Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 31 Bíóhöllin sýnir „Ná- in kynni“ BÍÓHÖLLIN hefur í dag sýn- ingar á kvikmyndinni „Náin kynni“ eða „Untamed Heart“. Myndin er framleidd af Tony Bill og Helen Buck Bartlett og er Tony Bill leikstjóri. í aðal- hlutverkum eru Christian Slat- er, Marisa Tomei og Rosie Perez. Myndin segir frá Adam, Carol- ine og Cindy, sem starfa saman á matsölustað. Er fjallað á mannleg- an og skemmtilegan hátt um náin kynni, gleði og sorgir þessara þriggja einstaklinga. Torfærukeppni á Hellu um helgina QMI-torfærukeppni Bílanausts og Flugbjörgnnarsveitar- innar á Hellu verður haldin á morgun. Er þetta í 20. skipti sem torfæran er haldin á Hellu en keppnin er ein sú vinsæl- asta og stærsta í sumar enda eigast þar við bestu ökuþór- ar landsins. Að sögn Óskars Jónssonar, for- manns FBS á Hellu, verða 17 kepp- endur í flokki sérútbúinna bfla og fimm í götubflaflokki. Hann sagði að búast mætti við harðri keppni þar sem margir af fremstu torfæru- bílastjórum tælq'u þátt. Þá mun verða boðið upp á nýtt skemmtiat- riði þar sem snjósleðagengi frá Reykjavík sýnir listir sínar í sandi og drullu. Óskar sagði keppnina helstu fjáröflun sveitarinnar en hún er búin góðum tækjakosti til björg- unarstarfa á svæði sem er eitt það stærsta og fjölfarnasta á landinu en ferðámenn leggja i sífellt aukn- um mæli leið sína inn á sunnlenskt hálendi. Fjáröflun sem þessi gerði sveitinni kleift að vera í fremstu röð með búnað og tæki til leitar og björgunarstarfa á þessu erfiða svæði. Keppnin hefst sem fyrr segir á morgun, laugardag, kl. 14. Frítt verður inn fyrir böm yngri en 12 ára og kynnir verður hinn lands- kunni Jón Ragnarsson. Verðlækk- un á nauta- kjötsveislu SÉRPAKKAÐ nautakjöt sem nautgripabændur hafa undanfarið boðið á sérstöku tilboðsverði undir nafninu „nauta- veisla“ hefur verið lækk- að um 5% í verði. Um er að ræða kassa með sex kílóum af fyrsta flokks nautakjöti, og hefur það verið boðið á um 30% lægra verði miðað við nautakjöt úr sam- bærilegum gæðaflokkum. Verðið hefur nú verið lækkað úr 4.194 kr. kassinn í 3.996 kr. Iþróttadagur Reykja- víkur á laugardag FIMMTI íþróttadagur Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 5. júní. Það er íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem hefur umsjón með deginum í samstarfi við íþróttabandalag Reykjavíkur, íþróttir fyrir alla, Krabbameinsfélagið, Sportmenn, Iþróttafélag eldri borg- ara, JFC Breiðholti og Laugavegssamtökin. Markmiðið með deginum er að fá sem flesta unga sem aldna til þess að nýta sér þá aðstöðu sem boðið er uppá til hollrar útiveru og hreyfingar í Reykjavík. Að þessu sinni verður aðal- áherslan lögð á Laugardalinn. Við skautasvellið verður sjötta Heilsu- hlaup Krabbameinsfélagsins hald- ið, vegalengdimar sem boðið er uppá eru 2 km, 4 km og 10 km. Skráning fer fram í húsi skauta- svellsins 5. júní frá kl. 9-11.30, hlaupið sjálft hefst kl. 12. Á bflastæði við gervigrasið verður „street ball“ keppni (kröfu- boltakeppni) og hafa Sportmenn haft veg og vanda að undirbúningi keppninnar í samvinnu við ÍTR. Þar verður leikið á 14 völlum frá kl. 10. í tengslum við keppnina verður skipulögð fjölbreytt skemmtidagskrá og má m.a. nefna að hljómsveitin Pláhnetan mun leika á keppnissvæðinu. í Grasagarðinum verður ratleik- ur fyrir aldraða. Stjórnendur eru: Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi, Soffía Stefánsdótt- ir og Guðrún Níelsen fyrrverandi íþróttakennarar. Ratleikurinn hefst og endar við garðskálann. Sundlaugin í Laugardal ásamt öðrum laugum borgarinnar verður opi þennan dag frá kl. 7-22 og þar verður boðið upp á sund- kennslu. Auk þess verða fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina í laujgunum, aðgangur er ókeypis. Iþróttafélög borgarinnar verða með íþróttaskóla á svæðum félag- anna frá kl. 9.30-11 fyrir 3-6 ára börn. Þar verður boðið upp á al- hliða hreyfingu, leiki, þráutabraut- ir, fimleika, botlaleiki o.fl. Annað sem í boði er á íþrótta- deginum: Siglingar í Nauthólsvík frá kl. 13-17, aðgangur ókeypis. Komið verður upp tennisvöllum við Breiðagerðisskóla, Iþróttahús Hagaskóla og við Hlíðaskóla. Ferðafélögin Utivist og Ferðafélag íslands verða með gönguferðir. Laugavegssamtökin verða með langan laugardag frá kl. 10-17 og munu í samvinnu við ÍTR bjóða upp á leiktæki og leiki við verslan- ir á Laugaveginum. Sérstök tímasett dagskrá dags- ins verður auglýst þegar nær dreg- ur íþróttadeginum. Sportjakkar, sportbuxur, hnébuxur - mikið úrvai! SK ■r ÚTILÍFP GLÆSIBÆ . SlMI 812922 BMW 3 LINAN Sportlegur fjölskyldubíll I I TEKUR ÖÐRUM FRAM Á ÖLLUM SVIÐUM Verö á BMW-3 línunni er frá kr. 1.969.000,- (Bíll á mynd er búinn ýmsum aukabúnaöi sem fáanlegur er i 3-línunni). BMW ráöleggur: Akiö varlega. Miklar vinsældir BMW bíla má meöal annars rekja til þess aö þeir hafa skapað ímynd fyrir lífsstíl sem gefur sérstööu og margir sækjast eftir. I Fólk skapar sér ímynd meö vali á því sem er í þess nánasta umhverfi, svo sem húsgögnum, fötum eöa bílum. Bílar í BMW 3-línunni höföa til nútímafólks sem gerir | miklar kröfur til gæöa, fullkominnar tækni og fallegrar hönnunar. í BMW-3 línunni er aö finna sportlega, stílhreina og glæsilega fjölskyldubíla sem bjóöa upp mikið rými, þægileg sæti, góða hljóðeinangrun og frábæra aksturseiginleika viö allar aöstæöur. Bílar í BMW-3 línunni eru meðal annars búnirglæsilegri innréttingu, kraftmiklum vélum, samlæsingu meö þjófavörn, lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, þjónustutölvu, hraðatengdu aflstýri, hæöarstillanlegum framljósum, 6 hátalara BMW hljómkerfi og Blauþunkt útvarpstæki meö þjófavörn. Hægt er aö velja um mikiö úrval af öörum búnaði. Söludeildin er opin alla virka daga Bíl3UmboðÍÖ hf kl. 8-18 og á laugardögum kl. 13-17. Krókhálsi 1, Reykjavlk, simi 686633 líkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.