Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 41 Ómannúð eða vanþekking? Frá Magnúsi Skarphéðinssyni: Sigurður H. Jóhannsson hrasar illilega á laugardaginn í Morgun- blaðinu um nokkrar staðreyndir í hvalavinamálum heimsins. Það flögrar að lesendum greinar hans að hann hafi helst til mikið horft á skáldskaparþætti Magnúsar Guð- mundssonar kvikmyndagerðar- manns, eða bara á of margar aðrar hasarmyndir. En svo vill til kæri Sigurður að ekki er hægt annað en að leiðrétta misskilning þinn að nokkru hér. Ég vil rétt taka það fram strax að ég er ekki talsmaður grænfrið- unga né fjöldamargra annarra er- lendra samtaka sem vinna að svip- uðu málum og þeir. Yfir 2500 mis- munandi stór náttúruvina- eða hvalavinafélög eru til í dag á vestur- löndum sem vinna gegn slátrun hvalanna. Slátrunar sem virðist vera orðið helsta sjálfstæðismál ís- lensku þjóðarinnar, svo undarlegt sem það nú annars er. En ég sem hvalavinur og dýravin- ur er ekkert sérstaklega hrifinn af ýmsri framkomu margra náttúru- verndarsinna, s.s. grænfriðunga og tvöfeldni margra miður heppilegra starfsmanna þeirra. En það er önn- ur saga og flóknari. En rétt skal samt vera rétt þegar talað er um þessi samtök og þessi mál. I fyrsta lagi þá hafa Grænfrið- ungar aldrei ættleitt hvali eða gefið öðru fólki kost á slíku í gegnum samtök sín. í annan stað er ekki helsta markmið þeirra samtaka að afla fjár, frekar en u.þ.b. 100 ann- arra hvalavinafélaga sem okkur ís- lensku hvalavinunum er persónu- lega kunnugt um og höfum haft ágætt samstarf við. Mætti þó ýmis- legt betur fara í fjármálastjóm sumra þeirra og forgangsröð. Markmið og barátta allra þessara samtaka er hvað sem við íslending- ar gösprum um að standa í mjög margþættri baráttu gegn hinum ýmsu mengunar- og öðrum hel- stefnueinkénnum menningar okkar. Nefni ég hér aðeins nokkur bar- áttumál þeirra sem hér er kunnugt um, s.s. að friða regnskógana, banna eiturefnalosun í sjó, fá al- þjóðlegt bann við notkun kjamorku- vopna, fá bannaða alla kafbáta sem ganga fyrir kjarnorku eða sem eru með kjarnorkuvopnum innanborðs til vemdar alþjóðlegum hafsvæðum og fískimiðum, ná fram varanlegri stöðvun allra hvalveiða, stöðvun selveiða, og vinna gegn ýmsri eitur- efnanotkun sem tíðkast víðast hvar hér á Vesturlöndum helst. Og svo frv. og svo frv. Af nógu er að taka. Ætlum við íslendingar virkilega að staðsetja okkur hinum megin borðs- ins og standa gegn öllu eða sumu af þessu, þar sem það skaði hugsan- lega stundarhagsmuni okkar í mál- inu? Og alls staðar er sama rama- kveinið rekið upp þegar náttúruvin- ir heimsins gagnrýna stórfýrirtæki eða þjóðir fyrir of miklar eða óþarfa skemmdir eða þjáningu sem þau valda náttúrunni eða dýrum henn- ar. Við íslendingar erum ekkert einsdæmi með það. Við erum hins vegar nokkuð sér á báti með minni- máttarviðbrögð þegar útlendingar benda okkur á ýmsar krumpur á samvisku okkar, s.s. á hvalveiðar okkar og ásetning okkar til að taka þann þjáningafulla iðnað aftur upp, sem vonandi aldrei verður og má aldrei verða. Því þó ekki væri nema af samúð í garð hvaldýranna þá er ótækt með öllu hvemig hvalveiðar okkar hafa alltaf farið fram. Eða hvað ætli margir viti það hér á landi eða vilji vita það að meðaltali er hver hvalur um 5 mín- útur að drepast eftir að sprengi- skutullinn hefur hæft dýrið, skv. skýrslum vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem komnar eru beint upp úr gögnum veiðimanna sjálfra? Og hvað ætli’ margir íslendingar viti það að allt að einn rúmmetri af holdi stórhvalsins er skemmt eða ónýtt þar sem sprengiskutullinn lendir í skrokk dýrsins? Af því geta menn ímyndað sér hversu óhemju- þjáningar þessi friðsömu risadýr úthafanna þurfa að þola við þessar ómannúðlegu veiðar okkar Islend- inga eða 'annarra „siðmenntaðra" þjóða á borð við Norðmenn eða Japani? Nei, kæri Sigurður. Ég ætla að- eins að biðja þig og aðra góðhjart- aða Islendinga að spyija samvisku ykkar í einrúmi eða í hljóði þeirrar spumingar hvort þið vilduð láta VELVAKANDI Tapað - fundið Hvítir vettlingar Hvítir vettlingar með marglitu mynstri töpuðust miðvikudag- inn 2. júní sl. á leiðinni Þing- holt - Hverfisgata - Hraunteig- ur - Skeifa. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 22549. Fundarlaun. Skarpa gönguskór Skarpa gönguskór töpuðust á laugardaginn var. Þeir týndust við raðhúsin Dalhús 25-35 eða á leiðinni milli Dalhúsa og Mið- húsa. Upplýsingar í síma 679024, Valgerður. DNG tölvustýrðri veiðarfærarúllu stolið DNG tölvustýrðri veiðarfærar- úllu var stolið úr bát, sem lá við Ægisgarð nærri gömlu ver- búðunum, á sjómannadaginn milli klukkan 18 og 20. Þeir sem geta veitt upplýsingar eða hafa séð til mannaferða gefi sig fram við RLR. Sólgleraugu töpuðust Tapast hafa vönduð sólgler- augu við Miklubraut nálægt Umferðarmiðstöðinni um helg- ina. Upplýsingar í síma 622120 eða 16253. Myndavél í gráu hulstri Myndavél í gráu hulstri tapað- ist á sjómanndaginn við höfnina (fyrir neðan Kolaportið). Finnandi vinsamlega hringi í síma 685771. Blár kvenmannsjakki Blár kvenmannsjakki með rú- skinnskraga og trétölum tapað- ist á Kringlukránni eða þar I grennd fyrir skömmu. í jakkan- um voru gullspangargleraugu. Ef einhver hefur tekið jakkann í misgripum eða fundið hann þá vinsamlega hringið í síma 27557. Fundarlaun. GÆLUDÝR Kobbi tapaðist Kobbi, sem er lítill gulur páfa- gaukur, tapaðist við Nesveg á laugardagskvöld. Ef einhver hefur séð Kobba vinsamlega hafið samband í síma 612326, Guðbjörg. VITNIÓSKAST Vitni óskast að ákeyrslu fyrir utan verslunina Bónus við Skútuvog. Keyrt var á gráa Toyota Corolla og er vinstri framhurð ónýt. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að þessu atviki vinsamlegast hafi sam- band við lögregluna í Reykja- vík. svona tegund slátrunar óátaldar? Getur nokkur siðmenntaður maður gert það? Ekki að mínu mati. Þess vegna ættum við að bindast sam- tökum um það að hvalveiðar heyri sögunni til og að aldrei fái nokkur rödd hér á landi eða annars staðar hljómgrunn fyrir þessari ljótu fram- komu við þessar skepnur sem ekk- ert hafa á okkar hlut gert. MAGNÚS SKARPHEÐINSSON Grettisgötu 40b, Reylq'avík LEIÐRÉTTIN G AR Nafn féll niður í minningargrein Antons Erlends- sonar um Þórhöllu Þórarinsdóttur frá Valþjófsstað í Morgunblaðinu í gær féll niður í upptalningu á systk- inum Þórhöllu nafn einnar af systr- um hennar, Bryndísar Þórarinsdótt- ur. Þá slæddist meinleg prentvilla inn í greinina á öðrum stað og birt- ist hér á eftir í heild efnisgreinin sem fyrir hnjaskinu varð: „Valþjófs- staður naut héraðsfrægðar fyrir margra hluta sakir. Hafandi eru eftir ummæli dr. Stefáns Einarsson- ar, háskólakennara í Vesturheimi: „Er risna þessara hjóna [Ragnheið- ar og Þórarins] kunnari en frá þurfi að segja, hafa þau um langt skeið með söng sínum og fjöri gert Val- þjófsstað að menningarmiðstöð, eigi aðeins í sveitinni heldur svo að segja um allt Austurland.“ Ekki þarf að tíunda hve mótandi áhrif æsku- heimili Þórhöllu hefur haft á lífsVið- horf hennar." Hlutaðeigendur eru innilega beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Alhliða sjálfsrækt 5 vikna námskeið, sem fjallar um uppeldi, ást og sam- skipti, eðlishvatir, líkamsrækt, mataræði, hugsun, markmiða- setningu, öndun, innsæi, hugleiðslu og lögmál velgengni. ítarleg námsgögn, fyrirlestrar, stöðumat, verkefni og æfingar. Tími: 10. júní -12. júlí, fimmtudaga og mánudaga kl. 19-21. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson. Nánari upplýsingar í Stjörnuspekistöðinni, Kjör- garði, Laugavegi 59, sími 10377. Ráðherrar í stað bankastjóra Nokkurrar ónákvæmni gætti í vali á fyrirsögn með grein Ingi- mundar Sæmundssonar í föstu: dagsblaði Morgunblaðsins 4. júní. í stað fyrirsagnarinnar Setjum bankastjórana á sjó hefði átt að koma Setjum ráðherrana á sjó. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessari ónákvæmni. __ SKÖYMSUA m REYKJAYÍKUR Laugavegi 95 simi 62 45 90 Athugasemd Vegnar fréttar í Morgunblaðinu sl. laugardag um almenna dreifíngu á dönsku dagblöðunum samdægurs vill Boðfélagið taka fram að það dreifír blöðunum líka samdægurs hér á landi í lausasölu og áskrift. Fást þau á helstu blaðsölustöðum en félagið hefur síðan 1988 dreift hér útlendum dagblöðum samdæg- urs s.s. ítölskum, frönskum, þýsk- um spönskum og alþjóðlegum m.a. Herald Tribune. En enginn einka- réttur er á dreifingu dönsku dag- blaðanna Politiken, Berlingske, B.T. og Extra Bladet. 3R00KS ú íslandi Tökum gömlu skóna uppí ! K Vlðmiðunarverð kr. 7.490.- - gamlir skór kr. 1.000.- kr. 6.490.- tfydroFhw stuðpúðar í hæl. 'ÍSROOKS Útsölustaðir: Hummelbúðin, Ármúla, Sparta, Laugarvegi, Á fætur, Kringlunni, Sportval, Kringlunni, Skósalan, Laugarvegi, Sportbær, Selfossi, Skóstofan Össur, Hverfisgötu, Útillf, Glæsibæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.