Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 36

Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1993 ^6 Minning Sveinn Finnsson lögfræðingur Fæddur 23. nóv. 1920 Dáinn 7. júní 1993 Við getum ekki lýst þeirri sorg sem dundi yfir okkur þegar við fréttum andlát afa. Fréttin sló okk- ur eins og reiðarslag og við trúum því vart að hann sé farinn. Yngstu bamabörnin munu aðeins þekkja hann að nafninu til og er það mjög -teitt því að hann var frábær afi í alla staði. Fyrir okkur eldri bömin, sem eigum eftir að muna eftir afa, verður hins vegar mjög erfitt að kyngja því að hann sé dáinn. Afí var mikill golfari og höfum við sum barnabarnanna erft golf- bakteríuna. Daginn fyrir andlát afa voram við í fjölskylduferð á Reykja- nesinu. Stóðum við þá öll fyrir neð- an klettabjarg sem hafði mjög ótraustar brúnir. Kom það til tals að ekki væri mjög gáfulegt að ganga fram á brúnimar. Sagði afi þá að minnstur munur væri ef hann dytti af. Við vorum fljót að svara því til að ef hann dytti þá gætum við nú fengið fína golfsettið hans! Þann dag óraði okkur ekki fyrir því að afi myndi andast daginn eftir. Afi átti það til að gefa okkur pening fyrir nammi þegar við kom- um í heimsókn til hans. Og ekki brást það að amma átti oftast lager af goslausu gosi í ísskápnum til að bjóða upp á með namminu. Elsku amma, nú ætlum við að passa upp á að ekki líði svo langt á milli heimsókna að gosið verði goslaust í ísskápnum. __ Minning okkar afa mun lifa í 'hjarta okkar um ókomna tíð. Afabörnin, Óttar, Sveinn, Elísa, Sveinn F., Nína Margrét, Haukur, Hafsteinn, Jakob, María Bryndis, Arndís Eva. Það var komið vor á því herrans ári 1940,þegar svo margt gekk á, innrás Þjóðverja í Danmörku og Noreg, en hernám hér. Bræður tveir voru komnir vestan úr Önundarfirði til að þreyta gagnfræðapróf ásamt okkur þriðjubekkingum í MA — meiraðsegja tvíburar frá Hvilft, bræður Sveinbjamar, Hjálmars og Jakobs Finnssona, sem áður vora brautskráðir stúdentar frá skólan- um okkar. Það var eitt kvöldið að við hittum þá nokkrir heimavistarbúar í enda skólagangsins, þar sem gengið var inn í kennararstofuna og íbúð skóla- meistara. Geðugir náungar þessir tvíburar, en ekki eins. Annar lág- vaxnari, kvikur og glens í fasi. Sá hét Jóhann. Hinn hærri „öllu al- vöragefnari, greindarlegur og Fæddur 5. júlí 1913 Dáinn 5. júní 1993 Ég vil minnast með þessum lín- um tengdaföður míns sem lést eft- ir langvarandi veikindi í Reykja- lundi 5. júní sl. Hann hefði orðið 80 ára 5. júlí nk. Gísli Ólafsson fæddist að Vind- heimum í Tálknafirði. Foreldrar hans vora Jóna Sigurbjörg Gísla- dóttir frá Skriðnafelli á Barða- strönd og Ólafur Kolbeinsson frá Hreimstöðum í Norðurárdal. Bamahópurinn var stór, alls urðu börnin sextán talsins. Ungur að áram, eða ellefu ára gamall, fór Gísli í kaupavinnu suð- ur í Engey sem þá var í myndar- skemmtilega æðralaus, en ekki eins léttur. Einstaklega geðugir náung- ar að okkur þótti. Til þess vora þeir komnir að þreyta sama próf og við og tókst það svo sem vænta mátti. Haustið eftir hittumst við á ný. Jóhann fór í máladeild, 4. bekk M, en Sveinn valdi stærðfræðideildina 4. bekk S. Jóhann hafði farsælar gáfur,sem skiluðu honum svo vel áfram, að hann varð prófessor í tannlækningum við Háskóla ís- lands. Ástsæll var hann og mikil eftirsjón að honum, þegar hann fórst af slysföram langt um aldur fram nú fyrir réttum 20 árum. Hinn tvíburinn varð lögfræðing- ur, sem trúað var fyrir margvísleg- um vandasömum störfum, sem öfluðu honum vinsælda til dánar- dægurs. Þau skapgerðareinkenni, sem greina mátti við fýrstu kynni, skil- uðu sér í gifturíku ævistarfi. En snöggt varð um hann líka. Hann hné niður örendur án þess að enda- lokin gerðu boð á undan sér. Þó var vitað að hann gengi ekki heill til skógar, en svo var hann hress í allri framkomu til síðustu stundar, að engum kom til hugar að kallið kæmi svo skjótt. Mikil er eftirsjón okkar bekkjar- systkina hans, sem hlökkuðum til að að gleðjast saman norður á Akureyri 17. júní á þessu vori, heil- um 50 áram eftir brautskráninguna frá MA 1943. Sveinn tók sjálfur þátt í að skipuleggja norðurför okk- ar júbílantanna og hlakkaði augljós- lega mikið til vinafundanna nyrðra.. En það var lengri för og aðrir endur- fundir, sem áttu fyrir honum að liggja. Og væntanlega hafa þeir tvíbura- bræðumir fallist í faðma með tær- um fögnuði á ströndinni handan móðunnar miklu. En eftir stendur á ströndinni héma megin eiginkona Sveins, Sigríður Herdís Sigurðar- dóttir ásamt fjóram börnum þeirra hjóna uppkomnum og þeirra fjöl- skyldum. Við bekkjarsystkini Sveins vitum að mikils hafa þau öll misst, en hún þó mest. Við vott- um okkar dýpstu samúð. Með þakk- læti lítum við um öxl til gamallra og góðra kynna. En lítum svo fram á veginn. Væri ekki tilvalið að halda mikið og gott bekkjarmót á strönd eilífð- arinnar, þegar við öll höfum safn- ast þangað í fyllingu tímans? Þá tækjum við vafalaust lagið öll sam- an að hætti norðanmanna og syngj- um svo að undir tæki í fjöllunum: Undir skólans menntamerki mætast vinir enn í dag. Bekkjarsystkinin vorið 1943. legri byggð. Hann var þar í fimm ár. Vinnudagurinn var langur og strangur fyrir ungan dreng, en öragglega hefur hann aldrei kvart- að. Hann sagði oft sögur frá þess- um dögum, ferðalögum á bátum til kaupstaðarins Reykjavíkur með afurðirnar og fleiru tengdu eynni. Hann var glaðitr að eiga þess kost að komast fyrir tveimur árum í heimsókn út í eyna með dóttur sinni og bamabörnum í tengslum við leikjanámskeið sem þau voru á. í þeirri ferð sem oft áður miðlaði hann af fróðleik sínum, en var ósáttur að geta ekki gengið um eyna eins og aðrir þar sem hann var farinn að lýjast til gangs. Eftir dvölina í Engey fór hann í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Sveinn Finnsson. Sveinn fæddist á menntabænum Hvilft i Önundafirði 23. nóvember 1920. Eftir nám í MA og Háskóla íslands útskrifaðist hann sem lög- fræðingur 1949 og vann við skyld störf allt fram á síðustu ár. Sveinn kvæntist Herdísi Sigurð- ardóttur 4. ágúst 1951 og varð þeim fjögurra barna auðið. Margs er að minnast eftir 14 ára kynni en minnisstæð verða mér og fjölskyldu minni ætíð fjölmörg ferðalög sem við fórum með Sveini og Herdísi. Þar fór saman útivistar- og ferðaáhugi sem þau höfðu lagt rækt við. Við fóram á marga staði saman sem þau höfðu ekki haft tök á að heimsækja fyrr, m.a. á hálend- inu. Eitt var það í fari Sveins sem ég undraðist mjög, en það var minni hans og athyglisgáfa. Hver bær og hver hóll var fastur í minni hans hefði hann komið þar áður og kenni- leiti nýrra staða voru fljót að finna sér stað i huga hans þó aldurinn færðist yfir. Á Danmerkur-árum okkar heim- sóttu Sveinn og Herdís okkur og ferðuðumst við víða. Sveinn reynd- ist margfróður um staðhætti í Dan- mörku og var orðaforðinn furðu mikill. Hugði ég að hann hefði und- irbúið komu sína vel, en staðreynd- in var sú að rúmum 40 áram áður hafði hann sem unglingur legið veikur vikum saman og ekki komist í annað bókarkyns en danskar landsháttalýsingar og málfræði, allt var þetta á sínum stað í minninu. Þetta kom heim og saman því að Tandið var óbreytt, en málfar Sveins var óneitanlega bam síns tíma. Sunnudagurinn 6. júní, dagurinn fyrir andlát Sveins, verður fjöl- skyldu hans og Herdísar ógleyman- legur. Líkt og forlögin hefðu ráðið för var haldið á Reykjanes, ársgam- all draumur Sveins var að rætast. Börn, tengdaböm og barnaböm, öll með tölu skemmtu sér daglangt við útivera og leiki og Sveinn þó mest. ótrúlegt er til þess að hugsa að þetta hafi- verið síðasta samvera- stund okkar. Af fyrri reynslu ákvað ég að mæta vel undirbúinn og las það sem ég náði í af fróðleik um staðhætti og jarðfræði Reykjaness. Það er mér dýrmæt minning að hafa getað frætt þennan mann á þessum degi og er ég viss um að hann var þakklátur þrátt fyrir að ég hefði aðeins „svindlað" á honum í þetta skiptið. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Benedikt Hauksson. í dag kveðjum við með söknuði elskulegan föðurbróður okkar, Svein Finnsson, sem varð bráð- kvaddur 7. júní. Það er skammt stórra högg á milli, því að annar föðurbróðir okkar, Sveinbjörn, lést 1. apríl sl. Það er erfitt að horfast til Grindavíkur á vertíð. Þar vann hann fyrir dtjúgum peningum sem hann nýtti að nær öllu leyti til að kaupa besta reiðhest sem hann átti um ævina, hnakk og beisli. Vinur hans, Agúst bílstjóri frá Blönduósi, útvegaði honum hestinn sem hann nefndi Sörla. Hann kost- aði mikla peninga í þá daga og sá hann ekki eftir þeim peningum. Það lýsti vel gerðum Gísla. Allt sem hann gerði vildi hann gera með myndarbrag hvort sem það var við ræktun túna eða annað. Oft sagði Gísli frá þessum kaupum og flutn- ingi á hestinum vestur til sín. Eftir vertíðarlok fór Gísli að vinna hjá Ræktunarsambandi Tálknafjarðar við ræktunarstörf og var það allt unnið með hestum. Síðan fluttist hann að Krossadal í Tálknafirði og bjó þar einbúi í átta ár. Fluttist síðan í Selárdal, taldist bóndi að Fremri-Uppsölum í Selár- dal með aðsetur á Skeiði. Síðan ræðst hann í kaup á jörðinni Kirkju- ból í Arnarfirði og hóf búskap þar árið 1944. Á Arnarfirði kynntist í augu við þessar breytingar í okkar stóra fjölskyldu. Sveinn var ekki aðeins föðurbróð- ir, hann var tvíburabróðir föður okkar. Vegna tengsla þeirra tvíbur- anna varð eðlilega mikill samgang- ur milli fjölskyldnanna tveggja, yndisleg tengsl og samverastundir, sem aldrei gleymast. Við frænd- systkinin vorum öll á líkum aldri og um tíma bjuggum við í sama húsi, svo að oft var fjör og glatt á hjalla. Margs er að minnast frá liðn- um árum, eins og öll jólaboðin, af- mælin o.fl. Alltaf var hann kátur og léttur í lund og ávarpaði okkur á skemmtilegan hátt. Elsku Heddý, Guðlaug, Jóhann, Herdís og Finnur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning okkar kæra frænda. Björn, Sigríður, Sveinn og Guðrún. Við höfðum mælt okkur mót á teig í Grafarholti eins og ótal, ótal sinnum áður. Venjulega mætti hann fyrstur, en nú var hann ókominn — og kom ekki. Ég fór nokkrar holur en fann mig ekki og sneri heim. Um leið og ég kom heim vora mér færð þau tíðindi að hann væri dá- inn. Hann, vinur okkar og félagi, Sveinn Finnsson lögfræðingur, sem hafði talað við mig einni stundu áður. Hann var fullur af lífskrafti og lýsti fyrir mér frægðarför sinni á Hvolsvöll daginn áður, þar sem hann sigraði golffélaga sína í hópi öldunga. Óhjákvæmilega minnir þetta síðasta lífshlaup vinar míns á vissar hetjur fornar, þótt vopnin væra önnur. Sveinn Finnsson átti farsælan feril sem stjórnandi á sviði sveitar- stjórnarmála og stofnana tengdum sjávarútvegsmálum. Ég kann ekki nógu vel að tíunda þau til hlítar, enda véit ég að aðrir munu gera það. Þótt aðeins Breiðadalsheiðin að- skilji Hvilft í Önundarfirði og ísa- fjörð, þar sem við ólumst upp, lágu leiðir okkar Sveins aldrei saman fyrr en börn okkar gengu i hjóna- hann eiginkonu sinni, Hildi Hjálm- arsdóttur, sem þá var í kaupavinnu á næsta bæ. Gísli var mikill ræktunarmaður, átti fallegt fé og hann breytti landi í stór tún á þeirra tíma mæli- kvarða. Sú vinna var oft mikið puð enda ekki mikið til af tækjum til að takast á við stóra steina og aðra fyrirstöðu. Haustið 1962 varð Gísli að hætta búskap vegna hey- mæði og flytjast á mölina og voru það honum erfíð spor að þurfa að hætta samneyti við skepnurnar sem hann lifði fyrir. Gísli og Hildur eignuðust þijár dætur, Bergljótu Þórunni, f. ’45, d. ’86, Jónu Sigurbjörgu, f. ’47, búsett í Mosfellsbæ, í sambúð með Grétari Jónssyni, og Önnu Hjálm- dísi, f. ’54, búsett í Mosfellsbæ og gift undirrituðum. Börn þeirra era Gísli, f. ’80, Kristinn, f. ’82 og Nína, f. ’85. Barnabörnin voru miklir sólar- geislar í lífí hans. Það voru miklir ánægjudagar í lífi hans þegar hann band hér sunnan heiða fýrir rúmum áratug. Þá upphófst fljótlega tog- streita, þar sem hann reyndi að fá mig til að slá golfbolta. Ég varðist fimlega lengi vel, en féll um síðir. Golfíþróttin var ákaflega stór þátt- ur í lífshlaupi Sveins og raunar allr- ar fjölskyldunnar og skapaði þar greinilega sterka samstöðu meðal allra í fjölskyldunni. Sveinn var mikill félagsmálamað- ur og tók hann að sér m.a. mikil störf fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, sem vora metin að verðleikum. Varð ég ótal sinnum þess var, að Sveinn vissi meira en flestir aðrir um reglur og siði golfíþróttarinnar, sem era býsna flóknar og að sjálf- sögðu grandvöllur leiksins. Um síð- ir tókst honum að gera mig „selskabshæfan" og höfum við hjónin átt ákaflega ánægjulegar stundir með þeim hjónum á golfvell- inum. Ég verð Sveini ævinlega þakklátur fyrir að opna okkur þenn- an gleðigjafa og heilsubrann, sem golfið er. Við Adda sendum Herdísi og öll- um aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Haukur Benediktsson. Nú er hann elsku afí minn far- inn. Af hveiju fór hann? Alltaf kem- ur þessi spuming upp þegar einhver deyr. Maður trúir því varla ennþá að hann sé dáinn því að hann var svo hress og við hestaheilsu daginn áður en hann dó. Það er alltaf erf- itt að missa hluta af lífi sínu og er ég mjög þakklát fyrir að hafa feng- ið svona mörg ár með honum. Yngstu frændsystkini mín fá aldrei að kynnast honum eins og ég. Aðal áhugamál afa og ömmu var golf og reyndu þau því að vekja áhuga okkar bamabarnanna á því með því að gefa okkur þremur sem aldur höfðu til á sínum tíma, byrj- enda golfsett og golfnámskeið í nokkrar vikur. Bakterían hefur ekki enn gripið mig elsku afi en hún kemur kannski seinna. Alltaf hefur mér fundist gaman að koma upp á Háaleitisbraut til afa og ömmu enda ávallt eitthvað gott á boðstólum. Elsku amma, við hugsum til afa með söknuði og gleði í hjarta. Mundu að þú átt okkur öll að. Þá mælti Almíra: Mál er nú að spyija um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leynd- ardómi dauðans. En hvemig ættir þú að fínna hann ef þú leitar hans ekki í æðaslög- um lífsins? (Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran). Fyrir hönd okkar systkinanna, Elísa Jóhannsdóttir. Sveinn Finnsson er ekki lengur hér á meðal okkar. Söknuður ást- vina og vina er mikill. Ég óttast, að söknuðurinn verði ennþá meiri og sárari, þegar frá líður. Það seg- ir sína sögu um hvernig maður Sveinn var. Vinmargur og vinfast- ur. Traustari mann hef ég ekki þekkt. Aldrei brást Sveinn. Kynni okkar Sveins hófust fyrir hafði þau í pössun og sakna þau hans mikið. Hann var mikið fyrir börn og voru það ófá önnur böm Minning Gísli Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.