Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1993 RJBVWÞAUGL YSINGAR Trésmiðir Viljum ráða nokkra trésmiði, vana mótasmíði. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni, Skúlatúni 4. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. ístak. Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafs- firði, óskar eftir hjúkrunarforstjóra til starfa frá og með 1. ágúst 1993. Upplýsingar um starfið og starfskjör veita forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480. Skriflegar umsóknir berist fyrir 30. júní 1993. Kennarastaða Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus kennarastaða næsta vetur. Kennslugreinar: Danska auk kennslu yngri barna. Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnusíma 97-51224 og heimasíma 97-51159. „Au pair“ - USA Hálf íslensk fjölskylda með tvö börn óskar eftir „au pair“ frá og með 1. ágúst. Upplýsingar í síma 33729 milli kl. 17.00 og 20.00 næstu 3 daga eða sendið umsókn til: Barböru Ólafsson, 2215 Buttrick SE, Ada Mi 49301, USA, sími 1-616-676-3602. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS auglýsir störf tveggja háskólamenntaðra sér- fræðinga. 1. Starf viðskiptafræðings eða hagfræðings með sérmenntun í endurskoðun og áætlana- gerð. Helstu verkefni eru þau að vinna við áætlanagerð, þróun viðfangsefna, svo og við eftirlit og endurskoðun á starfsemi stofnun- arinnar. Starfsreynsla áskilin. 2. Starf tölvunarfræðings eða reiknifræð- ings eða hliðstæð menntun. Helstu verkefni eru heildarumsjón gerð gagnabanka og tölvulíkana. Starfsreynsla áskilin. Ráðningin er tímabundin, en hugsanlega getur orðið um framtíðarstörf að ræða. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, ber að skila til Trygginga- stofnunar ríkisins, fyrir 1. júlí 1993. Ferðamálasjóður lýsir hér með eftir tilboðum í hlutafé sitt í Hótel Húsavík hf. Sjóðurinn á 18.500.000 að nafnvirði í félaginu. Innra virði hluíafjár var um 71% m.v. síðustu áramót. Eignarhlutí Ferðamálasjóðs er 27,12%. Tilboð óskast send Ferðamálasjóði í síðasta lagi 15. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferða- málasjóði í síma 91-624070. Ferðamálasjóður. fP ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í endurnýjun og viðhald á gluggum Laugarnesskóla. Boðnir eru út þrír viðgerðarvalkostir. Helstu magntölur eru: Endurnýjun og viðhald á gluggum 33 stk. Verktími: 5. júlf-27. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 23. júní 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVIKURBORGAR FriUirkjuvecji 3 Sinu 25800 Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður haldinn í safnaðarheimilinu sunnu- daginn 13. júní nk. og hefst að lokinni messu kl. 11 f.h. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd Áskirkju. Aðalfundur Aðalfundur S.Í.B.S.-deildarinnar í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 16. júní nk. kl. 20.30 í Ármúla 34 (Múlabæ). Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið! Stjórnin. Til sölu Til sölu er Árni ÓF-43, skipaskrárnúmer 2127, ásamt aflaheimildum. Tilboðum skal skila fyrir 21. júní nk. til Árna Pálssonar hrl., Brekkugötu 4, Akureyri, sem jafnframt veitir upplýsingar í síma 96-11200 eða Byggðastofnunar, Akureyri, Valtýs Sigur- bjarnarsonar, sími 96-21210. Kringlumýrarbraut, Borgartún, Höfðatún, Sæbraut Tillaga að deildiskipulagi á staðgr.r. 1.217, 1.218 og 1.219, sem markast af Kringlumýr- ar braut, Borgartúni, Höfðatúni og Sæbraut er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipu- lagslaga nr. 19/1964. Uppdrættir með greinargerð verða til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 9.00-13.00, alla virka daga frá 9. júní til 21. júlí 1993. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 4. ágúst 1993. Þeir, sem eigi gera athugasemdir inn- an tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Verkstjórar í Vf. Reykjavíkur og Vf. Þór, aðrir en starfsmenn ríkis og Reykjavíkurborgar Félagsfundur verður haldinn í Skipholti 3 fimmtudaginn 10. júní kl. 18.00. Fundarefni: Samningarnir og önnur mál. Stjórn V.F.R og stjórn Vf. Þórs. Keflavík: Kynningarfundur um einkavæðingu verður haldinn á Hótel Keflavík fimmtudaginn 10. júní og hefst hann kl. 20.00. Á fundin- um verðurfjallað um starf og stefnu ríkis- stjórnarinnar í einkavæðingu. Ræðumenn: Stein- grímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Finnur Sveinbjörnsson, skrif- stofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Allir velkomnir. Framkvæmdanefnd um einkavæöingu. A^Lifeyrir Sameinaði lífeyrissjóSurinn Fulltrúaráðsfundur Sam- einaða lífeyrissjóðsins Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að boða til aðalfundar í fulltrúaráði Sameinaða lífeyrissjóðsins á Hótel Holiday- Inn, Hvammi, Reykjavík, mánudaginn 28. júní 1993 og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykkt- um sjóðsins og á fundinum verða lagðar fram tillögur um breytingar á reglugerð sjóðsins. Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð og eru þau beðin að tilkynna hverj- ir verða fulltrúar þeirra á fundinum fyrir 21. júní nk. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar, sem hyggjast nýta sér rétt þenn- an, eru beðnir um að tilkynna það skrifstofu sjóðsins fyrir 21. júní nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. Reykjavík, 8. júní 1993. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 16. júní 1993 kl. 16.00 í Safna- húsinu á Sauðárkróki. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoð- enda, verður lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikn- ingsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórn- armanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkisins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál sem löglega eru uppborin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoðenda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. sam- þykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.