Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 19 Skipstjórinn á Torfa ÍS sem fórst undan Malarrifi Tróð marvaðann frá bremiandi bátnum „ÞAÐ var greinilega kominn eldur þarna við eldavélina, en ég veit ekki hve lengi hann hefur kraumað þar. Þegar eldvarnakerf- ið fór í gang um borð í bátnum var kominn þykkur reykur niðri í lúkarnum,“ sagði Kristinn Jónsson, eigandi Torfa ÍS. Torfi ÍS er yfirbyggður 10 tonna plastbátur, smíðaður á Akranesi, sá eini sinnar tegundar, að sögn Kristins. Hann sagði að báturinn hefði reynst afar vel. Þessi sami bátur sökk hins vegar skammt undan Rifí 23. september 1990, en þá hét hann Armann SH. Þá voru einnig tveir menn á bátnum og björguðust þeir við illan leik í björgunarbát. Báturinn var hífður tveimur dögum síðar af hafsbotni. Lét vaða í kófið Kristinn var ásamt félaga sín- um, Sveini Páli Sveinssyni, aftur á bátnum að afgreiða handfærar- úllur sínar þegar eldvarnarkerfið fór í gang. „Eg stökk fram í og greip slökkvitæki sem er við dyrn- ar á lúkamum. Ég lét vaða í kófið en fékk þá um leið hitagusuna á móti mér og var rekinn öfugur út. Ég þreifaði mig áfram á talstöðina og vissi sem betur fer hvar takk- inn á henni var fyrir rás 16 (neyð- arrásina), því ég sá ekki út úr augunum. Reykjavíkurradíó bað mig um að kalla upp á rás 6 í næstu báta, en það var engin leið að reyna að skipta um rás. Ég rétt hafði tíma til að tala við þá því eldurinn var strax kominn í stýrishúsið og um allan bát,“ sagði Kristinn. Olíumaskína Eldavélin í bátnum brenndi olíu og í kringum hana var plast og timbur, en sjálf eldavélin var klædd af með ryðfríu stáli. „Það hefur eitthvað skeð, en ég bíð með allar ályktanir þar til ég hef gefið sjóslysanefnd skýrslu." Kristinn sagði að varla hefði lið- ið lengri tími en 3-4 mínútur frá því hann reyndi að slökkva eldinn með handslökkvitækinu þar til báturinn var orðinn alelda. Fundu ekki árarnar „Við drifum björgunarbátinn strax út því við sáum strax að við réðum ekkert við þetta. Það gekk eins og í sögu að komast í bátinn, en ég blotnaði af eintómu hugsun- arleysi. Við fundum ekki árarnar strax til að róa okkur frá brenn- andi bátnum, svo ég stökk í sjóinn og tróð marvaðann með gúmmí- bátinn frá honum. Ég óttaðist þegar ég sá að stýrishúsið var orðið alelda að eldurinn bærist hratt aftur með bátnum, enda kom það á daginn þegar við vorum komnir 8-10 metra frá að þakið var farið að loga á yfirbygging- unni og allur báturinn orðinn al- elda þegar Haförninn kom að okk- ur.“ Morgunblaðið/Alfons Björgunarmaðurinn með árina Guðmundur Jóhannesson skipstjóri á Mána HF sem bjargaði áhöfn- inni á Torfa ÍS. Guðmundur er með ár sem skipbrotsmennirnir not- uðu til að ýta gúmbjörgunarbátnum frá brennandi bátsflakinu en þeir færðu Guðmundi árina að gjöf til minningar um björgunina. Guðmundur Jóhannesson skipstjóri á Mána Sáum reykjarmökk- inn stíga frá bátnum „VIÐ vorum í um einnar mílu fjarlægð þegar kviknaði í bátnum. Við sáum bara reykjarmökkinn stíga frá bátnum og þegar við snerum við var hann orðinn alelda,“ sagði Guðmundur Jóhannes- son, skipstjóri á Mána HF 149, sem slökkti í Torfa ÍS með sjódælum. „Við sáum eldtungurnar stíga upp frá bátnum en þá voru menn- irnir komnir í gúmmíbátinn. Um leið og reykurinn steig upp frá bátnum skutu mennirnir út gúmmíbát og komust klakklaust í hann. Báturinn varð alelda strax og er sokkinn núna,“ sagði Guð- mundur í gærkvöldi, en þá var hann staddur skammt suðvestur af Malarrifi þar sem Torfi ÍS sökk. Sót og brak Hann sagði að sót og brak hefðu verið á svæðinu þar sem báturinn sökk um kl. 19 í gær. „Við vorum búnir að slökkva í honum með dælum, en hann var svo mikið brunninn að það flæddi inn í hann. Við vorum í um tvo tíma að slökkva í honum og lágum þá samsíða bátnum, enda er veðrið það gott núna,“ sagði Guðmundur. AKUREYRI Ari Albertsson heldur á selkóp. Morgunblaðið/Sigurður Björnsson N állúrugripasafn opnað í Ólafsfirði NÁTTÚRUGRIPASAFN var formlega opnað á Ólafsfirði síðastlið- inn sunnudag. Safnið, sem er til húsa á efstu hæð sparisjóðsins, hefur að geyma um 200 gripi og eru það að stærstum hluta upp- stoppaðir fuglar en einnig verður þar allgott eggjasafn. Ýmis villt dýr er þar einnig að finna. Eggjasafnið og um fimmtíu fuglar eru úr einkaeigu en börn Jóns Siguijónssonar, gamals Ól- afsfirðings sem látinn er fyrir nokkru, gáfu safn föður síns til minningar um hann og var það fyrsti vísir að náttúrugripasafninu. Ari Albertsson skipstjóri hefur lagt hinu nýja safni til flesta grip- ina. Hann setti safnið þar að auki upp, mótaði landslag og kom grip- um fyrir. í meira en áratug hefur hann stundað fuglasöfnun og unn- ið að því að stoppa _ upp dýr og fugla í tómstundum. í safninu eru margir forvitnilegir gripir. Má þar nefna svartan svan, gráhegra, sel- kóp, margæs, refi á greni og alla algenga mófugla, vaðfugla og bjargfugla. Safn Jóns heitins Siguijónsson- ar er orðið allgamalt en þar eru auk eggjasafnsins fágætir fuglar, s.s. uglur og fálkar. SB Ólafsfjörður Oskar hættir ^ Ólafsfirði. ÓSKARI Þór Sigurbjörnssyni for- seta bæjarstjórnar Ólafsfjarðar var á fundi bæjarstjórnar í gær veitt lausn frá störfum í bæjar- stjórn, en hann er nú á leið til Kanada til framhaldsnáms. Við störfum Óskars í bæjarstjórn tekur fyrsti varamaður Sjálfstæðis- flokksins, Haukur Sigurðsson, en við störfum forseta tekur Þorsteinn Ás- geirsson. Óskar hefur verið oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjóm Ólafs- fjarðar um árabil. M « <í ' • ' ' ' ■ TOLVUR® TOLVUBUNAÐUR » SKRIFSTOFUTÆKI Nýherji hf. og Tölvutæki-Bókval bjóða til stórsýningar á tölvum, tölvubúnaði og skrifstofutækjum dagana 11.-12. júní n.k. í húsnæði Tölvutækja-Bókvals að Furuvöllum 5. Gestum gefst kostur á að kynna sér það nýjasta og framsæknasta á sviði tölvubúnaðar og skrifstofutækja og auk þess að sækja sérstakar kynningar þar sem sérfræðingar Nýherja hf. munu fjalla sérstaklega einstakar vörutegundir. um ■ s ■< :> ■ KYNNINGAR Föstudaginn 11. júní munu sérfræðingar frá Nýherja hf. halda kynningar um eftirtalin efni: io.oo-i2.oo LOTUS hugbúnaður cc: MAIL Tölvupóstur NOTES Hópvinnukerfi AmiPro Ritvinnsiukerfi Improv / 1-2-3 Töflureiknar Organizer Tímaskipulagning Freelance Graphics Grafísk framsetning ► i3.oo-i4.oo Tölvustudd hönnun Fyrir tæknimenn ► 14.30-15.30 Tölvustudd hönnun Fyrir grafíska hönnuöi ► i6.oo-i7.3o Afgreiðslukerfi ÞATTTAKA A KYNNINGAR TILKYNNIST í SÍMA 261 00 SYNING Sýningin verður opin kl. 10.00-18.00 föstudag og frá kl. 10.00-16.00 laugardag. Á meðal þess búnaðar sem kynntur verður má nefna: ► Tölvur ■ Faxtæki ► Prentarar ► Hugbúnaður ■■ Afgreiðslukerfi Ljósritunarvélar Pappírstætarar Brotvélar f. umslög Plotterar og fleira og fleira... NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan LOTUSHUGBÚNAÐUR Við vekjum sérstaka athygli á LOTUS hugbúnaði sem á vaxandi vinsældum að fagna um allan heim, t.d. AmiPro sem viðurkennt tölvutímarit hefur valið besta ritvinnslukerfið . AmiPro býður ritvinnslu- og umbrotsmöguleika sem fá önnur ritvinnslukerfi geta státað af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.