Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 33 til áréttingar langar mig að nefna. Eldri dóttir hans, þá mjög ung, var ákaflega myrkfælin og átti erfitt með að komast í ró á kvöldin. Gummi orti þá lítið vers handa henni, sem varð hennar kvöldbæn upp frá því. Eyddu Drottinn öllum fljótt ' ótta úr huga mínum. Svo ég geti sæl í nótt sofíð í faðmi þínum. (Guðmundur Salbergsson) Allir mega sjá að hér fór einstakur faðir. Gummi var mikill náttúruunnandi og skynjaði náttúruna. Hann var slyngur veiðimaður og hafði gaman af að renna fyrir fisk. Hann hafði yndi af allri ræktun eins og lundur- inn í Laugardalnum ber vitni um. Það er sælureitur fjölskyldunnar, þar sem hann tók sín síðustu andvörp. Þaðan hlýtur að vera stutt til himna- ríkis. Við hjónin þökkum það að fá að kynnast slíkum manni. Það voru for- réttindi. Elsku Kalla, Hrund, Sigga og Inga amma. Minningamar eru ljúfar og fylgja ykkur alla tíð og verða ykkar huggun. Megi góður Guð styrkja ykkur á komandi stundum. Tengda- foreldrum Guðmundar, systrum og öðrum skyldfólki sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Hvíli hann í friði. Sigrún Ólafsdóttir, Ragnar Kærnested. Langir eru dagar, enn lengir nætur geigurinn og beygurinn gripa um hjartarætur - marbendill situr í sölvafjöru og grætur. Þung er sú þögn í landi - álfar ugga um sinn hag þá horfið er af heiminum brott það ljúflingslag - lindin spyr vindinn: hví syngur hann ekki í dag? Segðu mér að sunnan, ó sæli öðlingur fljóða, sem heillaðir allra harm og fögnuð í hjartað þitt góða: er þögnuð dýr þín lýran ljóða? (Jóhannes úr Kötlum.) Kæri vinur, sem horfínn er á braut. Við vissum að þú gekkst ekki al- veg heill til skógar vegna hjartasjúk- dóms þíns. Fjölskylda þín og vinir höfðu búið svo lengi við áhættuna, sem þú tókst með því að vera virkur þjóðfélags- þegn, að við vorum kannski búin að gleyma sjúkdómnum, sem yfír þér vofði. Ef til vill varst þú og eiginkona þín, Kalla, meðvitaðri um sjúkdóminn en við hin, þó aldrei létuð þið á neinu bera í þeim efnum. Gummi dó fyrir utan sumarbústað- inn, sem fjölskyldan átti saman og hann hafði átt þátt í að byggja með eigin höndum i landi Efstadals í Laugardal. Gummi hafði farið þangað með mági sínum til að endumýja verönd sumarbústaðarins, sem honum þótti svo vænt um, er kallið skyndilega kom. Mágur hans hringdi strax á aðstoð með farsíma er áfallið reið yfír og gerði allt, sem hægt var að gera til að bjarga lífi hans, en án árangurs. Um vin okkar Gumma, sem nú er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, er óhætt að segja að þar fór góður drengur, sem aldrei neitaði nokkurri bón og aldrei lagði illt til nokkurs manns. Við hjónin hlökkuðum ávallt til samvista með honum, því við vissum að það var gott og skemmtilegt að vera þar sem hann var nálægt. Þegar eitthvað stóð til hjá fjöl- skyldunni, vinum og samstarfsfélög- um var Gummi ávallt fremstur í flokki með gamanvísur og sögur. Á árshátíðum, í afmælum og öðr- um samkvæmum var Gummi, vegna hæfíleika sinna, hrókur alls fagnað- ar, en í sögum sínum og vísum urn menn og málefni gætti þó aldrei neins nema jákvæðni og góð- mennsku. Hann var greindur maður og skarpskyggn á málefni samborg- ara sinna, en gætti þess ákaflega vel að gæta alls velsæmis og móðg- aði aldrei neinn með hinum miklu hæfíleikum sínum að semja vísur og segja gamansögur. Við hjónin hefðum viljað að sam- verustundimar með honum hefðu verið fieiri, bæði í fortíð og framtíð, en forlögin ráða því að þar verður engu um breytt. Því er ekki að neita að við erum sár við æðri máttarvöld yfír því hvað andlát Gumma bar brátt að. Kannski kennir það okkur hvað allt er í lífinu hverfult og að við eigum að rækta samband okkar við fjölskyldu okkar, vini og aðra samferðamenn, því við höfum óneitanlega orðið vör við að í lífinu ræður enginn sinum nætur- stað. Mikill harmur er kveðinn að eig- inkonu Gumma, henni Köllu, og dætrunum, Hrund og Siggu, aldraðri móður og öðrum ættingjum og vin- um. Við tökum þátt í sorg þeirra, en vonum að dýrmætar minningar um góðan eiginmann, pabba, son og vin verði sorginni yfirsterkari er fram líða stundir. Vigfús og Svala. Sumarið er í nánd og við áttum von á ljúfri hvítasunnuhelgi, en samt lék um okkur kaldur gustur er við hjónin komum í bústaðinn okkar í Laugardal föstudagskvöldið 28. maí. Við Dísa vissum að Gummi og Kalla ætluðu að koma í sinn bústað ásamt frændum og vinum og væntum góðs af vinafundum. Stuttu eftir að við komum var okkur tilkynnt að Gummi hefði orðið bráðkvaddur er hann kom með Sigfúsi Ægi, mági sínum, aust- ur, en þeir höfðu farið á undan kon- um sínum til að dytta að staðnum áður en elskumar þeirra kæmu; allt- af sama umhyggjan. Þetta er dæmi- gert fyrir þá mágana. Ég man Gumma frænda, við vor- um systrasynir, fyrst er hann kom í bæinn frá Súgandafirði, eftir að hann hafði misst föður sinn fertugan á sama hátt og hann fór sjálfur. Eng- inn má sköpum renna. Þegar þau komu aftur til Reykjavíkur, Inga frænka, ekkja með fjögur böm, þá var ekki margt gjöfulla grasa, en eigi skal gefast upp. Inga fékk vinnu og íbúð og síðan var unnið. Börn uxu úr grasi, dætur þrjár, Gummi yngst- ur, einrænn og ákveðinn, vinafár utan af landi. Tókst þá fijótt sam- band við ýmsa er honum þóttu for- vitnilegir, m.a. var þar faðir minn. Hann bauð honum að koma í hest- húsið og líta á hestana. Morgunstund gefur gull í mund. Oft var pabbi kominn í hesthúsið kl. 6 að morgni, þá reið hann um fjörur í Fossvogi fyrir vinnu, þá var byijað að vinna kl. 7.30. Guðmundur Salbergsson var mættur kl. 6, hafði þá gengið úr Miðtúni. Þá riðu frændur um fjörur. Morgunroðinn, fuglakvak og gjálfur aldanna lækna allt. Eftir skeiðsprett í fjöruborði er hægt að gera hvað sem er. Síðan var haldið í Skógrækt- arstöðina í Fossvogi og tveir vihlr fara að telja plöntur og pakka þeim, þær eiga að fara til gróðursetningar næsta kvöld. Menn hafa ábyrgð og finna að þeir eru einhvers virði. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur vann Gummi frá því að hann var 12 ára og þar til hann fór í flugvirkjanám. Hann vann að öllum störfum af al- hug. Hann íhugaði alltaf vel hvað hann var að taka að sér að gera og vann verkið eftir því. Eftir að hann hætti störfum hjá skógræktarfélag- inu og hafði lokið námi við flugvirkj- un réðst hann til Flugleiða þar sem hann starfaði síðan. Hann var þar vel liðinn og vin- margur og trúað fyrir ábyrgðarstörf- um jafnt hjá vinnuveitendum og sam- starfsmönnum. Guðmundur var vel af Guði gerður, húmor hans var hárf- ínn, oft settur fram í stöku eða drápu, sem alla gladdi og var það hans til- gangur að veita öðrum gleði. Margs er að minnast eftir áralöng kynni. Þó verð ég að geta þess sem eftirbreytni er vert, umhyggja hans fyrir eiginkonu sinni og dætrum, sem voru honum allt. Hann var frábær heimilisfaðir, umhyggjusamur, nær- gætinn og fyrirhyggjusamur. Þau öll ásamt móður, systrum, mágafólki og ekki síst tengdaforeldrum, voru hans bestu vinir, enda nutu þau ástríkis hans í ríkum mæli sem þau öll, sem og hans aðrir nánir vinir, þakka að leiðarlokum. Vilhj. Sigtr. Flosi Bjömsson, Kví- skeijum — Minning Fæddur 13. desember 1906 Dáinn 23. maí 1993 Lán mitt — á ævi sem nokkuð er farið að teygjast úr — hefur verið að kynnast fólki, sem mér virtist vera afbragðsfólk. Einn slík- ur var Flosi Bjömsson. Flosi Björnsson á Kvískeijum í Öræfum er látinn, 86 ára að aldri. Samband hafði ég við hann annað veifið í rúm 40 ár, en ekki sáumst við fyrr en nú fyrir nokkrum árum. Og þó, ætli mér hafði ekki borið hann fyrir sjónir á Landsbókasafni einhvern tímann um 1960-70 og áttað mig á því eftir á, þegar ég sá nafn hans í gestaskrá. En þá var ég of óframur til að fara að trufla fræðimanninn við störf hans til þess eins að segja, að hér væri ég kominn. Því fræðimaður var Flosi Björns- son vissulega og þó að ég þekkti ekki nema brot af störfum hans á því sviði var það mér nóg til að skilja, að þau voru vönduð og vel unnin. Svo ég gangi lengra og tali sannara, þá var Flosi bókmennta- maður í gömlum og góðum skiln- ingi, víðlesinn og vellesinn, jafn- framt því að vera laus við mælgi um þau efni. En eitt er það sem alveg sérstaklega mætti nefna honum til heiðurs, en það er hjálp sú sem hann veitti okkur sem störfuðum að 2. útgáfu Nýalsrita doktors Helga Pjeturs árið 1955. Hin mikla og merkilega rann- sóknabraut, sem doktor sá lagði á, í framhaldi af jarðfræðirann- sóknum sínum, sú hin síðari „brekkusókn" hans hófst á árunum 1910-1912 og lauk ekki fyrr en að ævilokum. Nú er það svo um oss, gagnstætt þeim sem halda að allt sem er verði fyrir ómerkilegar tilviljanir þar sem ekkert er öðru hærra, þá ætlum vér að manninum sé kostur boðinn, þegar hann ræðst í ósmátt viðfangsefni. Þegar ég las fyrst frumútgáfu Þónýals, síðasta Nýalsritsins (1947) og sá þar til- vitnun úr þýsku ljóði: „Anfangs wolte ich fast verzagen" („Það lá við að mér féllist hugur fyrst“), þóttist ég vita, að þarna væri Helgi að vísa til upphafs hins mikla og erfiða verks, sem hann hafði tekist á hendur, þótt hér um bil óvinn- andi virtist. „Vel til fundið,“ hugs- aði ég, en undir vísunni stóð: Goet- he. Hafði Helgi lengi langt mikla stund á rit hans. Þetta hafði ég fyrir satt í nokkur ár, enda er rang- minni um slíkt svo fátítt hjá Helga, að varla finnat dæmi. En þegar við fórum að huga að endurútgáfu fengum við bréf frá Flosa Björns- syni og stóð þar m.a.: „Geta má þess að þessi vísa er í Buch der Lieder, eftir Heine.“ Við leiðréttum þetta að sjálf- sögðu, í 2. útgáfu. En löngu síðar, þegar ég var að kannn nákvæm- lega ritferil dr. Helga rakst ég á eftirfárandi tilvitnun sem hann tekur upp (1912): „Margir miklir ménn hafa þegar gengið á þessari jörð ... og á heilögum stundum koma þeir oss fyrir sjónir í þoku- mynd.“ Tilvitnun er frá Heine. (Prentað í: Valdar ritgerðir-A, 1991, s. 245). Orðsending Flosa var þannig ekki aðeins einföld leiðrétting á tilvitnun, heldur lykill að sumum frumþáttum í fræðum dr. Helga. „Skyggnigáfa“ Heines og skiln- ingsgleði Goethes hafa jöfnum höndum haft áhrif á kenningu hans á byrjunarstigi. Greinar eftir Flosa Bjömsson, vandaðar að efni og orðfæri, birt-. ust í tímaritum Nýalssinna, ís- lenskri stefnu o.fl. einkum fyrr á árum. Ein síðustu samskipti okkar Flos voru, þegar við hjónin heimsóttum hann að Kvískeijum haustið 1990. Þá gaf hann mér bók úr safni dr. Helga „Mein geistiges Schauen in die Zukunft“ eftir frú de Ferriem (1900) og þótti mér að því hinn mesti fengur og heiður. Liðin er mannsævi hér á jörð og tekur önnur við, í endursköpuð- um líkama, fullvöxnum og heil- brigðum á annarri jörð, þar sem fagrar sálargáfur, heiðarleiki og vandvirkni koma mönnum vel að haldi. Þorsteinn Guðjónsson. Ný bílasala Á dögunum tók til starfa ný bíla- sala í Skeifunni 11. Hún ber nafnið Betri bílasalan og er í eigu Þor- steins Halldórssonar og Halldórs Bachmanns. Betri bílasalan hefur nýuppgerðan 400 fermetra sýning- arsal til umráða auk útisvæðis og er þá félaga sárlega farið að vanta bíla bæði í salinn og á útisvæðið. Einnig vantar bíla á skrá. Opnunar- tími er frá kl. 10 til 19 alla virka daga og frá kl. 10 til 17 laugardaga. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö, hjálp og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, GUÐNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR frá Dufansdai, Grænumörk 1, Selfossi. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Ragnheiður Ólafsdóttir, Jakob Ólafsson, Björgvin Guðjónsson, Stefanía Önundardóttir. t Eiginmaður og faðir okkar, GUNNAR ÓLAFSSON verslunarmaður, Gnoðarvogi 88, Reykjavík, sem lést 3. júní, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudag- inn 10. júní kl. 13.30. Margrét Leósdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson. t Þökkum innilega veitta samúð vegna fráfalls og jarðarfarar PÁLUPÁLSDÓTTUR kennara frá Hofsósi. Páll Þorsteinsson, María H. Þorsteinsdóttir, Dóra Þorsteinsdóttir, Gestur Þorsteinsson, Anna Pála Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Broddi Þorsteinsson, Snorri Þorsteinsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Dröfn Pétursdóttir, Sigurgeir Angantýsson, Sóley Skarphéðinsdóttir, Valur Ingólfsson, Þórdís Viktorsdóttir, Hjördfs Þorgeirsdóttir, Anne Hoffmeyer, Guðni S. Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökk til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU SIGRÍÐAR STEINGRÍMSDÓTTUR húsfreyju, Helgafelli, Mosfellssveit. Megi sá, er sólina skóp, biessa ykkur öll. Haukur Nfelsson, Heiga Jónsdóttir, Nfels Hauksson, Steinunn Elíasdóttir, Marta Hauksdóttir, Haukur Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU ÁSTRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Lyngholti, Sandgerði. Ármann Guðjónsson, María Ármannsdóttir, Marel Andrésson, Helgi Ármannsson, Michela Jespersen barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.