Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 30
ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N U A UGL YSINGAR Skipaviðgerðir Vélvirkja eða vélstjóra vantar til sumarafleysinga. Upplýsingar í vinnutíma í síma 17970. GRANDI HF Vantar þig meiri tekjur? Þá gæti lausnin verið hér Okkur vantar nokkra kraftmikla einstaklinga í eins mánaðar aukavinnu á kvöldin. Ef þú hefur tvo til þrjá klukkutíma lausa, þá höfum við vinnu fyrir þig. Upplýsingar gefur Knútur í síma 626317 í dag á milli kl.13 og 16 og næstu daga á milli kl. 18 og 20. Síðuskóli, Akureyri Kennara vantar næsta skólaár til kennslu yngri barna og til smíðakennslu. Umsóknarfrestur er til 23. júní. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra og að- stoðarskólastjóra í símum 96-22588, 96-11699, eða 96-26555. Skólastjóri. Ritstjóri Fyrirtækið er útgáfufyrirtæki í Reykjavík. Ritstjóri mun ritstýra og hafa umsjón með útgáfu árbókar, halda utan um alla þætti er varða prentvinnslu ásamt því að vera tengi- liður fyrirtækisins við viðskiptavini varðandi auglýsingar og kynningar. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða íslenskukunnáttu, þekkingu á ferðaiðnaði, þekki feril prentvinnslu auk þess að vera vel að sér í sölu- og markaðsmálum. Leitað er að kröftugum og hugmyndaríkum aðila, sem hefur sjálfstraust og þor til að takast á við áhugavert og krefjandi starf. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem er opin alla virka daga frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJ ÓNUSTA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavík Simi 91-628488 MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Opib mánudaga til föstudaga frá kl. 14.00 til 17.00 Á DAGSKRÁ vikuna 21. til 26. júní Miðvikudaginn 23. júní kl. 15.00: Fulltrui frá Krabbameinsfélaginu, kemur og ræðir um reykingar og leiðir til þess að hætta. Fyrirspurnir og umræður á eftir. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT.LÆKJARGÖTU 14A SÍMI 628180/FAX 628299 Atvinnumiðlun iðnnema Atvinnurekendur - iðnmeistarar Atvinnumiðlun iðnnema hefur á skrá stóran hóp af hæfum starfskröftum. Stuðlið að aukinni starfsreynslu og starfsmenntun iðnnema. Nánari upplýsingar í símum 10988 og 14318, fax 620274, alla virka daga á skrifstofu Iðn- nemasambands íslands, Skólavörðustíg 19. hlÁSKÓLINN A AKUREYRI Háskólinn á Akureyri Við rekstardeild er laus til umsóknar staða prófessors Kennslu- og rannsóknarsvið prófessorsins skal vera rekstur fyrirtækja og stofnana með áherslu á gæðastjórnun. Nánanari upplýsingar veita forstöðumaður rekstrardeildar eða rektor. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerð- um umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara á Akureyri og fjármálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 1. september 1993 og skal umsóknum skilað til framkvæmda- stjóra Háskólans á Akureyri. Atvinnurekendur Starfandi véltæknifræðingur óskar eftir nýj- um starfsvettvangi. Reynsla á sviði hönnun- ar, rekstrarstjórnunar og stefnumótunar í gæðamálum. Fyrirspurnir sendist auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „E - 0503“. Sölumaður óskast fyrir tölvutengdar vörur. Tölvu- og rafeindaþekking nauðsynleg. Upplýsingar óskast sendar til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „Sölumaður - 13016“ fyrir 25. júní nk. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfara vantar til afleysinga á Gigt- lækningastöðina í 7 mánuði frá 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefa María eða Sólveig í síma 35310. Apótek Lyfjatæknir eða manneskja vön afgreiðslu í apóteki óskast til starfa hálfan eða allan daginn. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Apótek - 1324“. Akureyrarbær Fóstrur - þroskaþjálfar Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: Stöðu yfirfóstru við leikskólann Holtakot. Stöðu yfirfóstru og deildarfóstru við leikskól- ann Iðavöll. Deildarfóstrustöður við leikskól- ann Lundarsel. Hér er um að ræða 2 stöður. Stöðu þroskaþjálfa við leikskólann Klappir og skóladagheimilin Brekkukot og Hamarskot. Allar nánari upplýsingar gefa deildarstjóri dagvistardeildar í síma 24600 og viðkomandi leikskólastjórar/forstöðumenn. Holtakot, sími 27081, Iðavöllur, sími 23849, Lundarsel, sfmi 25883, Klappir, sími 27041, Brekkukot, sími 24779 og Hamarskot, sími 11830. Laun eru samkvæmt kjarasamningi §TAK og Akureyrarbæjar eða Launanefndar sveit- arfélaga og Fóstrufélags íslands. Nánari upplýsingar um laun og kjör gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1993. Deildarstjóri dagvistardeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.