Morgunblaðið - 15.06.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1993
41
kynntist henni, en hún var ung í
hugsun og naut þess alltaf að um-
gangast sér yngra fólk. Hún hafði
gott lag á að sjá spaugilegu hliðarn-
ar á hlutunum og var einstaklega
kát og höfðingi heima að sækja.
Hún naut þess að ferðast og ferðað-
ist víða um heim.
Af miklum dugnaði eignaðist hún
íbúð á Melhaga 10 og bjó sér og
sínum fallegt heimili, en á heimilinu
voru einnig móðir hennar, Jóhanna
Eiríksdóttir, systursonur hennar
Sigurður J. Ingibergsson og að
sjálfsögðu sonurinn. Bjó Jóhanna
hjá henni allt þar til hún var 99
ára að hún fór á elliheimilið Grund,
þar sem hún lést tæplega 102 ára.
Guðlaug hafði alla tíð verið frek-
ar heilsulaus, en eftir að hún lét
að störfum hjá Landsbanka íslands,
eftir 35 ára starf, fór að halla und-
an fæti. Hún hélt heimili þar til
árið 1985 að hún fór á elliheimiiið
Grund, en árið 1988 varð hún fyrir
því áfalli að taka þurfti af henni
annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir
það var hún bundin við hjólastól
og þarfnaðist mikillar umönnunar
og vil ég þakka starfsfólki Grundar
þess góðu umönnun. Síðustu árin
voru henni erfið og efast ég ekki
um að hún var hvíldinni fegin því
að hún hafði verið ferðbúin lengi.
Líkamlegt þrek var þrotið, en hugs-
unin skýr til síðasta dags.
Það var táknrænt fyrir þessa vin-
mörgu konu að tæpri viku áður, en
hún lést, lést ein besta og trygg-
lyndasta vinkona hennar, frú
Hanna Þórðarson, og efast ég ekki
um að þar hafi orðið fagnaðarfund-
ir. Ég óska þér góðrar heimkomu.
Vertu kært kvödd,
Þín Sigrún.
Guðlaug Sigurðardóttir banka-
starfsmaður, Lauga eins og hún hét
í okkar hópi, er látin. Lauga var
æskuvinur móður minnar og náinn
vinur foreldra minna á þroskaárum
ævinnar og æ síðan. Svo nánin vin-
ur var Lauga að hún var guðmóðir
undirritaðs. Þeirri köllun var Lauga
trú, því að-mikið naut ég ástúðar
hennar, elsku guðsonurinn, og
Sveinn Áki hennar þá. Lauga var
hollsystir móður minnar, í sauma-
klúbbi góðra kvenna. Ein þeirra
lést nú um daginn, Hanna Þórðar-
son. Blessuð sé minning hennar.
Aðrar eru farnar á vit afturelding-
arinnar, en Lauga nú þeirra síðust.
Reyndar hafa ýmsir úr gömlum
vinahópi kreppu- og stríðskynslóðar
horfið af velli til eilífðar í vor, og
vil ég nota tækifærið og nefna Sig-
urrósu Jónsdóttur hárgreiðslu-
meistara eða Siggu mágkonu móð-
ur minnar, og Sigurð Gunnarsson
í Vík í Mýrdal eða Sigga á Bjargi.
Þetta fólk var hollvinir yngri kyn-
slóðarinnar, e.t.v. í ríkari mæli en
nú gerist. Blessuð sé minning
þeirra.
Lauga var hress kona og
skemmtileg. Hún fór ekki varhluta
af erli lífsins í gleði og sorg. Hæst
bar þegar hún eignaðist dreng,
góðan dreng, sem hún lét heita í
höfuðið á guðsyni sínum, Sveinn
Áki Lúðvíksson. Sveinn Áki er að-
stoðarframkvæmdastjóri hjá tölvu-
fyrirtæki. Hann er kvæntur góðri
konu, Sigrúnu Jörundsdóttur, og
eiga þau tvo drengi, Jörund Áka
og Svein Áka. Heitkona Jörundar
Áka er Herdís Sigurbergsdóttir og
eiga þau eina dóttur, Sigrúnu Mar-
íu. Þau trega nú móður og ömmu.
Hin síðari ár dvaldist Lauga á
Elliheimilinu Grund' og þar lauk
ævi hennar eftir margra ára þraut.
Lauga er gengin á vit aftureldingar-
innar til móts við vini sína. Eg votta
börnum Laugu og öðrum vanda-
mönnum samúð mína, með kveðju
frá fjölskyldu minni og börnum for-
eldra minna og með þakklæti fyrir
liðna tíð. Blessuð sé minning Laugu.
Guðsonur,
Svend-Aage Malmberg.
GRFIDRYKKJVR
x\f%/ JMÍ)¥E1.
Sími 11440
Minning
Brynhildur Ingibjörg
Jónasdóttir ljósmóðir
Fædd 8. maí 1920
Dáin 27. maí 1993
„Vinir berast burt með tímans
straumi.“
Það er saga lífsins sem enginn
fer framhjá, en sú saga eða sú slóð
sem verður eftir hvern og einn er
að sjálfsögðu margbrotin.
Sú slóð sem Brynhildur skilur
eftir hérvist sína er með sanni vörð-
uð ljósum, hlýju og glaðlyndi.
Við áttum margvíslegar ánægju-
stundir saman, bæði í vinnu og ut-
an.
En einmitt hún sem gaf öðrum
svo mikið þurfti að ganga í gegnum
þennan erfiða kapitula brottfarar-
innar. (En kannski hefðu fáir verið
færari um það.)
Örlög sem engin flýr
og enginn máttur fær þokað. (B.G.)
Þökk sé hennar fólki og öllum
sem studdu hana með nærveru
sinni. Votta ég þeim innilegustu
samúð. Guð blessi ykkur og minn-
ingu hennar. Sjálf hafði ég ekki
kjark til að heimsækja hana í seinni
tíð. Orð eru innantóm á stundum
og koma ekki í stað mannlegrar
snertingar og samskipta.
Kveðja frá stéttarsystur,
Sigríður Sigurðardóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Kringlunni 1, Reykjavík, og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ELÍN ÞORKELSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður Háteigsvegi 28,
sem andaðist þann 8. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
í dag, þriðjudaginn 15. júní, kl. 15.00.
Þorkell Jóhannesson, Vera Tómasdóttir,
Jóhanna J. Thorlacius, Ólafur Thorlacíus,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sonur minn, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR HOSTERT,
lést 8. júní sl.
Jarðarförin fer fram frá Litlu kapellunni í Fossvogi föstudaginn
18. júní kl. 15.00.
Steinþóra Steinþórsdóttir, Anný Halldórsdóttir,
Grétar Örn Hostert, Anna Bentina,
Sigríður Björg Hostert
og barnabörn.
t
Ástkær dóttir okkar og systir,
BRYNHILDUR JÓNSDÓTTIR,
Brekkuseli 33,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 13.30.
Jón Björnsson, Margrét Dannheim,
Magnús Kristinn Jónsson,
Sólveig Katrín Jónsdóttir,
Björn Brynjar Jónsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
CLARA LAMBERTSEN,
Kirkjuvegi 28,
Vestmannaeyjum,
sem lést í Sjúkrahúsi. Vestmannaeyja
6. júní sl., verður jarðsungin frá Landa-
kirkju föstudaginn 18. júní kl. 14.00.
Jóhann Guðmundsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Steinn Guðmundsson, Guðbjörg S. Petersen,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA JÓNSDÓTTIR,
Hjallaseli 51,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag, þriðjudaginn
15. júní, kl. 15.00.
Hilmar Guðmundsson, Gislfna Jónsdóttir,
Heiðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Þorbjarnarson,
Inga Dóra Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar,
MAGNÝ GUÐRÚN BÁRÐARDÓTTIR,
Bugðulæk 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn
15. júní, kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn-
ar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Jón H. Bárðarson, Salóme B. Bárðardóttir,
Sigurður Ó. Bárðarson, Þorsteinn Sigurðsson.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
GUNNAR MARINÓ HANSEN
múrari,
Vesturbergi 78,
andaðist í Landspítalanum sunnudag
inn 13. júní.
Unnur Sólveig Vilbergsdóttir,
Vilborg Gunnarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður og dóttur,
HULDU EIRÍKSDÓTTUR,
Freyvangi24
á Hellu.
Hreinn Sveinsson,
Hlynur Hreinsson,
Anna Guðmundsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar sonar míbs
og bróður okkar,
ATLA ANGANTÝSSONAR,
Hafnargötu 10,
Siglufirði,
sem lést þann 27. maí í Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Ester Landmark
og systkini hins látna.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar konu minnar, móður okkar, fósturmóður og ömmu,
ÖNNU SJAFNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Brekkustíg 31 c,
Njarðvík.
Maron Guðmundsson,
Eyjólfur Stefán,
Guðrún Maronsdóttir,
Guðbjörn Maronsson,
Stefán Eyjólfsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar,
GUNNARS ÓLAFSSONAR
verslunarmanns,
Gnoðarvogi 88.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lungnadeildar Vífils-
staðaspítala fyrir sérstaka umönnun.
Margrét Leósdóttir,
Gunnar Gunnarsson,
* Laufey Gunnarsdóttir.