Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Minning Guðmundur H. Sal bergsson flugvirki Þessar hugrenningar eru settar á blað yfir óravíddum Atiantshafsins, enda er það vel við hæfí að minnast Guðmundar Hermanns Salbergsson- ar um borð í flugvél. Okkur setti hljóða laugardags- morguninn 29. maí sl. þar sem við unnum að undirbúningi flugs til Frankfurt í Þýskalandi, er flugum- sjónarmaðurinn á vakt sagði okkur þær hðrmungarfréttir að Guðmundur hefði orðið bráðkvaddur deginum áður. Endurminningar frá áratugalðngu samstarfi í fluginu skutust óðara fram úr hugarfylgsnum mínum og urðu strax ljóslifandi þar sem ég stóð við afgreiðsluborðið í flug- umsjónarherberginu. Minningamar sönnuðu mér ennþá einu sinni að í fari Guðmundar var aðeins hægt að fínna það besta, hvort sem um mann- leg samskipti eða faglega þekkingu var að ræða. Ég þekkti ekki einkahagi Guð- mundar Salbergssonar, en var þó svo lánsamur að fá að kynnast honum að nokkru marki í starfí fyrst hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Nauðsyniegt samstarf flugvirkja og flugmanns getur verið misjafti- lega þjált, eins og gengur í daglegu lífí þegar um mannleg samskipti er að ræða. Faglegt mat til lausnar aðsteðjandi vanda er þó ávallt sá grunnur, sem báðir aðilar byggja á og öryggi flugsins verður undantekn- ingarlaust í öndvegi, þó svo að rekstrarleg hagkvæmni bíði tíma- bundinn hnekki. Islenskir flugvirlqar hafa frá upp- hafí notið trausts og virðingar sem afburða fagmenn og má leiða að því rök að alþjóðlegum öryggisstaðli sé óvíða jafnvel framfylgt og hjá þeim íslensku flugrekendum, sem ég hefí kynnst af eigin raun. Hér fer allt saman í senn, vandvirkni ogtæknileg þekking, árverkni og ósérhlífni og ekki síst, virðing fyrir öryggi og framgangi flugsins. Guðmundur Sal- bergsson var ríkulega gæddur þess- um kostum öllum og í samstarfi við flugmenn var honum einkar lagið að laða fram jákvæð viðhorf til allra mála. Það er ómetanlegt fyrir flugmann að fá útskýringar á tækniflækjum þegar tryggja þarf öruggt ásigkomu- lag fyrir flug. Orð Guðmundar fyrir því, að eitthvað væri öruggt, svona eða hinsegin, hafa oft nægt mér til skjótrar ákvörðunartöku og sem bet- ur fer, er einnig svo um orð og leið- beiningar starfsbræðra hans. Guðmundar ávann sér fljótt traust yfírmanna sinna og annarra starfsfé- laga og var snemma valinn til • að takast á herðar aukna ábyrgð. Mér eru auk annars minnisstæð verkefni við pílagrímaflug og önnur leiguverkefni á vegum Loftleiða og Flugleiða hf., en til þeirrar starfsemi valdist einvalalið flugvirkja til að annast skoðanir og viðhald flugvéla, oft við erfíðustu aðstæður og tak- markaðan tækjabúnað. í þessa sér- sveit valdist Guðmundur undantekn- ingarlaust, enda var þekking hans og verklagni umtöluð. Afkoma félagsins á þessum árum markaðist að verulegu leyti af tekjum af leiguverkefnum og því mikið í húfí að í hvívetna tækist vel til. Þegar horft er til baka, sést vel að sá útvaldi hópur flugvirkja, sem annaðist skoðanir og viðhald flugvéla félagsins í leiguverkefnum erlendis hefur unnið stórvirki og þeim ber ekki síst að þakka þá velgengni sem t Elskuleg móðir okkar, HEIÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Laufási 4a, Garðabæ, lést í Landspítalanum 7. júní. Guðlaug Helga Eggertsdóttir, Fríður Eggertsdóttir, Helgi Már Eggertsson, Björgvin Orn Eggertsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVEINN FINNSSON, lögfræðingur frá Hvilft, lést þann 7. júní 1993. Herdís Sigurðardóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Benedikt Hauksson, Jóhann Sveinsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Rolf E. Hansson, Finnur Sveinsson, Þórdi's J. Hrafnkelsdóttir og barnabörn. t Minningarathöfn um móður mína, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐI JÚLÍU VALTÝSDÓTTUR frá Seli i Austur-Landeyjum Hverfisgötu 106, sem andaðist í Borgarspítanum 26. maí, fer fram frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 10. júní kl. 13.30. Jarösett verður frá Voðmúlastaðakapellu föstudaginn 11. júní kl. 14.00. Sverrir Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Margrét Þuriður Sverrisdóttir, Karel Geir Sverrisson, Elvar Þór Sverrisson, Kristján Valtýr Sverrisson, Ari Auðunn Sigurjónsson. félaginu hlotnaðist. Guðmundur Salbergsson var sann- ur fulltrúi sinnar starfsgreinar og naut trausts allra sem honum kynnt- ust. Samviska hans leyfði ekki tví- skinnung í öryggismálum. Hann var farsæll flugvirki. Ég sendi fjölskyldu og ástvinum Guðmundar Salbergssonar hugheilar samúðarkveðjur. Guðlaugur Helgason. Það er oft stutt á milli lífs og dauða. Það sannaðist með áþreifan- legum hætti í Efstadalsskógi föstu- daginn fyrir hvítasunnu, þegar mág- ur minn, Guðmundur Salbergsson, var skyndilega hrifínn úr tölu lifenda að mér einum viðstöddum. Ég ætla að láta lesendum eftir að gera sér í hugarlund þá örvæntingu sem greip mann við slíkar aðstæður. Bið eftir hjálp, sem virtist aldrei ætla að taka enda, og svo vonleysið sem tók við, þegar allar björgunaraðgerðir urðu til einskis. Ég kynntist Guðmundi þegar ég var stráklingur. Ég minnist þess hvað það var óvænt þegar hann mætti niður að bryggju til að taka á móti Köllu systur minni þegar hún kom heim með Gullfossi, og kyssti hana beint á munninn. Fljótlega varð hann svo heimagangur hjá foreldrum mínum á Bugðulæknum og innan langs tíma var ljóst hvert stefndi. Guðmundur kom inn í íjölskylduna og var hann boðinn hjartanlega vel- kominn. Brúðkaupið var haldið 1972 og ungu hjónin hófu búskap sinn í Asparfellinu. Hrund kom svo í heim- inn 1974 og nokkru árum seinna fæddist Sigríður. Þá fluttist fjöl- skyldan í Skógarlundinn í Garðabæ, þar sem þau bjuggu síðan. Ifyrstu árin sem ég þekkti Guð- mund var hann hin sanna hetja ungl- ingsins, ævintýramaðurinn sem hafði ferðast heiminn á enda og upp um ijöll og fímindi á íslandi, þreklega vaxinn og sterkur eins og naut og ók um á brúnum Willisjeppa. Hann var stórkpstlegur mágur. Og ég naut góðs af. Ég minnist margra ferðalag- anna og veiðitúranna út um allt. Guðmundur var traustur bílstjóri og ók yfír ár og vegleysur rólegur og öruggur, enda haggaðist hann hvergi þótt eitthvert óvænt vandamál kæmi upp í ferðunum. Guðmundur var fyrirmyndin að vGumma“ í bókinni „Frank og Jói á Islandi". Höfundurinn kynntist hon- um lítillega þegar hann var á ferða- lagi hér á landi. Hann sá strax hetju- ljómann sem stafaði af honum og sá að þessi manngerð hentaði vel í söguna. „Gummi“ var flugvirki hjá Loftleiðum. Hann átti brúnan jeppa og var bjargvætturinn sem alltaf var reiðubúinn til aðstoðar þegar þess þurfti, maðurinn sem alltaf mátti treysta á. Vafalaust muna margir þeir sem nú eru á besta aldri eftir þessari bók. Fjölskyldan mín eignaðist sælureit í Efstadalslandi í Laugardal. Þar smíðuðum við mágamir, Vigfús, Guðmundur og ég sumarhús, sem við áttum öll sameiginlega ásamt foreldrum mínum. Margur svitadrop- inn féll þar við verkið, en þar áttum við líka margar okkar bestu stundir. Guðmundur var mikill áhugamaður um skógrækt. Hafði hann unnið við slíkt á sínum yngri ámm. Hann gróð- ursetti margar fummar, aspimar og lerkitrén í landið við bústaðinn. I upphafi vom trén svo lítil, að vart mátti sjá þau í grasinu, en nú em þetta stórar og stæðilegar plöntur enda nutu þær umönnunar fag- mannsins og vom stolt hans. Guðmundur var hinn best félagi og vinur. Manna kátastur á gleði- stundum og manna traustastur þegar eitthvað bjátaði á. Hann kunni að kasta fram vísum við mörg tækifæri og gat góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðmm þeim sem í kringum hann vom. Hann var grillmeistarinn mikli, bæði í Skógarlundinum og sumarbú- staðnum. Hann var hinn mikli dans- herra og söngmaður þegar slíkt var á dagskrá og hann var viðgerðar- maðurinn . og hjálparhellan þegar eitthvað bilaði. Og að lokum er það fjölskyldumað- urinn Guðmundur, sem við munum svo vel eftir öll síðustu árín. Hans er nú sárt saknað af heimilinu. Áfall- ið sem allir óttuðust undir niðri að gæti gerst reið yfír svo snöggt og óvænt og því er skarðið sem skilið er eftir enn stærra. Guðmundur átti svo margar gleðistundir í faðmi fjöl- skyldunnar. Eiginkonan og dætumar munu minnast hans með þökk fyrir öll þessi ár. Það geram við öll hin líka. Élsku Kalla, Hmnd og Sigga. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðj- ur mínar og fjölskyldu minnar. Ég veit að minningin um góðan dreng yljar ykkur um hjartarætumar og hjálpar í sorginni. Sigfús Ægir Ámason. Elskulegur vinur er fallinn í val- inn, svo snöggt, líkt og hann hafí fyrirvaralaust verið kallaður til ann- arra og mikilvægari starfa. Eftir stöndum við vinir hans og ættingjar eins og vegalaus böm og reynum að ná áttum. Sorg okkar er meiri en orð fá lýst. Heimurinn verður aldrei samur. Guðmundur Hermann Salbergsson var fæddur á Suðureyri við Súganda- fjörð 31. mars 1945. Foreldrar hans vom hjónin Salberg Guðmundsson, f. 26. júní 1912, d. 31. ágúst 1952, og Ingiríður Vilhjálmsdóttir, f. 14. nóvember 1906. Hann ólst upp á Suðureyri til 11 ára aldurs er móðir hans fluttist til Reykjavíkur ásamt börnum sínum. Guðmundur átti þijár systur. Elst var Svanhildur, f. 23. október 1937, d. 9. maí 1977. Hún var gift Sigurði Mar og eignuðust þau þijár dætur, Kristínu, Birnu og Steinunni. Ásthildur, f. 25. ágúst 1939, maður hennar er Friðrik Sö- ebeck og eiga þau tvö börn, Berg- lindi og Þórarin. Yngst er Vilhelmína Þórdís, f. 19. febrúar 1942, gift Jó- hanni Hálfdánarsyni og eiga þau tvo syni, Salberg og Þorgeir. Guðmundur Hermann var giftur Karólínu Áma- dóttur frá Böðmóðsstöðum í Laugar- dal, f. 30. október 1947, og eignuð- ust þau tvær dætur, Hmnd og Sig- ríði. Guðmundur var flugvirki að mennt og starfaði við þá iðn hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Er ég lít til baka renna ótal mynd- ir um huga minn. Við Kalla emm systradætur og æskuvinkonur. Við kynntumst mannsefnunum okkar fyrir 25 ámm. Þeir höfðu lært saman í Bandaríkjunum og unnu nú saman. Líf okkar tvinnaðist saman upp frá því. Ótaldar em ferðimar sem við fór- um saman, bæði innanlands og utan. Oftast fóm bömin með en stundum fómm við í hjónaferðir. Allar þessar ferðir vom sælustundir. Þar bar aldr- ei skugga á. Gleði og hlátur vom í fyrirrúmi, nagg og nöldur vom aldr- ei með í farteskinu. Ekki verður á neinn hallað þó ég segi að Guðmund- ur átti þar hlut mestan. Ferðimar vom allar með sínu sniði, allt eftir því hvert var farið. Þó við fæmm víða svo sem til Bandaríkjanna, Port- úgals, Þýskalands og Lúxemborgar, langar mig að nefna eina ferð sem við fómm saman fyrir nokkmm ámm. Gummi tók á leigu tvö sumar- hús sem Súgfirðingafélagið átti vest- ur á Súgandafirði. Hann tók móður sína með og systir hans Vilhelmína og Jóhann maður hennar komu til okkar. Þessi ferð er eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. Þama upp- lifðum við aftur með þeim systkinum og Ingu horfna æskudaga. Náttúran var skoðuð frá öðmm sjónarhóli en hjá venjulegum ferðamanni. Hver staður átti sína sögu. Sögumar vom ekki allar sársaukalausar. Ein þeirra var af þvf þegar Salberg faðir Gumma varð bráðkvaddur, þá fer- tugur að aldri, inni í dal er hann var þar við heyskap. Ferð þessi er líka eftirminnileg fyrir það hvemig fólk á mismunandi aldri getur skemmt sér saman og notið lífsins. Hjá okkur ríkti einfaldlega ekkert kynslóðabil. Eitt kvöldið fómm við niður í ijöru. Þá var svartalogn, eins og þeir segja fyrir vestan. Þetta kvöld var ógleymanlegt. Þama kveiktum við bál, grilluðum pylsur og sungum. Nóttin var svo björt og mögnuð að sumir gátu ekki farið að sofa, heldur vöktu alla nóttina og nutu náttúmnn- ar. Gummi var mikill gleðigjafí. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór og var slíkur hafsjór af bröndumm að með ólíkindum var. Hann var dansmaður mikill og eftir- sóttur dansherra. Hann sveiflaði dö- munum átakalaust um dansgólfíð og gilti einu hvort daman kunni sporið eða ekki, hann stjómaði ferðinni. Er ég minnist þessa eiginleika í fari Gumma, kemur mér í huga er við vomm eitt sinn á ferð um Þýskaland og lentum á þýsku sveitaballi. Dætur okkar ungar, báðar innan við ferm- ingu, rifust um dansherrann. Aldur skipti hér sem áður ekki máli. Gummi var ævinlega sjálfskipaður veislustjóri á árshátíðum flugvirkj- anna og sagði þá léttar skopsögur af vinnufélögunum og oftar en ekki vom þær í bundnu máli, því að Gummi var ákaflega hagmæltur. Margar vísumar sendi hann einnig okkur vinum sínum á góðum stund- um. Er mér efst í huga þorrablótin hjá okkur í saumaklúbbnum. Þar flugu margar beinskeyttar vísur, en þó allar góðlátlegar. Verður nú skarð fyrir skildi. Ætla mætti af orðum mínum að Guðmundur hafí verið kæmlaus galgopi, en það var nú öðm nær. Hann var sá samviskusamasti starfs- kraftur sem nokkur vinnuveitandi getur haft, ávallt reiðubúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Má segja að líf hans hafí snúist í kringum vinnuna og gölskylduna, því að hann var mikill fjölskyldumaður og dætmm sínum frábær faðir og traustur vin- ur. Samband þeirra var fágætt. Hann átti trúnað þeirra, það er þeirra huggun í sorginni. Eitt atvik þessu t Ástkær dóttir okkar, BRYNHILDUR JÓNSDÓTTIR, lést af slysförum 7. júní. Jón Björnsson Margrét Dannheim. t ÞORSTEINN JÓNSSON frá Syöri-Grund f Svarfaðardal, lést 2. júní sl. Aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ELÍN ÞORKELSDÓTTIR, Droplaugarstööum, áður Háteigsvegi 28, andaðist þann 8. júní. Þorkell Jóhannesson, Vera Tómasdóttir, Jóhanna J. Thorlacíus, Ólafur Thorlacíus, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.