Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 42
MöfiötíNBLAÐfíj 'MSTUBá'GLÍÉ' 'L JONI' Tm' 42" félk f fréttum LANDKYNNING Islenskur fiskur kynntur í Lúxemborg Eigendur Arctic Fish í Lúxem- borg, hjónin Dagný Her- mannsdóttir og Páll Axelsson, stóðu nýlega fyrir kynningu á íslenskum fiski í samráði við Flugleiðir og rafmagnsveitu Lúxemborgar, Ce- gedel. Kynningin fór fram dagana 15.-23. maí í Foire de Luxembourg á árlegri vörusýningu sem nú var haldin í 62. sinn. Sýningunni var þannig háttað að Cegedel lagði til eidhúsaðstöðu og bauð fulltrúum níu þjóða að kynna matargerðarlist sína. Hver þjóð fékk einn dag til umráða. Laugar- dagurinn 22. maí kom í hlut Arctic Fish og var þá kynntur íslenskur fiskur. Til þess var fenginn Rúnar Marvinsson matreiðslumaður og sá hann, ásamt aðstoðarfólki, um að útbúa og matreiða fyrir gesti og gangandi allan laugardaginn. A boðstólum var saltfiskstappa með rúgbrauði, steiktur steinbítur og karfí. Kynningin þótti takast vel og reyndist ágætlega sótt. Ekki bar á öðru en gestum hafi vel líkað mat- seldin; á þeim átta klukkustundum sem kynningin stóð komu um 3300 manns við í eldhúsinu hjá Rúnari og innbyrtu tæp 200 kíló af fisk- flökum. Rúnar Marvinsson við hlóðirnar I Lúxemborg. Hér gefur að líta húsakost Olivíu Newton John og Rod Stewart. FASTEIGNIR Engin smásmíði Húsakostur stórstjarnanna hefur ekki hlotið sömu athygli og klæðnaður þeirra en þegar þau mál eru skoðuð sést að þar er glæsileik- inn engu minni. Nýverið festi söng- og leikkonan Olivia Newton John kaup á rúmgóðu einbýlishúsi í Malibú í Bandaríkjunum og kostaði það litlar 500 milljónir íslenskra króna. Olivía skákaði þar með rokk- söngvaranum og Skotanum Rod Stewart sem eyddi aðeins um 420 milljónum í húsakost sinn í Bel Air í Kaliforníu. Byggingarstarfsemi Skotans hefur gengið snurðulaust fyrir sig en það sama verður ekki sagt um starfssystur hans. Ólivía hefur átt í nokkrum útistöðum við nágranna sína í Malíbú sem þykir alveg nóg um umfang hússins. Þykir þeim sem hún færist fullmikið í fang og bygg- ingin skyggi um of á húskofa ná- grannanna. Hafa þeir á orði að hvorki stjórstjarna eða nokkur ann- ar eigi að komast upp með slíka umhverfismengun. TÓNLIST Páll Axelsson og Dagný Hermannsdóttir við einn íslensku sýningar- básanna á Forie de Luxembourg. Til sölu Vs. Sjávarborg GK-60, TFFO (1586) með aflaheimildum eða án aflaheimilda Skipið er talið vera 452 brúttórúmlestir að stærð, smíðað úr stáli árið 1981 (það er talið smíðaár, en er í raun smíðalok). Aðalvél skipsins er af gerðinni Wichmann 1800 hö. frá 1977. Skipið er nú í Reykjavíkurhöfn og verður selt í því ástandi sem það nú er í án veiðarfæra. Tilbjóðend- ur eru sérstaklega hvattir til þess að kynna sér athugasemdir Siglingamálastofnunar, sem selj- andi bætir ekki úr. Aflaheimildir eru þessar: Tegund: Hlutdeild % Magn á þessu fiskveiðiári: Ónotað: aflamark: Þorskur 0,0638465 93.267 kg 6.082 kg. Ýsa 0,0755220 36.673 kg 4.101 kg. Ufsi 0,0703413 49.914 kg 4.914 kg. Karfi 0,0907529 91.025 kg 16.506 kg. Gráiúða 0,0033711 896 kg 1.055 kg Skarkoli 0,0004765 55 kg 63 kg Loðna 2,0735486 17.004 tonn (3.718 tonn) Úthafsrækja 0,2802130 112.085 kg 21.978 kg Tilboðseyðublöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs á Suðurlandsbraut 4 (fást einnig send) og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merktum „Sjávarborg" og skulu hafa borist skrif- stofu sjóðsins eigi síðar en 21. júní nk. kl. 13.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fískveiðasjóðs í síma 679100 og hjá eftirlitsmanni sjóðsins, Valdimari Einarssyni, í síma 33954. Fiskveiðasjóður íslands. Barnadjass í Ráðhúsinu Ungir og upprennandi djassleik- arar komu saman í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 29. maí. Uppákoman var liður i RúRek djasshátíðinni og vakti töluverða athygli. Þijár hljómsveitir komu fram og báru þær nöfnin Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur, Bossa Nóva band Tónlistarskólans á Sel- tjarnarnesi og Barnadjasssmiðja Stefáns S. Stefánssonar. Djass- sveitirnar léku í klukkustund og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var einbeitingin mikil. Ungur trymbill lemur húðirnar á tónleikum djass- geggjaranna. '' 'S Efnilegir djassleikarar I léttri sveiflu i Ráðhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.