Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 36
MÖfcGtJtilBLAÉ>IÐ FÖsFtMdtjíií ‘Í9&3 Stúdentar og vélstjór- ar setja upp húfumar Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði slitið í fyrsta sinn fpafirði. VELSKOLANEMAR settu upp einkennishúfur sínar við skólaslit Framhaldsskóla Vestfjarða á dögunum um leið og stúdentarnir settu upp sínar húfur. Guðmundur Einarsson, vélsljóri og forstöðumaður farskóladeildarinnar við skólann, hafði forgöngu um að láta hanna og sauma vélsljórahúfurnar, sem hann vill að verði einkennishúfur vélstjórnarmanna en vélstjórar á fyrstu áratugum vélbátaútgerðar gengu gjarnan með slíkar húfur. Sjúkraliðar voru nú í fyrsta sinn útskrifaðir frá skólanum. Arna Björk Sæmundsdóttir nemandi á mála- og samfélagsbraut varð dux scholae. Framhaldsskóli Vestfjarða, í skólaslitaræðu sinni gat Björn Ísafírði, tók'við af Menntaskólanum Teitsson, skólameistari, þess að fyr- og Iðnskólanum á síðsta hausti. 230 nemendur stunduðu nám við skólann á vorönn, þar af 18 á Hólmavík og Patreksfírði. Auk þess sóttu um 250 manns námskeið við skólann eða stunduðu fjarnám. Mikil festa er nú orðin á kennaramálum skólans og aðeins vitað um einn kennara sem hættir á þessu vori. Á árinu bárust skólanum veglegar bókagjafir, annars vegar um 90 bindi bóka um stærðfræðileg efni úr eigu Gústafs heitins Lárussonar kennara og bækur um umhverfís- og náttúruvemd úr eigu Sigríðar J. Ragnar kennara. irhugað væri að hefja byggingu verkmenntahús við skólann og lagði áherslu á að hægt yrði að taka það í notkun haustið 1994. - Nú brautskráðust frá skólanum 27 stúdentar. Af sálfræðibraut var Ragnar Torfi Jónasson með hæstu einkunn, af hagfræðibraut var hæst Sigríður Laufey Sigurðardóttir, af mála- og samfélagsbraut Arna Björk Sæmundsdóttir og af náttúrufræði- braut Martha Lilja Martheinsdóttir. Tveir iðnnemar í pípulögnum út- skrifuðust svo og 1 iðnmeistari, 6 sjúkraliðar, þar hlaut hæstu einkunn Emma Rafnsdóttir, 4 vélstjórar ann- ars stigs, það eru þeir sem settu upp nýju einkennishúfumar en hæstu einkunn þeirra hlaut Sigurður Hreinsson, og 12 vélaverðir þar sem Ægir Öm Valgeirsson var hæstur. Aðalsteinn Óskarsson flutti ávarp 10 ára stúdenta og Anna Björg- mundsdóttir formaður Vestfjarða- déildar Sjúkraliðafélags íslands ávarpaði nýju sjúkraliðana. Ægir Hafberg sparisjóðsstjóri á Flateyri sagði frá verðlaunum sem Iðnnema- samband íslands og sparisjóðirnir á landinu standa að og er ætlað að verðlauna efnilega iðnnema. Af 5 styrkjum á þessu vori komu tveir í hlut Vestfirðinga, þeirra Sigurðar Hreinssonar frá Auðkúlu í Arnar- fírði og Guðjóns Sturlu Halldórsson- ar á Flateyri en þeir hlutu 60.000 krónur hvor. í upphafí og við lok athafnarinnar léku 6 af stúdentunum á hljóðfæri en þeir hafa jafnframt stúdentanám- inu numið við Tónlistarskóla ísfjarð- ar. - Úlfar. Fyrstu skólaslit í Miðskólanum Morgunblaðið/Þorkell Fyrstu skólaslitin KRAKKAR með prófskírteini sín við fyrstu skólaslit Miðskólans. MIÐSKÓLANUM var slitið í fyrsta sinn í Fríkirkjunni fimmtudaginn 27. maí síðastlið- inn. Miðskólinn var settur í septem- ber í fyrra og er þetta starfsár hans því hið fyrsta. Skólinn nýtur nokkurrar sérstöðu enda er skipu- lag starfseminnar byggt á annars konar skólastefnu, eins og sagði í ræðu skólastjórans við skólaslit- in, með sérstakri áherslu á uppeld- ismarkmið. Heildarfjöldi nemenda við skól- ann þetta skólaár var 60. Við þessi fyrstu skólaslit voru 16 nemendur jafnframt útskrifaðir úr 7. bekk í fyrsta sinn. DÆMI: Kjðrvari 4 Itr. Alllr litlr. ferð áðurkr. 2.511,- nú KR. 2.134, GREIÐ GRASTEPPI M/TOKKUM15% afsláttur Verð áður kr. 980,- MÚ kr. 833,- ÓDÝRU STÖKU TEPPIN fyrir parketið, flísarnar og í sumarbústaðinn DÆMI: Sarah 160x230 kr. 4.921,- ;VEGI 18 SÍMI 812444 ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - PARFTU AÐ BÆTA Morgunblaðiö/Úlfar Ágústsson Fyrstu stúdentarnir sem útskrifast frá Framhaldsskóla Vestfjarða, ísaflrði. Embættishúfur FYRSTU vélstjórarnir sem setja upp embættishúfur sínar við út- skrift. Óiíkt hvítum kollum stúdentanna er þessum húfum ætlað að vera daglegt höfuðfat starfandi vélstjóra á skipum til sjós og í orku- verum í landi. Brautskráning frá Tækniskóla Islands Morgunblaðið/Bjami Útskrift í Tækniskólanum Á Myndinni sjást f.v. Anna Dóra Guðmundsdóttir, Þórður Höskulds- son og Jóhanna Gunnarsdóttir en þau fengu öll sérstaka viðurkenn- ingu við brautskráningu Tækniskóla íslands sl. laugardag. TÆKNISKÓLI íslands brautskráði í vor 74 nemendur. Þrír nemend- ur, sem voru brautskráðir, fengu sérstaka viðurkenningu fyrir loka- verkefni sín. Rektor skólans, Guðbrandur Steinþórsson, sagði meðal annars í ávarpi sínu að nýútskrifuðum tæknifræðingum hefði geng- ið allvel að fá vinnu þrátt fyrir erfitt ástand á vinnumarkaðinum. Prófí í raungreinadeild luku 32 en próf þaðan veitir réttindi til að hefja nám í tæknifræðideildum skólans og einnig í verkfræðideild Háskóla íslands. Þrír luku bygging- ariðnfræði, einn rafmagnsiðnfræði og sjö iðnrekstrarfræði. Fyrsta hluta í rafmagnstæknifræði luku níu og einn nemandi lauk fyrsta hluta í véltæknifræði. Sex nemend- ur luku byggingartæknifræði og fimmtán iðnaðartæknifræði. Viðurkenningar Útflutningsmarkaðsfræði er nýtt þriggja anna viðbótarnám í Tækni- skólanum og var útskrifað úr því í fyrsta sinn í ár. Þrír nemendur luku prófí í því námi og fengu þeir allir sérstaka viðurkenningu frá Útflutn- ingsráði fýrir lokaverkefni sín. Jó- hanna Gunnarsdóttir fékk viður- kenningu fyrir verkefni um mark- aðsmöguleika fiskafurða, sem unn- ar eru úr hráefni, sem annars mundi ónýtast. Þórður Höskuldsson fékk viðurkenningu fyrir verkefni um markaðssetningu á vélhjólaferðum um ísland. Loks fékk Anna Dóra Guðmundsdóttir viðurkenningu fyr- ir verkefni, sem hún vann með Berglindu Söbech, en Berglind er í lengra námi. Verkefnið fjallaði um markaðssetningu á vörum, sem unnar eru úr Bláa lóninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.