Morgunblaðið - 10.06.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.1993, Síða 1
64 SIÐUR B/C 128. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Prentsraiðja Morgunblaðsins Vilja ákæra Giulio Aiidieotti fvrir morð Róm. Rpntpr SAKSÓKNARAR á Ítalíu báðu í gær þing landsins að ijúfa þing- helgi Giulios Andreottis, fyrrverandi forsætisráðherra, svo hægt yrði að ákæra hann fyrir að hafa gefið fyrirmæli um morð á ít- ölskum blaðamanni fyrir 14 árum. Heimildarmenn í Róm sögðu að í 100 síðna skýrslu, sem lögð var fyrir þingið, væri Andreotti sakaður um að hafa skipað fyrir um morðið á blaðamanninum Carmine Pecor- elli, sem var skotinn fyrir utan skrif- stofu tímaritsins „OP“ árið 1979. „OP“ þreifst á fréttum sem einn helsti andstæðingur Andreottis inn- an leyniþjónustunnar laumaði að tímaritinu. Að sögn rannsóknar- dómara notaði Pecorelli oft upplýs- ingarnar til að kúga stjómmála- og kaupsýslumenn. Andreotti kveðst saklaus Andreotti kveðst ekki hafa fyrir- skipað morðið. „Það sem sagt er um mig er algjör uppspuni," sagði í yfirlýsingu frá honum í gær. „Eg vil mótmæla harðlega þessari til- raun til að taka mig af lífí.“ Þing- helgi Andreottis, sem er 74 ára, var aflétt í síðasta mánuði vegna ann- ars máls, meintra tengsla hans við mafíuna. Hann segir ásakanirnar lið í tilraunum mafíunnar til að refsa sér fyrir að hafa fyrirskipað herferð gegn henni á valdatíma sínum. Tengist morðinu á Moro Nýjustu ásakanirnar eru byggðar á vitnisburði fyrrverandi mafíufor- ingja, sem sagði saksóknurum að Andreotti hefði beðið mafíuna um að myrða blaðamanninn. Vitnið hafði eftir Gaetano Badalamenti, mafíuforingja sem hefur verið í fangelsi frá 1986, að Andreotti hefði haft áhyggjur af því að Pecor- elli kynni að komast að leyndarmál- um sem vörðuðu morðið á Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 1978. Rauðu herdeildirnar rændu Moro og myrtu hann eftir að stjórn Andreottis hafði neitað að semja við mannræningjana. Brúðkaup á japanska vísu BEIN sjónvarpsútsending frá aðdraganda giftingarathafnar Naruhit- os, krónprinsins í Japan, og Masako Owada í gær. Athöfnina sjálfa fengu engir að sjá, hvorki boðsgestir né sjónvarpsáhorfendur. Sjá „Boðar krónprinsessan ...“ á bls. 20. Ólgan í Þýskalandi Lögreglan máttvana Bonn. Reuter. ÞÝSKA lögreglan segist ekki geta hindrað íkveikjuárásimar sem beinast gegn útlendingum, einkum Tyrkjum, í Þýskalandi. íkveikjur hafa verið svo til dag- legt brauð í landinu undanfarnar vikur og er það skoðun sumra þingmanna að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar. Stjórn Helmuts Kohls hefur lítið annað aðhafst en að fordæma árás- irnar og segir Hans Raidel, þing- maður systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, að tíma- bært sé að koma í veg fyrir hugsan- lega borgarastytjöld. „Fyrst lög- reglan er að missa taumhald á al- menningi er tími til kominn að setja neyðarlög," sagði Reitel. Lögreglan hefur viðurkennt að hún sé næstum ófær um að koma í veg fyrir íkveikjuárásir hægriöfga- manna og biður almenning að vera á varðbergi gagnvart árásum á nágranna. Stjómarliðar hafa lagt fast að Kohl að koma í veg fyrir upplausnarástand í Þýskalandi. ■«l y -m-r- * j * m f i i Reuter Þusundir Kroata a notta MATE Boban, leiðtogi Króata í Bosníu, sakaði í gær múslima um að hafa stökkt 15.000 Króötum á flótta og handtekið eða drepið þúsundir manna. Hann hvatti stjórnina í Króatíu til að skerast tafarlaust í leikinn. A myndinni ganga Króatar, sem börðust gegn múslimunum en flúðu á yfírráðasvæði Serba, framhjá serbneskum hermanni eftir að hafa gefið sig á vald Serba. Norman Lamont gagnrýnir John Major í ræðu á breska þinginu Stjórnin situr en sljórnar ekJki London. Reuter, The Daily Telegraph. NORMAN Lamont, fyrrverandi fjármála- ráðherra í bresku stjórninni, fór ómjúkum höndum um John Major forsætisráðherra í neðri deild breska þingsins í gær. Lam- ont hélt ræðu á þinginu til að verja störf sín sem fjármálaráðherra og lét þau orð falla að stjórn Majors „sæti en stjórnaði ekki“ og tæki of mikið mark á skoðana- könnunum við mótun stjórnarstefnunnar. Major hefur sætt gagnrýni að undanförnu og hafa þau ummæli verið látin falla að ekkert sem hann leggi hönd á verði að gulli. Ágreiningur innan íhaldsflokksins um Maastricht-samkomulagið hefur skotið upp kollinum á ný og eiga ummæli Margaretar Thatcher, fyri'verandi forsætisráðherra, mik- inn þátt í að ýfa gömul sár. Thatcher vill þjóð- aratkvæðagreiðslu um Maastricht en Whitelaw vísigreifi segir kjörnum þingfulltrúum treyst- andi til að sinna skyldu sinni. íhaldsflokkurinn er ekki talinn hafa verið í meiri lægð síðan Profumo-hneykslið felldi stjórnina 1963 og var brottvísun Lamonts og uppstokkun í ráðuneyt- unum ætlað að styrkja stöðu ríkisstjórnar Majors og íhaldsflokksins. Sú ráðstöfun hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Major „skammsýnn" Norman Lamont veittist einkum að Major fyrir skammsýnar ákvarðanir, sem teknar væru í samræmi við skoðanakannanir og ættu lítið skylt við skýrt markaða stjórnarstefnu. Hann kvað sitthvað athugavert við framgöngu ríkisstjórnarinnar, ekki bæri að taka ákvarðan- ir eftir höfði framkvæmdastjóra flokksins. Sagði hann að stjórnin myndi hvorki sitja við völd né eiga það skilið að öllu óbreyttu. Lam- ont sagðist ekki bera ábyrgð á ríkjandi efna- hagsástandi, sagði lægðina frá dögum Majors sem fjármálaráðherra og kvaðst óska þess að uppstokkun forsætisráðherrans myndi skila þeim árangri sem til var ætlast. Vakti það talsverða kátínu í röðum stjórnarandstöðunn- ar. Franska stjórnin Vill sam- evrópskan öryggis- sáttmála Ljær máls á landa- mærabreytingum París. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætis- ráðherra Frakklands, kynnti í gær tillögu um samevrópskan öryggissáttmála, sem myndi miða að því að tryggja mann- réttindi í Evrópu, vernda minni- hlutahópa og heimila breytingar á landamærum ef þörf kræfi til að leysa deilur milli þjóða. Rætt á leiðtogafundi EB Balladur sagði á ríkisstjórnar- fundi að hann hygðist leggja tillög- una fyrir leiðtogafund Evrópu- bandalagsins í Kaupmannahöfn 21.-22. júní. „Evrópubandalagið verður að læra af sorglegri reynslu okkar af stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu. Komá verður á póli- tískum stöðugleika í Evrópu, sem nauðsynlegur er fyrir efnahagsþró- unina í álfunni,'1 hafði talsmaður frönsku stjórnarinnar, Nicolas Sarkozy, eftir Balladur. 30 ríki efni til ráðstefnu Að sögn talsmannsins sagði ráð- herrann að til greina kæmi að breyta landamærum í Mið- og Austur-Evrópu til að leysa þjóðern- isdeilur sem komið hafa upp á yfír- borðið eftir hrun kommúnismans. Balladur vill að um 30 ríki, þeirra á meðal EB-ríkin 12, Bandaríkin, Kanada, flest Mið-Evrópuríkin og nokkur af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna, efni til ráðstefnu til að undirbúa sáttmálann, sem myndi aðallega fjalla um öryggis- mál, rétt minnihlutahópa, mann- réttindi og efnahagssamvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.