær enginn fúi „Við töhiðum við marga sem höfðu unnið í húsinu, og flestir vora á því að það væri handó- nýtt — að hrani komið. Við vild- um ekki trúa því og það hefur sem betur fer reynst algjör þvæla,“ sagði Alfreð. „Sem dæmi má nefna að við eram búnir að taka hálft húsið algjörlega í gegn og höfum nánast engan fúa fund- ið. Ég giska á að um það bil íjór- ir af mörg hundrað lengdarmetr- um hafí verið fúnir.“ Besta dóm- inn á ástand hússins kvaðst Al- freð telja að „margir Odda-karl- anna hafa komið hingað og skoð- að eftir að við fóram að vinna í húsinu, og algjörlega skipt um skoðun á ástandi þess. Velta því reyndar fyrir sér hvers vegna í ósköpunum engum hafí dottið í hug að gera þetta fyrr.“ En hvers vegna kaffíhús? „Við höfum oft talað um það að hér í bænum sé eiginlega enginn staður þar sem fólk yfír tvítugu geti sest niður án þess að þurfa að hlusta á mikinn hávaða. Okk- ar langaði að koma upp stað þar sem við myndum vilja sitja sjálf- ir í rólegheitum." Alfreð sagði að bæjaryfírvöld hefðu verið mjög jákvæð í þeirra garð og hjálpleg, „enda eram við að mínu mati að bjarga einu merkasta húsi bæjarins," sagði hann. Ein- hverjar breytingar verða gerðar á húsinu að utan, en allar í góðu samstarfi við húsfriðunamefnd að sögn Alfreðs, enda er þeim ætlað að koma húsinu í upprana- legt horf. Vestasti hluti hússins var fluttur frá Seyðisfirði upp úr 1870 að sögn Alfreðs og talið er að austasti- hlutinn hafí verið fluttur frá Noregi stuttu seinna. Miðhlutinn kom síðastur, en talið er að húsið hafí verið komið í núverandi mynd um 1880. Kaffíhús og píanóbar verða til húsa í vestur- og miðhluta jarð- hæðarinnar en í austurendanum verður komið upp minjagripa- sölu. Á efri hæðinni opnar svo útibú Tryggingamiðstöðvarinn- ar, líklega síðari hluta júní, en Alfreð hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri þar. Geirmundur Valtýsson í syngjandi sveiflu á sviði Hótel íslands. ■ STÓRSÝNING Geirmundar Valtýssonar, í syngjandi sveiflu, hefur verið á sviði Hótel íslands í allan vetur við mikla aðsókn og góðar undirtektir. Síðasta sýningin verður annað kvöld, laugardags- kvöld. Er þetta sú sýning Hótel íslands, sem lengst hefur verið fram á sumarið. Á sýningunni kem- ur Geirmundur fram ásamt hljóm- sveit sinni og að auki koma fram söngvaramir Berglind Björk Jón- asdótir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ari Jónsson og Magnús Kjartans- son. Kynnar eru Þorgeir Ástvalds- son og Margrét Blöndal. Boðið er upp á þriggja rétta málsverð og leika Stefán E. Petersen og Arin- björn Sigurgeirsson tónlist undir borðhaldi. Miðaverð á sýningu er 3.900 krónur með mat. Borðapant- anir era á Hótel íslandi. ■ SNIGLABANDIÐ leikur og syngur í Sjallanum, ísafirði föstu- dag og laugardag. ■ HLJÓMS VEITIRNAR Todmobile og Ný Dönsk munu laugardaginn 5. júní ásamt Tívolí í Hveragerði standa fyrir tónleik- um í húsakynnum Tívolísins. Alls munu sjö hijómsveitir koma fram þetta kvöld ásamt öðrum skemmti- atriðum. Dagskrá tónleikanna, sem heflast um kl. 20, er sem hér seg- ir: Fram koma hljómsveitirnar Poppins flýgur frá Selfossi, Yuk- atan, en hún sigraði síðustu Mús- íktilraunir, Lipstick Lovers, en þeir eru einmitt að gefa út sína fyrstu plötu á næstu dögum, Silfur- tónar, Ný Dönsk, sem koma beint frá upptökum og tónleikum í Eng- landi og Todmobile. Þar að auki munu þeir Steinn Ármann og Davíð öðru nafni Radíus koma fram, fyrst um kl. 21.30 og svo aftur upp úr miðnætti. Sætaferðir veða frá BSÍ og öllum skilað aftur heim í úthverfí Reykjavíkur og aft- ur á Umferðarmiðstöðina. Forsala miða verður í öllum verslunum Steina og Skífunnar í Reykjavík og einnig verður forsala á Suðurlandi. Todmobile og Ný Dönsk koma fram saman í Tunglinu í Reylgavík í kvöid. ■ HLJOMSVEITIN Pláhnetan, með söngvarann Stefán Hilmars- son í broddi fylkingar, er sem óð- ast að komast á skrið fyrir sumar- ið. Hljómsveitin leikur á höfuðborg- arsvæðinu nú um helgina, á Tveim- ur vinum í kvöld, föstudagskvöld, og í veitingahúsinu Firðinum í Hafnarfirði á laugardagskvöld. Pláhnetan er með nýja hljómplötu í farteskinu sem ber heitið „Speis“, en af tæknilegum orsökum hefur útgáfu hennar seinkað nokkuð frá því sem áætlað var, en útgáfu dag- urinn hefur nú verið ákveðinn þriðjudagurinn 8. júní. „Hnetan“ mun að sjálfsögðu kynna lög af þessari nýju hljómplötu nú um helg- ina og auk þess læða inn vel völdum diskó- og sokkslögurum eftir eigin uppskrift að því er segir í fréttatil- kynningu frá sveitinni. ■ HUÓMSVETTIN Nýdönsk leikur fyrir dansi í Þotunni, Kefla- vík á laugardagskvöld. Meðlimir Nýdönsk era nýkomnir frá London þar sem unnið var að gerð nýrrar hljómplötu sem kemur út með haustinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.