Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Minninff Hanna Þórðarson Fædd 24. febrúar 1902 Dáin 1. júní 1993 Hanna Þórðarson var dóttir Guð- rúnar Þorgrímsdóttur og Edwards Frederiksen bakarameistara. Hún giftist Hans R. Þórðarsyni árið 1928. Hans var ekkjumaður — hafði misst eiginkonu sína Guðrúnu Sveinsdóttur árið 1925. Þau hjón höfðu eignast tvö böm, Helgu sem gift er Þorsteini Þorsteinssyni hag- fræðingi, og Gunnar, sem giftur var Huldu Valtýsdóttur. Gunnar lést rúmlega sextugur árið 1989 á miðj- um glæsilegum starfsferli og var hveijum manni harmdauði. Hans og Hanna eignuðust tvö böm, Ragnar Má rafvirkja, sem giftur er Louise Theodórsdóttur, og Hrund, eiginkonu mína. Hans starfaði fyrstu árin hjá öðrum, en stofnaði svo Rafmagn hf. og síðar, árið 1940, Electric hf. ásamt Ólafí Jónssyni. Því fyrirtæki vegnaði vel og var um árabil með stærstu innflytjendum rafmagns- tækja og búnaðar fyrir rafiðnaðinn í landinu. Þegar fjárhagur leyfði, byggðu þau hjón veglegt hús á Grenimel „ ,38, þar sem þau áttu fallegt heimili í rúm 10 ár. Á heimili þeirra þar dvöldust Hansína, móðir Hans, og Edward, faðir Hönnu. Þessi ár hafa eflaust verið þau annríkustu í lífi Hönnu. Auk þess að hugsa um og stjórna mannmörgu heimili fór hún með manni sínum í tíðar viðskipta- Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nota HEITT OGKALT vatn ■ spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaöarrofi Verð 42.000,- 39m900j“ Stgr. “i Verð 52.500,- 49.875J " Stgr. j CD „jl, munXlAn .j Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55 ferðir til útlanda. Hún hafði frá byrjun sambúðar farið víða erlendis og naut þessara ferðalaga. Þau hjónin eignuðust fjölda erlendra vina, en sú vinátta varð oft náin og góð. Þegar fækkaði á heimilinu og hægðist um fluttust þau að Vesturbrún 26 í nýtt hús og bjuggu þar á fögru heimili, uns Hans lést árið 1974. Þau hjónin voru gestrisin mjög, svo að orð var á haft. Hanna var glæsileg húsmóðir, sem tók á móti gestum af mikilli reisn og ekki var munur á því, hvort hún tók á móti fjölmennri fjölskyldu, vinum eða forstjórum erlendra stórfyrirtækja. Hanna bjó í hamingjusömu hjónabandi, þar sem ríkti gagn- kvæm virðing milli hjóna og fór ekki dult sú ástúð og tillitssemi, sem hvort þeirra hjóna sýndi hinu. Eftir að Hans lést, flutti hún heimili sitt í Skipholt 56, þar sem hún hélt áfram að taka á móti fjölskyldu og vinum með sömu rausn og hlýju viðmóti. Hanna var menntuð kona, mjög vel lesin og bjó yfir lærdómi og visku. Hún hafði lesið og þekkti vel íslenskar bókmenntir fyrr og nú. Hún unni þó ljóðum mest og kunni firnaósköp af ljóðum, sem hún stundum fór með þegar við átti. Hún hafði meðfædda tónlistargáfu og hæfileika, spilaði á píanó og gít- ar og söng með fallegri rödd. Á góðri stundu á heimili sínu naut hún þess ásamt gestum sínum að spila og syngja. Hanna var góð kona og gjafmild og hugði að velferð þeirra, er hún bar fyrir brjósti. Hana langaði oft til þess að gera meira fyrir aðra en hún réð við og sóttu þá á hana áhyggjur, sem hún bar í hljóði. Hún var á vissan hátt þögul og talaði ekki mikið um aðra hluti en þá, sem hún sá að hún gæti fengið lausn á. Hanna unni fjölskyldu sinni og naut þess að vera í návist bama sinna og bamabama, sem öll virtu hana og dáðu. Hún aðlagaðist vel þeim gífurlegu þjóðfélagslegu og efnahagslegu breytingum, sem urðu í þjóðfélaginu í lífi hennar og 3M Tannkrónur MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Reynið viðskiptin. Vatnagörðum 10 • Reykjavík “ZP 685854 / 685855 • Fax: 689974 breyttist, að mér fannst, með breyttum tíðaranda og skildi sjónar- mið unga fólksins þótt sjálf væri komin á háan aldur. Hanna var falleg kona og glæsi- leg, sem alls staðar var tekið eftir. Hún naut góðrar heilsu andlega og líkamlega allt til þess að hún veikt- ist fyrir rúmum mánuði. Síðustu tæpu fjögur árin bjó Hanna á heim- ili okkar Hmndar. Milli þeirra mæðgna var vinátta og gagnkvæm- ur trúnaður, sem sjaldgæfur er. Sjálfur eignaðist ég vináttu þeirra hjóna beggja, sem aldrei bar skugga á og ég mun ávallt metapg minnast. Orn Þór. Við fráfall Hönnu, tengdamóður minnar, er okkur sem vorum henni nákomin fyrst og fremst þakklæti í huga — þakklæti fýrir góða sam- fylgd og hlýhug og fyrir að hún gaf okkur gott fordæmi um hvemig lifa skyldi farsælu lífi. Gmndvallar- reglur þess vom í því fólgnar m.a. að fara, svo sem hæfíleikar stóðu til, að siðgæðishugsjónum kristinn- ar trúar, gleyma ekki „guði í al- heimsgeimi — guði í sjálfum þér“ og að temja sér lítillæti og hóg- værð. Hlaupa hins vegar undir eins til ef einhver þurfti á hjálp að halda og veita hana af hjartans örlæti. Þetta vom persónueinkenni Hönnu í hnotskum. Önnur og ekki síðri hlið birtist okkur sem þóttumst eiga til hennar tilkall, þar sem hún stóð sem klett- ur við hlið ástkærs eiginmanns síns, Hans R. Þórðarsonar, og stýrði heimili þeirra af röggsemi og rausn- arskap sem var henni eðlislægur. Heimili þeirra var orðlagt menn- ingarheimili í víðasta skilningi sem alla tíð stóð opið fjölskyldu og vin- um. Þangað sótti líka fjöldi erlendra viðskiptavina af fjarlægum slóðum og þar var þeim kynnt það besta sem íslenskt lista- og menningarlíf hafði að bjóða. Ljúfari gestgjafa en þau hjón er vart að fínna. Þeir sem einu sinni höfðu notið gestrisni þeirra gerðust ævilangir vinir. Hanna bar fram dýrindis mat- föng. Hanna söng og spilaði á lút- una sína hin ljúfustu lög. Hanna var gagnkunnug fornbókmenntum okkar, hafði allt á hraðbergi þegar um var rætt og rökstuddar skoðan- ir á sögupersónum eins og þær væm samtímafólk. Sama mátti segja um skáldverk síðari tíma. Hún blátt áfram drakk í sig allt það mannvit og reynslusög- ur sem þar var að fínna. Hún lifði fyrir góðar bókmenntir, vissi sem Magnús Þ. Torfason var prófess- or við lagadeild Háskóla íslands er ég hóf þar nám rétt fyrir 1960. Þar hófust okkar fýrstu kynni sem áttu síðan eftir að endast vel og lengi. Magnús var frábær kennari og leiðbeinandi. í fari hans var að fínna ótvíræðan velvilja og vináttu sem laðaði að. Fyrstu árin var e.t.v. ekki auðvelt fyrir okkur nemendur að kynnast honum náið. Ástæðan var einkum sú að við bámm svo mikla virðingu fyrir honum og kunnáttu hans að við treysum okk- ur engan veginn í skoðanaskipti við hann á jafnréttisgmndvelli. Svo sem eðlilegt var vom okkar samskipti til að byrja með einkum á sviði lögfræði. Það átti hins veg- ar eftir að breytast því að við reynd- umst eiga annað og sameiginlegt áhugamál, skíðaíþróttina og raunar íþróttir almennt. Fundum okkar bar oft saman í fjöllunum en þar fyrir utan reyndist skíðaíþróttin sjálf og skíðabúnaður endalaus uppspretta umræðna. Magnús var á tímabili fræðilega svo vel að sér í öllu sem að þessu laut að við lá að líta mætti á hann sem sérfræðing á þessu sviði. Leiðir okkar Magnúsar lágu enn- fremur oft saman við meðferð dómsmála en hann var bæði var að „orð em á íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu“ — og hún vildi stöðugt vita meira. Ógrynni ljóða léku á vörum henn- ar því hún átti afar auðvelt með að læra ljóð utanbókar — heilu bálkana. Tónlist var í hávegum höfð á heimili Hönnu og Hans. Þau áttu stærsta safn af sígildri tónlist og ópemm á plötum, eins og þá tíðkuðust, og voru aflögufær þegar þrengdist um kosti Ríkisútvarpsins á tónlistarsviðinu á stríðsárunum. Eftir á að hyggja held ég að ljóð- in hafí verið henni tiltækust — líka í amstri dagsins. Ekki síst þau sem vom torskilin og hún þurfti að liggja svolítið yfír vegna djúpstæðrar og margbrotinnar merkingar. Þau vom henni að skapi. Þau fór hún gjarnan með fyrir þá sem vildu hlusta. Þennan lífsstíl valdi hún sér sjálf — lagði í einrúmi rækt við andlegan þroska sinn en hreykti sér aldrei af neinu. Af henni stafaði sú hæg- láta góðvild sem mun lifa í minning- unni um hana og verða fólki hennar leiðarljós. Mig langar að ljúka þessum fá- tæklegu kveðjuorðum með tilvitnun í Ijóð Einars Benediktssonar, sem hann orti til móður sinnar. Hanna fór oft með þetta ljóð í heyranda hljóði, enda var Einar Benediktsson einn af eftirlætisskáldum hennar: Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör, voru q'óir með hrynjandi trafí. Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör og merki þér ljóðastafi. Til þess tók ég far, til þess flaut minn knör. Til þess er ég kominn af hafi. Hulda Valtýsdóttir. Hæstaréttardómari og prófdómari í héraði um margra ára bil. Magn- ús var alla tíð einn helsti fræðimað- ur þessa lands á sviði lögfræði. Sem dómari naut hann virðingar sam- kvæmt því. Enginn sem ég þekki var svo óumdeildur dómari sem hann. Þar fyrir utan var hann sér- stakur öðlingur og vinur. Svo undarlegt sem það virðist kynntist Magnús mörgum börnum mínum við ýmis tækifæri og ekki sérstaklega fyrir minn tilverknað. Þannig starfaði hann með einni dóttur minni, var í menningarferða- lagi með annarri og kynntist þar að auki tveimur eldri strákunum mínum persónulega sem þó voru tæplega 60 árum yngri en hann. Hann hafði síðan ýmist samband við þau eða fylgdist náið með þeim. Hann var persónulega kunnugur öllum á heimili mínu. Þau kynni voru með þeim hætti að hér á bæ ríkir nú sorg og söknuður allra vegna fráfalls Magnúsar. Við sendum öll konu hans og fjölskyldu kveðju okkar og óskum þeim guðs blessunar. Sömu kveðju vil ég leyfa mér að bera fram fyrir hönd kennara og starfsfólks laga- deildar Háskóla íslands. Stefán M. Stefánsson MagnúsÞ. Torfason fv. hæstaréttardómarí Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson) Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessan þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Presthólum) Þetta voru fyrstu bænirnar sem Hanna amma kenndi mér, þegar ég bjó hjá henni og Hans afa fyrstu ár ævi minnar. Nú er elsku amma farin upp í ljósið, en 92 urðu árin sem Guð gaf henni. Mig langar að þakka ömmu Hönnu fyrir allar þær yndislegu minningar sem ég á um hana. Einnig fyrir alla þá ást og kærleik sem streymdi frá henni og hún gaf öllum svo ríkulega af. Það er erfítt að velja úr öllum minning- unum þegar hugurinn leitar til baka. Þess vegna er erfítt að festa þær á blað, en margir eru þeir sem eiga ljúfar minningar um hana. Um leið og ég kveð Hönnu ömmu um sinn, bið ég góðan Guð að blessa hana á nýjum stað við hásæti ljóss- ins umkringda látnum ástvinum. Megi Guð styrkja bömin hennar og aðra ástvini sem nú syrgja. Svanfleyga sál Svifin til himins þú stundarheim yfir. Sálhrein með englum í ljósvaka lifir. Nær lít eg á þig, elskaða burtfama sál? Seg, hvar þú skín; Hve þögul er nóttin með þúshundruð loga þín leitar sjón mín um stjamanna boga. Hvar má eg finna þig, heilaga vera? Hvenær fæ eg vængina, sem mig bera. Til þín. (S. Thorsteinsson) Blessuð sé minning hennar. Hanna Hlín. Væna konu, hver hlýtur hana, hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni. (Orðskviðir 31.10.) Ein þessara vænu kvenna var Hanna, eiginkona Hans Ragnars Þórðarsonar, og var það beggja gæfa að fá að fylgjast að farsæla ævi. Alls staðar vöktu þessi glæsi- legu hjón athygli fyrir fágaða fram- komu og reisn. Gestrisni þeirra og góðvild em ógleymanleg þeim sem nutu. Heimili þeirra var fagurt og allir hlutir báru smekk húsbænd- anna vitni. Þar var heimilishlýja í öndvegi. Húsmóðirin listakokkur og Það hefur verið sagt um lögfræð- ina að hún sé ekki „exact“ vísindi. I henni er margt sem kann að orka tvímælis, hún hefur að geyma ýmsa afkima og krókótta ranghala. Það gefur því augaleið að lögfræðingar eru ekki alltaf sammála um laga- túlkanir og lögfræðilega vandamál eru því oft til umræðu á málflutn- ingsstofum. Skoðanir eru skiptar um það hvernig feta á sig um völ- undarhús hinna ,júridísku“ fræða. Það var því gott að fá aufúsugest í heimsókn, mikinn lögfræðing, sem hægt var að bera undir hið lögfræði- lega vandamál. Við, á lögmanns- stofunni þeirri er ég starfa á, vorum svo lánsöm að fá Magnús Þórarinn Torfason stundum í heimsókn. Hann kom ekki með látum inn á skrifstof- una. Hann gekk hæglátlega inn, bauð hæversklega góðan daginn og heilsaði viðstöddum með handa- bandi. Hann var prúðmenni. Þegar lögfræðilega vandamálið var síðan borið undir hann svaraði hann hóg- vær að lítið þýddi að spyija sig að þessu, hann vissi svo sem ekkert um þetta, en það væri nú reynandi að kanna t.d. hæstaréttardóm frá þessu og þessu ári á blaðsíðu þetta og þetta. Hann stærði sig ekki af þekkingu sinni. Magnús var þó svo grandvar maður og meðvitaður um stöðu sína, að meðan hann sat í Hæstarétti var hann mjög tregur til að tjá sig um lögfræðileg vanda- mál. Það má því segja að það hafi verið ávinningur fyrir þá lögfræð- inga sem þekktu hann og höfðu aðgang að honum þegar hann lét af störfum í réttinum því að þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.