Morgunblaðið - 15.06.1993, Síða 20
2Ó
MOKGÚNBLAÐIÐ ÞKIiMUDAOCR1 léí' JÚNÍ 1993
Grein íslensks jarðfræðings í Science
Vefengir fyrri
kenningar um
jarðmöttulinn
GREIN eftir íslenskan jarðfræðing í doktorsnámi, Bjarna
Gautason, birtist nýlega í vísindatímaritinu Science. Tíma-
ritið birtir aðeins um eina af hveijum fjórum aðsendum
greinum og því aðeins að hún hafi áhrif á vítt svið vísind-
anna. Það þykir því töluverður árangur að fá grein birta
eftir sig í því. Grein Bjarna tekur saman niðurstöður úr
meistaraprófsritgerð hans og munu niðurstöðurnar geta
haft áhrif á deilur meðal vísindamanna um efnissamsetn-
ingu neðri möttuls jarðarinnar.
Undir jarðskorpunni, á 30 km
til 70 km dýpi, er upphaf möttuls
jarðarinnar og nær hann niður á
um 2.900 km dýpi. Á um 670 km
dýpi verða skörp skil í útbreiðslu-
hraða jarðskjálftabylgja og skipta
þessi skil möttlinum í efri og neðri
hluta.
Efnirannsóknanna
Neðri möttullinn er að lang-
mestu leyti úr perovskíti, sem er
ákveðin steintegund (steind). Raf-
eindir hreyfast auðveldlega í neðri
möttlinum, þ.e. hann leiðir vel. Það
hefur verið notað til að rökstyðja
að hann hljóti að vera meira úr
jámi eða öðru þess háttar efni en
efri möttullinn. Þessi rökstuðning-
ur hefur verið mjög umdeildur.
„Það sem við höfum verið að
vinna að á undanfömum árum er
að mæla svokallað flakk súrefnis
í ýmsum steindum og búa til ein-
föld líkön fyrir það,“ sagði Bjarni
í samtali við Morgunblaðið. „Við
skoðuðum steind sem hefur sömu
byggingu og sú sem neðri möttull-
inn er að mestu leyti úr. Þessar
niðurstöður notuðum við ásamt lík-
anreikningunum til að skoða flakk
súrefnis í þessari steind. Það sem
kom í ljós og kom okkur nokkuð
á óvart, er það að súrefnisjónir
virðast hreyfast mjög greiðlega í
neðri möttlinum. Þetta virðist geta
skýrt háa leiðni hans. Það kemur
á óvart því fram að þessu hefur
verið talið að rafeindir einar gætu
borið hleðslu nógu mikið til að
skýra þetta.“
Áhrif niðurstöðunnar
„Meistararitgerðin gerir því at-
lögu að þeim rökstuðningi að neðri
möttullinn hljóti að vera miklu
jámmeiri en efri möttullin, „því
ekki er lengur hægt að nota leiðn-
Morgunblaðið/Bjami
I doktorsnámi
HIÐ virta vísindatímarit Science
birti nýlega grein eftir Bjarna
Gautason, jarðfræðing. Niður-
stöður hans eiga eftir að hafa
áhrif á rannsóknir möttuls jarð-
ar. Hann er nú í doktorsnámi við
Háskólann í Alberta.
Kvikmyndahátíðir í Portúgal og Italíu
Morgunblaðið/Þorkell
Umvafin verðlaunum
SÓLVEIG Amarsdóttir ásamt verðlaunagripunum sem hún hlaut
í Portúgal og Italiu fyrir túlkun sína á Inguló.
Ingaló hlaut
fern verðlaun
SÓLVEIG Amarsdóttir, aðalleikkona kvikmyndarinnar Inguló, og
Ásdis Thoroddsen, leikstjóri myndarinnar, fengu hvor sinn Silfur-
höfrunginn fyrir besta leik og besta handrit á alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Troia I Portúgal síðastliðinn fimmtudag. Ingaló var einn-
ig sýnd á hátíð í San Remo á Ítalíu sl. laugardag og þar hlaut Sól-
veig Arnarsdóttir verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki.
Á kvikmyndahátíðinni í Troia
fékk Ingaló einnig aðalverðlaun
Ocic, sem er kaþólsk dómnefnd er
leggur ekki aðeins faglegt mat á
myndimar heldur einnig siðferði-
legt. Á portúgölsku hátíðinni hlaut
tékkneska kvikmyndin „Frekar
auður og heilsa en fátækt og las-
leiki“ Gullhöfrunginn, fýrstu verð-
laun hátíðarinnar og norska mynd-
in Loftskeytamaðurinn, sem sýnd
hefur verið í kvikmyndahúsum hér
í Reykjavík upp á síðkastið, Silfur-
höfrung fyrir bestu kvikmynda-
töku.
Hátíðin í San Remo er helguð
myndum sem fjalla á einn eða ann-
an hátt um lífið við sjávarsíðuna.
Happdrætti Krabba-
meinsfélagsins
Flestir miðar
keyptir á
Hvammstanga
NÚ ER að koma að drætti í vor-
happdrætti Krabbameinsfélags-
ins. Dregið verður að vanda 17.
júní. Meðal vinninga eru tvær
fólksbifreiðar af gerðinni Toyota
Corolla og tvær Toyota Starlet,
en alls eru vinningar 106 talsins
að heildarverðmæti hátt í sautján
milljónir króna.
Í þetta sinn vom happdrættismið-
ar sendir öllum körlum á aldrinum
23 til 75 ára en konum er sent á
haustin. Fyrir nokkrum dögum var
kannað hvaða skil væru þá komin
fyrir heimsenda miða úr einstökum
kjördæmum og póstnúmerasvæðum.
Hæsta greiðsluhlutfallið áttu þá Suð-
urland og Norðurland vestra en
Norðurland eystra fylgdi þeim fast
á eftir og síðan Austurland. Af kaup-
stöðum höfðu Siglufjörður og Ólafs-
ijörður forustu en næst komu Vest-
mannaeyjar, Blönduós og Húsavík.
Tvöföld meðalskil á
Hvammstanga
Af öllum þéttbýlisstöðum var þó
Hvammstangi í fararbroddi með
hartnær tvöföld meðalskil.
Minnt er á að greiða má heim-
senda miða í banka, sparisjóði eða
póstafgreiðslu í síðasta lagi miðviku-
daginn 16. júní. Á skrifstofu Krabba-
meinsfélagsins er greiðslukortaþjón-
usta fyrir happdrættið. Þar verður
opið frá kl. eitt til fimm síðdegis 17.
júní. Þann dag verður sölubíll happ-
drættisins á Lækjartorgi fram eftir
kvöldi.
(Fréttatilkynning)
ina til að segja til um samsetning-
una,“ sagði Bjarni.
Bjarni vann ritgerðina undir
leiðsögn Karlis Muehlenbachs, pró-
fessors við Háskólann í Alberta,
en hann er einnig skrifaður fyrir
greininni í Science. Bjami lauk
BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla
íslands 1985 og svokallaðri fjórða
árs ritgerð 1988. Hann lauk meist-
araprófí frá Háskólanum í Alberta
eins og áður sagði og er nú í dokt-
orsnámi í sama skóla undir leið-
sögn Muehlenbachs.
Framkvæmdalán til félagslegra íbúða
Kostnaðarviðmið-
un lækkuð um 5%
LÁNVEITINGAR þær sem húsnæðismáiastjórn sam-
þykkti 4. júní sl. til byggingar eða kaupa á 300 félagsleg-
um íbúðum nema alls um 1,8 milljarði króna en þar af
er lánveiting vegna ársins 1993 um 600 mil(j. kr. Gert
er ráð fyrir að hér sé aðeins um fyrri af tveimur lánveit-
ingum að ræða á þessu ári og að endanleg fjármögnun
fáist á næstu mánuðum svo hægt verði að veita lán til
byggingar eða kaupa á 500 félagslegum íbúðum alls að
því er fram kemur í greinargerð Húsnæðisstofnunar
vegna lánveitinganna.
Samstarfsverkefni RALA, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar
Kynbætur Alaska-
lúpínu gefast vel
EITT fjöimargra verkefna sem Rannsóknaráð ríkisins styrkti nýver-
ið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Skóg-
ræktar ríkisins og Landgræðslunnar. Verkefnið gengur út á beit-
ingu aðferða sameinda- og frumuerfðafræði í landbúnaði og skóg-
rækt. Eitt markmiða verkefnisins er að rækta nýja, kynbætta teg-
und Alaskalúpínu svo að hún geti nýst sem ódýrt fóður. Þá verða
möguleikar á hagnýtingu melgresis kannaðir til hlítar.
Áslaug Helgadóttir náttúrU'
fræðingur hjá RALA er verkefnis-
stjóri. „Við reynum við rannsóknir
okkar að einangra erfðaefni
plantna í því skyni að kanna eigin-
leika þeirra," sagði Áslaug. „Við
skoðum til að mynda uppbyggingu
og einstök gen erfðaefnis. Við höf-
um síðan komist að því að hægt
er að framkvæma kynbætur á
plöntum sem leiða til þess að þær
nýtast betur sem fóður, sem hrá-
efni í brauðgerð eða sem hæfari
plöntur í landgræðslu."
Kynbætur á Alaskalúpínu
Aðstandendur verkefnisins
munu mikla áherslu á þann hluta
verkefnisins sem snertir rannsóknir
á Alaskalúpínunni. Hingað til hefur
hún nær einungis nýst í land-
græðslustörfum en verkefnisstjór-
arnir, Áslaug og Kesara Jónsson,
telja að lúpínan geti í ríkari mæli
nýst í landbúnaði og þá sem fóður
fyrir búpening í landinu. í því skyni
þarf að rækta nýja lúpínugerð, það
er með víxlun hinnar hefðbundnu
lúpínugerðar og sætari lúpínuteg-
unda. Hin hefðbundna nýtist ekki
ein og sér vegna beiskjuefna sem
í henni eru, en með aðferðum
frumuerfðafræði má minnka magn
þeirra.
Morgunblaðið/Bjami
Lúpínan kynbætt
KESARA Jónsson og Áslaug Helgadóttir sýna hvernig tveimur
Iúpínutegundum er víxlað saman. Sú til hægri er hin hefðbundna
Alaskalúpína en Kesara meðhöndlar sætari gerð lúpínunnar.
stórum stíl á íslandi. Vonir eru
Hagnýting melgresis
Einnig verður, að sögn Áslaugar
og Kesöru, sjónum beint að leiðum
til að hagnýta melgresi sem vex í
bundnar við það að með kynbóta-
starfi verði hægt að rækta fjölæra
korntegund sem nýtt yrði til hveiti-
framleiðslu og brauðgerðar.
Alls lágu fyrir 89 gildar umsókn-
ir um framkæmdalán til að byggja
eða kaupa 1.688 félagslegar íbúðir
og voru veitt fyrirheit um
framkæmdalán til 50 félagslegra
framkvæmdaaðila um byggingu eða
kaup á 108 félaglegum eingaríbúð-
um, 47 félagslegum leiguíbúðum,
97 félagslegum kaupleiguíbúðum
og 48 almennum kaupleiguíbúðum.
Húsnæðismálastjórn samþykkti
einnig ákveðnar reglur varðandi
hönnun og byggingarkostnað fé-
lagslegra íbúða og samþykkti að
lækka kostnaðargrundvöll, sem not-
aður er til viðmiðunar við lánveit-
ingar um 5% frá því sem verið hef-
ur. Er þess vænst að það verði til
þess að byggingarkostnaður íbúð-
anna lækki enn, lánveiting stofnun-
arinnar til hverrar og einnar verði
lægri en ella og þar með lánskostn-
aður hlutaðeigandi fjölskyldna,
meðan lánin standa. Lækkunin á
að knýja á um að framkvæmdaaðil-
ar, hönnuðir og verktakar leggi sig
enn meira fram en áður til að
tryggja að íbúðirnar fari ekki yfír
þessa nýju kostnaðarviðmiðun.
Hagkvæmustu kosta leitað
Húsnæðismálastjórn samþykkti
einnig ýmis skilyrði fyrir veitingu
lánanna, sem fela það m.a. í sér
að hver framkvæmdaaðili sé skyld-
ugur til að ganga úr skugga um
hvort hagkvæmt sé að kaupa eldra
húsnæði eða íbúðir í smíðum áður
en tekin er ákvörðun um byggingu
nýrra íbúða, m.a. með sérstökum
auglýsingum. Við kaup á eldra hús-
næði verði þess ennfremur gætt að
rekstrarkostnaður þess sé ekki
hærri en góðu hófí gegni þó gera
þurfí nauðsynlegar endurbætur á
því. Ætlar Húsnæðisstofnun fylgj-
ast með að eftir þessu verði farið.