Morgunblaðið - 09.06.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 09.06.1993, Síða 1
56 SIÐUR B/C 127. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðargæsluliðar vitni að stríðsglæpum í Bosníu Grænlend- ingarmoka upp rækju Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSK rækjuveiðiskip streyma nú suður fyrir Grænland á ný rækjumið við Nýfundnaland. Þar veiðist vel og veiðin ekki háð neinum kvóta því þar hefur rælqa ekki verið veidd áður. Grænlensk rækjuveiðiskip hafa veitt á nýju miðunum undanfarið og fara góðar sögur af afla. Viku- veiðin hefur verið um 400 tonn af góðri rækju. Slóðin hefur hingað til verið þekkt sem þorskveiði- svæði. Grænlendingarnir munu flestir landa á Nýfundnalandi þar sem þangað er mun styttri sigling með aflann. Auk grænlenskra skipa eru færeysk og dönsk rækjuskip á leið á þessi mið. Sjá „Rækjumok á Flæmska hattinum“ á bls. C3. Garbo eínmana einfari London. Reuter. SÆNSKA leikkonan Greta Garbo þoldi ekki einsemdina en hataði jafn mikið að vera á meðal fólks. Kemur þetta fram í 66 bréfum sem hún skrifaði og seld voru á upp- boði í London í gær. Bréfin voru seld fyrir 26.450 pund, jafnvirði 2,6 milljóna króna, en þau skrifaði hún vin- konu sinni Salka Viertel, hand- ritshöfundi í Hollywood. Garbo dró sig í hlé árið 1941 er hún stóð á hátindi frægðar sinnar en hún lést árið 1990 á heimili sínu í New York 84 ára aðaldri. í bréfunum verður Garbo tíð- rætt um óhamingju sína og ein- semd, þráhyggju vegna veik- inda en lætur í ljós löngun til þess að líf hennar öðlist ein- hvern tilgang. „Ég hef látið mig hverfa inn í víðáttur til- breytingaleysisins. Ég er í raun og veru fangi því enginn má komast að því að ég er hér,“ segir í einu bréfanna sem eru skrifuð á árunum 1932-1973. Króatar á flótta ÞÚSUNDIR króatískra íbúa smábæja í nágrenni borgarinnar Travnik flýðu heimkynni sín í gær vegna árása hersveita múslima. Grátandi kona býr sig undir að stíga upp á vörubíl sem flutti flóttamennina burt. Múslimar skjóta á óbreytta borgara Lúxemborg, Stokkhólmi, Sarajevo. Reuter. BRESKIR friðargæsluliðar í Bosniu sögðust í gær hafa orðið vitni að því er múslimskir hermenn skutu til bana óbreytta króatíska borgara. Gengu múslimarnir hús úr húsi og skutu fólk. „Þeir sáu fólk drepið með köldu blóði. Þegar þeim var ljóst hvers konar grimmdarverk var að eiga sér stað létu hermennirnir til skarar skríða til að stöðva það,“ sagði heimildamaður úr röðum friðargæslu- liða Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Herma heimildir að Bretunum hafí tekist að forða um 170 Króöt- um frá múslimunum, sem voru þrjá- tíu talsins. Var fólkinu safnað sam- an í kirkju og haft samband við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna til að flytja það á öruggan stað. Friðargæsluliðar SÞ segja að múslimar hafi „hreinsað" fímm króatísk þorp, Brajcoviki, Grahovic, Bukovica, Radojcici og Maline, af Króötum. Friðaráætlun að engu? Owen lávarður, samningamaður Evrópubandalagsins í friðarviðræð- unum um Bosníu, sagði í gær ólík- legt að Bandaríkjamenn myndu senda herlið til Bosníu til að tryggja framgang friðaráætlunarinnar, sem samþykkt var í síðasta mánuði. Sagði hann nauðsynlegt að evrópsk ríki myndu mjög fljótlega gefa upp hvort þeim myndi takast að senda nægilega marga hermenn til Bosníu í ljósi þess að Bandaríkjamenn myndu líklega enga menn senda. Helst þyrfti þetta að koma fram á leiðtogafundi EB, sem haldinn verð- ur í Kaupmannahöfn 21.-22. júní. Sagði Owen að gætu Evrópubúar ekki uppfyllt þessa kröfu væri best að viðurkenna það án undanbragða. Til greina kæmi að óska eftir sveit- um frá ríkjum utan Evrópu, m.a. frá ríkjum múslima. Owen sagði einnig að átök síð- ustu daga milli múslima og Króata væru vísbending um að friðaráætl- unin væri að verða að engu. Mætti ekki síst kenna þar um að Vestur- lönd hefðu í raun viðurkennt land- vinninga Serba. Sænska þingið samþykkti í gær tillögu frá ríkisstjórninni um að senda allt að þúsund sænska her- menn til Bosníu, færi SÞ fram á það. Pierre Schori, talsmaður Jafn- aðarmannaflokksins í utanríkismál- um, sagði að Evrópubúar væru tengdir þjóðum fyrrverandi Júgó- slavíu. „Hlutleysi eða afskiptaleysi kemur ekki til greina,“ sagði Schori. Svíar hafa tekið þátt í fjölmörg- um öðrum friðargæsluverkefnum á vegum SÞ en margir þingmenn létu i ljós ótta um að Bosnía kynni að reynast hættulegra verkefni fyrir hermennina en mörg önnur. Frakkar gefa eftir Lúxemborg. Reuter. EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) samþykkti formlega í gær viðskiptasam- komulag við Bandaríkin sem talið er að greiða muni fyrir lokagerð samninga um afnám tolla og hindrana í alþjóðaviðskiptum, svonefnds GATT-samkomulags. Það sem gerði EB kleift að stað- festa samkomulagið við Bandaríkin var að Frakkar gáfu eftir og sam- þykktu ákvæði um takmörkun fræ- olíuframleiðslu. John Major forsætisráðherra Breta fagnaði hugarfarsbreytingu Frakka og sagði að nú hefði mikil- vægum hindrunum fyrir gerð GATT- samkomulags verið rutt úr vegi. Franskir ráðherrar gáfu í skyn að Reuter þeir hefðu náð fram mikilvægum tilsiökunum gegn því að fallast á samkomulagið; loforðum um að ak- urlendi til olíukornræktar yrði skipt milli allra aðildarlandanna. Arthur Dunkel, framkvæmda- stjóri GATT, fagnaði samkomulagi EB og Bandarikjanna í gær og sagð- ist bjartsýnn á að ljúka mætti gerð GATT-samkomulags fyrir næstkom- andi áramót. Sameining orðin að veruleika í Færeyjum Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magn- ussen, fréttaritara Morgnnblaðsins. TILKYNNT var í gær að ákveðið hefði verið að stofna fiskvinnslu- fyrirtæki, sem tæki yfir rekstur allra eða flestra frystihúsanna i Færeyjum. Skuldum aflétt í fréttatilkynningu sem gefin var út í gær kemur fram að samkomu- lag hafi náðst milli fjármögnunar- sjóðsins, sem stofnaður var í fyrra, og allra helstu lánardrottna um fjár- hagslega endurskipulagningu fisk- vinnslunnar að upphæð 650 milljón- ir danskra króna, jafnvirði 6,6 millj- arða íslenskra króna. í því felst meðal annars að létta skuldum af fiskvinnslufyrirtækjunum upp á 550 milljónir danskra króna, rúma 5,5 milljarða íslenskra. Andstaða Stjórnendur margra frystihúsa hafa verið andvígir hugmyndinni um sameininguna og sagt að einok- unarfyrirtæki minnki samkeppnis- hæfnina á mörkuðum erlendis. Samkvæmt tilkynningunni í gær er gert ráð fyrir því að frystihúsin geti valið um hvort þau verði með í sameiningunni, en í Færeyjum er almennt álitið að erfitt verði fyrir þau að halda sig utan við fyrirtækið. Ekkert lát á íkveikjum í Þýskalandi Bonn. Reuter. KVEIKT var í húsum útlendinga í Þýskalandi í fyrrinótt. Ikveikj- urnar eru sagðar vel skipulagðar, brennuvargamir ve(ji aðallega hús þar sem konur og börn búa. Kveikt hefur verið í á hverri nóttu frá því fimm tyrkneskar konur og börn voru myrt í Solingen 29. maí. Fjórtán Tyrkir voru fluttir á sjúkra- hús í Wúlfrath í fyrrinótt vegna reyk- eitrunar. Ennfremur var kveikt í húsi tyrkneskra fjölskyldna í Frank- furt, eldur lagður að veitingahúsi í Hamborg og veitingahúsi og íbúð tyrkneskrar fjölskyldu í Oberhausen- Rheinhausen. Kærkomin hádegishressing TVÍBURARNIR Rósa og Lísa teyga stórum úr pelunum sínum í Regents Park í Lundúnum. Systurnar hafa að öllum líkind- um verið sólhöttunum og svala- drykknum fegnar enda fór hitinn hátt í 30 gráður í Lundúnum í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.