Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 7 STÆRSTA SKÚTA LANDSINS ER 38 FET OG í EIGU ÞRIGGJA KEFLVÍKINGA Sameinar flesta kosti keppnis- og ferðabáta Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson 18 metra mastur MASTRIÐ er 18 metra hátt á stærstu skútu landsins, Evu II., sem er í eigu þriggja Keflvíkinga og var sjósett fyrir nokkrum vikum. ÞRÍR Keflvíkingar, Áskell Agnars- son, Anton Jónsson og Erlendur Jónsson, eru eigendur að stærstu skútu landsins, sem sjósett var fyr- ir nokkrum vikum og hefur hlotið nafnið Eva II. Hún var keypt notuð frá Englandi og hefur verið siglt nokkrum sinnum í nágrenni höfuð- borgarinnar, en hún liggur við bryggju skútueigenda í Reykjavík- urhöfn. Á hveiju þriðjudagskvöldi keppir skútan í siglingu við aðrar íslenskar skútur og mun einnig taka þátt í íslandsmótinu í sigling- um sem verður í ágúst. Eva II. er 38 feta löng og vegur sjö tonn, en af þessari þyngd er kjölur- inn þijú tonn, enda veitir ekki af vigt- inni til að vega á móti hæð masturs- ins því það er 18 metra hátt. Sjö segl eru um borð, stórsegl, fjórar stærðir af fokkum og tvo belgsegl úr misþykku efni. Þá er afstaða mast- ursins stillanleg, svo nýta megi vind- töku í seglin betur en ella. „Við völdum þessa skútu af því að hún er góð blanda af keppnis- og ferðabát. Það eru til bátar sem sigla hraðar, en við hugsuðum dæmið þannig að við gætum tekið fjölskyld- uraar í lengri ferðir og haft góðan umbúnað um borð,“ sagði Askell Agnarsson, einn eigenda skútunnar í samtali við Morgunblaðið. „Við keyptum skútuna notaða frá Englandi, þar sem þær fást núna á góðum kjörum, og unnum baki brotnu við að standsetja hana í vetur, eftir að hún hafði verið flutt heim. Hún I góðum byr SIGMA 38-skútan klýfur öldurnar með Agnar, son eins af eigendum við sljórnvölinn. þurfti talsverðrar yfirhalningar við og það hentaði vel að við erum smið- ir. Þetta er minn sumarbústaður og hann er með óendanlega stórri lóð! Það er fátt skemmtilegra en sigla skútu og elda svo góða máltíð að sigl- ingu lokinni en um borð eru góð eld- unartæki, salerni og sturta. Þá eru öll nauðsynlegustu leiðsögutæki um borð, bæði nútímatæki og þau sem tilheyra gamla tímanum. Kaupin á þessari skútu er í raun framhald af tíu ára siglingasögu okkar, því við áttum bát sem hét Eva og kepptum á henni í níu ár. í fyrra tókst okkur að krækja í fímm brons í stórmótun- um en við stefnum hæraa í framtíð- inni á nýju skútunni. Ég hef þó trú á að þetta sumar fari í að læra á skútuna,“sagði Áskell. „Það tekur tíma að læra að nota reiðann, sem er stillanlegur. Það þarf reynslu til að nýta alla kosti hans. Það eru til skútur sem henta betur til keppni. Þessi skúta hefur mikla sjóhæfni, en kannski minni hraða en aðrar stórar kappsiglingaskútur, sem eru sérsmíðaðar til keppni. Slíkir bát- ar bjóða þá upp á einhæfa notkun á meðan við getum skroppið hvert sem er og gist í eigin bát með allt til alls,“ sagði hann ennfremur. G.R. H Kynning 6 VISA Einar S. Einarsson forstjóri Meb VISA á sólarströnd Sigmar B. Hauksson H Portúgal Ásta R. Jóhannesdóttir Sjúkdómar ó sólarströnd Ger&ur Jónsdóttir læknir B Spónn Örnólfur Árnason rithöfundur KAFFIVEITINGAR ituiiui i FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höföabakka 9, 112 Reykjavík Sími 91-671700, Fax 91-673462 yjmLWjVhi Kynningarfundur á Holiday Inn fyrir Far- og Gullkorthafa fimmtudaginn 24. júní kl. 20:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.