Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 KORFUKNATTLEIKUR Vonbrigði en erekkibúið Snæfell fer í Evrópukeppni Keflavík og Haukar verða einnig með 3. verðlaun: Ferð að verðmæti kr. 20.000- Ferðir eru algerlega að frjálsu vali. Gildistími er 1 ár. Má t.d. nota sem greiðslu upp í fjölskylduferðina. Úrvals leysiprentari frá Hewlett-Packard fyrir þá sem fara holu í höggi á 9. braut. Sömu verðlaun með og án forgjafar. Þrenn holuverðtaun. Skráning föstudag 4. júni kl. 17-21 og laugardag 5. júní kl. 15-21, í síma 92-68720. Kylfingar athugið! Þetta er aðeins byrjunin á stórglæsilegri Bláalónsmótaröð golfklúbbanna á Suðurnesium. 20 fyrstu sætin í hverju móti, bæði með og án forgjafar, gefa stig í keppninni um titifinn Bláalónsmeistari 1993. Verið meðfrá upphafi. HITAVEITA SUÐURNESJA im HEWLETT PACKARO -----;--;——---—---UUUOUID hpA Islaimdi hf Hö/dobokka O. Hoyk/ovík. llml loi/ 671000 Frú niilffulfíikn lil vfímh'iku - sagði Patrick Ewing hjá New York eftir ósigur gegn Chicago Buils á heimavelli CHICAGO BULLS sigraði New York i fimmta leik liðanna í úrslitakeppni austurstrandarinnar sem fram fór í New York f fyrrinótt, með þriggja stiga mun, 94:97. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Chicago, því til þess að halda í vonina um þriðja NBA titilinn í röð þurfti Chicago einn sigur á útivelli gegn New York. Chicago hefur nú yfir 3:2, og getur tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar með sigri á heimavelli í nótt. Þetta er ekki búið,“ sagði Patrick Ewing leikmaður New York eftir leikinn. Pat Riley þjálf- ari New York var ómyrkur í máli og sagði að þeir þyrftu að horfast í augu við að þeim væri stillt upp við vegg. „Það er mjög sárt að tapa þessum leik,“ sagði Riley. Þetta var fyrsti tapleikur New York í 28 síðustu leikjum á heima- velli og jafnframt fyrsti útisigurinn í viðureign liðanna. Frábær sprettur Jordans Leikurinn var hnífjafn og í hálf- leik hafði New York yfír, 56:55. Það var einkum frábær leikur Mic- haels Jordan í síðari hálfleik sem skóp sigur Chicago. Á fjórtán mín- útna kafla í þriðja og fjórða leik- hluta tók hann öll völd í sókninni hjá Chicago og gerði sautján stig í röð. Stórleikur Jordans færði Chicago átta stiga forystu, 77:85, en góður sprettur New York minnkaði hann niður í eitt stig, 87:88. Lokamínútan í leiknum var æsi- spennandi. Staðan var 94:95 Chicago í vil þegar rúmar 50 sek- úndur voru eftir. Ewing varði skot frá Stacy King er 28 sekúndur voru eftir, Charles Smith fékk bolt- ann undir körfu Chicago en þijú skot hans undir körfunni voru var- in, Jordan náði síðan að stela bolt- anum og það var síðan B.J. Arm- strong sem fékk boltann og lagði hann ofan í körfu New York, og tryggði Chicago þar með þriggja stiga sigur. „Við vorum í jafnvægi allan tím- ann, stjórnuðum hraðanum og héldum forystunni nær allan leik- inn,“ sagði Phil Jackson þjálfari Chicago eftir ieikinn. „Þetta var 48 mínútna eltingaleikur fyrir þá.“ Möguleikar New Yorfc minni Sjötti leikurinn verður í Chicago í nótt og geta heimamenn með sigri tryggt sér sæti í lokaúrslitin. Möguleikar New York á því að komast í úrslit NBA-deildarinnar eru óneitanlega minni en liðið hef- ur ekki komist í úrslit í tuttugu ár, síðan 1973. Chicago á hins vegar góða möguleika á því að komast í úrslitin, og sigri liðið þar verður það þriðja liðið sem náð hefur þeim árangri að vinna titlinn þijú ár í röð. Patrick Ewing var stigahæstur í leiknum með 33 stig. Michael Jordan gerði 29 og átti 13 stoð- sendingar og tók 10 fráköst. „Lyk- illinn að þessum þremur sigrum í röð er að við höfum öðlast sjálfstra- ustið á ný eftir tvö fyrstu töpin og höfum náð tökum á fráköstun- um,“ sagði Scottie Pippen, sem skoraði 28 stig og tók 11 fráköst. Chicago tók í fyrsta sinn í úr- slitaviðureignum liðanna fleiri frá- köst en New York, 48 á móti 37. Vítaköstin gengu líka illa hjá New York, liðið skoraði aðeins 20 stig úr 35 skotum af vítalínunni. „Við hefðum unnið þetta auðveldlega hefðum við skorað úr vítaskotun- um. Við erum auðvitað vonsvikn- ir,“ sagði Patrick Ewing þungur á brún eftir leikinn. Reuter Jordan frábær Mlchael JordanJelkmaAur hjá Chlcago Bulls, æðlr hér fram- hjá John Starks, leikmannl New York Knlcks, í lelknum í fyrri- nótt. Jordan sýndi frábæran leik á fjórtán mínútna kafla í þriðja og fjórða leikhluta, gerðl þá sautján stlg í röð og átti stóran þátt í slgrl Chlcago. Hann skoraðl alls 29 stig, áttl 13 stoðsendlngar og tók 10 fráköst. Sterkir mótheriar Islenska drengjalandsliðið, sem keppir í tólf þjóða úrslita- keppni Evrópukeppni drengja- landsliða í Tyrklandi í ágúst, dróst gegn sterkum mótheijum í riðli A; Ítalíu, Tyrklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi. Unglingalandsliðið, sem er skipað sömu leikmönnum, leikur í milliriðli EM í Þýskalandi. Þjóð- irnar í millirðilinum ásamt íslandi er Slóvenía, Þýskaland, Lettland, Rúmenía. Þijár efstu þjóðirnar komast í úrslitakeppni, sem verð- ur á næsta ári. Körfuknattleiksdeild Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að senda inn umsókn vegna Evrópu- keppni bikarhafa í haust, en liðið ávann sér rétt til þátttöku með því að hafna í öðru sæti í bikarkeppn- inni s.l. vetur, þar sem bikarmeist- arar Keflavíkur urðu einnig íslands- meistarar. Þetta verður í fyrsta sinn, sem Snæfell tekur þátt í Evr- ópukeppni. Keflvíkingar taka þátt í Evrópu- keppni félagsliða, en þeir hafa einn- ig hug á að vera með í Norður-Evr- ópumóti félagsliða karla og kvenna. HLAUP Keflvíkingar ætluðu að vera með í síðar nefnda mótinu um síðustu áramót, en ekkert varð af þátttöku. Haukar, sem léku til úrslita um íslandsmeistaratitilinn, hafa einnig ákveðið að nýta rétt sinn og taka þátt í Evrópukeppni félagsliða. Það verður í fyrsta sinn, sem þeir verða með í þeirri keppni, en félagið tók þátt í Evrópukeppni bikarhafa 1985. Umsóknarfrestur rennur út 22. júní, en dregið verður í 1. umferð allra mótanna í byijun júlí. Akraneshlaup í annað sinn Akraneshlaup verður haldið í annað sinn laugardaginn 12. júní og hefst það klukkan tólf á Akratorgi. Þijár vegalengdir verða í boði, 3,5 km sem er lítill hringur í bænum, 10 km - stór hringur í bænum - og 21 km, hálfmaraþon um bæinn og næsta nágrenni. Veitt verða verðlaun fyrir sigur í 10 km hlaupi og hálfmaraþoni í öllum flokkum, auk þess sem ferðavinn- ingur er í boði fyrir besta tímann í karla og kvennaflokki í hálfmara- þoni. Auk þess verður dregið úr rásnúmerum um ferðavinning. Skráning í hlaupið er hjá Ferða- málafulltrúa á Akranesi, og á skrif- stofum Samvinnuferða-Landsýnar. Einnig er hægt að skrá sig í íþrótta- miðstöðinni í Borgamesi. Skrán- ingu lýkur 10. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.