Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 -14 Barnasöngiir Morgunblaðið/Einar Falur Tónleikar barnakóra prófastsdæmanna voru haldnir á vegum Kirkjulistahátíðar í Langholtskirkju sl. laugardag. Dómkórinn ________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Tónleikar barnakóra prófasts- dæmanna voru haldnir á vegum Kirkjulistahátíðar í Langholtskirkju sl. laugardag. Kirkjumar eru að verða virkir aðilar í tónlistaruppeldi barna og að nokkru farnar að keppa við skólana. Þær kirkjur sem þarna áttu kóra voru Hallgrímskirkja, Háteigskirkja, Seljakirkja, Lang- holtskirkja og Grensáskirkja, auk þess sem Skólakór Kársness tók þátt í þessari sönghátíð bamanna. Fimm kóranna komu fram sér og skiptust kórstjóramir á að leika undir, ásamt nokkrum barnanna, sem léku á flautur og fiðlur, og Eiríki Erni Pálssyni trompetleikara. Á efnisskránni voru íslensk og erlend lög. Barnakór Hallgríms- kirkju, undir stjórn Kristínar Sig- fúsdóttur, hóf tónleikana með sálmi Hallgríms Péturssonar, Vetu Guð, faðir, faðir minn. Þar næst söng kórinn Heilræðavísumar og Eigi stjömum ofar eftir Hans Puls og voru öll lögin mjög vel sungin. Barna- og stúlknakór Seljakirkju, undir stjóm Margrétar Gunnars- dóttur, flutti Lofsyngið Drottni eft- ir Handel og tvo suður-ameríska trúarsöngva, Sancto, sancto og Kyrie, og var töluverð reisn yfir söng kórsins. Kór Kórskóla Langholtskirkju, undir stjóm Jóns Stefánssonar, var mjög góður og auðheyrt að mikil vinna hefur verið lögð í söngþjálfun bamanna, enda mun hlutverk kórs- ins að hluta til byggjast á sam- starfi við aðalkór Langholtskirkju, m.a. með þátttöku í tónleikum hans. Á efnisskránni voru Máríuvers eftir Pál ísólfsson, negrasálmur og Senn kemur vor eftir Kabalevskí. Bamakór Grensáskirkju, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, flutti Ave Maris Stella, sem er úr Piae Cantiones, og Wir eilen, úr Kantötunni Jesu der du meine Seele eftir J.S. Bach. í seinna laginu mátti heyra einstaklega skýra tón- mótun og gaman að heyra þetta erfíða söngverk svona vel flutt, Skólakór Kársness, undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur, er einn af bestu barnakórunum um þessar mundir og flutti hann aldeilis ágætt lag eftir Jakob Hallgrímsson, Ó, undur lífs, er á um skeið, við texta eftir Þorstein Valdimarsson og tón- verkið Salutaris Maria eftir Jón Nordal. Það þarf lítið annað en að hæla þessum ágæta kór, sem ásamt öðrum þeim kórum er stóðu að þess- ari góðu söngskemmtan, söng frá- bærlega vel. Barnakór prófastsdæmanna er lýsandi fyrir gróandi starfsemi kirknanna og þarna er í rauninni unnið grasrótarstarf, sem á eftir að skila sér til kirkjunnar, eins og segir í dæmisögunni um þjónana, sem áttu að gæta fjármuna hús- bónda síns. Má segja nú hafi kirkj- an séð að sér og skilji, að enginn ábati er að því að grafa pund sitt í jörðu. Tónleikarnir enduðu með samsöng allra kóranna, er sungu saman fímm sálmalög og tvö þeirra í nýjum raddsetningum. Það var glæsilegur hljómur í þessum fallega hópi, sem á eftir að erfa landið, og það er sannarlega gefandi starf, sem stjómendur kóranna vinna. Þama blasti við tónleikagestum fögur og heillandi framtíðarsýn. Framlag Dómkórsins til Kirkju- listahátíðar, fyrir utan þátttöku í setningarhátíðinni, voru tónleikar í Dómkirkjunni, þar sem flutt voru verk eftir César Franck, Felix Mendelssohn, Siegfried Thiele, Benjamin Britten, Petr Eben, Jakob Hallgrímsson og Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur auk kórsins, undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar, voru Margrét Bóasdóttir sópran, málmblásarakvartett með Ásgeiri Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni, báðum á trompett, svo og básúnuleikaramir Sigurður Þorbergsson og Oddur Björnsson. Fyrsta verkið var 150. sálmur Davíðs eftir César Franck, háróm- antískt verk, þar sem heyra má krómatískt tónferli útfært af mik- illi kunnáttu. Aðstaðan fyrir stóran kór á orgelpallinum er ekki góð en þrátt fyrir það var söngur kórsins og samleikur orgelleikarans ágæt- lega útfærður. Marteinn lék mjög vel tvö verk eftir Mendelssohn, kontrapúnktískt verk, sem ber nafnið Con moto maestoso, og síðan undurfagurt smáverk, Andante tranquillo, sem er einskonar ljóð án orða. Kórinn færði sig um set og söng frá altar- inu lag eftir Jakob Hallgrímsson, Ó, undur lífs, er á um skeið, ágætt lag og mjög vel sungið. Multum facit eftir Thiele er vel unnið verk, en var á köflum svolítið losaralegt í flutningi. Margrét Bóasdóttir söng tvö lög eftir Atla Heimi Sveinsson, það fyrra er Skímarsálmur til Illuga en seinna lagið er í raun sálmur og nefnist In memoriam Ingvar Vilhjálmsson. Skírnarsálmurinn er byggður á fallega ofnum tónlínum um liggjandi tvíundir og var þetta hugþekka lag og sömuleiðis In memoriam mjög vel flutt af Mar- gréti Bóasdóttur. Te deum, í C, eftir Britten er reisulegt verk og í síðasta verkinu, Missa cum popolo eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben naut kórinn sín sérstaklega vel. Missa cum pop- olo er hugsuð með þátttöku safnað- ar en til þess að það geti gengið, þarf að foræfa söfnuðinn, sérstak- lega er varðar innkomur, þrátt fyr- ir að málmblásarakvartettinn leiki með. Söfnuðinum er ætlað að syngja stutt þrástef en á móti syng- ur kórinn mjög skemmtilegan og frjálslega unninn tónvef. Dómkór- inn er í góðu formi og var söngur hans i heild góður, sérstaklega í síðasta verkinu og lagi Jakobs. BMBHHn Nú getur þú eignast amerískar körfuboltamyndir um leið og þú færð þér Ijúffenga, ekta Pizza Hut pizzu. Hver pizza gefur ákveðinn fjölda stiga og þegar þú hefur safnað 8 STI6IIM FÆRÐU RAKKA AF K0RFUB0L1AMYNDUM SEMINNIHELDUR 12 MYNDIR. Svona skorar þú körfur á Pizza Hut: - Lítil pizza gefur 2 stig -Mið pizza gefur4stig -Stórpizza gefur 6 stig - Fjölskyldupizza gefur 8 stig Komdu í körfubolta á Pizza Hut. P|jG6> 41111 Hótel Esja sími 680809 Mjódd simi 682208 Franc Booker skorar glæsilegar körfur og gæðir sér á ekta Pizza Hut pizzum. Fri heimsendingarþjonusta Helstu aðstandendur Óháðu listahátíðar. Óháð listahátíð ’93 700 þátttakendur ÓHÁÐ listahátíð hefst í dag í Reykjavík og er þetta í annað skipti sem hún er haldin. Hátíðin hefur hlotið nafnið Ólétt ’93 en um 700 lista- menn taka þátt í hátíðinni, þar af um 100 myndlistarmenn og um 85 hljómsveitir, og er hátíðin byggð að stærstum hluta upp á ungu fólki. Hátíðin stendur til 27. júní næstkomandi. Hátíðin var fyrst haldin í fyrra- sumar og þá hugsuð sem nokkurs konar mótleikur gegn Listahátíð í Reykjavík. í ár styrkir Reykjavíkur- borg hátíðina um 500 þúsund krónur og Æskulýðsráð hana um 150 þús- und, en ekki er um aðra opinbera styrki að ræða. Að sögn Sveins Ósk- ars Sigurðssonar, fjármálastjóra há- tíðarinnar, hefur samvinna þeirra mörgu aðila sem standa að hátíðinni verið til fyrirmyndar og „kjarninn er frjósamur. Óháð listahátíð verður eitt stórt listaverk, hún varð til í hugarheimi sem við lifum í og fáum nú aðra til að lifa í.“ Fyrr í vor var auglýst eftir þátt- tökuaðilum og fengu allir þeir inn- göngu sem vildu. Þátttökugjald er ekkert en að sögn forráðamanna hátíðarinnar þurfa þátttakendur að leggja fram ómælda sjálfboðavinnu til þess að hrinda henni af stokkun- um. „Með þessu framtaki og þátttöku nýrra listamanna,“ segir Sveinn Ósk- ar, „eykst vonandi sjálfstraust lista- fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Við viljum með há- tíð okkar skapa vettvang þar sem fólk getur komið sér á framfæri." Hátíðin hefst í dag kl. 16.03 þeg- ar frumflutt verður á útitaflinu við Lækjargötu „Slagverksorgía“ á veg- um Regnhlífarsamtaka um almennan spuna. í kynningu hátíðarinnar segir að „um er að ræða spunasamtök sem hafa það markmið æðst í huga að efla samstarf milli listgreina. Allt sem ekki heftir sköpun og hugar- flug, tónlist, myndlist, dans, bók- menntir - í raun er ekki um nein takmörk að ræða í verkefnavali sam- takanna. Hver og einn getur sett fram sínar óskir um eðli hverrar framkomu hópsins fyrir sig, óskað eftir þátttakendum o.s.frv." Síðar í kvöld, eða kl. 20.08 heíjast rokktón- leikar í Faxaskála við Reykjavíkur- höfn, þar sem meðal annarra koma fram hljómsveitimar Todmobile, Reptillicus, Súkkat og „The dum Blonde brunette duet.“ Um hálftíma síðar, eða kl. 20.30 heíjast tónleikar ungra tónskálda í Tjamarsal Ráð- hússins, þar sem m.a. koma fram karlakórinn Silfur Egils. Helga Sig- hvatsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Ragnheiður Haralddsóttir og Helga Jónsdóttir, flautuleikarar, flytja einn- ig Flautufuglinn eftir Elínu Gunnars- dóttur, og Hildigunnur Rúnarsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, sópran- söngkonur, og Sigurður Halldórsson flytja verkið Um ljóð og notendur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, en það er byggt á samnefndu ljóði Stefáns Harðar Grímssonar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.