Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 3 Stjórnarandstaðan tilbúin til samráðs en hafnar forsendum forsætisráðherra Ekkert verður úr sam- ráði um efnahagstiUögur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að hugmyndir um samráð við stjórnarandstöðuna um gerð efnahagstillagna vegna slæmrar stöðu sjávarútvegsins, séu úr sögunni og ríkisstjórnin muni vinna að málinu upp á eigin spýtur. Stjórnarandstaðan hefur lýst sig til- búna til samráðs, en á öðrum forsendum en forsætisráðherra hafði lagt til. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja viðræður forystumanna allra stjórnmálaflokkanna og að Alþingi verði kallað saman nú í mánuðinum. Þetta kallar forsætisráðherra fyrirslátt. „Það er mat allra í ríkisstjórninni að með þessu sé verið að hafna þessu, þrátt fyrir orðalagið," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Talsmenn stjómarandstöðunnar sögðu á blaðamannafundi í gær að þeim hefði verið ætlað að skipa fulltrúa í „blandaða nefnd“ embætt- ismanna og stjórnmálamanna, en stjórnarflokkarnir hefðu ekki ætlað að eiga fulltrúa í nefndinni. Slíkri samsetningu nefndarinnar hefði verið hafnað í bréfi til ríkisstjómar- innar. Davíð Oddsson sendi stjórnar- andstöðunni svarbréf að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, þar sem hann segist harma að stjórnar- andstöðuflokkarnir þiggi ekki boð sitt um „að vinna ásamt stjórnar- flokkum og stærstu aðilum vinnu- markaðar að undirbúningi erfiðra ákvarðana“. Þátttaka á frumstigi Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið að svör stjórnarandstöðunnar hefðu komið á óvart. „Þeir höfðu viðrað svona sjónarmið í þeim við- ræðum, sem ég átti við þá, en það var útskýrt af minni hálfu að þetta væri ekki hugmyndin. Hugmyndin var að gefa mönnum kost á að taka þátt í þessari vinnu á frumstigi," sagði Davíð. „Sh'kt hefðf verið lík- legra til að ná einhverri samstöðu um niðurstöðuna á síðari stigum." Forsætisráðherra orðaði það svo að ekki hefði verð ætlunin að hefja „stjórnarmyndunarviðræður for- ystumanna flokkanna". Hins vegar hefði ekki verið um það að ræða að skipa annars vegar embættis- menn í nefndina og hins vegar stjórnmálamenn frá stjómarand- stöðunni. „Þetta hefðu getað orðið hvers konar fulltrúar sem þeir vildu tilnefna og svo ráðherrarnir, sem koma að málinu," sagði Davíð. Hann sagði það flögra að sér að stjómarandstaðan vildi ekki leggja neitt til málanna, „að hún vilji ekki þurfa að taka ábyrgð á erfíðum ákvörðunum, heldur standa utan við og geta gagnrýnt. Það er þeirra mál og látum það vera,“ sagði Dav- íð Oddsson. Sjá bls. 22: „Bréfið „nánast skætingur"...“ Morgunblaðið/Þorkell Annir á smíðavelli MIKLAR annir era á smíðavöllum borgarinnar þessa dagana. Þaðan berast hamarshögg og eins gott að vanda sig við húsbyggingarnar eins og hann Hákon Freyr, sem sveiflar hamrinum hanskaklæddur á vellinum við Melaskóla. Hreindýrum smalað úr húsagarði VAKTHAFANDI lögregluþjón- um á Egilsstöðum barst óvenju- Ieg beiðni þegar óskað var að- stoðar þeirra við að smala sjö hreindýrum úr garði í Fellabæ aðfaranótt mánudags. Jón Þórarinsson, annar lögreglu- þjónanna, hafði eftir garðeigandan- um að dýrin hefðu gert sig heima- komin í garðinum á hverri nóttu um hálfsmánaðar skeið, traðkað niður og étið gróður. Þau hefðu síðan tek- ið sér nokkurt hlé og hefði garðeig- andinn þá notað tækifærið og end- urnýjað eitthvað af plöntunum. Hon- um hefði hins vegar þótt nóg um þegar þau hefðu snúið aftur i fyrri- nótt og ákveðið að leita fulltingis lögreglunnar. Jón hefur verið níu ár í lögregl- unni á Egilsstöðum en aldrei áður þurft að sinna verkefni af þessu tagi. Hann segir að lögreglumennirnir hafí ekki alveg vitað hvernig þeir hefðu átt að bera sig að en að lokum hefðu þeim tekist að hrekja hrein- dýrin úr garðinum og hurfu þau upp í Fell. ♦ ♦ ♦--- Ríkissáttasemjari Biðstaða í viðræðum EKKI hafa verið haldnir samninga- fundir í kjaradeilu Flugvirkjafélags Islands og Flugleiða hjá ríkissátta- semjara frá 27. maí og er ekki búist við að boðað verði til fundar á næst- unni samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu ríkissáttasemj- ara í gær. wo E X VIÐARVÖRN SKAGFJORÐ ii 'j <j d j n o j\ j <3 r u jj í j i D: * WOODEX viðarvörnin frá Hygæa er frábærlega endingargóð og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr acryl- eða olíuefnum. WOODEX MULTITRÉGRUIMNUR er vatnsblendin grunnviðar- vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur stöðugleika hans og endingu. WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar- vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni. WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL þekur mjög vel og er létt að vinna með. WOODEX INTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn. WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum sem nota má innanhúss sem utan. Fæst í flestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land. FYRIR AUGAO-FYRIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.