Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 13 Lok kirkjulistahátíðar Nú er kirkjulistahátíð 1993 lokið og þar átti Páll ísólfsson tónskáld og orgelsnillingur síðasta orðið en Hörður Áskelsson lék orgelverk meistarans á nýja orgelið í Hall- grímskirkju á lokatónleikunum sl. sunnudag. Kirkjulistahátíðin var að þessu mjög bundin við nýja orgelið, því fimm orgelleikarar héldu einleiks- tónleika, auk þess sem frumflutt voru þrjú verðlaunaverk fyrir orgel. Auk lokatónleikanna, þar sem flutt voru öll stærri orgelverk Páls ísólfssonar, flutti Almut Rössler lengsta orgelverk tónbókmenntanna, sem höfundurinn, Olivier Messiaen, nefnir „Bókin um heilagt sakra- menti“. Daniel Roth er mikill orgel- snillingur og flutti hann verk eftir César Franck og Charles M. Widor. Hans-Dieter Möller lék spánska org- eltónlist og Hans Fagius tvö verð- launaverkanna eftir Kjell Mörk Karlsen og Anders Nilsson, auk þess nokkur verk eftir J.S. Bach. Þetta var því stórkostleg orgelveisla og Páll Isólfsson því í góðum félagsskap. Mikið var flutt af góðri kórtónlist og bar þar hæst flutning Mótettu- kórs Hallgrímskirkju á fjórum mót- ettum og Requiem eftir Maurice Duruflé. Aðrir kórar sem komu fram á þessari hátíð voru Safnaðarkór Seltjarnameskirkju, Kór Langholts- kirkju, kór Akureyrarkirkju, Dóm- kórinn, bamakórar prófastsdæ- manna og gestir frá Bærum í Nor- egi. Af upptalningunni er ljóst, að hér er um að ræða meiriháttar tón- listarviðburð, sem mun er tímar líða hafa mikil og góð áhrif á safnaðar- starfið, verði þessu framhaldið með sama stórhug og hingað til. Eitt af því sem skapar orgeltónlist nokkra sérstöðu, er hversu fjölbreyti- lega er hægt að móta tónverkin og satt best að segja er raddskipan org- elsins í Hallgrímskirkju slík, að öll verkin eftir Pál, svo og tokkatan eftir Jón Nordal, hljómuðu undirrit- uðum, sem ný væra. Tónléikamir hófust á Ostinato og fúghettu og þar næst lék Hörður sálmforleik við sálminn „Hin mæta morgunstundin“. Það var svo í Chaconne yfir upphafs- stef Þorlákstíða, sem möguleikar orgelsins birtust í dýrðlegri hljóm- skipan. Eftir þetta stórbrotna orgel- verk lék Hörður sálmforleikinn „Hver sem ljúfan Guð lætur ráða“. Tokkatan eftir Jón Nordal, sem hann samdi í minningu Páls, hljóm- aði sem ný væri. Maríuversið var þama sem undurþýtt millispil, en tónleikunum lauk með Introduktion og passacaglia, sem er stærsta orgel- verk Páls. Hörður lék öll verkin af glæsibrag, litlu iögin af næmi og tilfinningu fyrir því fínlega og þar sem tónvefn- aður er krefjandi um tækni og hljóm- styrk, lék hann sér með þramandi kraft þessa mikilfenglega orgels. Leikmáti Harðar er skýr og hann hefur í raun beðið eftir þessu orgeli til að sýna list sína samofna því glæsilega tónalitrófi, sem Klais org- elið býr yfir. Það sem skilur að lítið og stórt er vart merkjanlegt. í umkomuleysi sínu yrkir Hallgrímur Pétursson Passíusálmana, smá hver og orð hans verða eign allrar þjóðarinnar. Ekkert verður of stórt í hugum manna, þegar minnast skal þessa sérkennilega þjóns, er ávaxtaði sitt pund af trúmennsku og því yrkir kirkjan í stórt hús og stórt orgel og þar með hefur hið stóra verið samein- að og ávaxtað af hinu litla. Á Kirkju- listahátíðinni 1993 sungu litlu börnin í Bamakór Hallgrímskirkju, sálm Hallgríms „Vertu Guð faðir, faðir minn“ og þar var sáð til fegurðar, sem er grandvöllur alls hins góða með manninum. Ljóðasýning List og hönnun Bragj Ásgeirsson Að Kjarvalsstöðum getur að líta sýnishorn af ljóðum hins komunga og athyglisverða skálds með sér- stæða nafnið Sindri Freysson og fer gjömingurinn fram í vestari gangi. Það verður að teljast næsta eðli- legt að skilgreina þessa ljóðasýn- ingu sem „gjöming", því að hún er allóvenjuleg og mun vafalaust hreyfa við ýmsum, jafnvel hneyksla einhverja „sanna“ ljóða- vini. En mál hafa nú skipast svo, að eftir frekar íhaldssamar og eintóna uppsetningar ljóða á staðnum eru menn famir að auka við sjónrænar umbúðir þeirra, sem er að mínu mati rétt stefna, þótt alls ekki skuli hitt útilokað. Þetta er önnur sýningin í röð þar sem allt fyrra skipulag ljóða- sýninga er stokkað upp, og þó að sjálfsögðu megi deila um árangur- inn gerir þetta ljóðin forvitnilegri og setur þau um leið í myndrænna samhengi, sem að sjálfsögðu er við hæfi á staðnum. Hér eru möguleikamir ótæm- andi, eins og ég hef ítrekað visað til, og ég er enginn áróðursmaður fyrir einstefnur heldur öllu frekar fjölbreytni. Að auki er andlaus til- raunastarfsemi mér ekki að skapi, því að allar nýjungar þurfa að spretta fram af innri þörf og vera afkvæmi svipmikilla átaka við við- fangsefnið. Hönnuðir sýningarinnar, sem eru höfundurinn og Þorri Hrings- son, hafa valið að nota einfalt austurlenskt dúkkuform sem form- ræna meginuppistöðu hennar. Það byggist eins og kunnugt er á því, að inni i dúkkunni er minni dúkka og inni í þeirri enn minni dúkka o.s.frv. Þetta gefur auðvitað mögu- leika til margra duldra merkinga og vísana, en formið hafa þeir málað hvítt en Ijóðstafimir eru svartir. En með einni undantekn- ingu þó, og þá er dúkkuformið svart með gægjugati að ofan en á botninum renna ýmsar ljóðahend- ingar eftir skjá. Framleg hugmynd og næsta óvenjuleg hér á landi og getur gefið tilefni til margra vangaveltna um tilganginn. En það sém máli skiptir er að þetta hreyf- ir við skoðandanum, ögrar jafnvel, og það mun einmitt vera tilgangur- inn. Reynt er að tengja bil huglægs ljóðs og áþreifanlegs forms, draga fram einhvem skyldleika og áherslur. Og hví ekki að þrykkja snjallar íslenskar ljóðahendingar á boli, eins og gert er á sýningunni, í stað þess að vera að apa eftir útjöskuðum útlendum fimmaurab- rönduram, sem gerir viðkomandi að gangandi auglýsingu fyrir ein- hvern anga afþreyingariðnaðarins? Áður fyrr hafði margur atvinnu af því að valsa um götur stórborga með auglýsingaspjöld í bak og fyr- ir á böndum yfir axlirnar, en nú hafa menn tekið hinn almenna borgara í þjónustu sína til að aug- lýsa vörumar eða einhveija nýja siðfræði með öllu útgjaldalaust. Menn sprengja jafnvel upp verð á buxum með ákveðnum vöramerkj- um ofariega á óæðri endanum svo segja má að kaupandinn borgi stórfé fyrir að auglýsa vöruna og er staðsetningin því við hæfi. Dregið saman í hnotskurn þarf ljóðið að síast inn í viðkomandi á einhvem hátt, helst eðlilega og áreynslulaust, vera alltaf í næsta nágrenni og renna saman við mannlífsvettvanginn. Það er vafalítið lqaminn í boð- skap ljóðasýningar Sindra Freys- sonar. þann 15.6., 22.6., 29.6., ' | og5.7. Lent í Orlando kl. 16.15. Beint flug til Orlando á besta tíma: klukkan 12.30 .... vgjj % Flugoggistmg í 14 daga á The Gateway Inn í Oitando! 59.985 kr. m.v. 4 í herbergi. (2 fullorðna og 2 börn, 2ja-l 1 ára). (Verð frá 56.980 kr. m. sköttum m.v. 2 fullorðna). Fyrirtaks gisting: m.a. 2 sundlaugar (bamalaug) og veitingastaður. Örstutt í Walt Disney World. Ódýrasta sumarleyflð vestan hafs: bandarísk gæði í aðbúnaði og þjónustu. Beint flug til Orlando alla mánudaga og þriðjudaga frá 8.6. til 31.8. Frábœrir gististaðir í Orlando ogSt. Petersburg Beach og um allan Floridaskaga, Gististaðir þar sem þúfœrð meirafyrir peningana: stór, hrein og björt herbergi og íbúðirmeð loftkœlingu og öllum bandarískum nútímaþœgindum. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi E m O Fyrir 8.000 kr. viðbótargjald: Þœgindi og miinaðarlíf á Saga Business Class aðra leiðina (16.000 kr. báðar leiðir). tŒ CD QATLAS/« Enginn bókunarfyrirvari - en það borgar sig að ganga strax frá pöntun. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrif- stofurnar eða t síma 690300 * (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) 1-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.