Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 52
k LÉTTÖL J nr Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAQloALMENNAR MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK StMI 691100, StMBRÉF 691191, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Samskipti bandarískra og íslenskra stjórnvalda í hvalamálinu Afsökunar beðist á ummælum Þorsteins STARFANDI utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson, taldi sig í síðasta mánuði nauðbeygðan til þess að biðjast í reynd afsökunar á ummæl- um Þorsteins Pálssonar um Bandaríkjaforseta í samtali við starf- andi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Morgunblaðið hefur upp- lýsingar um að afsökunarbeiðni íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin til greina. „Mér er ókunnugt um það að beðist hafi verið afsökunar fyrir mína hönd á ummælum mínum,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins gekk Jón Sigurðsson, sem gegndi embætti utanríkisráð- herra í fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar, á fund starfandi sendiherra Bandaríkjanna, eftir að utanríkisráðuneytinu höfðu borist formleg mótmæli bandarískra yfir- valda, vegna ummæla Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn sagði m.a. í sjónvarps- viðtali að Bill Clinton Bandaríkja- forseti hefði horft á of margar mafíukvikmyndir. „Það getur enginn beðist afsök- unar á ummælum mínum annar en ég sjálfur," sagði Þorsteinn Pálsson við Morgunblaðið. Ekki stefna ríkisstjórnarinnar Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun Jón Sigurðsson jafnframt hafa tekið skýrt fram við starfandi sendiherra Bandaríkj- anna að ummæli Þorsteins endur- spegluðu á engan hátt stefnu ríkis- stjómar íslands. Eftir að þessi samskipti ís- lenskra og bandarískra stjómvalda höfðu farið fram, var fallið frá fyrirætlunum um að halda fund íslenskra og bandarískra stjóm- valda um tvíhliða vamarsamning ríkjanna og framtíðarfyrirkomulag herstöðvarinnar í Keflavík, en til stóð að hann að yrði haldinn fyrir 20. maí sl. Fundur embættismanna banda- rískra og íslenskra stjórnvalda hef- ur nú verið ákveðinn og verður hann hér í Reykjavík nú á mánu- dag og þriðjudag, þann 7. og 8. júní. Sjá miðopnu: „Stjórnarand- staðan á leik“ Brenndist á geymasýru GEYMASÝRA skvettist yfir ungan mann sem var að störfum i Hval- firði í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild i Reykjavík þar sem hugað var að meiðslum hans. Maðurinn var að vinna í malar- vinnslu skammt frá gömlu Hvítar- nesbryggjunni þegar atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum. Mun hann hafa verið að tengja á milli raf- geyma, þegar annar þeirra sprakk. Maðurinn fékk yfir sig sýru úr geyminum, en hann var fljótur að skola hana af sér með vatni. Hann var einn á vinnusvæðinu og óskaði strax aðstoðar. Neyðarbíll slökkvi- liðsins í Reykjavík sótti manninn. MorgunDiaoio/Kinar raiur Fundu sprautu í ruslatunnu BJÖRG og Atli með sprautuna sem þau fundu í ruslatunnu. Stakk sig til blóðs LÍTDL stúlka, Björg Ásgeirsdóttir, sem er að verða 9 ára, varð fyr- ir þeirri óskemmtilegu reynslu að stinga sig á einnota lyfjasprautu sem hún og féiagi hennar, Atli Skúlason, sjö ára, fundu f rusla- tunnu skammt frá heimili þeirra i gærdag, en þau eiga heima við Óðinsgötu f Reykjavík. Sprautan, sem lá ein og sér ofan á rusli í tunnunni, var merkt sem insúlinsprauta. Steinunn Ásgeirsdóttir, móðir Bjargar, sagði að bömin hefðu verið að leik úti í garði í námunda við heimili sitt, þegar þau fundu sprautuna og var nál í henni. Sprautuna hafí þeim Björgu og Atla þótt upplagt að nota í læknis- leik, en ekki vildi betur til en svo að Björg stakk sig til blóðs á nál- inni. Um leið og óhappið uppgötv- aðist var farið með hana á siysa- deild Borgarspítalans til skoðunar. „Okkur var sagt að hætta á smiti, HIV eða lifrarbólgusmiti, væri lítil og læknirinn sem tók á móti henni ítrekaði við mig í gær- kvöldi að Iíkur á alvarlegu smiti væru hverfandi. Mér leið betur að heyra það, en þetta er samt óhugn- anlegt og það er alltaf einhver ótti í manni,“ sagði Steinunn. Hún taldi nokkuð víst að einhver sem leið átti um hafi fleygt sprautunni. HÉRAÐSDÓMUR Reylgavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð ríkis- skattanefndar, sem hafði heimilað útgerðarfélaginu Hrönn hf á Isafirði að færa kaupverð lang- tímakvóta að fullu til gjalda f rekstrarreikningi á því ári sem kaupin áttu sér stað. í niðurstöð- um Héraðsdóms segir að dómur- inn Ifti svo á að með kaupum á langtfmakvóta hafl fyrirtækið öðl- ast réttindi sem falli undir eignar- hugtak 73. greinar laga um tekju- "og eignarskatt enda sé aflahlut- deildin bæði varanlegt og verulegt verðmæti. Samkvæmt niðurstöð- um dómsins ber að eignfæra keyptan Iangtímakvóta og af- skrifa um 20% á ári. Ásgeir Guðbjartsson eigandi Hrannar hf sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær búast við að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar en verði niðurstaða Héraðsdóms staðfest hefur það í för með sér veru- lega skattahækkun. ,, í niðurstöðum dómsins segir eins og að framan greinir að keyptur langtímakvóti teljist til réttinda er falli undir eignarhugtak 73. greinar skattalaga en samkvæmt henni skal telja til skattskyldra eigna allar fast- eignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi, hvort sem eignimar gefa arð eða ei. Mjólkurkvóti eignfærður í Héraðsdómi var í gær einnig kveðinn upp dómur um að með full- virðisrétt í mjólkurframleiðslu skuli fara sem hann væri eign í skilningi fyrrgreinds ákvæðis skattalaga. Sjá fréttir bls. 22 og 23 Sumarblómin sett niður á sólskinsdegi Á HVERJU sumri eru settar niður stjúpur í blómabeð í kirkjustöllunum á Akureyri, vegfarendum til yndisauka og notuðu þessar stúlkur sólríkan gærdaginn til þeirra stárfa. Erlendur ferðamað- ur ígildi tonns af þorski GJALDEYRISTEKJUR af hveijum erlendum ferða- manni eru nær því þær sömu og það sem við fáum fyrir hvert tonn af þorski. Til að vega upp á móti 50 þúsund tonna minnkun þorskafla þarf því um fimmtíu þúsund erlenda ferðamenn til viðbótar. Til er í landinu flutningsgeta, gistirými og flest það sem þarf til að þjóna þeirri við- bót en nokkuð þarf að fjár- festa í afþreyingu, vöruþró- un og markaðssetningu. Þetta kemur fram í grein eftir Magnús Oddsson, mark- aðsstjóra Ferðamálaráðs í Morgunblaðinu í dag. Magnús bendir á að í ferðaþjónustu sé ekki annar kvóti en takmörk landsins og fjárfestinganna, þar sem enn sé gott borð fyr- ir báru. Og „ferðamannastofn- inn“ fari vaxandi öfugt við þorskstofninn og því sé spáð að hann tvöfaldist á næstu 20 árum. Magnús Oddsson minnir á að Ferðamálaráð hafí bent á að með tiltölulega litlum fjár- festingum megi auka fjölda erlendra ferðamanna svo þeir verði 100 þúsundum fleiri árið 2000 en nú er. Sjá Daglegt líf bls. 8. Héraðsdómur breytir úrskurði ríkisskattanefndar um skattameðferð veiðikvóta Langtímakvóti fellur und- ir eigiiarliugtak skattalaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.