Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 37
M0RGUiNfi 1 Af>lD fcUNNUD-AGURgO-(JÚþ» 37 75 ára Katrín Ásgeirsdóttir á Signrhæð, Höfn Katrín Ásgeirsdóttir á Sigurhæð, Höfn í Hornafirði er 75 ára á morg- un, þann 21. júní 1993. Foreldrar Katrínar voru þau Ás- geir Guðmundsson smiður á Höfn og Soffía Ragnhildur Guðmundsdótt- ir. Ásgeir var sonur þeirra Guðmund- ar Jónssonar frá Þinganesi og Guð- bjargar Sigurðardóttur frá Vík í Lóni, en Soffía var dóttir þeirra Guðmundar Sigurðssonar söðlasmiðs og Sigríðar Jónsdóttur frá Byggðar- holti í Lóni. Þau Guðmundur Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir eru frumbyggjar Hafnar í Homafirði. Guðmundur hafði verið söðlasmiður og innanbúð- armaður hjá Ottó Túliníussyni kaup- manni á Papós, en þau hjónin flutt- ust til Hafnar með bömin sín sex með verslun Ottós árið 1897. Þá varð Höfn gerð að verslunarstað í stað Papóss. Þau Guðmundur og Sigríður byggðu sér í samvinnu við Ásgeir Guðmundsson og Sofflu Ragnhildi Guðmundsdóttur myndarlegt hús á Höfn og stendur það enn og heitir Hóll. Þar er Katrín fædd á sjálfri Jónsmessunni hinn 21. júní 1918 og þar ólst hún upp og eignaðist einn bróður, Guðmund Ásgeirsson pípu- lagningameistara, sem býr i Reykja- vík. Katrín hefur alið nær allan sinn búskap á Höfn. Þar hefur hún kynnst og upplifað af eigin raun hvemig lít- ið þorp hefur þróast og orðið að blóm- legu og fallegu byggðarlagi. Katrín giftist á ungra aldri manni sínum Sigurði Lámssyni fyrrum út- gerðarmanni á Höfn. Hann er sonur þeirra merkishjóna Lámsar Ás- mundssonar útvegsbónda og Dag- bjartar Sigurðardóttur frá Norðfirði. Af þeim er kominn fjöldi niðja. Katrín og Sigurður eiga átta börn. Þau em Asgeir, búsettur á Höfn, Guðmundur, búsettur á Höfn, Hilm- ar, búsettur í Mosfellsbæ, Dagbjört Soffla, búsett á Höfn, Aldís, búsett á Höfn, Karl Þór, búsettur í Reykja- TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI ^BANTHAI t KtB/N LAUGAVEGI 130, SlMI 13622 með frönskum og sósu TAKWMF.D - tilboð! TAKWMEÐ - tilboð! Jarlinn Húsbíll Díesel, rafstöð, heit sturta, vatnssal- erni. Mjög góð svetnplóss f. ó. Bíll meö öllu. Húsbíll Remo Díesel, svefnpláss f. 4. Eldunarað- staða, lúxusinnrétting, snúnings- svefnstólar. Skipti á ódýrari. Húsbílar til leigu. Upplýsingar í síma 985-20066 og eftir kl. 19 92-46644. vík, Grétar Láms, búsettur í Mos- fellsbæ, og Sigríður Katrín, búsett á Höfn. Barnabömin em nú 17 talsins og bamabamabörn fímm. Samtals telur því bamahópurinn þeirra 30 og Kat- rín sem að eigin sögn ætlaði aldrei að eignast nein böm. Undirritaður er einn af þessum hópi, sem ég er bæði stoltur af og þakklátur fyrir. Ég vil óska mömmu til hamingju með daginn, og þakka fyrir mig með þessum fátæklegu mirtningarbrotum sem hér fara á eftir. Eins og tíðkaðist í þá gömlu góðu daga fóm bændur um langan veg á hestum til innkaupaferða. Á þeim ámm var ekki í önnur hús að venda á Höfn en hús þeirra fáu starfs- manna sem unnu við verslun Ottós Túliníussonar, síðar Þórhalls Daní- elssonar. Ég minnist þess að bæði mamma og amma sögðu mér sögur af þessum eilífu gestakomum, sem margar hverjar vom skemmtilegar, en aðrar miður eins og gengur, sem fylgdu verslunarferðum bænda víðs- végar að úr héraðinu. Þá var oft þröngt setinn bekkurinn heima á Hóli, en aldrei var neinum úthýst og aldrei var þegin greiðsla fyrir ómak- ið, enda gjarnan litið á þetta sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut. Á þessum ámm kynntist mamma því hvemig það var að vinna langan og strangan vinnudag, sem hefur fylgt henni allar götur síðan. Ég minnist þess sem strákur heima að heimilisfólkið taldi 10-12 manns, auk gesta og gangandi, bæði börn og gamalmenni. Þá þjónaði húsmóð- irin öllu þessu fólki með mat og drykk og það á tveim hæðum. Nærri má nú geta hvort hún hafði tíma til þess að setjast sjálf að borðum? Ef til vill hefur þetta verið hlut- skipti flestra húsmæðra á stórum heimilum í þá daga um miðbik 20. aldarinnar, og við það bættist að kjör fólksins í landinu voru bág og vöruskortur mikill. Þá máttu hús- mæður venda og kúvenda gömlum flíkum á börn sín og fullorðna til þess að fjölskyldan gæti nú litið sem best út. Þetta var hlutskipti mömmu og ljúft er mér að minnast árangurs verka þinna á þessum vettvangi. En hvað er það svo öðru fremur sem einkenndi þessa gömlu Skaftfell- inga? Við Skaftfeilingar sem eigum ættir að rekja til gömlu Þinganes- ættarinnar erum ekki í vafa um að það sé þrjóska og þrautseigja. Hver hefur ekki heyrt talað um Þinganes- þrjóskuna? En er þetta nema eðlilegt, þessir forfeður mínir í Hornafirði eru aldir upp við rætur tröllvaxinna skriðjökla Vatnajökuls, þar sem aðeins mjó sandræma aðskilur jökulinn og úfið Atlantshafíð. Sandræma þessi er sundurskorin með stuttu millibili af beljandi jökulfljótum. í þá daga voru þessi fljót öll óbrúuð og kostuðu mörg mannslíf. Ekki fór mín fjöl- skylda varhluta af þessu, því að afi mömmu, Guðmundur bóndi í Þinga- nesi, drukknaði í Hornafjarðarfljót- um, þá maður á besta aldri, og lét eftir sig eiginkonu og mörg lítil börn. En allt líf þarfnast mótvægis. Þannig hefur t.a.m. söngur, tónlist og gleðskapur verið í hávegum hafð- ur hjá fjölskyldunni. Ég minni á gömlu dagana heima þegar mamma og Signý frænka sátu fyrir framan orgelið og sungu og spiluðu til skipt- anna, hvílíkir sniliingar, og allt af fingrum fram. Þetta er sérstaklega Ijúft að rifja upp á afmælisdaginn þinn, því að ég veit að enn þann dag í dag ertu ekki í neinum vandræðum með þetta. Ekki verður vikið frá endurminn- ingum þessum án þess að rifja örlít- ið upp það málfar sem þú og þínir tömduð ykkur í þá daga. Ég hef stundum kosið að kaila þetta „hom- firsk gæluyrði", en hér er í raun átt við blótsyrði sem sögð eru með öðrum áherslum og í öðrum tilgangi en blótsyrði almennt. Þau okkar sem muna eftir gömlu góðu körlunum á Höfn, þeim Sigurði Ólafssyni, Jóni Brunnan og Steina í Hvammi, sem allir eru nú horfnir yflr móðuna miklu, vitum hvað átt er við, en þið hin, sem heyrið t.d. eftirfarandi setn- ingu hjá mömmu: „Mikið helv... djö... og ands... er þetta fallegt," megið vita að þetta þýðir á þessu málfari: „Mikil lifandis ósköp og skelfing er þetta fallegt." En víst er að þú mamma mín ert ekki fyrir að bera tilfinningar þínar á torg og um þig verður aðeins eitt sagt: „Hugur einn það veit er býr hjarta nær“. Þannig ætla ég að öll börnin þín og barnaböm, sem til þess hafa vit og þroska hugsi til þín á þessum merkisdegi. Við Guðrún og bömin okkar sendum þér hugheilar afmæl- iskveðjur og væntum þess að geta ornað okkur við enn fleiri endurminn- ingar, þegar við í sumar hittumst í sumarbústaðnum góða í Lóni. Lifðu heil. Hilmar Sigurðsson. MORGUN BLAÐSINS Agrillib Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. júní nk., fylgir blaðauki sem heitir A grillib. í þessu blaði verður fjallað um það að grilla góðan mat úr margvíslegu hráefni, með mismunandi matreiðsluaðferðum og á ólíkum tegundum grilla. Þá verða gefnar ábendingar frá fagfólki, birtar uppskriftir að meðlæti og greint frá helstu áhöldum en fyrst og fremst verður að finna í blaðinu fjölmargar góðar uppskriftir fyrir þá sem ætla að grilla heirna við, í sumarbústaðnum eða á ferðalagfnú. Þcim scm áhuga hafa á ab auglýsa í þcssum blabauka er bcnt á ab tekib er vib auglýsingapöntunum tii kl. 16.00 mánudaginn 21. júní. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 69 1111 eba símbréf 69 1110. •_________i - kjarni málsins! Örugg festing með ábyrgð. .«rrv ®iBl SkútiMogi 16, Reykjavik Helluhrauni 16, Hafnarfiröi ÍSLENSKA AUCtÝSINCASTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.