Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 39
KORFUKNATTLEIKUR / NBA MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDÁGUR 20. JÚNÍ 1993 39 Aflur til PHOENIX Suns sigraði Chicago Bulls ífimmta leik liðanna um sigur í NBA deildinni bandarísku með 108 stigum gegn 98. Leik- mönnum Phoenix tókst því enn einu sinni að bjarga sér í úrslita- keppninni, en þeir hafa áður lent í því að vera tveimur leikjum undir og náð að sigra. Hvort það tekst að þessu sinni skal ósagt látið en það er þó Ijóst að liðin þurfa að fara aftur til Phoenix og leika þar einn eða tvo leiki en það lið sigrar sem fyrr vinnur ífjórum leikjum. Staðan er nú 3:2 fyrir Chicago. Leikurinn þótti vel leikinn af hálfu leikmanna Phoenix, sérstaklega ívörninni. Leikmenn voru mun hreyfanlegri en ffyrri leikjum og uppskáru sigur. Jordan var stigahæstur en þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hverju stigi að þessu sinni. Charles Barkley var með það á hreinu að þeir myndu sigra og sagðist haf það beint frá guði. Reuter Enn eitt frákastið í höfn DAN Majerle tekur hér eitt af tólf fráköstum sínum í leiknum án þess að B.J. Armstrong geti nokkuð að gert. Charles Barkley, félagi Majerle er við öllu búinn. Á litlu myndinni hér fyrir ofan er Michael Jordan að koma til leiksins, sem hann vonaði að yrði sá síðasti á þessu keppnistímabili. Leikmenn Phoenix Suns byijuðu af miklum krafti og náðu 16 stiga forystu, 15:31, í fyrsta leik- hluta. Charles Barkley var í stuði og meiðlsin sem hafa háð honum að undanförnu virtust ekki há hon- um eins mikið. Richard Dumas var einnig sjóðheitur og skoraði mikið. Scottie Pippen var sterkstur hjá Chicago Bulls en lítið fór fyrir Mich- ael Jordan. Baráttan hjá Phoenix var aðdáunarverð og leikmenn liðs- ins tóku til dæmis fimm sóknarfrá- köst á meðan Chicago náði engu. í öðrum leikhluta mættu heima- menn ákveðnir til leiks og gerðu sjö stig gegn engu í upphafi og minnkuðu muninn í 28:33 og kom- ust síðan yfír 45:42. Mestu munaði um að Paxson gerði þijár þriggja stiga körfur á meðan sex skot mi- stókust hjá Phoenix. Chicago gerði 28 stig gegn 9 stigum Phoenix en gestirnir gáfust þó ekki upp og náðu forystunni á nýjan leik og leiddu 49:54 í leikhléi. Jafnræði var í þriðja leikhluta. Phoenix náði 13 stiga forystu, mest fyrir frábæran leik hjá Dumars sem misnotaði aðeins tvö skot í fyrstu þremur leikhlutunum. Paxson og Jordan gerðu sitt hvora þriggja stiga körfuna og staðan var 73:80 í lok þriðja leikhluta. Jordan og Barkley hvíldu fyrstu mínúturnar í fjórða leikhluta en það breeytti í rauninni litlu. Phoenix hélt forystunni allt til enda og loka- tölur urðu 98:108. Nokkur spenna var undir lokin og eftir nokkuð þóf skoraði Ainge þriggja stiga körfu, en hann hafði hitt mjög illa í leikn- um. Phoenix Dumar var sterkur hjá Phoenix og einnig þeir Barkley og Johnson. Dumar lék samt óvenju lítið í síð- asta leikhluta. Oliver Miller lék einnig vel. Hjá Chicago átti Pippen góða spretti en gerði mistök þess á milli. Jordan var sterkur að vanda en fékk ekki eins mikinn frið til að skjóta og í síðasta leik. Miklu mun- aði fyrir Chicago að Horace Grant gerði aðeins eitt stig, og það úr vítaskoti í síðasta leikhluta. Guð vill að við vinnum „Það eru okkar örlög að vinna. Guð vill að við vinnum," sagði Char- les Barkley eftir leikinn og bætti við; „við trúum því að við gerum það.“ Fyrir leikinn sagði Jordan að hann nenti ekki að fara til Phoenix, en hann verður að sætta sig við að leika þar á aðfaranótt mánudagins eins og aðrir leikmenn liðanna. ■ Svo virtist sem leikmenn Phoenix kæmu til leiks til að sigra í þessari tilteknu viðureign en Chicago þurti hins vegar að lifa við það að verða „heimsmeistarar“ í körfuknattleik. Á töflu í búningsherbergi Phoenix voru aðeins rituð tvö orð; „win one“ eða vinnum einn [leik]. Þetta dugði, þrýstingurinn á leikmenn virtist minni en verið hefur í úrslitakeppn- inni og leikur þeirra yfírvegaðri. Varnleikurinn var mun sterkari en verið hefur og munaði mikið um hversu fljótir þeir voru að loka miðj- unni. Stigahæstir í liði Phoenix voru Kevin Johnson og nýliðinn Dumar með 25 stig. Barkley gerði 24 og Dan Majerle tók flest fráköst allra, 12 talsins. Hjá Chicago var Jordan stiga- hæstur með 41 stig og Pippen gerði 22. Charles Barkley fagnaði ógurléga eftir sigurinn eins og allir liðsmenn Phoen- ix. Hér faðmar hann Danny Ainge og óskar honum til hamingju. Morgunblaðið/Frosti Ulfar Jónsson með málningarpensilinn á lofti í Hvaleyrarholtinu í vikunni. með því að einbeita mér að íþrótt- inni. Hvort sem það er í golfi eða einhveiju öðru þá eiga sér allir draum um starf sem þeir hafi gam- an af. Það eru sjálfsagt ansi fáir sem geta sagt að þeir séu í drauma- starfinu. Fyrir mig er það óskastaða að geta spilað golf það sem eftir er ævinnar og fá borgað fyrir það. Þetta er mikil vinna og ef maður vill lifa af í þessum bransa þá verð- ur maður að leggja meira á sig en næsti maður. Þó að það séu miklar fjárhæðir sem menn heyra um í atvinnumennskunni eru margir rétt fyrir utan sem bíða eftir tækifær- inu. Það þarf ekki nema eitt mót til að hjólin fari að snúast, að menn fái peningaverðlaun fyrir árangur og sjálfstraustið komist í lag. Það eru hins vegar þúsund manns í Bandaríkjunum einum með þennan draum, að komast á toppinn," segir Úlfar. „Ég er bjartsýnn á að ég eigi eftir að standa mig. Ég veit að hveiju ég geng og að ég komi ekki alltaf til að spila meiriháttar golf. En ef maður hefur rétta hugarfarið og heldur áfram að vinna mikið við að bæta sig þá er allt hægt.“ SJÁLFVIRKI OFNHITASTILLIRINN Borgar sig ó skömmum tíma. = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 NYTT - NÝTT FATASKÁPAR RENNIHURÐIR COLORUNE - 180 LITIR NÝJA LÍNAN í FATASKÁPUM OG FATASKÁPAIIURBUM. MARGVÍSLEGT ÚTLIT f BOÐI HVER SKÁPUR OG HURÐIR ERU SNIÐNAR EFTIR MÁLI. li 7i . u COLORLINE - NÝJA LÍNAN B MM JT Á SÉRSTÖKU KYNNINGAR- mrÆJkt TILBOÐI - 20% AFSLÁTTUR. L L SÉRVBRSLUN MEÐINNRÉTTINGAR ÓG STlGA 1 NÝBÝLAVEBI 12. SlMI 44011 PÓSTHÓLF 1S7, 200 KÓPAVOG!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.