Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Umsátur vegna sprengjuhótunar í veðdeild Landsbankans við Suðurlandsbraut „Sprengjan“ reyndist óvirkur áburðarkj ;mii KLUKKAN 12 á hádegl í gær barst lögreglunni tilkynning um að maður hefði komið inn á veðdeild Landsbankans við Suðurlands- braut, tilkynnt að hann hefði sprengiefni meðferðis og óskað eftir viðtali við forstöðumann stofnunarinnar. Maðurinn var með skjalat- ösku og lá vír úr töskunni í rofabúnað á líkama mannsins og þótti því ástæða til að ætla að um hættuástand væri að ræða. Maðurinn óskaði eftir að ná tali af fréttamanni frá Stöð 2 til að taka við sig viðtal um stefnu Bandaríkjastjórnar í hvalveiðimálum en maðurinn hafði meðferðis yfirlýsingu á þremur blaðsíðum um þau efni. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er lögreglu ekki kunnugt um að maðurinn hafi afdráttarlaust hótað að sprengja ef ekki yrði orðið við þessari kröfu hans. Stofnunin var rýmd, en þó urðu tveir starfs- menn veðdeildarinnar eftir í húsinu. Víkingasveit lögreglunnar var send á staðinn auk fjölda annarra lögreglumanna. Athuganir leiddu í ljós að „sprengjubúnaður“ sá sem maðurinn var með var túnáburður- inn kjami án íburðarefnis og hvell- hettubúnaðar, þannig að útilokað er að sprenging hefði getað hlotist af, að sögn Jóns Bjartmarz, aðal- varðstjóra. í bíl mannsins við húsið fundust tæp 50 kíló af kjama. Nota má kjama til að búa til sprengjur með ákveðnum aðferð- um. í samtölum lögreglunnar við manninn kom fljótlega í ljós að ekki þætti ástæða til að óttast að hann ynni mikil spjöll með spreng- ingum þar sem hann sló úr og í með áform sín og lagði aðaláherslu á að ná tali af fréttamanni sem þó mátti ekki koma á staðinn með myndavél. Eftir viðræður féllst maðurinn á að koma út og gefa sig lögreglunni á vald, sem hann og gerði, og kom út í fylgd víkinga- sveitarmanna með lambhúshettu á höfði um klukkan hálftvö, eftir hálfs annars tíma setu. Maðurinn, sem er 48 ára gam- all, var færður í yfirheyrslur á lög- reglustöðina. Hann á við geðræn vandamál að stríða og hefur verið undir læknishendi af þeim sökum. Hann verður yfirheyrður af Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna málsins. Eftir því sem næst verður komið er ástæða þess að hann valdi veðdeild Landsbankans til að koma á framfæri mótmælum við hval- verndarstefnu Bandaríkjanna vera sú að hann átti þátt í hönnun húss- ins. Þar sem ástandið var talið alvar- legs eðlis var umferð um Suður- landsbraut stöðvuð milli Vegmúla og Grensásvegar, og lögregla sá um að halda fólki í fjarlægð. Sigríður Ketilsdóttir, afgreiðslu- stjóri, sagði manninn hafa komið Morgunblaðið/Kristinn Gat ekki sprungið Haukur Ásmundsson, varð- sljóri, sýnir hér búnað þann sem maðurinn var með innan klæða og í tösku. inn í deildina, gengið að einni starfsstúlkunni, og spurt hvort „píanóleikarinn" væri við. „Við sem höfum unnið þarna lengur hefðum strax skilið hvað hann átti við, því einn yfirmanna okkar er organisti. En stúlkan, sem er þarna í afleys- ingum, vissi ekki hvað hann var að tala um,“ sagði Sigríður. Tryggvi Hjörvar hjá vanskilainn,- Morgunblaðið/Júlíus Umsátrinu lokið Liðsmenn víkingasveitarinnar leiða á milli sin manninn eftir að umsátrinu lauk. Sett var á hann svört hetta éins víkingasveitar- mannsins áður en hann var fluttur í lögreglubíl. heimtudeild tók á móti manninum og bað hann setjast niður og bíða eftir afgreiðslu, hvað hann og gerði. Tryggvi sagði manninn hafa farið að tala um sprengjur og þess- háttar og hafí hann fært hann til fundar við forstöðumann deildar- innar. Var með rofa í hendinni og vír upp í ermina Jens Sörensen, forstöðumaður veðdeildar Landsbankans, tók á móti manninum á skrifstofu sinni og sat þar ásamt honum og Jóni Péturssyni, skrifstofustjóra, uns lögreglan leiddi manninn á brott. „Maðurinn var rólegur, og við spjölluðum um heima og geima, eins og gert er í afmælum og ferm- ingarboðum," sagði Jens. „Hann tilkynnti mér að hann væri með sprengiefni innan á sér og í tösku sem hann var með á borðinu, og að hann væri með rofa í hendinni. Hann sýndi mér rofa sem hann hafði í lófanum, með leiðslum sem lágu upp í ermina, og með þessu sagðist hann geta sett af stað sprengingu, bæði hér inni og í bíl sínum á stæðinu fyrir utan.“ Jens sagði manninn hafa hneppt frá sér skyrtunni og sýnt sér plast- pakkningar sem hann var með inn- an á sér. „Hann sagði mér að til- efni þessarar heimsóknar væri að vekja athygli á ákveðnum málum, það er hvalveiðibanninu. Hann hafði ákveðnar áætlanir um hvern- ig hann ætlaði að gera það og ósk- aði eftir að við hefðum samband við lögregluna og Stöð tvö. Ég sagði honum að ég skyldi hafa samband við lögregluna, hvað ég og gerði.“ Jón Pétursson, skrifstofustjóri, sagði manninn aldrei hafa hótað neinu illu. „Ég heyrði hann aldrei hóta að sprengja eitt eða annað í loft upp — hann bara sagðist vera með þetta, og ætlaði að ná athygii.“ Friðrík Ólafsson á skákmóti Jafntefli og* tap í fyrstu umferðum FRIÐRIK Ólafsson gerði jafntefli við fyrrum heimsmeistara kvenna, Maju Tsjíburanidze, í fyrstu umferð skákmóts í Vínarborg sem hófst á mánudag. í annarri umferð í gær tapaði hann fyrir Zsuzsu Polgar frá Ungverjalandi. „Ég lék illa af mér í byijun og átti ekki viðreisnar von eftir það,“ sagði Friðrik um skákina við Zsuzsu. Hann sagðist þó vona að þetta væru byijunarörðugleikar sem hann kæmist yfir, en Friðrik hefur ekki teflt á alþjóðlegu skák- móti í áratug. Mótið í Vín er einskonar einvígi sex af sterkustu kvenskákmönnum heims og gamalla meistara en hol- lenskur auðmaður hefur veg og vanda af mótinu. Auk Friðriks tefla Geller, Smyslov, Larsen, Ivkov og Driickstein í liði gömlu meistaranna en kvennaliðið er skipað Sofiu og Zsuzsu Polgar, Tsjúburdanidze, Gallimovu, Arakamiu og heims- meistara kvenna, Xie Jun. Eftir tvær umferðir hafa konurnar fengið 7 vinninga og gömlu meistararnir 5 en alls verða tefldar 12 umferðir. „Það er gaman að sjá gömlu fé- lagana aftur eftir öll þessi ár, og hitta þessar ungu skákkonur sem eru að leggja undir sig skákheim- inn. Það hefði ekki þótt líkleg þróun þegar við vorum upp á okkar besta,“ sagði Friðrik Ólafsson. Fannst látin í Hvítá STÚLKAN sem féll í Hvítá við Húsafell í Borgarfirði í fyrra- kvöld fannst látin á móts við bæinn Þorgautsstaði í Hvítársíðu í gærmorgun, en sá staður er um það bil 25 km neðar í ánni. Stúlk- an hét Brynhildur Jónsdóttir. Brynhildur var 22 ára gömul, fædd 1. september 1970. Hún bjó í foreldrahúsum í Brekkuseli 33 í Reykjavík. Stúlkan dvaldi með foreldrum sínum í sumarbústað í Húsafelli. í fyrrakvöld féll hún í Hvítá þegar hún óð hana. Skammt fyrir neðan slysstaðinn fer áin í þrengsli og er straumhörð. Strax var hafin leit, meðal annars með þyrlu Landhelg- isgæslunnar og einkaflugvél, og tóku björgunarsveitir Slysavarnafé- lagsins og fólk úr nágrenninu þátt í leitinni. Brynhildur Jónsdóttir Dæmi um sparnað með ATLAS: sparnaður! Eftirfarandi dæmi er um hjón í þriggja vikna orlofsferð á Spáni að andvirði 120 þús. kr. Ferðin er greidd a.m.k. 8 vikum fyrir brottför. 6.000 ATLAS - afsláttur af ferðinni + 10.669 Andvirði samsvarandi tryggingapakka + 1.2QO Afsláttur af forfallagjaldi 10.069 5.900 Árgjald - Greitt einu sinni á ári. 14.169 Dæmi mn aiman sparnað með ATLAS; Kortasími Eurocard getur sparað þér há símagjöld á hótelum erlendis. Aðild að Hotel Express International, sem stendur þér til boða gegn greiðslu auka- gjalds, veitir 50% afslátt af gistingu á 4.000 hótelum um allan heim. Sama gildir um klúbbinn One for Two, sem veitir tveimur þjónustu á verði fyir einn á veitingahúsum, hótelum og bílaleigum. Það er sama hvernig þú reiknar dæmið. Það margborgar sig að vera með ATLAS kreditkortið! (Qfíf) flugleidir/SSr skynsemui r*ður ferðinfli7 Upplýsingar og umsóknir má fá hjá ferðaskrifstofum, sökskrifstofum Flugleiða, í öllum bönkum, sparisjóðum og hjá Eurocard, Armúla 28, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.